Vísir - 26.02.1973, Síða 6

Vísir - 26.02.1973, Síða 6
6 Vlsir. Mánudagur 26. febr. 1973. VÍSIR Útgéfandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi ^6611 (7 iinur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Þriðja og síðasta.... Þetta ár verður örlagaár núverandi rikis- stjórnar. Á þessu ári kemur að þvi, að útilokað verði að velta vandamálunum lengur á undan sér og rikisstjórnin neyðist til að horfast i augu við raunveruleikann. Það er þriðja stigið i ferli nú- verandi rikisstjórnar. Fyrsta stigið var siðari hluti ársins 1971, þegar nýja stjórnin hélt veizluna miklu eftir valdatöku sina. Fráfarandi stjórn hafði haft þá áráttu að safna i sjóði til mögru áranna. Þessum sjóðum var eytt i stundaræði hins nýrika manns. Árið 1972 var annað stigið i ferli rikisstjórnar- innar. Hún hélt áfram að lifa hátt, en i þetta sinn ekki með þvi að nota handbært fé, heldur með þvi að safna skuldum og vandamálum. Slikt er oft hægt að gera um nokkurt skeið, áður en snaran herðist að hálsinum. Nú er svo komið að þriðja timabilinu. Það er komið að þvi, að ekki er lengur hægt að hlaða vandamálunum upp. Rikisstjórnin kemst senn ekki hjá þvi að horfast i augu við kaldan raun- veruleikann. Hinu dýra ævintýri er lokið. Reikningarnir eru farnir að streyma inn. Rikisstjórnin er ekki búin að bita úr nálinni, þrátt fyrir þrjár gengislækkanir á hálfu öðru ári. Fleiri slikar eru framundan, þvi að hagkerfi og verðkerfi þjóðarbúsins hafa skekkzt verulega. Á þessu ári verður verðbólgan meiri en nokkru sinni fyrr. Eitt spor i þeim Hrunadansi verður stigið um mánaðamótin, þegar laun hækka um 12-14%. Og sú hækkun verður launþegum skammgóður vermir. Mjög hefur þrengt að atvinnulifinu, þrátt fyrir gengislækkanirnar. Verðbólgan hefur séð um að éta þær jafnóðum upp. Launþegar eru ekki held- ur sælir með sinn hag. Þeim finnst verðbólgan hafa gert meira en að taka af þeim þær krónu- hækkanir, sem orðið hafa á launum. Skýringin á þvi, að bæði launþegar og atvinnu- vegir eru samtimis illa settir, þótt alls staðar sé nóg að gera, er auðvitað sú, að rikisvaldið hefur ginið yfir langtum stærri bita þjóðarkökunnar en áður hefur verið venja. í rikissjóð renna nú um 30% af þjóðartekjunum i stað 20-22% á tima við- reisnarstjórnarinnar. Þessar tekjur eru auðvitað teknar frá atvinnuvegum og launþegum. Þegar fjárlög eru tvöfölduð á tveimur árum, hlýtur það að verka eins og sprengjuárás á gjald- miðilinn. Hann hlýtur að hriðfalla i verði. Og það er einmitt það, sem er að gerast um þessar mundir. Þrátt fyrir nýafstaðna gengislækkun, þá þriðju i röðinni á skömmum tima, er raunvirði krónunnar minna en gengisskráningin segir. Marga ráðamenn er farið að svima i Hruna- dansinum. Sumir þingmenn stjórnarinnar hafa hlaupið út undan sér og neitað að styðja mál hennar. Hún hefur ekki lengur fyllilega starfhæf- an meirihluta á alþingi. Ráðherrarnir eru farnir að bera ágreining sinn á torg. Meirihluti þeirra er nú önnum kafinn við að hugleiða, hvenær bezt sé að stökkva af stjórnarvagninum. Hin pólitiska ringulreið fer vaxandi mánuð fyrir mánuð. Sjálft strandið, hástig þriðja og siðasta timabils rikisstjórnarinnar, er framundan i byrjun næsta vetrar. Þá fær þjóðin væntanlega tækifæri til að taka bú rikisstjórnarinnar til gjaldþrotaskipta. UPPSPRETTUUND ÚTLENDRA FRÉTTA „Ritskoðun, ofsóknir á hendur fréttamönnum og sístækkandi leyndardóms- hula gerðu öflun frétta og flutning þeirra erfiðari árið 1972, helduren nokkru sinni siðan á árum heims- styrjaldarinnar síðari," sagði Wes Gallagher, for- seti Associated Press fréttastofunnar, núna á fimmtudaginn. „Strangt eftirlit bandarlskra stjórnvalda meö fréttum frá ýms- um stööum, fylgt á eftir meö árásum á fjölmiðla, bergmálaði svo aftur erlendis i ritskoðun ýmissa erlendra ríkja,” hélt hann manna sinna fyrir dómstólunum. Og hann vakti athygli á ströngum ritskoðunaraðgerðum, sem her- foringjastjórnir Brazilíu, Perú og Argentínu hefðu gripið til. „Chile, sem i orði kveðnu hreykir sér af prentfrelsi, klippti úr handritum fréttaritara suma kafla, og hótaði stundum vægum refsingum þeim, sem skrifuðu um staðreyndir, er stjórnvöldum þótti óþægilegar,” sagöi hann. Gallagher sagöi, að það væri einnig tilhneyging til „fyrir- byggjandi ritskoðunar” á Filippseyjum, \,,og Egyptaland fylgist nákvæmlega meö öllum útsendum fréttaskeytum, án þess þó að fikta nokkuð viö að breyta þeim.” „Arið '72 var annað árið I röð, sem þykir likleg til þess að vera valin fréttamynd ársins 1972. — Litil stúlka á flótta undan ógnum napalmsprengju. áfram i árskýrslu, sem hann flutti þeim, er standa að hinni kunnu fréttastofu AP. „Þrjú þessara ritskoðunarrikja stóðu I nánum tengslum við Bandarikin — Suður-Vietnam, Suður-Kórea og Filippseyjar. En Suður-Amerika fékk lika á sig meiri og meiri blæ af eftirliti ein- ræðisstjórna með aukinni ritskoð- un og meiri leyndardómshulu.” Gallagher sagði, að i Banda- rikjunum hefði komið þrýstingur á fjölmiðla frá „rikisstjórninni, stjórnmálamönnum, sjálfskipuð- um varöseppum og einstökum fréttaskýrendum, sem vildu hindra sjálfsgagnrýni fööur- landsvina.” „A einn hátt eða annan,” sagði hann, „hlaut gnýrinn að grafa undan trausti almennings til fjöl- miðlanna.” Orð þessa æösta manns banda- risku fréttastofunnar bergmála vonbrigði blaöamanna i Vestur- heimi með ört stækkandi þagnar- múr opinberra aöila þar vestra. Og lýsa á sinn hátt vel við hvaða erfiðleika fréttamenn telja sig helzt eiga við aö striða i starfi sinu við að fræða almenna borg- ara um það, sem er að gerast i kringum þá og innan um þá sjálfa. — Nokkrar greinar hafa birzt i blöðum vestanhafs, þar sem látin hefur verið i ljós óánægja meö þá stefnu, sem tekin hefur verið gegn þeim, er vinna við þessi upplýsingastörf. En mestan part hefur það enn sem komið er, verið eins og muldur i barminn. — Ræða forseta AP um yfirlitá störfum fréttastofunnar á undanliönu ári, vekur jafnan nokkra athygli, og þá ekki siður að þessu sinni. í upphafi ræðu sinnar benti Gallagher á úrskurði hæstarétt- ar, sem á siöastliönu ári hafnaöi þeirri túlkun á stjórnarskránni, sem gerði ráð fyrir, aö frétta- menn væru ekki skyldugir til þess að ljósta uppi nöfnum heimildar- þar sem AP var meinað að hafa fréttaritara i Irak,” sagði hann. „Og Andrew Torchia, fréttamað- ur okkar i Nairobi i Kenýa, var hnepptur i herfangelsi i Uganda, meðan hann var að viða að sér upplýsingum fyrir grein.” „Það var engin ritskoðun i Vietnam, en ferðir fréttamanna um landið voru takmarkaðar æ meir, eftir þvi sem að dró úr þátttöku Bandarikjamanna i styrjöldinni,” sagði Gallagher. „Ög þeir timar komu, t.d. þegar sprengjuárásirnar voru hertar yfir Norður-Vietnam, að þær upp- lýsingar voru kallaðar hernaðar- leyndarmál, sem höfðu daglega verið veittar áður.” En Gallagher taldi AP hafa skilað drjúgu ársverki, þrátt fyrir þessi vandkvæði. „Þetta var ár stórtiðinda margra. Kosningarn- ar i Bandarikjunum, heimsókn Nixons til Kina, Vietnam-samn- ingarnir, fjöldamorö israelsku iþróttamannanna á Olimpiu- leikunum, siöasta Apollo-ferðin til tunglsins og tilræðið við Wall- ace. „Hvorki i Suöur-Ameriku né annars staöar,’ fullyrti Gallagher, „lét AP tugast undan ritskoðun, heldur hélt áfram að flytja fréttir af atburðum og skýra hlutlaust frá atvikum og skoöunum. Þótt hinsvegar tilraunir stjórnvalda til afskipta af fjölmiðlum hafi gert fréttamönnunum erfitt fyrir við að nálgast heimildir og afla upp- lýsinga.” „En einmitt þessi ritskoöun i ýmsum heimshlutum,” hélt hann áfram, „hvatti fjölmiðla til þess að komast á bak við múra hins opinbera og örfaði rannsóknar- blaðamennskuna.” Sem sérstök dæmi um afrek fréttamanna tiltók Gallagher ferð Peter Arnetts, fréttamanns, til Hanoi til þess að eiga viðtöl við bandariska striðsfanga, skýrslu fréttamannahópsins, sem i Washington gróf upp tengsl inn- llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson brotsins i Watergatebygginguna við nefnd þeirra, sem unnu að endurkjöri forsetans, og afhjúpun Jean Hellers á rikisstyrktum til- raunum með syphilissýkta svert- ingja, sem leitt höfðu til fjölda dauðsfalla. Gallagher sagöi, að fréttir AP frá forsetaframboðinu og kosn- ingunum heföu reynzt skjótari og nákvæmari en nokkru sinni fyrr. Þeim var öllum safnað að einum og sama brunninum i skrifstofun- um i Washington, áður en þær voru sendar út, og hlauzt af þeirri nýbreytni gleggri yfirsýn yfir það sem var að gerast og veitti mögu- leika til þess að skýra betur fyrir lesendum áhrifin. Notkun full- komnari tölva.heldur en AP hefur hingað til haft yfir að ráða, veitti móttökurum um heim allan ná-. kvæma ■ skýrslu um atkvæða greiðsluria og talninguna — nán- ast skekkjulausa, sem engan hefði dreymt um, að væri hægt, meðan notuð var gamla hand aflsaðferðin. Ljósmyndir myndatökumanna AP, eins og þeirra Horst Faas og Michel Laurent, af opinberri byssustingaaftökunni iBangladest unnu til Pulitzerverðlaunanna, en það eru sjöttu Pulitzerverðlaunin, sem fallið hafa i hlut AP-frétta- manna á siöustu átta árum. — Pulitzerverðlaunin eru banda- riskum fréttamönnum það, sem Nóbelsverðlaunin eru skáldum og rithöfundum. Gallagher taldi liklegt, að valin yrði sem „fréttamynd ársins 1972” myndin, sem Nick Ut frá AP tók af klæðalausri Vietnam- stúlku á hlaupum eftir, þjóðvegi undan eldtungum napalm —- sprengju, sem i misgáningi hafði verið varpað á heimili hennar. Arið 1972 var sérstakur próf- steinn iþróttafréttum Associated Press. Bæði var þetta Olympiuár, og svo fóru baseballleikmenn i verkfall — þjóðhetjur Banda- rikjamanna. Útsendingar iþróttafrétta spönnuðu þetta árið allar 24 stundir sólarhringsins i stað aðeins fjórar klukkustundir áður. Þeim, sem kaupa fréttaskeyti frá AP, fjölgaði til mikilla muna á árinu, sagði i skýrslu Gallaghers, en um leið fullkomnaði fréttastof- an svo útsendingartækni sina, að hún gat fækkað útsendingarskrif- stofum sinum um 150. Gerðu gerfihnettir þar ekki litið strik i reikninginn. (advance) new york—annual report 2 «in one form or another.s* he sal« #'«rther the public«s falth ln the mei art the supreme courtsts dec var>ce) ne •4'*nts to wlthhold s 1130«mt thursday, feb. 22) advance) new york—annual report t oensorshlp efforts ln many carts of ÖVancwi" aÍL Lne more necessary to 9auV ne* v ne"s enterPrise and In t£>me9 »0*^ "HvJSX'.S ’lcí’.J*e rJ* 0eca.. * °rter Part/ fr.ePorfe“;7-»enf hoUr p°nU*n° thé\. wlre h r*r *Or °<> they r°br*/fSe°et *■ Jn9 w'ftut95( ServVBr°ces n°°rs fo P tave ' a° ?í-te ,ro1C6S- '‘•feee° Vn'’ðon fo "C* a 'o f0Setter s',an°íat 0,Jonann ín 'eti &£%; rJa°; WnV‘a»ner , ' ,nc*r Po**tio*! 1970 >ne the er Öu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.