Vísir - 16.03.1973, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 16. marz 1973.
3
„Ást og umburðarlyndi eru
mín mottó"
— segir séra Halldór S. Gröndal
„Kirkjan er svo sterk, að það
er sama, hvað dynur á þeim
kletti, hann stendur óhaggaður.
Þetta er rétt eins og spörfugi
settist á klettinn og brýndi
nefið,” segir Halldór S.
Gröndal, annar fram-
bjóðendanna i dómkirkju-
prestakalli, þegar við spyrjum
hann um deilur innan
kirkjunnar og rótleysi
nútimans. ,,Ég tel mig ekki til
neinnar sérstakrar hreyfingar
innan kirkjunnar,” segir hann.
„Fólk hefur tilhneigingu til að
draga prestana I bás i þeim
efnum, en ég tel mig hafa
stuðning þvert yfir allar
hreyfingar. Ég get aðeins sagt,
að fólk verði að hlusta á mig
predika, ef það ætlar að skipa
mér á bekk.
Ég varð fyrir sérstæðri trúar-
reynslu fyrir nokkrum árum.
bað er ekki hægt að setja slika
trúarreynslu i formúlu, en henni
fylgir löngun til að lofa öðrum
að taka þátt i henni með sér.
Llfsviðhorf og gildismat manns
gjörbreytist við slfka reynslu.
Halldór sem rak veitinga-
húsið Naust, segir, að algengt,
sé, að lifsviðhorf manna
breytist við trúarreynslu. Til
dæmis sé það svo algengt á
Englandi, að kirkjan hafi skóla
til að kenna mönnum til prests
eftir slika reynslu. Kirkjan
leitast þar við að komast að
raun um, hve mikla viðbótar-
menntun menn þurfi. Halldór
hafði til dæmis háskólapróf
fyrir, og hann telur, að i Eng-
landi hefði hann ekki þurft að
verja sex árum til að hljóta
prestsréttindi. „Ég reyni aðeins
að predika guðsorð eins og ég
get,” segir hann, ,,og ég hef
mætt góðum skilningi, ekki sizt
meðal presta, sem hafa boðið
mér að koma i kirkjurnar hjá
sér og predika.”
Fanginn mest þurfandi
eftir að hann er laus
Séra Halldór þjónar nú að
Borg á Mýrum, en hann starfar
einnig mikið að aðstoð við
fanga og áfengissjúklinga.
„Fanginn þarfnast mestrar
hjálpar, eftir að hann kemur út
úr fangelsinu,” segir hann.
„Þetta er erfitt starf, þvi að
maður verður að vera viðbúinn
á nótt og degi að hjálpa fangan-
um. Maður verður að vera vinur
fangans i raun og sannleika og
má ekkert til spara. Með mér
starfar margt ónafngreindra
manna að þessu. Hver einn
getur varla aðstoðað raunhæft
nema 2-3 fanga. betta er starf,
sem ber árangur, en hörmulega
oft verður skyndileg breyting til
hins verra á breytni hins fyrr-
verandi fanga, og hann sækir á
sina fyrri braut.
Þessir menn eru skaddaðir á
lifi og sál og erfitt að bæta það
mein,” segir hann.
,,Guðs orð snýr aldrei
til baka án þess að hafa
gert eitthvað”
,,Ég lit svo á, að prests-
„Kirkjan er klettur, sem ekkert haggar”, segir séra Halidór S. Gröndal.
kosningar séu ekki svo afleitar,
segir hann. Þetta er að sumu
leyti skemmtun fyrir fólk, til-
breyting i hversdagsleikanum.
Ég er ákaflega opinn fyrir
unga fólkinu, á sjálfur börn af
„poppkynslóðinni” svokölluðu.
Ég skil þeirra afstöðu mætavel,
en ég ætlast til þess jafnframt
að unga fólkið viðurkenni og
beri virðingu fyrir eldri kyn-
slóðinni. Ég blessa hvern dag,
sem Jesúbylting stendur, eða
„Súperstar”. Guðsorð snýr
aldrei til baka frá neinum án
þess að hafa gert eitthvað.
bessar hreyfingar hvetja til
dæmis marga til að lesa
Bibliuna.”
Kosningarnar verða á sunnu-
daginn, harla spennandi. 5.396
eru á kjörskrá.
-HH.
„KAUPUM STUNDUM MJÓLKINA SJÁLFIR
Riddarar ömurleikans
Á SMÁSÖLUVERÐI,
til þess oð geta sent
hana neytandanum"
„Það linnir ekki kröfum frá
neytandanum að fá mjólk senda
heim með öðrum vörum. Ég veit
það, að við höfum margir hverjir
keypt sjálfir mjólkina á smásölu-
verði, og höfum siðan sent hana
með hinum vörunum. Þvi að
öðruvisi er mjólkin ekki send”.
Þetta sagði formaður félags
matvörukaupmanna, Hreinn
Sumarliðason þegar hann ræddi
við blaðið i morgun viðvikjandi
mjólkursölu i matvöru-
verzlunum.
„Og hvað er á móti þvi, að
kaupmaðurinn selji mjólk og
skyr, þegar hann selur alla aðra
mjólkurvöru. Þannig er það
þegar orðið á öllum öðrum
Norðurlöndunum. Við höfum ekki
farið fram á annað en að gætt
verði ýtrustu varkárni og
bjóðumst til að uppfylla öll þau
skilyrði sem heilbrigðisyfirvöld
setja”.
„Fyrir stuttu var hafin sala á
ávaxtasafa i fernum, sem seldur
er meðal annars i matvöruverzl-
unum. Ég minnist þess ekki, að
nokkrum hafi dottið i hug að setja
upp sérstakar verzlanir fyrir sölu
á honum. Ávaxtasafinn er þó
dagstimplaður, en nú á timum
höfum við yfir að ráða mikilli og
góðri aðstöðu, húsnæði, áhöldum,
mannafla og sölutækni”.
„Við teljum, að það sé meiri
ástæða fyrir bændur að leita
samstarfs heldur en að vera i
andstöðu. Við höfum góða að-
stöðu og getum annazt þessa
þjónustu fyrir sama verð og
bændurnir sjálfir. Og við erum
færir um að staðgreiða mjólk-
ina”.
„Það hefur verið sagt, að hætta
væri á mjólkurskorti, ef mjólkin
yröi dreifð á fleiri aðila. En við
vitum ekki um nema 29aðila, sem
hafa óskað eftir þvi að selja mjólk
i verzlunum sinum. bær verzlanir
eru þegar með góða aðstöðu.
„En við gerum okkur grein
fyrir þvi, að það eru að sjálfsögðu
heilbrigðisyfirvöld, sem ráða,
hvar er seld mjólk og hvar að-
staða er ekki fyrir hendi. En við
getum þó nefnt dæmi um lélega
aðstöðu þar er seld er mjólk. Til
dæmis á bensinsölustað i Kópa-
voginum, þar sem leyfð er
mjólkursala og þar sem seldar
eru aðrar söluturnsvörur”.
„Annarri verzlun, sem er til
húsa i mjög litlu húsnæði, hefur
einnig verið leyfð mjólkursala, en
þar verður stundum að geyma
mjólkurgrindurnar fyrir utan
verzlunina, þar sem ekki er pláss
fyrir þær inni”.
„Það virðist svo sem það sé
ekkert kerfi, sem gildi, heldur
aðeins geðþótti”. —EA
ingar hafa að geyma allt sem ég
sagði þarna um „stuðning” Sjón-
varpsins við islenzka kvikmynda-
gerðarmenn:
,,... Ég held, að það sé sam-
hljóða álit forráðamanna Sjón-
varpsins, að fyrsta skylda þess er
náttúrlega að útvega sinum
áhorfendum góða dagskrá. Það
er að visu sjálfsagt, að það á lika
að styðja við bakið á kvikmynda-
gerðarmönnum, eftir þvi sem tök
og föng eru á, og vonandi fer_það
saman sem oftast, að kvik-
myndagerðarmenn fái sinn
stuðning, og þeir láti Sjónvarpið
hafa góða dagskrá. ...”
Með þökk fyrir birtinguna.
Jón Þórarinsson,
dagskrárstjóri.
Matvörukaupmenn telja sig geta boðið upp á alla þá aðstöðu, sem til þarf til þess að verzla með mjólk.
Þeir verzla með flesta aðra mjólkurvöru en skyr og mjólk.
RiYNDI ALLT TIL
AÐ AFSTÝRA SLYSI
„Ég gat ekki með nokkru móti
gert að þessu, — ég var á 35-40
km hraða, en bremsuslangan
sprakk”, sagði ökumaður
Mustangbílsins, sem ók á mann
á mótum Hafnargötu og Faxa-
brautar í Keflavik. „Ég sá hvað
verða vildi. Maðurinn gekk yfir
götuna og horfði I öfuga átt.
Billinn er sjálfskiptur og reyndi
ég þvi að koma honum I aftur-
ábak-girinn, en þá drap hann á
sér og rann á manninn’.
Kvaðst maðurinn hafa heim-
sótt hinn slasaða á sjúkrahúsið.
Kvaðst hann harma það að hafa
orðið valdur að slysi, slíkt væri
hin hræðilegasta reynsla. En
aftur á móti teldi hann sig ekki
geta hafa spornað á móti að slys
yrði.
— JBP
Óhlutvandir menn hafa falsað
orð, sem ég lét falla i umræðu-
þætti um kvikmyndina „Brekku-
kotsannál” i Sjónvarpinu fyrir
nokkru á þann hátt, að merking
þeirra hefur snúizt við. Til viðbót-
ar eru mér gerð upp hugsanir og
viðhorf, sem enginn fótur er fyrir.
Þannig breytt hafa svo þessi um-
mæli verið gerð að árásarefni á
Sjónvarpið og forráðamenn þess.
Á þá riddara ömurleikans, sem
slikan vindmylluslag stunda, er
engum orðum eyðandi. En ef
verða mætti öðrum til glöggvun-
ar, skulu hér birt orðrétt þau um-
mæli i fyrrnefndum sjónvarps-
þætti, sem virðast hafa komið
gerningaveðrinu af stað. bað skal
tekið fram að eftirfarandi setn-