Vísir - 16.03.1973, Síða 9

Vísir - 16.03.1973, Síða 9
Nýju flóOIjósin I Kópavogi reyndust vel eins og sjá má af mynd Bjarnleifs. Óskar Valtýsson hefur skailaO knöttinn (lengst til hægri). Til vinstri er Harald- ur gullskalli Júliusson, sem skoraOi bæOi mörkin. Magniis Steinþórsson og Haraldur Erlendsson (nr. 6) eru á miOri myndinni. Tryggðu sér sigurinn með sannkölluðum gullskalla! r. — Agœt tilþrif Vestmannaeyinga og Breiðabliks og 2:0 var sanngjarnt fyrir eldeyinga nýuppgengir leikmenn, sem áreiöan- lega eiga eftir a6 láta mikiö að sér kveöa. Beztu leikmenn Eyja voru þó Arsæll Sveinsson i markinu með frá- bær úthlaup og sannaði hann hvað eftir annað að hann „átti” vítateiginn og enginn annar. Þá var óskar Valtýsson mjög góður og Kristján Sigurgeirsson einnig, báðir stöðugir og uppbyggjandi miðjumenn. Haraldur Júliusson og Asgeir Sigur- vinsson báru af I framlinunni, en vörnin stóð sig mjög vel gegn Blika- framllnunni, sem gaf þó ekkert eftir. Breiöabliksliðiö er tvimælalaust á uppleið, — og ég spái þvl að þeir verði ekki lengur orðaöir við botninn I 1. deild. Vörnin hefur lagast og kannski er það eina sem finna má virkilega að, að það vantar nægilega afgerandi skotmenn I framllnuna. Það var kveikt á nýjum og ágætum flóðljósum á Vallargerðisvellinum I gærkvöldi og I hálfleik lék skólahljóm- sveitin ágæta undir stjórn Björns Guðjónssonar. Sannkölluð hátlða- stemning, og líklega hafa þeir Ibúar viö Vallargerði, sem ætluðu snemma I háttinn, oröið að fresta þvl, endavoru hundruð áhorfenda á götunni þeirra og hvatningarópin mikil. Liklegt má telja að milli 1500 og 2000 áhorfendur hafi séð leikinn og er greinilegt að Eyja- menn munu trekkja vel á leiki sina i sumar. Úrslit leiksins voru nokkuð sann- gjörn. Eyjamenn áttu góð tækifæri, skot I stöng af löngu færi frá Kristjáni Sigurgeirssyni, Breiöablik átti sin tækifæri,-og skoruðu reyndar mark, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Annars verður völlurinn I Kópavogi alltaf erfiður liðum, sem reyna að ná samleik. Völlurinn er af minni gerð- inni og þrenglsin verða þess valdandi að erfitt er fyrir leikmenn aö leika sig fria. Eillfar takklingar og pústrar, en á milli hoppar boltinn á allt of hörðum vellinum stjórnlaust og óviðráðan- legur. Grasvellir af hæfilegri stærö dempa allt slíkt svo óstjórnlega mikiö. Magnús Pétursson dæmdi leikinn vel, en Einar Hjartarson línuvörður lét áhorfendurna (sem voru allt of margir) fara um of i taugarnar á sér. —JBP ólafur Hákonarson, markvöröur Kópavogs, gripur knöttinn, rétt áöur en Haraldur Júlfusson komst f færi. Bakvöröur Kópavogs er tilbúinn ef eitthvaö bregöur út af og lengst til hægri er Tómas Páisson. Ljósmynd Bjarnleifur. Það var sannkallaður „gullskalli”, sem endanlega tryggði sigur Vestmanna- eyinga i gærkvöldi i Kópa- vogi, þegar liðin tvö reyndu með sér i bæjarkeppni i knattspyrnu. Hárnákvæm sending utan af kanti frá Ásgeiri Sigurvinssyni, og boltinn var negldur i net Kópavogsmanna. Þetta var á hinni hættulegu 43. minútu seinni hálfleiks. hittust margir þeirra, og I áhorfenda- hópnum mátti sjá fyrirmenn úr Eyjum, m.a. bæjarstjórann, Magnús Magnússon, sem fagnaði ekki minna en aðrir, þegar mörkin komu. Þegar þess er gætt að keppnistimabil getur vart talizt hafið hjá knattspyrnu- mönnum, marznepja að kvöldi til framkallar ekki beztu tegund knatt- spyrnu, þá var leikurinn I gærkvöldi góður hjá báðum liðum. Mér fannst að þessi leikur lofaði góðu um framhaldið I sumar. Eyjamenn komu mér á óvart með getu sinni, enda þótt i lið þeirra vantaði góða leikmenn. Upp I skörðin fylltu ágætir leikmenn úr 2. flokki, eða Fyrra markið hafði komið á 22. minútu seinni hálf- leiksins, og var svipað að þvi leyti að sömu menn áttu þar lokaorðið, Haraldur skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ásgeirs. Mörkunum I Kópavogi var fagnað rétt eins og strákarnir frá eldeynni væru heimamenn. Engin furða, þvi I áhorfendaskaranum voru geysimargir Eyjamenn. Líklega hafa þeir ekki komið svo margir saman á mannamót eftir að eldgosið brauzt út, en hér — Nofn Keflavíkur fer enn einu sinni í hattinn í drœtti í Evrópukeppni Keflvíkingar leika enn einu sínni í sumar í Evrópukeppni í knatt- spyrnu -UEFA-bikar- keppninni — og glæsimark Steinars Jóhannssonar í leiknum við Akumesinga í gærkvöldi á Melavellinum, verðskuldaði sannarlega að Keflvíkingar komust í UEFA-keppnina. Það var mark, sem hver atvinnu- maður hefði mátt vera stolturaf— jafnvel sjálfur ftalinn formaður UEFA Formaður ítalska knattspyrnusambands- ins, Artemio Franchi, sem er 51 árs að aldri, var i gær kjörinn formaður Knattspyrnu- sambands Evrópu (UEFA) á þingi þess i Róm. Franchi verður þriðji formaður sambandsins og var kjörinn til eins árs. Hann hlaut 21 atkvæði, Bares frá Ungverjalandi hlaut sjö atkvæði I formannskjörinu, og Dennis Follows, Englandi, fjögur. Hollendingurinn Coler dró sig til baka. Artemio Franchi var áður kunnur dómari og talið er, að miklar llkur séu á þvf, að hann verði endurkjörinn formaður, þegar kosið verður aftur á næsta ári, og þá til fjögurra ára. Kosið var nú vegna þess, að hinn svissneski formaður UEFA lézt á slðasta ári. A þinginu var rædd tillaga frá Sir Stanley Rous, formanni FIFA, um fjölgun liða I úrslitakeppni HM 1978 úr 161 20. Greidd voru at- kvæði og voru 25 á móti henni, en aöeins sjö þjóðir Austur-Evrópu studdu tillöguna. Pele „konungur knatt- spyrnunnar", Eusebio eða Bobby Charlton. Aðals- mark. Þaö var liðin stundarfjórö- ungur af síöari hálfleiknum og litið útlit fyrir, að liðunum tækist að koma knettinum i mark á þungum og blautum Mela- vellinum, Mest miðjuþóf, þar sem Keflvikingar voru þó greinilega sterkari aðilinn. Og svo kom markið eins og þruma úr heið- skýru lofti. Knettinum var spyrnt fram að vitateig Akurnesinga og Steinar Jóhannsson, sem hafði komið inn sem varamaður i byrjun hálf- leiksins, hljóp af sér varnarmenn Akraness — sigraði Hörð Helga- son, markvörð Akurnesinga, út við vitateigslinuna og spyrnti knettinum yfir hann I háum boga I átt að markinu. Siðan geystist Steinar með Þröst Stefánsson miðvörð Akraness, á hælunum inn I vítateiginn — stökk hátt upp i markteignum og skallaði knött- inn I mark með miklum tilþrifum. Knötturinn var þá að koma niður aftur eftir bogaskotið og virtist stefna framhjá marki. Þetta mark réð úrslitum leiks- ins. Fleiri voru ekki skoruð, en á siðustu min. leiksins munaöi þó sáralitlu að Akranes jafnaði. Matthias Hallgrimsson, langbezti maður Akurnesinga, sigraði þá hina sterku vörn Keflvikinga — komst frir að markinu, en ný- liðinn Jón Sveinsson I marki IBK, tókst að koma fingurgómunum á skot Matthiasar og lyfta knett- inum yfir þverslá. Annars var litið um knatt- spyrnu i þessum þýðingarmikla leik, þar sem liðin léku um 3ja sæti Islandsmótsins 1972, og um leið réttinn i UEFA-keppnina. Þau voru jöfn að stigum i fyrra. Völlurinn var lika eitt forarsvað — pollar viða og erfitt að sýna einhver tilþrif. En lið Keflvikinga virkaði þó mun sterkara við þessar erfiðu aðstæður — leik- menn liðsins voru likamlega miklu sterkari. Jón Ólafur Jóns- son, útherji IBK, hefði einfald- lega átt að koma i veg fyrir að spenna hélzt til loka. Tvivegis i siðari hálfleiknum komst hann i „dauðafæri” við mark Akurnes- inga, en tókst ekki að skora — skaut fyrst yfir, siðan framhjá. Akurnesingar fengu fá tækifæri og þegar þeir komust eitthvað áleiöis var markvöröur IBK ofjarl þeirra. Matthias bar af I liðinu, en Teitur Þórðarson sást varla —■ slapp aldrei úr gæzlu Guðna Kjartanssonar, sem átti stórgóðan leik sem miðvöröur, þarna á Melavallarsvaðinu. Kefl- vikingar réðu að auki miðju vallarins — GIsli Torfason, Grétar Magnússon og einkum þó Karl Hermannsson, voru þar hinir sterku menn. Steinar lék aðeins siðari hálfleikinn — Frið- rik Ragnarsson lék miðherja I fyrri hálfleik — og átti skinandi góðan leik. Þaö var ekki aðeins markið hans fallega — heldur lék hann oft vörn Akurnesinga grátt, en þar var Þröstur eini maöurinn, sem reis upp úr meðalmennskunni. Þaö er auðvitaö erfitt að dæma liðin eftir þessum leik. Kefl- vikingar virkuðu þó sterkir — lið IBK veröur áreiðanlega erfitt i sumar. Ungu piltarnir hjá Akranesi nutu sin ekki i gærkvöldi — skiljanlegt á þungum velli — en þegar Eyleifur Hafsteinssonar kemur af loðn- unni og byrjar að leika á ný, þurfa Akurnesingar ekki að kviöa sumrinu. Siöur en svo meö Matthias i þessu formi. Dómari var Hinrik Lárusson. —hsim. Ensku knattspyrnu- liðin Fulham og Plvmouth, sem léku við Santos frá Braziliu nú i vikunni, hafa kært Braziliumennina til enska knattspyrnusam- bandsins vegna ,,fjár- kúgunar” i sambandi við leikina. Hardaker, formaður sambandsins, sagði i gær, að svo kunni að fara, að Santos fái ekki leyfi til að leika framar i Englandi, og málið verður látið ganga áfram til FIFA. Þegar Santos lék við Plymouth á miðvikudag komu leikmenn liðsins 30 min. fyrir leik til for- ráðamanna enska liðsins og sögðust ekki leika nema tvö þúsund sterlingspundum væri bætt við greiðslu fyrir leikinn. Þetta var fjárkúgun af versta tagi, sagöi formaöur Plymouth, og við gátum ekkert annaö gert, en að borga, þar sem tug- þúsundir hefðu annars orðið að halda heim án þess að sjá nokkurn leik. SANTOS I KEPPNIS- BANN Á ENGLANDI? Kæra Fulham byggist á deilum, sem komu upp i sambandi við áhorfendafjöldann, en greiðslan til Santos byggist að nokkru á fjölda áhorfenda. Landslið KSI gegn KR-ingum Landslið Knattspyrnu- sambands Islands leikur við KR á sunnudag á Mela- vellinum. Leikurinn hefst kl. þrjú. Þessir leikmerín skipa landsliðið. Sigurður Dagsson, Val Diðrik Ólafsson, Viking Ólafur Sigurvinsson, I.B.V. Guðni Kjartansson, l.B.K. Marteinn Geirsson, Fram Dýri Guðmundsson, F.H. Asgeir Eliasson, Fram Gisli Torfason, l.B.K. Guðgeir Leifsson, Fram Þórir Jónsson, Val Matthias Hallgrimsson, I.A. Örn Óskarsson, I.B.V. Teitur Þórðarson, t.A. Tómas Pálsson, I.B.V. Þröstur Stefánsson, l.A. Ólafur Júliusson, l.B.K. Asgeir Sigurvinsson, I.B.V. Gleöi — vonbrigði. Gunnar Jónsson, bakvörður Keflavikur, lyftir höndum fagnandi eftir að Jón Sveins- son hafði varið skot Matthiasar Hailgrimssonar á lokaminútu leiksins. Karl Þórðarson, til hægri, og Hörður Jóhannesson grfpa hins vegar um höfuðin. Ljósmynd Bjarnleifur. ING STJÖRNU ★ LITIR s/f Ármúla 36 Sími 84780 Gisli Torfason, hinn sterki framvöröur IBK, varð að yfirgefa völlinn eftir samstuö við Björn Lárusson, bakvörð, IA. Hér aðstoðar Sigurður Steindórsson hann af veilinum. Ljósmynd Bjarnleifur. 18 í unglinga- landsliðshópi Unglinganefnd K.S.I. hefur valiö eftirtalda leikmenn til að skipa Unglingalandslið K.S.Í. 1973. Arsæll Sveinsson, ÍBV Janus Guðlaugsson, FH Björn Guömundsson, Viking Þorvarður Höskuldsson, KR Otto Guðmundsson, KR Guðmundur Ingvason, Stjarnan Kari Þórðarson, 1A Höröur Jóhannesson, 1A Leifur Helgason, FH Gunnar örn Kristjánsson, Vik- ing Asgeir Sigurvinsson, IBV Ólafur Magnússon, Val Logi Ólafsson, FH Magnús Þorsteinsson, IBV Grimur Sæmundsen, Val Stefán Halldórsson, Viking Ingibergur Einarsson, IBV Leifur Leifsson, IBV Siðasti áfangi i þjálfun og vali endanlega liðsins, sem leika á við Luxembourg 18. april n.k. hér á Melavellinum er nú hafinn og æfir liðið tvisvar i viku á Melavellinum, tvo tima i senn. Æfingatimunum er skipt niður á i æfingar og æfingaleiki, en einnig kemur hópurinn saman á þriðjudagskvöldum, þegar fundur er haldinn með liðinu, og eru þeir að Frikirkjuvegi 11. Unglingalandsliðið lék á mið- vikudag við 2. deildarlið Selfoss á Melavelli og sigraði meö 3-1. MARK STEINARS VERD- SKULDADI EVRÓPULEIK

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.