Vísir - 22.03.1973, Qupperneq 2
2
Vlsir. Fimmtudagur 22. marz. 1973.
vímsm:
Telið þér rétt að leysa togaradeil-
una með lagasetningu?
ISaldur (iarðarsson, náttúru-
fræðinemi: bað held ég, Ég hel'
bara svo litið vit á þessu. Annars
á rikið að minu viti siður að skipta
sér af svona löguðu, ef hægt er að
komast hjá þvi.
Ilafsteinn Haldvinsson, hrl.: lJað
er sjáll'sagl að leysa þelta með
þessu móti, eins og ástandið er
núna. fcg er hlynntur Irjálsri
samningagerð, en við þessar að-
stæðurer ekki um annað að ræða.
Til þess höfum við stjórn, að hún
geri eitthvað i svona málum.
Adda llára Sigfúsdóttir, veður-
fræðingur: Já, það er réttmætt.
lJað er ekki hægt að þola togara-
eigendum að hafa togarana
bundna. þegar búið er að leggja
lausnina upp i hendurnar á þeim.
Ææ ^ M j
Jón Sigurðsson. fangavörður: Ég tel, að þannig sé rétt að larið, eins og ástandið cr núna. Þetta verk- fall hefur staðið allt of lengi og mikill skaði hlotizt af þvi.
: *■ Æ. Æ
Svavar Berg Pálsson, land-
mælingamaður: Ég held, að það
sé ekki rétt. Ég álit, að aðilar
vinnumarkaðarins eigi að gera
sina samninga án ihlutunar opin-
berra aðila eða annarra.
Krla Magnúsdóttir, húsmóðir: Ég
held, að i þessu tilfelli hafi orðið
að gera það. Þeir voru búnir að
vera svo lengi i landi, að við svo
búið mátti ekki lengur standa.
Mörgum þykir það kynlegt að ýmiss konar drasl skuli hrannast upp við
mörg frystihúsin. Alls konar dót liggur ár eftir ár I sömu stellingum
ryðgar og tærist. Ilvers vegna er ekki hægt aö hressa upp á umhverfi
húsanna með litlum túnbletti og einu eða tveim blómabeðum? Þessi
mynd var tekin fyrir nokkrum árum I nágrenni eins frystihússins, og
við vonum, að umhverfið hafi frfkkað slðan.
DREPIZT AF
ÞESSU ENNÞA
— yfírleitt er ábendingum Fiskmatsins vel
tekið, en sumir eiga þó erfitt með að se
sig að nýjum og breytfum tímum varða
meðhöndlun mannamatar
//Þaö hefur enginn
drepizt ennþá af þessu —
og svona hefur þetta nú
alltaf veriö". Þetta fá
þeir oft að heyra/ full-
trúar Fiskmats ríkisins,
sem fara i eftirlitsferðir
um frystihúsin. Það eru
ekki hvað sízt hinir eldri
menn og konur, sem láta
slíkt frá sér fara, og
kannski er það rétt,
„enginn hefur drepizt".
En nýir timar boða nýja siði.
Stór og mikill markaður hefur
skapazt fyrir „þann gula” i
Bandarikjunum. A hverju götu-
horni eru fish-and-chips búðir
að opna. Húsmæðurnar gripa
gjarnan með sér pakka af fisk-
stautum i súpermarkaðnum, —
þetta er svo handhægt, bara að
skella þvi á pönnuna.
Bandarikjamenn borga okkur
vel fyrir fiskinn, en þeir eru
kröfuharðir og vilja einungis
það bezta. Fiskurinn þarf að
vera i góðum höndum allt frá
þvi aö veiðimaðurinn fer fyrst
höndum um hann, þar til hann
kemur til neytandans. Og þrifn
aður er æðsta boðorö þeirra'
fyrir vestan.
Hjá Fiskmatinu starfa þeir
Halldór Gislason og Sturlaugur
Daðason efnaverkfræðingur
við eftirlit með hreinlæti i
frystihúsunum. „Hin öra
visinda- og tækniþróun hefur
leitt til þess, að menn gera sér
nú betur grein fyrir þýðingu og
mikilvægi hreinlætisins en fyrr.
Þvi miður eimir ennþá dálitið
eftir af þvi, að við tslendingar
teljum hreinlæti óþarfa „pjatt”
ogsmámuni, samanber „á mis-
jöfnu þrifast börnin bezt” og
annað i þeim dúr”.
Yfirleitt taka eigendur frysti-
húsanna þvi bara vel, ef óskað
ereftir einhverjum breytingum,
sem taldar eru til bóta, og allir
skilja, að til aö við getum selt
góða og dýra vöru á erlendan
markað, þarf mikið hreinlæti
að koma til i húsum þeirra.
Lokamr húsa vegna þessa eru
fátiðar, en núna á dögunum var
þó lokað húsi á Djúpavogi,
þegar eigendur fóru ekki eftir
fyrirmælum, sem þeim voru
gefin.
„Við erum eingöngu að fara
fram á að ýmsum lágmarks-
kröfum um hreinlæti og að-
búnað sé fylgt. Fulltrúi okkar,
sem fór á staðinn siðast 16.
þessa mánaðar, heldur þvi
fram, að hér sé um að ræða lag-
færingar, sem þurfi ekki að taka
nema 3 til 4 daga að fram-
kvæma” sagði Jóhann Kúld
blaðafulltrúi.
„Þessi lokun er raunar aðeins
einn litill þáttur málsins. Fyrir
tæpu ári skoðuðum við þetta
frystihús eins og öll starfandi
frystihús landsins. Það er einn
liður i viðleitni okkar til þess að
skipuleggja og byggja upp
reglulegt eftirlit með faglegum
búnaöi og hreinlæti i fisk-
vinnslustöðvum” sagði Jóhann
ennfremur.
t þessari athugun kom i ljós,
að viða var pottur brotinn, og
var forráðamönnum þeirra
húsa, sem aðfinnsluverð þóttu,
skrifað bréf. Þar var bent á.
gallana og þeir beðnir að lag-
færa þá hið fyrsta. Nær allir
aðilar tóku þessu mjög vel og
bættu úr göllunum. Eina frysti-
húsið, sem sýndi enga viðleitni
til úrbóta, þrátt fyrir við-
varanir og sifellda fresti, var
frystihúsið á Djúpavogi.
„Við viljum sérstaklega taka
fram, að við álitum alrangt að
blanda kröfum okkar um úr-
bætur saman við áform um
byggingu nýs frystihúss. Eins
og áður er sagt eru þetta ein-
göngu atriði, sem varða hrein-
læti og almenna snyrtimennsku
við vinnslu matvæla” segir
Jóhann.
I þvi sambandi telja fisk-
matsmenn að aldur fiskvinnslu-
húsanna komi málinu hreint
ekkert við. Benda má á, að
hraðfrystihúsið, sem Kaup-
félagið á Fáskúðsfirði rekur, er
eitt elzta húsið á landinu. En i
þessari athugun var búnaður og
hreinlæti þar talinn full-
nægjandi. — OG—
LESENDUR
HAFA
ORÐIÐ
Dónalegir leigubílstjórar
Sigriður Þorbergsdóttir, Vestur-
gölu 161 á Akranesi, hringdi:
„Miklir fádæma dónar finnst
mér þessir leigubilstjórar i
VARNAÐ AÐ KOMAST
INN FYRIR
50 MÍLURNAR??
Reykjavik vera. t fyrradag fór ég
til Reykjavikur með barn, sem
þurfti upp á Borgarsjúkrahús.
Ég tók leigubil með barnið
á sjúkrahús, og ekki lét leigubil-
stjórinn sér til hugar koma að
opna fyrir mig til þess að hleypa
mér út og mátti þó vel sjá, að með
barnið i fanginu, veski og tösku,
gat ég varla nokkra björg mér
veitt.
Þegar ég fór með barnið þaðan,
hágrátandi og illa haldið, þá var
alveg sama uppi á teningnum.
Bilstjórinn, sem kom að sækja
mig, kom ekki einu sinni með bil-
inn að tröppunum. Með einhverju
handapati reyndi hann að gera
mér skiljanlegt úr fjarlægð, að
hann væri sá, sem sendur var að
sækja mig. Og svo lét hann mig
eina um að reyna að opna. Ég
varð að nota bakhlutann á mér til
þess að halda hurðinni uppi,
meðan ég kom töskunni fyrir og
hélt barninuá handleggnum allan
timann á meðan.
Það er eins og bakhlutinn á
þeim sé limdur við framsætið.
Þetta eru ekki bara óliðlegheit,
heldur hreinn og beinn dónaskap-
ur.”
Guðinundur hringdi:
,,í fyrrakvöld var ég að horfa á
fréttir i Keflavikursjónvarpinu og
var meðal annars sagt frá at-
burðinum, þegar óðinn skaut að
öðru brezka eftirlitsskipinu.
Fréttin hafði þó skolazt veru-
lega til á leiðinni suður á völl, þvi
efnislega var hún á þann veg, að
islenzkur byssubátur hefði skotið
á brezkt hjálparskip. sem var aö
reyna að komast inn fyrir 50 mii-
urnar.
Mér varð á orði, að betra væri,
að fréttirnar, sem birtast annars
staðar i heiminum af landhelgis-
deilunni. væru nákvæmari en
þetta. Ég held. að við mættum
hugleiða það vel. hvort við þurf-
um ekki að beita okkur mikiu
meira að þvi að dreifa réttum
upplysingum og fréttum til sem
flestra aðila og landa.”
Franskur vill í gróðurhúsin
Áljáu ára piltur frá Frakklandi,
('liris Foussard, 16 Rue Jaffeliu,
21200, BKUNK, France, skrifar:
„Ég hef það á prjónunum að
heimsækja tsland i sumar. Ég nýt
smávegis stuðnings frá franska
oliufélaginu ELF til fararinnar,
en i staðinn á ég að gefa félaginu
skyrslu um dálitlar rannsóknir.
sem ég ætla að gera. Ég hef kosið
að kynnast ræktun grænmetis i
gróðurhúsum, sem hituð eru með
jarðvarma. Þess vegna langar
mig að biðja blað yðar að athuga,
hvort ekki sé einhver fram-
leiðandi, sem getur tekið á móti
mér einhvern tima.
Aftur á móti ætla ég að dvelja á
íslandi einn til tvo mánuði og vildi
þvi gjarnan skrifast á við ein-
hvern 17-19 ára.”
Bera blaðamenn
hól ó þjófana?
Guðmundur Kinarsson skrifar:
„Er ekki farið að slá i siðgæðis-
vitund biaðamannaj þegar þeir
sjá ástæðu til þess að skrifa sér-
staka viðurkenningargrein um
góða umgengni innbrotsþjófa,
sbr. grein á baksiðu Visis á
þriðjudag 20. marz, og sjá að þvi
er virðist ekkert rangt við at-
hæfið, en hæla þess i stað þjófnum
á hvert reipi?”
\ei, lieyrðu nú Guðmundur! —
..Iia-la þjófnum á hvert reipi”...
— Svo er sagt, að blaðamönnum
liætti við að ykja stórkostlega!
Þessi „viðurkemiingargrein” leit
svona út i blaðinu...