Vísir - 22.03.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 22.03.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Fimmtudagur 22. marz. 1973. 5 AP/IMTB ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Verkfallið í Danmörku talið leysast ÞCGAR ANNAR HVOR BROTNAR Afleiðingar verkfalls- ins i Danmörku voru ekki farnar að segja al- varlega til sin i morgun, nema að samgöngur voru strjálar og fólk átti erfitt með að fá farar- tæki til þess að komast ferða sinna. En vinnudeilan á eftir að harðna enn, ef ekki semst bráð- lega, þvi að daglega berast frétt- ir um fleiri vinnustéttir, sem ætla i verkfall. Þannig ætla véla- menn SAS i verkfall, og mun þá stöðvast öll flugumferð um Kastrup. Bilstjórar oliufélaganna ætla lika i verkfall. Járniðnaðarmenn búa sig lika undir langt og strangt verkfall, og norræna járniðnaðarsambandið hélt fund fyrir luktum dyrum i gær i Kaupmannahöfn. Formenn sambandsfélaganna frá Finn- landi, Sviþjóð, Danmörku og Nor- egi mættu til fundarins. — Danski formaðurinn, Paulus Anderson, sagði, að fundurinn hefði verið haldinn i upplýsingaskyni, og til þess að kanna, að hvaða leyti bræðrafélögin á Norðurlöndunum gætu orðið danska sambandinu að liði i þessari vinnudeilu. Það þykir ekki fara á milli mála, að helzta málið á fundinum hafi verið hugsanlegur fjárhags- stuðningur frá norrænu samtök unum til þess danska i deilunni. Þvi að vinnudeilan ber öll merki þess, að menn muni biða unz sá aðilinn, sem minna hefur úthaldið fjárhagslega, gugni og láti undan. Að flestra mati stendur vinnu- veitendasambandið fjárhagslega betur. Dönsku launþegasamtökin greiða daglega út 25 milljónir danskar krónur i verkfallsstyrki, og eins og stendur eru 258.000 launþega komnir i ýmist verkfall eða verkbann. En járniðnaðar- sambandið telur 120.000 félaga innan sinna vébanda, sem þegar eru snortnir af vinnudeilunni á einn eða annan hátt. Sambandið er þvi fjárþurfi. NJOSNARI llettarhold eru hafin i máli norska stúdentsins, sem var næturvörður i norska sendi- ráðinu i Moskvu, en sendur heim, grunaður um njósnir. Það var talið, að hann hefði verið tældur til njósna af rúss- neskri stúlku — Uér er hann að ráðfæra sig við verjanda sinn. Beittu neitunar- valdi í Panama Bandarikin beittu neitunar- valdi sinu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sent haid- inn var i Panama i gærkvöldi, þegar frant kom tillaga unt að hraða þyrfti samningum milli Bandarikjanna og Panama varð- andi skipaskurðinn. Þetta er i þriðja skipti, sem Bandarikin beita neitunarvaldi sinu, siðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. Sagðist fulltrúi Bandarikjanna, John Scali, harma það að beita þvi, en hann taldi hættu á, að samþykktin mundi spilla fyrir væntanlegum samningum milli Panama og Bandarikjanna, sem hafa lofað að endurskoða samninginn frá þvi 1903. Reyndar hafa átt sér stað við- ræður siðastliðin 9 ár milli Pan- ama og Bandarikjanna um fram- tið skipaskurðarins. — Panama hefur krafizt nýrra samninga i stað þess gamla, sem Panama- menn fullyrða, að þeir hafi verið þvingaðir til að gera. A fundinum i gær var jafnframt samþykkt tillaga um að Banda- rikin, Stóra-Bretland og Frakk- land gripu i taumana i þeim til- vikum, þegar stórfyrirtæki reyndu að þvinga Suður-Amé- rikuriki til að láta að vilja þeirra. Bauð eina milljón til höfuðs Allende Fyrrverandi foringi í leyniþjónustu Bandaríkj- anna (CIA) upplýsti rann- sóknarnefnd öldunga- deildarinnar, aö þaö væri ekkert óvenjulegt, aö stór- fyrirtæki bjóði CIA fúlgur fjár til þess að grafa undan stjórnum ríkja, sem fyrir- tækjunum er í nöp viö. John McCone, sem var foringi i CIA upp úr 1960, er nú stjórnar- meðlimur i ITT (International Telephone and Telegraph Corp.). — ITT sætir nr rannsókn af hálfu öldungadeildarinnar vegna gruns um afskipti af innanlands- pólitik i Chile. Sagði McCone rannsóknar- nefndinni i gær, að CIA visaði ávallt á bug öllum slikum pen- ingatilboðum frá einstaklingum og fyrirtækjum. — Jafnframt hélt hann þvi fram, að það væri ekkert óeðlilegt eða rangt við boð, sem ITT létút ganga, þegar fyrirtækið bauðst til þess að leggja fram eina milljón doilara ,,til hvers konar aðgerða’’, sem Banda- rikjastjórn kynni að gripa til, svo að Allende kæmist ekki til vaida, eftir að hann hafði tryggt sér nauman meirihluta i þriggja manna úrslitum fyrir forseta- kosningar 1970. Eftir tveggja daga vitnaleiðslur i rannsóknarnefndinni liggur það orðið ljóst fyrir, að ITT bjóst við öllu hinu versta, ef Allende kæm- ist til valda i Chile. Voru gerðar ýmsar tilraunir til þess að fá Bandarikin til að koma i veg fyrir það: En þær tilraunir strönduðu allar á Bandarikjastjórn, sem vildi ekki hlutast i innanrikismál Chile og alls ekki forseta- kosningarnar. Orustuþotur skutu á flutningavél USA Tvær orustuþotur frá Libýu skutu i gærkvöldi á bandariska herflutn- ingavél, sem var á ferð yfir austurhluta Mið- jarðarhafsins. Flutningavélin, sem var af gerðinni C-130, var stödd á alþjóða flug- leið — samkvæmt þvi, sem talsmaður utan- rikisráðuneytis Banda- rikjanna sagði — þegar orustuþoturnar réðust á hana. Slapp vélin, án þess að verða fyrir skoti. Enginn vafi þykir leika á þvi, að þoturnar hafi verið frá Libýu, og voru báðar af gerðinni Mirage, sem smiðuð er af Frökkum. Bandarikin hafa mótmælt árás- inni harðlega og bent á, að flug- vélin hafi verið i erindum banda- riska flughersins, þegar á hana var skotið. Hún var óvopnuð. C-130 vélin mun hafa verið stödd um 110 kilómetra út af ströndum Libýu, þegar Mirage- þoturnar réðust á hana. Tökst flugmanninum að forða sér úr eldlinunni og fela sig á bak við ský. Lenti hann vélinni iAþenu. Ekkert stjórnmálasamband hefur verið milli Libýu og Banda- rikjanna eftir sex daga striðið 1967. Höfðu Bandarikjamenn áð- ur flughöfn i Libýu, en henni var lokað, þegar núverandi stjórn Kadafi komst til valda. r vorð við Wounded Knee, aö þeir liti ástandið þar alvarlegum augum. Að minnsta kosti ekki alvarlegra en svo, að þeir ley sér að bregða sér á leik. I Indíánaleik Þaö er ekki ao sja a þessum Indiánapiltum, sem eru á leið á Her og lögreglu lenti saman Brynvagnar og herflokkar ruddu sér braut i gærkvöldi inn i aðalstöðvar lögreglunnar i bæn- um La Plata i Argentinu. En fyrr um daginn hafði um 2000 manna lögreglulið bæjarins lagt hann undir sig til þess að mótmæla kjörum sinum Til átaka kom, og var einn óbreyttur hermaður drepinn, og einn foringi herflokkanna særðist — samkvæmt upplýsingum þess opinbera. En sjónarvottar sáu, margar sjúkrabörur bornar út, og þykirþvi liklegt, að mannfall hafi orðið töluvert meira.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.