Vísir - 22.03.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 22.03.1973, Blaðsíða 7
Vlsir. Fimmtudagur 22. marz. 1973. 7 cTVÍenningarmál Riddari ömurleikans ávarpar vindmylluna Opið bréf til Jóns Þórarinssonar frá Þorgeiri Þorgeirssyni Kæri Jón Þórarinsson: Þú skrifar á föstudag smálega at- hugasemd í Visi. Þú talar um „óhlutvanda menn” og þú talar um „riddara ömurleikans” sem stundi „vindmylluslag”. Mikið er nú þetta hressilegri og skemmti- legri texti en sú útgáfa sem kom útflött og endurbætt út af fundi út- varpsráðs á fimmtudag, seint, og flutt var I „Glugganum” um kvöldið. Þetta sannar það sem ég var að segja i greininni um dag- inn. Tilhneiging kerfisins til að fletja alla skapaða hluti út i meiningarlausa flatneskju er óskemmtileg. Nú hefur þú sjálfur fengið að kenna á þessu og skilur mig kannski betur fyrir það. En, semsagt, ég er þér alveg sérlega þakklátur fyrir að þú skulir hafa birt texta þinn óbrenglaðan i blaðinu þvi mér finnst lfkingin með riddarann og vindmyllurnar sérlega smellin. Af grein þinni ljóma öll þessi einkenni. Hún er skilgetið af- kvæmi manns sem óhollusta kerfisins hefur gert að nokkurs konar andlegri vindmyllu. Vind- gustur úreltra hugmynda snýr þankagangi ykkar alltaf i sama gamla hringinn upp aftur og aftur með vinalegu svæfandi braki frá morgni til kvölds. Þannig gnæfið þið yfir mannfólkið eins og minn- ismerki um löngu úreltan hugs- unarhátt, og sannarlega er það ömurlegt hlutskipti að þurfa að kljást við ykkur. En það verður ekki umflúið. Má ég semsé þakka þér fyrir likinguna. Hún verður langlif. Annað sem þakkarvert er og sýnir okkur drenglyndi þitt öldungis ómeðvitað er að þú skul- ir birta það sem þú sagðir i þætt- inum forðum og mér varð að á- steytingarsteini.Enda þótt fyrsta setningin sé skorin framanaf standa þó eftir tvær setningar sem vissulega lýsa þeim hroka og skilningsleysi á eigin hagsmuni sem ég drap á um daginn. Þú hefur semsé talað um að „styðja við bakið á” kvikmyndagerðar- mönnum og að þeir „fái sin stuðn- ing” frá þér og þinum likum. I greininni um daginn sýndi ég fram á það hvernig þessu er öfugt farið i veruleikanum. Þegar þú ákveður að veita 3 milljónir króna til þýzkra kvikmyndagerðar- manna þá eru 600 þúsund krónur af þeirri upphæð (eða 20%) af- rakstur af verkum islenzkra kvikmyndagerðarmanna. Og nú ertu eins og hver önnur vindmylla sem bara snýst einn hringinn enn og segir sömu fávisina á prenti, enda þótt þér hafi verið sýnt fram á það með bjargföstum tölulegum rökum að þessu er alveg öfugt farið. Og þvi verður ævinlega öfugt farið hversu marga hringi sem þú og þinir likar snúast um eigin misskilning. Þið menningarvindmyllurnar i skoð- anadreifingarkerfi rikisins hafið komizt i þægileg sæti fyrir ættar- tengs), pólitiskt makk eða greiða- semi kunningjanna. Þetta hefur komið þeirri rangsnúnu hugmynd inn hjá ykkur að þær stofnanir sem þið takið launin ykkar hjá hafi verið gefnar ykkur persónu- lega. Og þið rekið þær eins og einkafyrirtæki ykkar og þess vegna talið þið um að „styðja við bakið” á öðrum þegar þið eruð að fela þeim verkefni. Hvað felst i þvi orðalagi að listamaður „fái sinn stuðning” hjá stofnun sem hann er að vinna verk fyrir? Við- komandi aðili hlýtur að vera hæfileikalaus dóni og svindlari. Annars væri samvinna við hann enginn „stuðningur” heldur eðli- leg og nauðsynleg samvinna á jafnréttisgrundvelli. Pað þarf engan speking til að sjá tengslin á milli ástandsins og talsmáta ykkar. Þeir sem fá sína makt fyrir náð en ekki verðleika halda áfram að útdeila þessari makt sinni niður til annarra i sömu náð og miskunn. List er hins vegar hvorki náð né miskunn, heldur hæfileikar og þrotlaus vinna, stanzlaus endurnýjun i samræmi við breyttan veruleika en ekki hangs i kringum löngu úreltar valdsmannskenningar og hrokagikkshátt sem er stór- háskalegur þegar honum skýtur upp i stjórn stofnana sem eru eign almennings. Þar eiga menn að stjórna i þágu fólks og temja sér lýðræðislegan hugsunarhátt sem aldrei útdeilir neinni náð heldur gætir þess að horfa eftir þvi hver er undirstaða og nauðsynleg for- senda stofnunarinnar svo hún vinni i þágu eigenda sinna, alls almennings. I hrokagikkshugsunarhættinum felst spilling sem heiðarlegt fólk er nú sem óðast að segja strið á hendur. Aukið atvinnulýðræði i fjölmiðlastofnunum er að verða krafa dagsins um öll Norðurlönd. Það er krafizt endurmats á að- stöðu skapandi listamanna i kerf- inu, bæði réttindum þeirra og skyldum. Þetta er ekki neinn hugarburður minn heldur stað- reynd sem allir sjáandi sjá og allir heyrandi heyra — hversu lengi sem þið vindmyllurnar ætlið að einangra ykkur með brakinu i sjálfum ykkur og engu öðru. Og i rauninni er ekki verið að gera persónulegar árásir á ykkur eins og sumum ykkar finnst i of- metnaði sinum. Það er verið að slást við þau óhugnanlegu þjóð- félagsöfl, ihaldsvindana sem halda ykkur gangandi. Vitaskuld eruð þið eins og hverjir aðrir dauðir hiutir og gerið ykkur enga grein fyrir að allt sé ekki eins og það á að vera. Aldrei heyrist þið impra á þvi að allt sé ekki i stak- asta lagi. En samt framfylgið þið eitil- harðri stefnu dauðans af nákvæmni og ómeðvitaðri stétt- visi deyjandi borgaraveldis. W I greininni um daginn f jallaði ég um það hvernig kerfið notar kvikmyndagerðarmenn sem þræla til að auðmagna sjónvarið, þræla sem eiga að þakka fyrir þá náð og miskunn að fá að strita undir kerfinu með niðurdrepandi auglýsingamyndagerð. A hinn bóginn er þessum sömu mönnum neitað um þau grundvallarmann- réttindi að fá að tjá hug sinn i þessu sama tæki — eða svo gott sem. Við þá hafa ekki verið gerðir neinir samningar svo árum skiptir og við þá talað eins og réttindi þeirra væru einhver fjar- stæða. Sé það nú rétt sem þú sjálfur segir að fyrsta skylda sjónvarps sé „náttúrlega að út- vega sinum áhorfendum góða dagskrá” þá ætti önnur skylda þess vitaskuld aðvera sú að ræða með opnum huga við þá aðila sem hafa verulegan áhuga á dagskrárgerð. Hversu oft sem þú endurtekur að þetta hafi verið gert þá æpir þó sú staðreynd á þig til baka að forráðamenn sjón- varps hafa sýnt minni en engan áhuga á þvi að semja við kvik- myndagerðarmenn um frjálsa framleiðslu þeirra. Að þessu leytinu sitja þeir við sama borðið, fá sömu viðtökurnar hjá ykkur i háu sessunum og rithöfundar hafa fengið. Hér er akkúrat komið eitt dæmið um það hvernig þið fram- fylgið stefnu dauðans eins og af eðlishvöt eða djöfullegum inn- blæstri. Þegar athugað er hlut- fallið á milli þeirra kjara sem Rikisútvarpið og Sjónvarpið bjóða annars vegar túlkandi listamönnum og hins vegar skap- andi listamönnum þá sjáum við nefnilega framan i afar óhugnan- lega stefnumótun. Hljóðfæra- leikarar og leikarar hafa ekki náð neinum svimandi kjörum fyrir vinnu sina hjá ykkur en kjör þeirra eru nokkurn veginn mann- sæmandi orðin eftir margar hækkanir á meðan enginn hlustar á kröfur rithöfunda og kvik- myndagerðarmanna — og nú fær leikari meira borgað fyrir miðlungshlutverk i leikriti eða sjónvarpsmynd en höfundurinn fær fyrir að semja allt verkið. Samninganefnd rithöfundanna er visað frá eins og einhverri óværu og ekki rætt um sanngjarnar kröfur þeirra. Arum saman hafa kvikmyndagerðarmenn engum samningum náð heldur. Þarna birtist mat ykkar á list- inni. Túlkun gamalla verka er ykkur sjöfalt meira virði en sköpun nýrra verðmæta. Ég minnist ekki á þetta til að endur- vekja rig milli listamannastétt- anna. Túlkandi listamenn eru engu siður nauðsynlegir en þeir sem skapa. En þeir eru heldur ekki mikilvægari nema i hugum þess fólks sem af einhverjum sökum fjandskapast við allt lif. Slíkt mat ykkar á verðmætunum liggur á borðinu engu siður en hrokafull og fávisleg framkoma ykkar hvenær sem þessi mál ber á góma. Skapandi listamönnum ber skylda til alls annars en að hlusta á slikt hjal af neinu umburðarlyndi. Ég veit að þú litur á þetta sem ég er að segja sem fjarstæðu og óbilgirni. Þetta eru ekki nema hverjar aðrar staðreyndir — og hvað ætli þær séu hjá sjálfum Jóni Þórarinssyni. Honum finnst ekki „orðum eyðandi” á aðra en þá sem meðtaka veröldina sam- kvæmt valdboði hans sjálfs og þess kerfis sem gert hefur hann að andlegri vindmyllu sinni. Eða er ekki svo? Að lokum svo þetta: Það et annað og meira en orð þin i sjón- varpsþætti um „Brekkukots- annál” sem komið hafa „þessu gerningaveðri” af stað. Og þetta gerningaveður stöðvar þú ekki með þvi bara að þykjast of góður til að anza hverjum sem til þin talar. Minn grunur er sá að hér sé komið það gerningaveður sem lengi hefur verið safnað i og fella muni eina og aðra vindmyllu áður en lýkur. Nema þið biðjið um gott veður og setjizt eins og mann- eskjur á rökstóla með öllum þeim sem áhuga hafa á málefnum fjöl- miðla. Með kærri kveðju frá merinni Ilósinante! Þinn einlægur, Þorgeir Þorgeirsson. cýWenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.