Vísir - 22.03.1973, Síða 6

Vísir - 22.03.1973, Síða 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 22. marz. 197a. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson -Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 llnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Þeir íhuga áhœttuna Flestir kunnugir hafa upp á siðkastið spáð þvi, að rikisstjórnin muni sitja til haustsins. Vanda efnahagsmálanna hefur verið ýtt fram til þess tima og nýir kjarasamningar eru ekki á dagskrá fyrr en á öndverðum vetri. En nú hafa skjótt skipazt veður i lofti. Tveir af þremur stjórnarflokkunum ihuga nú i alvöru, hvort ekki sé rétt að rjúfa þing þegar á þessu vori og efna til kosninga fyrir mitt ár. Ráðherrum þessara flokka finnst ekki girnilegt að fá nýjar kosningar i haust. Þá verður efna- hagsvandinn orðinn ljósari en nú og rýrnun lifs- kjaranna orðin tilfinnanlegri. Þeim dylst ekki, að litið verður á stjórnarslit og nýjar kosningar i haust sem gjaldþrot rikis- stjórnarinnar og verðugan endi á einstakri hrak- fallabraut hennar. Hugmynd ráðherranna er sú að bjarga sér út úr vandanum með þvi að flýta kosningunum. Þeir ætla þá að kenna Hannibalistum um vandræði rikisstjórnarinnar og hvitþvo sjálfa sig um leið. Þeir velta þvi fyrir sér, hvort ekki sé hægt að segja, að ágreiningurinn og hrakföllin sýni, að ekki sé hægt að vinna með Hannibalistum, — og þess vegna verði hinir sönnu vinstrimenn að fá nýtt umboð til að gera það, sem núverandi stjórn ætlaði að gera en gerði ekki. Ef af þessu verður, munu þeir ávarpa kjósend- ur og segja: Hannibal er óviðráðanlegur. Ósamkomulagið i rikisstjórninni er honum að kenna. Hann hleypst undan framkvæmd mál- efnasamnings okkar. Nú viljum við tveir einir, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag, fá um- boð til að stjórna án Hannibals. Mikil áhætta felst i þessu. Það verður erfitt að leyna þvi, hve djúpstæður ágreiningur hefur verið milli Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins i rikisstjórninni. Þessa áhættu eru ráðherrar flokkanna nú að meta. Hætt er við, að almenningur taki eftir þvi, að flokkarnir tveir hafa verið mjög á öndverðum meiði i varnarmálunum og i meðferð landhelgis- málsins. A báðum þessum sviðum hefur Einar Ágústsson orðið að verjast, gegn Magnúsi Kjartanssyni i varnarmálunum og gegn Lúðvik Jósepssyni i landhelgismálinu. Það er lika ósköp hætt við, að almenningur liti jafnt á kosningar i vor og haust sem gjaldþrot rikisstjórnarinnar i heild og eigi erfitt með að kyngja þeirri fullyrðingu, að óstjórnin sé Hanni- bal einum að kenna. En af tvennu illu verður að velja annan kostinn. Svigrúm ráðherranna er orðið ákaflega tak- markað. Rikisstjórnin hefur misst tökin á fram- kvæmdavaldinu og lætur reka undan vindi. Með sliku áframhaldi stefnir stjórnarfleyið i öruggt strand á komandi hausti. Það er þvi dálitil freisting fyrir ráðherrana að láta nú kylfu ráða kasti. Þeir hafi engu að tapa og hafa jafnframt veika von um að geta blekkt ein- hverja kjósendur á Hannibalsgrýlunni. Vonin er sterkari hjá ráðherrum Alþýðubanda- lagsins. Þeir hafa að undanförnu skotið sér undan ábyrgð á óvinsælustu gerðum stjórnarinnar. Og þeir vita, að kjósendur munu fyrst og fremst kenna forustuflokki stjórnarinnar, Framsóknar- flokknum, um ófarir hennar. Þeir telja sig geta sloppið, þótt Framsóknarflokkurinn biði fylgis- hrun. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls á næstu vikum. Félagar í UDA viggiröa Ibúöarhverfi sitt, eins og gripiö var til, þegar hryöjuverkaaidan var sem mest. eldi leiðir af sér ofbeldi og meira ofbeldi Deilurnar á Norður-- írlandi siðustu fjögur árin hafa verið eins og einn allsherjar vita- hringur. Fáir aðrir hafa fundið það jafnáþreifan- lega og ibúar þessa brezka landshluta, að ofbeldi leiðir aðeins af sér enn meira ofbeldi. Þegar hinn ólöglegi írski lýö- veldisher (IRA) byrjaöi aö skjóta niöur fólk og sprengja i loft upp byggingar, var þaö að hluta til gert í þvi skyni að vernda kaþólsku fátækrahverfin i Belfast og Londonderry gegn ofsóknum meirihlutans — mótmælenda. Hermdarverkaaldan, sem var svar IRA viö þvi, aö undanþágu- lögin voru innleidd 1971, kom svo aftur mótmælendum tií þess að mynda varnarsamtök óbreyttra borgara i sinum hverfum. Smám saman runnu svo þessi samtök saman i stærri fylkingar. Nokkrar þeirra halda sér i aðal- atriöum innan viö ramma lag- anna, en aðrar eru hreint og beint hermdarverkahópar, sem vinna sömu óþverraverkin og hinn rót- tækari vængur IRA. Stærstur og áhrifamestur þessara flokka er UDA, varnar- samtök ULSTER. Hann er sagöur hafa 53.000 félaga innan sinna vé- banda, og þar af um 20.000 I höfuðborginni, Belfast. UDA-- félagar setja sinn svip á götulífið i ibúðarhverfum mótmælenda, iklæddir grænum hermanna- jökkum meö marglitu merki á erminni. Aöalmarkmið UDA er að endurreisa þingiö á Norður-- Irlandi — og þaö meö valdi, ef þörf krefur — eftir aö það var leyst upp fyrir sléttu ári, þegar brezka stjórnin tók yfir land- stjórnina. En i augum kaþólskra var þingið á hinn bóginn þýðingarmesta verkfæriö i höndum mótmælenda til þess að kúga kaþólska minnihlutann og halda honum niðri. En auk endurreisnar þingsins krefst UDA, aö Bretar gangi harðar fram við að uppræta IRA. ,,Það er engin ástæða til þess aö neita þvi, að við eigum vopn til i fórum okkar”, segir blaöafulltrúi UDA i vesturhluta Belfast. Tommv Little heitir hann. ..Við erum við öllu búnir, en viljum þó helzt ná settu marki með frið- samlegum hætti”. UDA er skipulagt i smá- deildum, likt ög herir eru byggðir upp, og með einni miðstjórn. Þýðingarmesta verkefni UDA er að verja borgarhverfi mótmæl- enda fyrir hermdarárásum irska lýðveldishersins. Þar aö auki eru þeir byrjaðir að skipuleggja rétt og slétt lögreglustarf i fbúðar- hverfum sinum. Fólkið tilkynnir þeim um þjófnaði og innbrot og önnur afbrot, og UDA reynir að finna þýfið og koma þvi til réttra eigenda aftur. „Margir afbrotaunglingar hafa verið skyldaðir til þess að gefa sig fram reglulega við aðalstöðvar UDA á Shankill-vegi”, upplýsir Little blaðafulltrúi. Og að lokinni uppbyggingu hers og lögreglu hefur UDA snúið sér siðustu mánuðina meira að stjórnmálalifinu. Þótt hreyfingin vinni að endurreisn. þingsins, er hún litið ginnkeypt fyrir óðals- eigendunum og heldri stéttinni, Williani Craig: óánægður með „hvitu bókina”. sem lengst af hafa verið fulltrúar mótmælenda á þinginu. Félagar UDA ko'ma úr röðum fátækra verkamanna flestir, og krefjast þeir þess, að fulltrúarnir á þinginu veröi framvegis menn úr þeirra röðum, sem þekki lifið i fátækrahverfunum og geti komið fram sem talsmenn ibúanna þar. En UDA er andsnúið allri sam- vinnu milli leiðtoga verkamanna, sem eru mótmælendatrúar, og leiðtoga kaþólskra verkamanna, meðan hinir siðarnefndu berjast fyrir sameiningu Norður-írlands og Irska lýðveldisins i suðri. Það hefur þvi vakið óróa og óánægju, að aðaltalsmaður rót- tækra mótmælenda, William Craig, hefur átt viðræður við kaþólska stjórnmálamenn og jafnvel látið á sér skilja, að hann telji sameiningu geta komið til greina einhvern tima I fram- tiðinni. Margir framámenn i UDA gruna þennan fyrrverandi innan- rikismálaráðherra un» að leika þarna sólóhlutverk til þess að styrkja sjálfan sig i sessi. En UDA og önnur samtök róttækra mótmælenda þarfnast pólitiskrar reynslu Craigs, ef þeir ætla að gera alvöru úr áætlunum sinum um aö stofna eiginn stjórnmála- flokk. Það hefur lengi verið á prjónunum, og innan forysíu UDA er gert ráð fyrir, að flokks- stofnunin verði einhvern tima á næstu tveim eða þrem mánuðum. Tommy Little, blaðafulltrúi, upplýsti fréttamenn um þann ásetning manna, sem bollaleggja flokksmyndunina, að flokkurinn muni ekki reyna að taka sér stjórn landsins i hendur, heldur koma fram sem aðili, er knýja mundi á hverja þá rikisstjórn, llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson sem i framtiðinni stjórnaði landinu. Þetta var að visu áöur en brezka stjórnin lagði fram „hvitu bókina” — siðustu áætlun brezka þingsins og rikisstjórnarinnar til lausnar deilunni á N.-trlandi. Eftir að hún kom fram núna i vik- unni, hefur flokksstofnunin þokazt ögn I bakgrunninn, meöan menn hafa melt þennan nýja boð- skap. t „hvitu bókinni”, sem er frum- varp aö nýjum lögum um framtiðarskipan mála á Norður-- trlandi, er gert ráð fyrir, aö N-- trland verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi — sem er i sam- ræmi við vilja mótmælenda, eins og fram kom i þjóðaratkvæða- greiðslunni á dögunum. Kaþólskir voru við þessu búnir, og þessi vonbrigði koma þeim ekki á óvart. En hitt þykir þeim þó sjálfsagt sárara, að ekki er þar gert ráð fyrir sérstöku sam- starfsráði um stjórn N-lrlands, þar sem ætti einnig sæti fulltrúi trska lýðveldisins, en um það höfðu þeir þó alið með sér nokkrar vonir. Þótt mótmælendur sjái sinn vilja þarna rætast, og eins I hinu, að endurreisa skal þingið á N.-lrlandi, þá eru þeir siður en svo fullkomlega ánægðir með „hvitu bókina”. t fyrsta lagi gerir hún ráð fyrir, að þingið komiö ekki til með að hafa löggjafar- vald. Og i öðru lagi gerir „hvita bókin” ráð fyrir, að kaþólskir fái aukin áhrif bæði á þinginu, þar sem þeir muni fá fulltrúa miðað við hiutföll þeirra, og eins muni þeim gefinn kostur á að eiga fulltrúa i stjórnarnefndum. Þetta siðarnefnda hefur komið kaþólskum til þess að segja, að „hvita bókin” sé greinilega heiðarleg tilraun til þess að bæta úr ástandinu. A meðan segja róttækir mót- mælendur eins og Craig, að „hvita bókin” tini til alla verstu kostina. „Þetta getur aldrei leitt til lausnar, og Vanguard- hreyfingin mun gera allt, sem i hennar valdi stendur, til þess að aftra þvi, að þessu verði hrundið i framkvæmd,” sagði William Craig.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.