Vísir - 22.03.1973, Page 8

Vísir - 22.03.1973, Page 8
Spjallað um getraunir: Æfing fyrir undanúrslit! Það var sett nýtt met hjá islenzku getraununum á laugardaginn — :i8 seðlar með öllum 12 leikjunum réttum i'undust — svo ís- lendingar eru orðnir heldur betur getskapir. 11 réttir voru á mörg hundruð seðl- um, svo annar vinningur féll niður. Á 12, getraunaseðli ársins eru eingöngu leikir úr deildakeppninni — niu úr 1. deild og þrir úr annarri deild. Talsvert þungir leik- ir. Þar leika til dæmis Leeds og Wolves — nokkurs konar æfing liöanna fyrir undanúrslitaleikinn í ensku bikar- keppninni, en þessi lið leika sem kunnugt er 7. april á Hillborough. En viö skulum nú lita á Spá blaðsins: Birmingh,—Coventry X C. Palace—West Ham 2 Ipswich—Everton 1 Leeds—Wolves 1 Leicester—Stoke X Manch. City—Arsenal 2 Newcastle—Chelsea 1 Sheff. Utd,—Derby X WBA—Southampton X Luton—Bristol City 1 Middlesbro—Aston V. 1 QPR—Blackpool 1 Miðlandaliðin Birmingham og Coventry hafa ekki leikið saman i deildakeppninni i Birmingham síðan 1967. Þá varð jafntefli — einnig i leik liðanna i Coventry i vetur. Palace hef- ur enn ekki unnið annað Lundúnalið i 1. deild — það eru vist komnir um 30 leikir — og gerir það varla gagn West Ham. Palace mun ráða nýjan liðs- stjóra innan skamms — Bert Head hefur látið af þvi starli, en er nú „general manager”. Ipswich hefur ekki unnið Everton á heimavelli siðustu Ijögur árin i 1. deild, en nú er komið aðsigri. Leeds og Úlfarnir gerðu jafntefli á Elland Road i fyrra, en áður hal'ði Leeds fjóra sigra i röð, eða eftir að Úlfarnir komust aft- ur i 1. deild. 1 siðustu fjórum leikjun- um sinum i Leicester hefur Stoke tvivegis náð jafntefli — tapaö tvisvar. Jafntefli virðist liklegt nú — það er ör- stutt á milli borganna. Siðustu sex árin hefur Arsenal að- eins tapað einu sinni á Maine Road i Manchester og það var á siðasta leiktimabili. Fjórum sinnum jafntefli, einn Arsenalsigur. Lið Manch. City er i öldudal eftir vonbrigði i bikar- keppninni og hið „heppna” lið Arsenal ætti að hafa möguleika aðnásigrinú. Þó kæmi ekki á óvart, þó það snérist alveg við — Manch. City er stemnings- lið, og ef eitthvað fer að ganga er erfitt að eiga við það. Newcastle ætti að vinna lið Chelsea, sem er i „sárum” eftir að hafa tapað fyrir Arsenal i bikarkeppninni — og þar sem Chelsea hetði átt að vinna auöveldlega i fyrri leiknum. Þó er rétt að geta þess, að Chelsea hefur ekki tapað I Newcastle siðustu þrjú árin — unnið tvivegis og jafntefli var i fyrra. Áður tveir sigrar Newcastle. Fyrri leik liðanna i vetur i Lundúnum lauk með jafntefli. Þó Derby sé með allan hugann við Evrópubikarinn ætti liöið þó að ná jafntefli i Sheffield gegn United. Þegar liðin mættust i Derby fyrr i vetur vann heimaliðið stórsigur, 4-0. Dýrlingarnir frá Southampton eru mestu jafnteflis- meistararnir i 1. deild — hafa gert jafntefli i 15 leikjum á leiktimabilinu, þar af sex á útivelli. Það er sem sagt mjög erfitt að sigra Dýrlingana. Þeir ættu þvi að hafa góða möguleika á stigi gegn neðsta liði deildarinnar WBA — en rétt er þó að hafa bakvið eyrað, að WBA hefur sigrað Southampton þrjú siðustu árin á heimavelli sinum. Þá eru það leikirnir i 2. deild. Siðast, þegar Luton og Bristol Cristol léku i „hattaborginni” frægu varð jafntefli 0-0, en Luton vann árið áður 3-0, og ætti einnig að gera það nú, þrátt fyrir held- ur slakan árangur á heimavelli i vetur. Middlesbro er afar sterkt lið á heima- velli og ætti að sigra Aston Villa, sem nú hefur misst af öllum möguleikum aö komast i 1. deild á ný, Siðasti leik- urinn er milli Lundúnaliðsins QPR, sem er nokkuð öruggt með sæti i 1. deild næsta keppnistimabil, og Black- pool. Þann leik ætti QPR að vinna þrátt íyrir þá staðreynd að Blackpool. vann i fyrra 1-0. 1970, þegar liðin léku i Lundúnum, vann QPR 6-1. Frank McLintock, fyrirliöi Arsenal, hefur nú endurheimt sæti sitt i vörn Lundúnaliðsins og liðinu hefur gengið mjög vel undir stjórn hans. Hér er mynd frá viðureign Arsenal og Sheff Utd. á keppnistimabilinu, sem Arsenal vann. Visir. Fimmtudai £ HHi ur 22. marz. 1973. Visir. Fimmtuaagur 22. marz. 197 Umsjón: Hallur Símonarson ÆGIR, f i L » ol t 9 *y§ m H ;■* gaBa'jS J R^H. Hd l sð \ \ »8 ' Sundlið Ægis hafði mikla yfirburði i Bikarkeppni Sundsambandsins, sem háð var um helgina — hlaut miklu fleiri stig en önnur félög. Hér er hið harðskeytta liö Ægis — þjálfarinn, Guðmundur Harðarson, sem eitt sinn var eini keppandi Ægis, er lengst til hægri. Ljósmynd Bjarnleifur. Nýju meistararnir og þeir gömlu runnu í gegn Ajax, Real Madrid, Derby og Juventus í undanúrslit Evrópubikarsins Nýja meistara liöið í Evrópukeppni meistara- liöa, sem er merkast hinna ýmsu Evrópumóta i knatt- spyrnunni, Ajax frá Amsterdam, átti í litlum erfiðleikum að komast í undanúrslit keppninnar í gær, jafnvel þó við sjálft þýzka meistaraliðið Bay- ern Munchen væri að eiga. Og gamla meistaraliðið Real Madrid, sem oftast hefur sigrað, eða 6 sinnum, átti einnig i litlum erfið- leikum — vann Dynamo Kiev 3-0 í Madrid i gær- kvöldi. Ajax fór með fjögurra marka forustu til Munchen og þó Johan Cruyff léki ekki með kom það ekki að sök. Þýzka liöinu með all- ár sinar „stjörnur” tókst aldrei að ógna þvi að Ajax kæmist i undanúrslit. Ajax hefur sigrað i keppninni siðustu tvö árin og stefnir að þrennu, sem aðeins Real Madrid hefur tekizt. Piet Kaiser skoraði fyrsta markið fyrir Ajax i gær á 8. min., en þó markakóngnum Gerd Mull- er tækist að skora tvö mörk fyrir hlé — á 30. og 40. min. — var stað- an Bayern þó vonlaus. Ajax gaf ekki eftir og fleiri urðu mörkin ekki, þrátt fyrir mikla asókn Bayern i siðari hálfleik. 77 þúsund áhorfendur sáu leikinn. Real Madrid lék sér að Dynamo og þetta fræga lið er nú enn einu sinni komið i undanúrslit. Fyrri leiknum i Kiev lauk með jafntefli 0-0. Mikil spenna var i hinum leikj- unum tveimur. Derby tókst að sigra Spartak Trnava 2-0 i gær- kvöldi. Kevin Hector skoraði bæði mörkin og spenna var gifurleg á troðfullum velli — 38.500 áhorfendur, þvi siðustu minútur leiksins sótti Spartak mjög. Eitt mark og Tékkarnir hefðu komizt I undanúrslit. En vörn Derby var frábær með McFarland og Todd sem aðal- menn og Spartak tókst ekki að skora. Tékkarnir unnu fyrri leik- inn 1-0. Draumur itölsku meistaranna Juventus um sæti i undan- úrslitum virtist búinn, þegar Upjest Dosza skoraði tvivegis fyrstu 14 min. leiksins i Búdapest i gær. Fyrri leik liðanna i Torino lauk án þess að markværiskorað. En Italirnir gáfust ekki upp — og tókst að jafna i 2-2. Pietro Anastasia skoraði bæði mörkin, og þar sem mörk á útivelli telja tvöfalt komst Juventus áfram. Bréf til íþróttasíðunnar: Leikur Fram og Vals í 1. Nokkrum vonbrigðum hefur umsögn JBP á iþróttasiðu VIsis á mánudag valdið okkur, sem vor- um viðstödd og sáum viðureign risanna i handknattleiknum, Vals og Fram. Bæði liðin eiga mikið hrós skilið þvi vissulega var um afburðaleik að ræða. Þó hann væri bæði hrað- ur Qg harður var hann aldrei óhreinn. Þarna voru menn, sem börðust af fullri getu og festu, en aldrei óheiðarlega. JBP hefur oft átt skinandi greinar um iþróttir og margoft sagt hlutlaust og skemmtilega frá leikjum. Þvi leiðinlegra er, að hann skuli ekki geta sleppt öllu óþarfa naggi i umsögn sinni um leikinn, svo sem „En Valsmenn kunna klækina og notfæra sér þá — fara eins langt og þeim er unnt” og svo framvegis. Stefán Gunnarsson er einn sterkasti varnarleikmaður Islands, en hvers vegna i tvennskonar skiln- ingi? Mér finnst sem almennum áhorfanda, að sérstök ástæða hefði verið til að hrósa báðum lið- um fyrir hvernig þau héldu þess- um leik innan ramma velsæmis- ins. Athuga ber hvernig aðstæður voru.Gifurleg spenna mögnuð af troðfullu húsi áhorfenda. Það má raunar segja, að loftið hafi titrað af eftirvæntingu og taugaóstyrk. En þrátt fyrir það sýndu leik- menn meira jafnvægi og prúðari framkomu en við eigum að venj- ast I slikum „stórleikjum”. Einhvern tima hefði þótt ástæða til að fara lofsorðum um lið, sem á eins beitta sókn og byggt hefur upp slika afburða- vörn sem Valur. Valsliðið er i dag eitt bezta félagslið, sem við höf- um átt, og sigri það i tslandsmót- inu, verður það veröugur fulltrúi landsins i Evrópukeppni. Það er svo aftur satt, að bæði Fram og FH eru i sama gæða- flokki, þó Valur sé beztur, og milljónaþjóðir niður um alla Evrópu myndu fagna þvi að eiga slika breidd, sem við i þessari grein iþrótta. Nú um langt skeið hefur Visir boðið okkur einhverja beztu iþróttasiðu dagblaðanna i Reykjavik og byggjast vinsældir blaðsins meðal annars á þvi. Mjög vinsælt efni er enska knatt- spyrnan. Gaman væri að fá itar- legri fregnir af sölum leikmanna milli liða og um leikmenn, sem settir eru i keppnisbann eða eru meiddir. Það gefur meiri mögu- leika til að meta rétt styrkleika liðanna hverju sinni. Reykjavik 19. marz Magnús Sigurjónsson. Mér þykir leitt ef ég hef angrað góða Valsmenn eins og Magnús Sigurjónsson og fleiri. Hins vegar held ég að ég sé ekki einn á þeirri skoðun að Valsmenn séu harðir i horn að taka. Og vissulega ganga þeir eins langt og dómarar okkar leyfa. Hins vegar veit ég að ýmislegt.sem Valsmenn og aðrir íeyfa sér hér heima, þýðir ekki að reyna i keppni ytra. Þessir eilifu pústrar og hrindingar fá ekki að viðgangast i keppni á ólympiu- leikum svo dæmi séu nefnd, og þar hefðu dómarar okkar átt að vera og kynnast þvi hvernig dæmt er i öðrum hlutum hand- deild knattleiksheimsins. Ég hygg að málið sé það, að dómarar okkar, sem eiga að stýra leikjunum og færa þá i rétta farvegi, eigi hér sök á hvernig komið er. Eins og fram kom i gagnrýni minn i blaðinu á mánudaginn tel ég Val bezta liðið i 1. deild um þessar mundir og vel að þvi komnir að taka á móti Islandsbikarnum sem sigurvegarar. Ég held að umsögn min um leik Vals og Fram ætti ekki að þurfa að valda neinum vonbrigðum. Þetta gegndarlausa hól um islenzkan handknattleik i blöðum hér gerir litið gagn. Þeg- ar við komum út fyrir pollinn kynnumst við raunveruleikanum. Við erum ekki alveg i bezta flokki, fjarri þvi. Við erum samt nokkuð góðir, en ættum að vera betur vakandi fyrir þvi, sem ger- ist erlendis, ekki sizt i dómara- málunum. Það sem öll góð lið gera er að ganga eins langt og dómari leyfir, — og það gera Valsmenn svo sannarlega, ég sný ekki til baka með það, Magnús minn. Með kveðju og þökkum fyr- ir hlýleg orð. — JBP. ÍR-meistararnir mörðu sigur gegn Valsmönnum — og hafa enn ekki tapað stigi í körfuboltanum í vetur Valsarar höfðu i fullu tré við íslandsmeistar- ana langt fram i seinni hálfleik, i leiknum á þriðjudagskvöldið á Sel- tjarnarnesinu. Það var Ótrúlegir yfir- burðir Leeds! Mike Bates skoraði fyrir Leeds gegn Rapid Búkarest eftir aðeins 65 sek. i leik lið- anna í Evrópukeppni bikar- hafa i Búkarest. Leeds vann auðveldan sigur 3-1 og skor- aði Mike Jones hin tvö mörk- in og það án þess Billy Bremner (meiddur), Alan Clarke og Trevor Cherry léku með. Leeds er þvi komið i undanúrslit keppninnar og sigraði Rapid, sem hefur fjölmarga rúmenska lands- liðsmenn i liði sinu, með 8-1 samtals i leikjunum. AC Milanó gerði aðeins jafntefli á heimavelli gegn Spartak Moskvu i gær 1-1, en það nægði. Milanó vann fyrri leikinn 1-0. Þá vann Sparta Prag þýzku bikarmeistarana Schalke með 3-0 (samanlagt 4-2), og Hadjuk Split, Júgó- slaviu, sló út Edinborgarliðið Hibernian. Vann i gær 3-0, en Hibs vann fyrri ieikinn 4-2. í undanúrslitum keppninnar leika þvi Leeds, Milanó, Sparta og Hadjuk. Dregið verður á föstudag. ekki fyrr en á áttundu minútu þess hálfleiks, að ÍR-ingar skiptu um varnaraðferð og tóku frumkvæðið i leiknum. Fyrri hálfleikur var bráö- skemmtilegur á að horfa. IR-ing- ar höfðu forustu i fyrstu og á 9. minútu stóðu leikar 24 gegn 13 þeim i vil. Valsarar sóttu þá i sig veðrið og þegar 13 minútur voru liðnar munaði aðeins einu stigi, staðan var oröin 28 gegn 27. Valsarar komust þremur stigum yfir og var þetta samfelld hörku- barátta fram aö leikhléi. Þá Celtic vann Celtic sigraði Aberdeen I skozku bikarkeppninni I gær 1-0 I Aberdeen og leikur við Dundee i undanúrslitum. Nokkrir leikir voru i ensku knattspyrnunni i gær og urðu úr- slit þessi. 2. deild Brighton-Carlisle stig- leiddu IR-ingar með tveim um, 45 gegn 43. Er leikurinn hófst að nýju, hélt slagurinn áfram og á sjöttu, sjö- undu og áttundu minútu höfðu Valsarar forustu. Þjálfari IR-inga Einar Ólafsson bað þá um leikhlé. Bæði líðin höfðu leikið „maður gegn manni” fram að þessu en nú tóku IR-ingar upp svæðisvörn. Valsarar fundu ekki svar við henni og á þrettándu minútu höfðu IR-ingar náð 11 stiga for- ystu, 71 gegn 60. Þar af skoraði Agnar 6 stig úr langskotum og Kolbeinn átti mjög fallegt gegn- umbrot. Þeir Kári, Jóhannes og Þórir gerðu nú 13 stig á meðan IR-ingar fengu aöeins 2 stig úr viti. Er IR gerði út um leikinn á átjándu minútu, þegar Kolbeinn og Krist- inn skoruðu úr tveim hraðaupp- hlaupum. Leiknum lauk þvi með sigri IR, 86 stigum gegn 78 stigum Vals. Valsliðið stóö sig allt vel I þessum leik og má búast við miklu af þeim næsta vetur. Stigahæstur var Þórir með 30 stig. Kolbeinn, Agnar, Kristinn og Anton áttu all- ir góðan leik en stigahæstur IR-inga var Agnar með 26 stig. —ÓG 3. deild Bolton-Shrewsbury Notts Conty-Pl ymoutn 4. deild Crewe-Newport Lincoln-Southport Reading-Cambridge Torquay-Mansfield Workington-Bradford 1-0 2-0 2-0 0-0 3-1 1-0 1-1 1-1 Söfnuðu sjólfar fyrir farinu! Fyrsta ísl. landsliðið í körfubolta kvenna keppir ó Norðurlandamóti 6.-8. apríl æfingar Mörk ó útivelli björguðu Spurs! Meistararnir i UEFA- bikarkeppninni frá síöasta keppnistímabili, Totten- ham Hotspur, björguöu sér á einu marki, sem þeir skoruðu í gærkvöldi gegn Victoria Setubal, þegar liðin léku síðari leik sinn í keppninni. Setubal sigraði i leiknum með 2- 1 og það nægði ekki portúgalska liðinu. Fyrri leikinn vann Totten- ham meö 1-0 á White Hart Lane. Markatalan var þvi jöfn, en þar sem mörk á útivelli teljast tvöföld i slikum tilfellum, er lið Totten- ham komið i undanúrslit. Liverpool lék við Dynamo Dresden i Þýzkalandi i gær og sigraði með 1-0. Kevin Keegan skoraði eina mark enska liðsins á 53. min. Þar með tryggði Liverpool sér rétt i undanúrslit UEFA-bikarsins — vann heima- leikinn 2-0. Þess má geta, að lið frá Austur-Evrópu hefur aldrei slegið út enskt lið i Evrópumótun- um i 14 ár. Borussia Mönchengladbach tók annað þýzkt lið—Kaiserlautern— heldur betur i kennslustund i UEFA-bikarnum, sigraði með 7-1 og vann þvi 9-2 samaniagt i báðum leikjunum. Twente Enschede Hollandi vann OFK Belgrad 2-0 og komst i undan- úrslit, þar sem OFK vann heima- leik sinn aðeins með eins marks mun 3-2. 1 undanúrslitum UEFA- keppninnar leika þvi Tottenham, Liverpool, Twente og Borussia og verður dregið á föstudag hvaða lið leika saman þar. ,,Við vitum mjög lítið, hvar við stöndum i samanburði við hinar Norðurlandaþjöðirnar í kvennakörfuboltanum og þetta verður örugglega fróðleg og lærdómsrík ferð." Þetta sagði Gutt- ormur Olafsson, formaður kvennalandsliðsnefndar KKi, þegar við ræddum við hann um fyrirhugaða ferð á „POLAR CUP". Eftirtaldar stúlkur hafa verið valdar til fararinnar: Friðný Jóhannesdóttir, Guðný Jóns- dóttir, Anna Gréta Halldórs- dóttir, Þóra Þóroddsdóttir allar úr lþróttafélaginu Þór Akur- eyri. Frá 1R erm Guðrún Olafs- dóttir, Ásta Garðarsdóttir, Olga Bjarnadóttir, Lina Gunnars- dóttir og Þóra Ragnarsdóttir. Maria Erla Geirsdóttir er i UMFS og Linda Jónsdóttir og Emilia Sigurðardóttir frá KR. Að sögn Guttorms hafa stúlkurnar æft vel að undan- förnu en erfitt hefur verið með samæfingar, þar sem svo margar búa utan Reykjavikur. Næstu helgi er ákveðið að hafa fjórar sameiginlegar hér i Reykjavik. Þetta verður i fimmta skiptið sem Norðurlandamót er haldið. Núverandi Norðurlanda- meistarar eru Danir og er þeim spáð sigri á komandi móti. Danir eru taldir sterkir i kvenna- körfubolta á alþjóðlegum mæli- kvarða og unnu þeir nýlega Vestur-Þjóðverja með nokkrum mun. Sviar eru liklega næstir að getu, siðan Norðmenn, en Finnar hafa verið lakastir hingað til. Islenzku stúlkurnar eru svo óskrifað blað en vonandi gengur þeim sem bezt. Guttormur sagði okkur, að ferð þessi væri að mjög miklu leyti farin að frumkvæði stúlknanna sjálfra og hefðu þær að mestu safnað fyrir far- gjöldum sjálfar. Uppihald á mótsstað er á kostnað gestgjaf- anna, Norðmanna, og verður mótið i Osló 5-8 april næstkom- andi. t landsliðsnefndinni er auk Guttorms, Einar Ólafsson og hefur hann séð um þjálfun liðsins. Akveðið er að Gutt- ormur fari með hópnum út, en ekki er ákveðið hvort fleiri fararstjórar verða. Hörður Tulinius frá Akureyri verður dómari á mótinu. -ÓG.Í STJÖRNU ★ LITIR Ármúla 36 AAólningarverksmíðja Sími 8-47-80

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.