Vísir - 26.03.1973, Qupperneq 14
Vlsir. Mánudagur 26. marz. 1973.
Þrjú skot á mark gáfu
Arsenalliðinu tvö mörk
— og Lundúnaliðið hlaut bœði stigin gegn Manch. City — Leeds tapaði stigi á
heimavelli gegn Úlfunum og möguleikar á meistaratitlinum eru nú sáralitlir
„Heppna, heppna
Arsenal-liðiö" er við-
kvæðið alls staðar á Eng-
landi og kannski aldrei
meir, en eftir sigurleik
liðsins á Maine Road í
Manchester á laugardag.
Eftir nær stöðuga sókn
mest allan leikinn skoraði
Manch. City aðeins eitt
mark — misnotaði víta-
spyrnu — en Arsenal átti
aöeins þrjú skot á mark í
leiknum. Tvö þeirra höfn-
uðu í netmöskvum City-
marksinsog Lundúnaliðið
fékk enn tvö stig i stiga-
safnið sitt mikla. Liver-
pool vann einnig og
heldur tveggja stiga for-
ustu, en Leeds gerði aö-
eins jafntef li á heimavelli
gegn úlfunum og mögu-
leikar á sigri liðsins i
deildinni feru nú orðnir
sáralitlir.
Við skulum hverfa aftur á
Maine Road. Allan fyrri hálf-
leikinn var Manch.City stöðugt i
sókn, en allt kom fyrir ekki.
Knötturinn vildi ekki i mark
,,The Gunners” en tækifærin
voru þó nóg til þess. Vörn byssu-
manna vopnabúrsins var að
veniu sterk, en hefur þó varla
lent i ööru eins á leiktimabilinu.
1 siðari hálfleiknum virtist
sama einstefnan ætla að halda
áfram og svo var dæmd vita-
spyrna á Arsenal. Mike Doyle
tók spyrnuna og viti menn —
ekki var hann frekar á skot-
skónum en aðrir leikmenn City,
spyrnti knettinum yfir þverslá.
Við þessi ósköp fór leikur
Manch. City að riðlast — Kenn-
edy og George lóku sig i gegn,
Ray gaf til Charlie, sem renndi
knettinum i mark. 1-0 fyrir
Arsenal. Það stóð ekki lengi.
Manch. City tókst að jafna og
það var miðvörðurinn Tommy
Booth, sem sýndi framherjum
sinum hvernig á að skora 1-1 og
aftur City-pressa. En fimm
minútum fyrir leikslok var
Kennedy á ferðinni og skoraði
sigurmark Lundúnaliðsins og
furðulegur sigur var i höfn.
En við skulum nú lita á úr-
slitin i 1. og 2. deild á laugardag.
1. deild
Birmingham—Coventry 3-0
C. Palace—West Ham 1-3
Ipswich—Everton 0-1
Leeds-Wolves 0-0
Leicester—Stoke 2-0
1. DEILD
VL
. » J
George Graham er þarna i Arsenal-búning I viðureign við (Jlfana. Hann skoraði fyrsta mark sitt fyrir
Manch.Utd. á laugardag, og bakvið hann er Ray Kennedy, sem skoraði sigurmark Arsenal gegn
Manch.City.
Liverpool—Norwich 3-1
Manch.City—Arsenal 1-2
Newcastle—Chelsea 1-1
Sheff.Utd.-—Derby 3-0
Tottenham—Manch. Utd. 1-1
WBA—Southampton 1-1
2. deild
Brighton—Swindon 3-1
Burnley—Millvall 2-1
Fulham—Sunderland 1-2
Luton—Bristol City 1-3
Middlesbro—Aston V. 1-1
Nottm.For.—Sheff.Wed. 3-0
Orient—Huddersfield 3-1
Oxford—Hull City 5-2
Portsmouth—Carlisle 0-0
Preston—Cardiff 0-0
QPR—Blackpool 4-0
Gifurlegur munur var á Liver-
pool og Norwich og reyndar
ótrúlegt — eftir leiknum að
dæma — að liðin skuli leika i
sömu deild. En þó vann
Liverpool ekki nema 3-1.
Varnarmennirnir kunnu, Chris
Lawler og Emlyn Hughes, skor-
uðu tvö fyrstu mörk leiksins
með fjögurra min. millibili og
svo virtist sem Liverpool stefndi
aö stórsigri. En það varð ekki —
að visu góður sigur. Ian Mellor
skoraði fyrir Norwich — fyrsta
mark hans siðan hann var
keyptur frá Manch. City. Þrem-
ur min. fyrir leikslok skoraði
framvörðurinn Hall þriðja
mark Liverpool.
Leeds sótti miklu meira i
leiknum gegn (Jlfunum, en tókst
ekki að nýta yfirburði sina
i mörk. Þar vantaði illa marka
kónginn Alan Clarke, sem er i
keppnisbanni ásamt Trevor
Cherry, auk þess, sem Billy
Bremner er meiddur. Miðherj-
arnir kunnu hjá Úlfunum, John
Richards og Derek Dougan,
máttu sin litils gegn sterkri vörn
Leeds, en eitt er vist. Leikur lið-
anna i undanúrslitum bikarsins
7. april verður tvisýnn.
Crystal Palace lék sinn 30.
leik gegn Lundúnaliði sem 1.
deildarlið og hefur enn ekki náð
sigri i fjögur ár. Það sama var
uppi á teningnum gegn West
Ham á laugardag. Palace sótti
miklu meira i fyrri hálfleik, en
Bobby Ferguson átti hreint
snilldarleik i marki West Ham
— varði stórkostlega skot frá
Blyth og Whittle. En hinu megin
urðu John Jackson á mistök —■
missti boltann eftir skot Clyde
Best, og Pop Robson poppaði
upp og skoraði. 24. deildamark
hans á leiktimabilinu. Brooking
kom West Ham i 2-0 á 57. min.,
en Derek Poosee gaf áhangend-
um Palace von um stig með
góðu marki. Svo reyndist þó
ekki. Ted McDougall skoraði
hreint frábært mark i lok leiks-
ins og sigur West Ham var
öruggur.
George Graham skoraði
þegar á 6. min. fyrir Manch.
Utd. gegn Tottenham, sem lék
án nokkurra lykilmanna eins og
Mike England, Steve Perryman
og Alan Gilzean. Eftir markið
lagðist United i vörn og notaði
öll meðöl til að halda forskotinu.
Það var ekki falleg knattspyrn-
an, sem liðið sýndi, og leikmenn
voru undir stöðugum óánægju-
hrópum áhorfenda. En stigin
eru dýrmæt i fallbaráttunni og
svo virtist sem leikaðferð
Manch. Utd. ætlaði að heppnast
— og vissulega var gott að ná
stigi. Fimm minútum fyrir
leikslok tókst Martin Chivers að
jafna fyrir Tottenham eftir gróf
mistök varamarkmanns Unit-
ed, John Rimmer. Lögreglan
varð að hafa sig talsvert i
frammi. Slagsmál brutust út á
áhorfendapöllunum meðan á
leiknum stóð og eftir hann. Eftir
leikinn sagði Matt Busbý, hinn
kunni aðalframkvæmdastjóri
United. „Þetta var gott stig og
baráttuvilji mikill hjá leik-
mönnum United. Ég er viss um
að liðið heldur sæti sinu i 1.
deild. Hinn ungi miðvörður liðs-
ins, Jim Holton, sem aðeins er
21 árs, átti frábæran leik — hann
á eftir að verða frábær leik-
maður, minnir mjög á Jackie
Charlton”.
Óvæntustu úrslitin urðu i Ips-
wich, þar sem Everton vann
sinn fyrsta sigur á útivelli siðan
i október. Ipswichliðið hefur
misst af strætisvagninum að
þessu sinni og greinilegt, að
leikmenn liðsins léku ekki af
sama áhuga og áður. Joe Harp-
er skoraði eina markið i leikn-
um, Sheff. Utd. vann góðan
sigur gegn Derby, sem setti
Davies úr liðinu. Jim Bone, nýi
leikmaðurinn frá Norwich skor-
aði enn eitt mark fyrir Sheff.
Utd. i þessum leik. Peter Shilton
var hreint frábær hjá Leicester
gegn Stoke — aðalmaðurinn
bakvið sigurinn Varði hörkuskot
frá Greenhoff og Ritchie — og
John Hurst misnotaði viti fyrir
Stoke. Þeir Thomplin og
Birchenall skoruðu fyrir
Leicester. Gordon Banks lék i
varaliði Stoke — sýndi hreint
frábæran leik og varaliðið vann
Nottm. Forest 1-0. WBA náði
ekki nema jafntefli gegn
Southampton, svo litið lagaðist
staðan hjá liðinu. Tony Brown
skoraði fyrir WBA, en Dýrling-
arnir jöfnuðu. Barrowclough
skoraði úr vitaspyrnu fyrir
Newcastle gegn Chelsea, en
Lundúnaliðinu tókst að jafna
með marki Garner. Hatton,
Latchford og Taylor skoruðu
fyrir Birmingham og staða liðs-
ins i deildinni lagast stöðugt.
1 3. og 4. deild urðu úrslit
þessi.
3. deild
Bournemouth—Grimsby 1-1
Bristol Rov,—Watford 2-1
Charlton—Blackburn 1-2
Chesterf.—Shrewsbury 2-0
Halifax—Plymouth 2-1
PortVale—NottsCoutny 1-1
Rochdale—Brentford 0-1
Scunthorpe—Rotherham 2-1
Southend—Bolton i-i
Swansea—Oldham 0-0
Walsall—York o-0
Wrexham—Tranmere 0-0
4. deild
Barnsley—Aldershot 2-0
Bury—Hartlepools 1-1
Cambridge—Chester 1-0
Crewe—Northampton 1-0
Hereford—Peterbro 3-0
Lincoln—Stockport 5-3
Mansfield—Exeter 2-0
Reading—Bradford C. 2-0
Workington—Gillinham 1-1
Doncaster—Darlington 2-0
Staðan i deildunum er nú
þannig:
3. DEILD 4. DEILD
C.Palace.
LU Á. UEILU Bolton Notts. County ... .. 37 .. 39 20 19 9 8 8 12 57-32 51-43 49 46 Southport Hereford .. 38 .. 40 22 20 9 11 7 9 64-41 52-33 53 51
35 22 8 5 64-36 52 Burnley .. 35 19 13 3 59-31 51 Bournemouth... .. 39 15 14 10 60-38 44 Mansfield .. 39 18 12 9 68-42 48
35 21 8 6 50-32 50 QPR . . 34 18 12 4 66-35 48 Bristol Rov .. 40 16 12 12 65-49 44 Cambridge .. 40 16 16 8 58-51 48
32 18 9 5 56-33 45 Blackpool .. 36 15 10 11 48-43 40 Oldham .. 38 17 10 11 46-39 44 Newport .. 38 19 9 10 52-36 47
34 16 10 8 48-34 42 Sheff. Wed .. 36 15 9 12 54-48 39 Blackburn .. 38 17 10 11 46-39 44 Aldershot .. 39 18 9 12 50-35 45
35 15 10 10 54-42 40 AstonVilla .. 34 14 11 9 41-38 39 Grimsby .. 39 18 7 14 60-48 43 Reading .. 36 14 13 9 41-28 41
34 15 9 10 52-42 39 Fulham .. 34 14 10 10 51-40 38 PortVale .. 37 17 9 11 43-52 43 Stockport .. 38 15 11 12 46-42 41
35 14 9 12 56-45 37 Middlesbro .. 36 13 12 11 35-38 38 Tranmere .. 38 14 13 11 50-39 41 Exeter .. 38 16 9 13 49-46 41
33 13 9 11 45-36 35 Oxford .. 34 15 6 13 40-33 36 Charlton .. 39 16 8 15 60-53 40 Workington .. 39 15 10 14 51-53 40
35 14 7 14 43-51 35 Luton .. 33 13 10 10 41-39 36 York .. 39 12 14 13 37-33 38 Lincoln .. 39 12 15 12 55-49 39
35 9 16 10 35-39 34 Millwall .. 35 14 7 14 50-42 35 Plymouth .. 37 15 7 15 57-52 37 Gillingham .. 38 14 11 13 51-47 39
33 12 9 12 35-37 33 Bristol City .. 35 12 11 12 47-45 35 Chesterfield .... .. 38 14 9 15 47-45 37 Hartlepool .. 39 12 14 13 29-37 38
33 9 14 10 42-42 32 Nott. Forest .... .. 35 12 11 12 39-40 35 Rochdale .. 38 11 15 12 37-43 37 Bradford .. 38 14 9 15 50-51 37
35 9 13 13 37-42 31 Hull .. 32 11 11 10 49-42 33 Shrewsbury .... .. 38 12 13 13 37-44 37 Barnsley .. 39 12 12 15 48-55 36
34 11 9 14 46-53 31 Sunderland . . 30 11 9 10 43-47 31 Southend .. 39 13 10 16 43-46 36 Chester .. 38 11 13 14 51-44 35
33 11 8 14 32-34 30 Portsmouth .... .. 35 10 10 15 38-47 30 Walsall .. 38 15 6 17 48-56 36 Doncaster .. 38 12 11 15 40-41 35
35 11 8 16 38-50 30 Preston ..35 10 10 15 33-55 30 Wrexham .. 38 10 15 13 41-48 35 Peterborough .. .. 38 12 11 15 64-68 35
35 9 11 15 40-48 29 Carlisle ..34 10 9 15 43-41 29 Rotherham .. 40 14 7 19 44-58 35 Bury . . 37 9 17 11 37-43 35
34 8 11 15 35-55 27 Orient ..34 9 11 14 38-42 29 Watford .. 38 10 13 15 35-40 33 Torquay .. 38 9 14 15 34-40 32
34 8 9 17 46-49 25 Swindon . . 36 8 13 15 42-57 29 Brentford .. 38 14 5 20 43-55 33 Crewe . . 38 8 16 14 33-49 32
33 7 11 15 34-43 25 Huddersfield ... ..35 6 15 14 32-47 27 Swansea .. 39 12 9 18 44-62 33 Northampton ... .. 39 9 10 20 35-58 28
34 8 9 17 29-52 25 Cardiff ..33 10 6 17 34-48 26 Halifax . . 36 8 13 15 28-40 29 Colchester .. 37 7 9 21 34-63 23
34 7 9 18 29-51 23 Brighton ..35 6 10 19 38-73 22 Scunthorpe .. 39 9 8 22 27-60 26 Darlington .. 39 4 13 22 35-75 21