Vísir - 26.03.1973, Síða 24

Vísir - 26.03.1973, Síða 24
r VÍSIR Mánudagur 26. marz. 1973. Brennur ofan / af Vestmanna- eyingum Sjaldan er ein báran stök, segir máltælkið, og það getur fjöl- skylda Erlings Einarssonar frá Vestmannaeyjum tekiö undir. Snemma á sunnudagsmorgun kom upp eldur í fbúö þeirri, sem þau bjuggu í á Vatnsleysuströnd. Slökkviliðiö f Keflavík kom fljót- lega á vettvang og tókst aö kæfa eldinn ástuttum tfma. Húsiö.sem er gamalt steinhús en meö timburgólfum, ein hæö og ris, skemmdist nokkuð, sérstaklega hæöin. Einnig komst mikiö vatn i kjallara. t húsinu bjó Erlingur Einarsson frá Vestmannaeyjum, með fjöl- skyldu sinni, konu og fjórum börnum. Var fjölskyldan nýlega flutt I húsiö. Húsgögn þeirra og innbú mun hafa skemmst töluvert I brunanum. Stendur nú fjölskylda þessi uppi húsnæöislaus I annaö skipti á stuttum tima. Nágrannarnir skutu yfir þau skjólshúsi en alveg óvist er hvenær húsiö verður ibúöarhæft á ný. —ÖG „Breytir ekki við- horfum tii róðherra- fundar" — segir talsmaður lafði Tweedsmuir og brezku blöðin um atburðina í gœr — 200 ■ eysi gagn- vart gaseitrun ioo metrar Sund- laugin fullaf hrauni í hœttu Myndin hér til hliöar ætti aö gefa nokkuð ljósa mynd af þvi, hvert hraunrennslið stefnir. Bakkastfgur er nú allur undir hrauni, en þar er þaö einmitt, sem Hjörtur Hermannsson ætlar aö byggja aö nýju, eins og getiö er um I frétt for- siðunnar. Hrauntunga teygir sig i átt aö skemmu hraö- frystihússins, en Skansinn er ennþá frir. Þessi afstööumynd er gerö klukkan nfu f morgun sam- kvæmt upplýsingum blaöa- konu Vísis, sem stödd er I Eyjum. Lýsir hún þvi I fréttum sfnum, hversu mikil hætta steöjar aö rafstöðinni, en stööin kynni aö vera horfin af sjónarsviöinu, áöur en dagur er allur. Þá má geta þess, aö sund- laugin var i morgun oröin full af hrauni, en sundlaugin stendur rétt ofan viö Skansinn. —ÞJM — einn fluttur fró Eyjum í gœr af þeim sökum I Gasiö I Vestmannaeyjakaup- staö var I hámarki i gær- I morgun, og meirihluta gær- dagsins. Þar sem mælt var á j tveimur stööum — á Kirkjuvegi ' og Vestmannabraut — var gasið hættulega mikiö, aö þvl er þeir læknanemar, sem nú stunda störf I Eyjum, tjáöu blm. VIsis. I gærkvöldi var gasiö aðeins fariö að minnka, enda var þá farið að hvessa talsvert. Um helgina hafa fáir veikzt alvar- lega af völdum gassins, en tveir menn voru þó fluttir frá Eyjum, þar sem þeir voru hætt komnir i gasinu. Haföi annar þeirra farið inn i kjallara eins húss i bænum, sem honum hafði verið ráðlagt að halda sig frá. Hann lét við- varanir sér sem vind um eyru þjóta og fór inn i kjallarann. Þar var gasið svo mikið að hann átti strax erfitt um andardrátt. Hann komst þó burtu og til læknis, þar sem honum var þegar i stað gefið súrefni. Hann reyndist ekki alvarlega sjúkur, en var sendur til Reykjavikur þar sem talið var að hann þyrfti að fá góða hvild. Kæruleysis gætir nú meðal al- mennings i Eyjum gagnvart gasinu og hættunni, sem kann að stafa af þvi, að þvi er Kristján Eyjólfsson einn lækn- anna, sem nú starfa i Eyjum, sagði i viðtali við Visi i gær. Hann kvað fólk voga sér inn á hættusvæðið án þess að skeyta um boð eða bönn. Sumir teldu þaö jafnvel rugl að tala yfirleitt um gaseitrun. Nokkuð var um það nú um helgina, að þeir sem ekki fóru sér nógu varlega fundu til höfuðverkjar og ógleði. Aðstaða læknisins, sem nú er hér i Eyjum, er að Hótel HB þar sem farþegamiðstöðin er einnig til húsa ásamt fleiru. Er þvi hótelið nú ein aðalmiðstööin i bænum. Frá farþegamiðstöðinni er stjórnað öllum fólksflutningum til og frá Eyjum og er þar þvi stöðugur straumur manna, sem eru að leita upplýsinga og tryggja sér ferðir. Læknirinn á hóteiinu hefur hjá sér súrefnistæki og ýmis önnur áhöld, sem gripa má til, ef slys ber að höndum. —EA „Slöustu atburöir I landhelgis- deilunni breyta ekki aö ég tel viö- horfum til ráöherrafundar” „Embættismenn, sem voru á fundum meö islenzkum em- bættismönnum i Reykjavik, komu til London á föstudag. Þeir munu gefa skýrslu, og slöan veröur þaö ákvöröun ráöherra beggja hvort, hvenær og hvar ráöherrafundir veröi haldnir”. Þetta sagöi talsmaöur laföi Tweedsmuir I morgun. „Við mótmæltum strax i gær- kvöldi þvi, að skotiö var á brezk skip. Sendiherrann i Reykjavik | áréttar mótmælin i dag. Hins vegar biðum við eftir nákvæmum skýrslum um atburðinn. Bretar reyna að fara gætilega”, sagði talsmaðurinn. „Við reynum aö gefa ekki yfirlýsingar, þótt það kunni að vera freistandi, fyrr en við höfum gögnin i höndunum”. Brezku blöðin i morgun hörmuðu atburðina á íslands- miðum i gær, sagði talsmaðurinn. „Þau telja þó ekki ástæðu til að hætta við ráðherrafundi þeirra vegna”. „Við biðum”, sagði tals- maðurinn, „eftir þvi, hvaða niöurstöður verða af skýrslum sendimanna og hvaða ákvörðun ráðherrar beggja vegna munu taka”. —HH VAKIR FYRIR HEIMSMET OG GÓÐGERDARFÉ „ftg ætla aö stjórna útvarps- þætti I 100 klukkutfma,” sagöi lágvær rödd hinumegin á lln- unni. „Ég vaki lengur ef ég get, en cf ég verö aö niöuriotum kominn áöur en þessi tlmi er liö- inn, þá hætti ég lika fyrr.” Það var bandarískur her- maöur á Keflavikurflugvelli, Craig Johnson að nafni, sem þetta sagði. Viö spurðum hvort hann ætlaði að setja heimsmeti stjórn útvarpsþátta. „Ég veit ekki hvort 100 klukkutimar teljast heimsmet,” sagði hinn vökuli útvarps- maður. „Það hefur einn stjórn- að útvarpsþætti i 212 klukku- stundir, en hann var undir dáleiðsluáhrifum og var settur á hæli, eftir vikið. Ég drekk ekki kaffi eða nota neinar aðrár óeðlilegar aðferðir til að halda mér vakandi. Það hefur einn maður vakað við stjórn útvarpsþáttar i niutiu og tvo og hálfan tima. Það var á eyjunni Guam fyrir þrem vikum siðan.” Þaö telst liklega met ennþá.” Rödd mannsins i simanum er lágvær og blaðamaðurinn á erfitt með að heyra hvað er verið að segja i simann. Hann hefur orð á hvort sambandið sé eitthvað slæmt. Þá biður Craig Johnoson hann að biða. Rétt seinna kemur annar maður i simann, sem segir að sambandið sé ekki slæmt, röddin i Craig sé bara orðin frekar veik og hann vilji ekki leggja það á hana að öskra á blaðamanninn i simann. En þar sem maðurinn kvaðst fús til að segja okkur allt um málið og hann hefði Craig við hlið sér til að spyrja hann þá héldum við áfram. — Er nokkur staddur þarna til aö sjá um að hann fái sér ekki blund á meðan hann leikur lög- in? — Já, heldur betur. Við erum hér fimm á vöktum við að sjá til þess að ekki sé svindlað. Hann verður búinn með þessa hundrað tima um kvöldmat, klukkan sex eða sjö á morgun. — Hvernig bjó hann sig undir þetta? — Hann fékk fri i tvo daga frá starfi sinu á útvarpsstöðinni. Aöalundirbúningurinn fólst i þvi að hann hvildi sig og svaf dag- inn áöur en hann byrjaði Bæði á Guam, sem áður var nefnd og hér á Islandi vaka mennirnir til að safna fé til góð- gerðarstarfsemi. A Guam söfnuðust 400 dollarar, en hér hafa þegar safnast 1700 dollar- ar. Söfnunin fer þannig fram að hlustendurnir hringja eða koma og kaupa sér lög. Fólk getur keypt sér eitt lag fyrir einn dollar. Þaö getur látið spila aðra hliðina á stórri plötu fyrir 5 dollara og báðar hliðar fyrir tiu dollara. Sumir velja hundleiðin- legt lag og láta spila það 30 sinnum, þá er hægt að kaupa lagiö út með þvi að yfirbjóða fyrri greiðslu. Enginn annar þáttur er i út- varpinu en þessi þáttur Craigs Johnsons, fyrir utan fréttir og veðurfregnir. —Ló Þetta er hinn vökuli Craig Johnson, útvarpsþulur.Myndin er tekin, þegar hann haföi talaö i tvo og hálfan sólarhring.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.