Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 5
5 Vísir. Mánudagur 9. aprll 1973. AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson 7 F Um heim allan hafa listamenn og list- fræðingar látið i ljós harm sinn vegna frá- falls Picasso, sem lézt á heimili sinu i Mougin i Frakklandi á sunnu- dag — niutiu og eins árs að aldri. Andlát hans kom mjög á óvart, þvi að hann var sagður við beztu heilsu. Kvöldið áður höfðu hann og kona hans, Jac- queline, haft kvöldverðarboð og var Picasso þar hrókur alls fagnaðar að venju. Þegar gestirnir voru farnir hafði hann farið inn i vinnustofu sina og vann töluvert frameftir. Um morguninn, þegar hann vaknaði, kenndi hann sér meins, og kona hans sendi eftir lækni, sem kom að tiu minútum liðn- um. En þá var Picasso látinn af hjartaslagi. Pablo Picasso var af flestum álitinn einn fremsti listamaður sins tima og vissulega fremsti málari þessarar aldar. Hann var feikilega afkastamikill listamaður, og sagði eitt sínn, að sérhver alvöru listmálari ætti að skila af sér að minnsta kosti einni teikningu og einu málverki á degi hverjum. A heimili sinu átti Picasso mikið safn listaverka eftir sjálf- an sig, þvi hann lét ógjarnan nokkurn grip frá sér fara, og seldi einungis örlitið brot af verkum sinum. Þau fáu, sem komust á markað, seldust á rúmlega hálfa milljón dollara sum hver. A sérstaka sýningu, sem efnt var til á verk- um hans i Paris 1966, i tilefni 85 ára-afmælis hans, komu 900.000 gestir, eða að meðaltali 9.500 á dag, til þess að skoða 284 mál- verk, 200 höggmyndir, 200 teikningar, 115 leirlistmuni og 200 koparstungur, sem þar voru til sýnis eftir hann. Engin list- sýning i Paris hefur hlotið aðra eins aðsókn. Pablo Picasso fæddist á Spáni en fluttist til Frakklands 1901, og settist að i Paris. Hann heim- sótti ættingja sina á Spáni tiðum, þar til undir lok borgara- styrjaldarinnar á Spáni. Þá hét hann þvi að snúa þangað aldrei aftur svo lengi sem Franco væri við völd. Picasso var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Olga Khoklova, ballettdansmær, sem hann gekk að eiga 1918. Olga lézt 1955. — Seinni kona hans var Jacqueline Roque, sem nú lifir mann sinn. Picasso átti fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Pablo Picasso og kona hans, Jacqueline Roque, virða fyrir sér eitt málverka meistarans. Fyrirmy'ndin að málverkinu er Jacqueline, en meistarinn málaði aragrúa mynda af henni. látinn af hjartaslagi Skutu niður þyrlu Þyrla sem var í erinda- gerðum sameiginlega herráðsins í Vietnam, var skotin niður yfir Me- kong-svæðinu i nótt. Var þyrlan i fylgd með ann- arri, en um borð i henni voru meðlimir alþjóða vopnahléseftirlitsins. Engan sakaði um borð i þyrl- unni, sem var skotin niður með handbyssum, þrátt fyrir að hún var máluð einkennislitum sam- eiginlega herráðsins, sem Sai- gonstjórnin, Vietcong, N-Vietnam og USA standa að. Þetta er i annað sinn á þrem dögum, sem leyniskyttur i Viet- nam skjóta niður þyrlur i vopna- hléseftirlitinu. Niu manns létu lifið, þegar skotin var niður þyrla alþjóða- eftirlitsins á laugardaginn skammt frá landamærum Laos. Skömmu áður en þyrlan hrapaði tilkynnti flugmaðurinn; að þyrlan hefði orðið fyrir eldflaug. Rœndu strax öðrum Skæruliðar rændu brezk- um forseta tóbaksfyrirtæk- is í Argentínu í gærkvöldi, eftir að þeir höfðu þvingað fram 2,5 milljón dollara lausnargjald fyrir tvo bandaríska framkvæmda- stjóra Kodakfyrirtækisins, en þeir höfðu rænt þeim í miðri síðustu viku. Lögreglan i Buenos Aires segir, að þrir eða fjórir ungir menn hafi numið á brott með sér hinn 57 ára gamla Francis Brimicombe, sem þeir tóku fyrir utan heimili hans i Temperly-hverfinu, þegar hann var að koma frá golfvellinum. — Brimicombe er brezkur rikis- borgari, sem dvalið hefur 30 ár i Argentinu. Hann er forseti fyrir- tækisins „Nobleza de Tobaco”, sem er einn stærsti vindlinga- framleiðandi Argentinu. Þegar siðast fréttist höfðu ræningjarnir ekki enn haft neitt samband við fyrirtækið, en menn grunar samt, að tilgangurinn með mannráninu hafi verið sá, að þving fram enn eina milljónina i lausnargjald. Skömmu áður en skæruliðarnir létu til skarar skriða, hafði Hector Campora, hinn nýkjörni forseti Argentinu, fordæmt mannrán skæruliðanna, og hótað þvi, að ef þeim yrði haldið áfram, yrði gripið til róttækra aðgerða gegn skæruliðahreyfingunum, þegar hann tæki við völdum. Sú yfirlýsing stingur nokkuð i stúf við fyrri yfirlýsingar Campora úr kosningabaráttunni. Indíánar neita að grafa niður stríðsöxina Viðrœðurnar komnar í strand Þegar Indiánar undir- rituðu samninga við dómsmálaráðuneytið fyrir helgina, var gert ráð fyrir, að þeir leggðu strax niður vopn — en af þvi hefur ekki orðið enn- þá. Indiánarnir neita að sleppa hendi af vopnum sinum, og slitnað hefur upp úr viðræðum þeirra og ráðgjafa forsetans. 1 dag áttu að hefjast fundir i Þegar þeir Russell Means og Kent Frizzell, aðstoðardóms- málaráðherra, tókust í hendur eftir undirritun samninganna á fimmtudag — töldu allir, að sættir hefðu tekizt og umsátr- inu i Wounded Knee yrði af- létt. En nú er komið babb I bátinn. nefnd fulltrúadeildarþingmanna ogmeðlima Indiánahreyfingarinn- ar (AIM), en á meðan hefur verið slegið á frest, fundi Leonards Garments, ráðunauts forsetans, og Russell Means, leiðtoga her- skárra Indiána. Means kom á föstudaginn til Washington til þess að hefja við- ræðurnar við Garment eins og ráð hafði verið gert fyrir i samning- unum. En Garment neitaði þá að byrja viðræðurnar, fyrr en Means hefði hringt til Wounded Knee og sagt mönnum sinum að leggja niður vopnin. Means þverneitaði. Yfirvöld halda þvi fram, að i samningunum hafi verið gert ráð fyrir, að Means hringdi til manna sinna, þegar fundur hans og Garments hæfist. Means á hinn bóginn heldur þvi fram, að það hafi ekki verið neitt samkomulag um slikt. Virðist þvi máiið komið i sjalf heldu aftur, þvi að forsendan fyrir viðræðunum var sú. að Indiánarnir leggðu niður vopiv.r. og afléttu herkvinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.