Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 17

Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 17
□ □AG | LI KVOLD | □ * □AG | » Berlin fór illa i siöustu heimsstyrjöld og viöa má enn sjá rústir bygginga innan um ný háhýsin. Sjónvarp í kvöld kl. 21.55: BORGIR EFTIR STRÍÐIÐ Margar borgir fóru illa I siöustu heimsstyrjöld en hafa flestar ver- ið byggöar upp á ný, þó víöa séu enn sjáanlegar rústir. i kvöld sýnir sjónvarpiö mynd úr hollenzkum myndaflokki, „Borgir eftir stríðiö”. Myndir þessar fjalla um uppbyggingu ýmissa borga eftir siöustu heims- styrjöld. í myndinni sem sjón- varpið sýnir I kvöld er þaö Vestur-Berlin sem fjallaö er um. Vestur-Berlln var skipulögð alveg upp á nýtt eftir að striðinu lauk. Voru byggð mikil Ibúðar- hverfi, með háhýsum eingöngu, en ibúum borgárinnar likar mis- munandi vel við þessi nýju hverfi og skipulagið á þeim. I myndinni er rætt við Ibúa I nýju hverfunum en um eitt þeirra hefur verið mikið deilt I Þýzkalandi. Það er hið svokallaða Markische-hverfi, en þar eru eingöngu grlðarstór háhýsi. 1 einu húsanna þar eru hvorki meira né minna en 550 ibúðir og skapast því ýmis vanda- mál þar sem svo margir búa á litlu svæði. Verzlunarmiðstöðvar hafa ver- ið byggðar i þessum hverfum til að veita íbúum þeirra nauðsyn- lega þjónustu, en ýmsum finnst vanta mikið á að hverfin fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru. Rætt er við byggingameistara og skipulagssérfræðinga borgar- innar um þessi hverfi og áætlanir sem uppi eru um byggingar og skipulag borgarinnar i framtíð- inni. Sýndar eru ýmsar bygging- ar og staðir i borginni. Myndaflokkur þessi er hol- lenzkur, og líklegt er að fleiri myndir úr flokknum verði sýndar i sjónvarpinu hér. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. — ÞM Sjónvarp í kvöld kl. 20.30: Fígúrur og teikningar í stað leikara SJONVARP Kóngur kemst til valda til aö bæta hag alþýöu, en þegar hann er seztur i hásætiö, hættir hann aö hugsa um hag fólksins, en vinnur þess i staö aö öörum málum, Leikritiö „Ubbi kóngur” fjallar um kóng þennan, en þaö veröur sýnt I sjónvarpinu I kvöld. Leikrit þetta er ádeiluleikrit i formi gamanleiks og er eftir franska rithöfundinn Aifred Jarry, en hann var uppi frá 1873- 1907. Leikrit þetta mun vera eitt þekktasta verk höfundarins. Leikritiö er ádeila á stjórn- völdin. Persónurnar eru sýndar jafnt sem lifandi fólk og ýmsar figúrur, brúður og teikningar. Raddirnar sem persónurnar hafa i leikritinu tilheyra aftur á móti nokkrum frægustu leikurum Svia. Leikritið hefur verið sýnt á Herranótt, og nefnist þá Bubbi kóngur. Þýðandi leikritsins var þá Þórarinn Eldjárn. Upptakan sem sýnd verður I sjónvarpinu I kvöld er sænsk og er þýðandi hennar Jón 0. Edwald. —ÞM Útvarp b kvöld kl. 19.25: Byggðastefnan Sérstakt róðuneyti verði sett ó stofn Þeir sem búa út á landi eru margir óánægöir meö hversu byggðin dreifist ójafnt um landiö. Um þessi mái verður fjallaö I þættinum „Strjálbýli-þéttbýli” i útvarpinu I kvöid. Þátturinn er I umsjón Vilhelms G. Kristinssonar, fréttamanns. 1 kvöld ræðir hann við Bjarna Einarsson, formann Fjórðungs- sambands Norðlendinga og bæjarstjóra á Akureyri og Gunn- laug Finnsson, formann Fjórðungssambands Vest- firðinga, um byggðastefnuna. Bjarni og Gunnlaugur munu skýra frá hugmyndum sinum um, hvaða aðferöum eigi að beita til að jafna byggð landsins. Vilja þeir meðal annars, að sér- stakt ráðuneyti verði sett á stofn, sem sjá eigi um mótun og fram- kvæmd byggðastefnunnar. Slik ráðuneyti eru til viða erlendis, en hér á landi eru þessi mál öll á al- gjöru frumstigi. Nú nýlega voru Bjarni og Gunnlaugur, ásamt öðrum full- trúum hinna ýmsu landshluta, á fundi með þingmönnum lands- hlutanna og ræddu byggðastefn- una. Umræður um þessi mál hafa aukizt mjög nú að undanförnu og nú liggja fyrir Alþingi tvær þings- ályktunartillögur um þetta efni. 1 kvöld fá svo hlustendur tæki- færi til að heyra álit þeirra Bjarna og Gunnlaugs á byggða- stefnunni. —ÞM Mánudagur 9. apríl 1973. 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og augiýsingar 20.30 Ubbi kóngur Adeiluleik- rit i formi gamanleiks eftir franska rithöfundinn Alfred Jarry, sem uppi var frá 1873-1907. Þessi upptaka var gerð i Marionetteatern I Stokkhólmi og eru per- ‘sónurnar jöfnum höndum sýndar sem lifandi fólk, brúður, pappirsfigurur eða teikningar, en raddirnar, sem þeim eru lagðar i munn, eru þegnar frá nokkrum frægustu leikurum Svia. Þýöandi Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.40 Jazz-tónleikar. Norska útvarpshljómsveitin leikur verk eftir Seiber, Dank- worth og östereng. Sverre Bruland stjórnar. (Nord- vision — Norska sjónvarp- ið) 21.55 BerlInNý, hollenzk kvik- mynd úr flokki um þróun nokkurra stórborga frá striöslokum. Hér er fjallaö um Vestur-Berlln og upp- byggingu hennar. Rætt viö borgarbúa og kannaö ástand i atvinnu- og hús- næöismálum. Þýöandi og þulur öskar Ingimarsson. 22.35 Dagskrárlok. IITVARP X- s- X- «■ X- «- * «- X- «- X- «- X- «-' X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «• X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- * * m m Spáin gildir fyrir þriöjudaginn 10. april. Iirúturinn, 21. marz—20. april. Góður dagur, enda þótt ekki verði neinn asi á hlutunum. Það litur út fyrir að samningar, gerðir I dag verði þér til hagsbóta. Nautið,21. april—21. mai. Þú skalt ekki taka um of mark á sögusögnum i sambandi við einhverj- ar gróðabrellur. Hyggilegast að koma þar hvergi nærri. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Einhver, sem þú þekkir harla litið i raun, er liklegur til að tala máli þinu óbeðið á bak við tjöldin, og mun það koma sér vel. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þú kemst sennilega að einhverju þvi i dag, sem mun þykja ótrúlegt, en staðreynd mun það vera samt, eins og siðar kemur fram. Ljóniö, 24.júli—23. ágúst. Heldur erfiður dagur framan af, liklegt að einhverjir nánir ættingjar eða vinir komi þar við sögu á fremur neikvæðan hátt. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Ef þú hugsar þinn gang gaumgæfilega og venju samkvæmt, er eins liklegt að þú komizt hjá talsverðum óþægindum þegar á liður. Vogin, 24. sept.—23. okt. Virtu ráð og leiðbein- ingar að svo miklu leyti sem þú sérð að það muni skynsamlegt. Þegar á liður máttu eiga von á skemmtilegri heimsókn. Drekinn,24. okt,—22. nóv. Þægilegur dagur, en fremur aðgerðalitill. Þú færð ef til vill tækifæri til að gera gömlum vini betri greiða en þú gerir þér ljóst. Bogmaðurinn, 23.nóv.—21. des. Það gengur flest sinn vanagang i dag, sumt ef til vill betur. En peningamálin kunna að valda nokkrum áhyggjum fram eftir degi. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Svo virðist sem þú hafir hætt við eitthvað, ef til vill ferðalag, og hrósir nú happi i þvi sambandi. Harla góður dagur. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Trúðu ekki kunningjum þinum fyrir fyrirætlunum þinum nema að litlu leyti. Farðu gætilega i öllum við- skiptum og samningum. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Svo virðist sem þú fáir hrós fyrir eitthvað, sem þú hefur gert ekki alls fyrir löngu, og þér verði falið nýtt verk- efni. -k * -ú -k -k -k -ít -k -ú * -ú * Í -s -Ú -k -n * -k -ít -X -ít -k -ú -ú -k -ft -k -f! -k -ít -k >t -k -ú -k -ú -k -ít -k Mánudagur 9. apríl 13.00 Vö vinnuna; Tónleikar. 14.15 Þáttur um heilbrigöismál (endur- tekinn) Stefán Haraldsson læknir talar um skurö- lækningar viö slitgigt. 14.30 Slödegissagan: „Lifs- orrustan” eftir óskar Aöal- stein.GunnarStefánsson les (10). 15.00 Miödegistónleikar. Arthur Rubinstein ieikur á pianó „Carnival” op. 9 eftir Schumann. Neill Sanders leikur á horn ásamt Melos- hljómsveitinni i London Trió I Es-dúr op. 40 eftir Brahms. 16.00 Fréttir. 16.15 Veöurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphorniö 17.10 Framburöarkennsla I dönsku, ensku og frönsku. 17.40 Börnin skrifa. Skeggi Asbjarnarson les bréf frá börnum. 18.00 Eyjapistill. Bænarorö. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldisins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Indriöi Gislason lektor flytur þáttinn. 19.25 Strjálbýli-þéttbýli. Þáttur I umsjá Vilhelms G. Kristinssonar fréttamanns. 19.40 Um daginn og veginn. 20.00 islenzk tónlist. a. Tveir menúettar eftir Karl O. Runólfsson. Sinfónluhljóm- sveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stj. b. Sónata fyrir klarlnettu og planó eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Egill Jónsson og Ólafur Vignir Albertsson leika. c. Lagasyrpa eftir Arna Thor- steinsson I hljómsveitar- búningi Jóns Þórarins- sonar. Sinfónluhljómsveit Islands leikur, Páll P. Páls- son stj. 20.30 Skipt um sæti I is- lenzkum fornbókmenntun. Erindi eftir Helga Haralds- son á Hrafnkelsstööum. Baldur Pálmason flytur. 21.00 Kórsöngur. Stúdenta- kórinn I Uppsölum syngur, Nils-Olof Berg stj. 21.20 „Galdrataskan”, smá- saga eftir Arthur Omre. Guömundur Sæmundsson þýddi. Hreiöar Sæmundsson les. 21.40 lslenzkt mál. Endur- tekinn siðasti þáttur dr. Jakobs Benediktssonar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (41) 22.25 útvarpssagan: „Ofvitinn” eflir Þórberg Þórðarson. Þorsteinn Hannesson les (26). 22.55 Hljómpiötusafniö. I umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskráriok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.