Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 09.04.1973, Blaðsíða 13
Visir. Mánudagur 9. april 1973. 13 HVER GEYMDI LÍKIÐ í ÞRJÁ MÁNUÐI? í SÍÐUSTU blöðunum, sem komu út í Danmörku fyrir verkfallið mikla, var hægt að skýra frá því, að leitin að Hans Henrik, 11 ára gömlum hefði borið árangur. En drengurinn var löngu dáinn þegar hann loksins fannst. Hans hvarf af heimili sinu i Klarup i Alaborg fyrir um fimm mánuðum . Meira en 100 þúsund vinnustundir þjálfaðra björg- unar- og hjálparsveitamanna fóru i leitina, en svo varð það kona frá Alaborg ,sem fann lik drengsins. Likið fannst i hrislubing skammt fyrir utan Álaborg. bað þykir fullvist, að þar hafi likinu verið komið fyrir aðeins um mán- uði áður en það fannst. Leit hafði annars farið fram um allt Jótland og jafnvel viðar og kom það mönnum mjög á óvart er likið svo fannst eftir allt saman i Alaborg. Drengurinn þekktist á fötunum, sem hann var i, en hann vantaði skó á fæturna. Þeir höfðu fundizt löngu áður, og þá i skógi nokkuð langt frá. Garðurinn þar sem drengurinn fannst, hafði ekki orðið útundan i leitinni. Þar hafði margoft verið leitað. Drengurinn hvarf i lok nóvember i fyrra, en það var ekki fyrr en eftir jól, að hrislunum, sem siðar voru notaðar til að hylja lik drengsins var safnað saman. Likið fannst, þegar svo átti að fara að brenna hrislurnar núna i siðasta mánuði. Höföu von allan tímann Faðir drengsins gat þess i viðtaii, eftir að lik sonar hans var fundið, að heimilisfólkið hefði lát- ið ljós loga i húsinu allan sólar- hringinn frá þvi að drengurinn hvarf: — 1 okkar mörgu draum- um fannst okkur Hans litli koma glaður og hress inn úr dyrunum eins og ekkert hefði i skorizt, sagði faðirinn. — Núna siðustu nætur hefur okkur ekki dreymt eins ánægjulega, bætir hann við. Foreldrar drengsins og bræður hans tveir, sem eru litið eitt eldri en hann, tóku stöðugt þátt i leit- inni. — „Okkur i fjölskyldunni voru alltaf að berast ábendingar frá fólki, sem vildi verða að liði,” segir faðirinn. — „Við vorum, að kalla, búin að leita á næstum hverjum lófastórum bletti i ná- grenninu, en alltaf bárust okkur nýjar og nýjar ábendingar, sem okkur fannst rétt að fara eftir. Það gaf okkur lika von”. Þegar svo fréttin um likfundinn barst fjölskyldunni til eyrna, fóru foreldrar drengsins á staðinn þar sem hann fannst, en bræðurnir tveir urðu eftir heima. Faðir þeirra lýsir þvi, að þeir hafi ekki mælt orð af vörum, heldur gengið þegjandi og hljóðalaust hvor til sins svefnherbergis. Lögreglan i Alaborg hefur kost- að miklu til leitarinnar. — ,,En við ætlum ekki að draga af okkur fyrr en morðinginn er fundinn. Og hann hljótum við að finna fyrr eða siðar”, segja lögregluyfirvöld. Að visu er ég gamalt skar, en það er ekkert að kimnigáfu minni eða fjörefnamagni. Nýlega tók brezki ljósmyndar- inn Alan Scharf þessa ágætu mynd af mér eftir að hafa slitið mig ofan úr tré þar sem ég hékk. Hver ég er? Ég er epli, sem ljósmyndarinn lagaöi smávegis til með vasa- hnifnum sínum. örlitið af ullarflóka og smá spotti af vir fullkomnaöi svo verkið. — Væntalega gleöur það ykkur tslendinga að kynnast mér. Og ég vona að bros mitt geti gert þaö aöverkum, aö það hýrni yfir nokkrum ykkar á þessum blessuðum mánudegi...... Afkoma fjölskyldunnar, eigur þínar og líf. AHt er þetta í húfi. En öiyggi fæst með líf-, sjúkra- og slysatryggingu. Hóptrygging féíags- og Starfshópa getur orðið alft að 30% ódýrarL Hikið ekki - hringið strax. æ ALMENNAR TRYGGINGAR3 Pósthússtræti 9, simi 17700

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.