Vísir - 28.04.1973, Side 3

Vísir - 28.04.1973, Side 3
Vísir. Laugardagur 28. aprll 1973. 3 Ffytja fiskinn 190 km Fiskur fluttur frá Þorlákshöfn til Borgarness til vinnslu Það er alveg óvist, að það borgi sig fyrir okk- ur að flytja fiskinn frá Þorlákshöfn til vinnslu. Við erum að gera þetta til reynslu. Við fengum fiskinn frá ólafsvik. Fiskiriið datt þar alveg niður, og til að nýta stofnkostnaðinn og fá frekari reynslu sækjum við fiskinn núna svona langt, sagði ólafur Sverrisson, kaup- féiagsstjóri i Borgar- nesi, i viðtali við Visi. beir hafa fariö út i þaö i Borgarnesi aö flytja fisk alla leið frd Þorlákshöfn til vinnslu, um 190 kilómetra leið. Er það sennilega lengsta leiö, sem fisk- ur hefur veriö fluttur landleiö- ina á Islandi til vinnslu. Viö höfum hug á þvi að hefja fiskvinnslu hérna, sagði Ólafur. Ef niðurstaöa tilraunarinnar verður gdö, ætlum viö aö tryggja, að bátur leggi upp hjá okkur. Helzt kæmi þá til mála, að hann landaði aflanum á Akra- nesi, en aflanum yrði ekiö þaöan hingaö. — VJ. Sótt fram til sjávar. Kringlumýrarbraut niður að sjó Tekur við þungaflutningum af Suðurnesjum niður á hafnarbakkana — Þaðer verið aö undirbúa sfö-. asta hluta Kringlumýrarbrautar- innar, frá Sigtúni og niður að Sætúni, undir malbikun, sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri er við spurðum hann um þær framkvæmdir sem hafnar eru við Kringlumýrarbrautina. Einnig verður lokið við þann hiuta brautarinnar, sem er milli Laugavegar og Sigtúns og ennþá er aðeins ein akrein. Við þessa breytingu ætti um- feröarþunga að létta mikið af eldri götum borgarinnar, þvi straumur bifreiða að og frá gömlu höfninni og Sundahöfn af Suðurnesjum og viðar muni liggja um Kringlumýrarbrautina i framtiðinni. öllum þessum framkvæmdum á að ljúka i sumar og áætlaður kostnaður er um það bil 20 milljónir króna. —ÓG. VAR SAMFLEYTT A LOFTI í FIMMTÁN OG HÁLFAN TÍMA Friður floti fimm lítilla flugvéla lenti á Reykja- vikurf lugvelli um Einn fiugmannanna stigur út úr v é 1 s i n n i . hádegisbil ifyrrad. Þarna voru á ferð vélar frá Piper verksmiðjunum bandarísku. Verið var að flytja þær yfir hafið,en búið var að selja þær til Þýzkaiands og Frakk- lands. Fjórarþeirra voru af gerðinni P.A. 28, einshreyfils og taka fjóra farþega, en ein var tveggja hreyfla og tekur 6 manns. Vélarnar voru búnar auka- eldsneytistönkum og höfðu verið samfleytt á lofti i hálfan sextánda tima, en siðasti við- komustaður var i Maine-fylki á austurströnd Bandarikjanna. Heldur voru það þreytulegir menn, sem stigu út úr þeim hér á Reykjavikurflugvelli, enda eðlilegt eftir að vera búnir að sitja i þröngum sætum i vélun- um allan þennan tima. Eina erindið hingað var að taka bensin og hvila sig skamma stund, en siðan var haldið áfram áleiðis til Evrópn -ÓG OG NU MUN DANSINN / DUNA...!>^ Þessa dagana fáum við is- lendingar svo sannarlega tæki- færi til þess að kynnast öðrum þjóðum, bæði nágrannaþjóðum og svo þjóðum, sem eru okkur öllu fjarlægari eins og til dæmis Kinverjar. En Færeyingar eru ein af þeim þjóðum, sem okkur verður rækilega kynnt næstu vikuna. t Norræna húsinu var opnuð i gærdag sýning á málverkum og heimilisiðnaði Færeyinga, og þar með hófst hin svokallaða fær- eyska vika, sem stendur yfir dag- ana 27. april til 2. mai. Undirbúningur var i fullum gangi i Norræna húsinu, þegar Visismenn litu þar við i gær. Ver- ið var að koma fyrir listvefnaði, málverkum, færeyskum þjóðbún- ingum, bókum, póstkortum og ýmsu öðru. Sjö ungir færeyskir listamenn sýna þar málverk sin, en svo er sýndur ýmiss konar heimilis- iðnaður, sem færeyskar konur hafa gert. Og það er ekki hægt að segja annað en þær virðist ákaf- lega iðnar. Dansinn dunar sennilega á meðan á þessari færeysku viku stendur hér uppi á tslandi. Að minnsta kosti var þegar i fyrra- kvöld, áður en sýningin var svo mikiðsem opnuð, hafinn færeysk- ur dans af fullum krafti. Fólk sat yfir borðum og drakk kaffi, en þá tók einhver Fær- eyingurinn sig til og vildi dansa. Og ekki stóð á hinum. Jafnvel ts- lendingarnir dönsuðu sig sveitta i þessum taktfasta dansi. Og ákveðið hefur verið, að á meðan þessi „vika” stendur, verði dansinn stiginn hvenær sem mönnum dettur i hug, en ekki á neinum sérstökum tima eða stað. 30 Færeyingar eru nú komnir til landsins i tilefni þessa og þar á meðal fjórir, sem eingöngu sjá um dansinn og svo hin löngu ljóð, sem Færeyingar eru þekktir fyr- ir- . —EA Tolla- og verðlags- kerfið er gallað og þarf nast endurbóta — að áliti iðnaðar- ráðherra Gerbreyta þarf tollamálum iðnaðarins, til þess að veruleg iðnþróun geti átt sér stað, og vcrðlagskerfið, sem hér rikir, tryggir á engan hátt, að fram- leiðslugetan sé nýtt scm bezt, að áliti Magnúsar Kjartanssonar, iðnaðarráðherra, sem flutti ræðu á ársþingi Félags islenzkra iðn- rekenda i fyrradag. Taldi hann litinn árangur hafa orðið af þeim tilraunum til breyt- iuga á tollalöggjöf. sem gerðar liafa verið til þessa og taldi óhjá- kvæmilegt, að á næsta þingi yrðu gerðar verulegar breytingar á löggjöf um það efni. Núverandi verðlagskerfi taldi hann skapa verulegt misræmi milli atvinnugreina og draga fjármagn og vinnuafl frá fram- leiðslugreinum yfir i innflutn- ingsverzlun og þjónustugreinar. Unnið er að endurskoðun þessara mála hjá viðskiptaráðuneytinu. Ráðherrann benti einnig á, að þjálfun og ráðgjöf allri væri mjög ábótavant, sérstaklega i iðnaði, en frá áramótum hefur sér- fræðingur unnið að þeim málum á vegum ráðuneytisins. Mikið skortir á að stjórnunar- mál islenzkra fyrirtækja séu nógu virk og nútimaleg að áliti ráðherrans og taldi hann hér mikið verkefni fyrir iðnrekendur sjálfa til að ná auknum afköstum, svo iðnaðurinn yrði ekki undir i samkeppninni við vel rekin erlend fyrirtæki. Samkvæmt mannaflaspám munu koma um það bil 1700 manns árlega á vinnumarkaðinn og á næstunni verður iðnaðurinn að taka við mestum hluta þess fólks. — CG Fó að semja beint við starfsfólkið Meðlimir Félags islenzkra iðn- rekenda vilja opna samtök sin og mynda þeim breiöari grundvöll.' Á ársþingi á fimmtudaginn var lögum félagsins breytt þannig, að núna geta aðilar, sem ekki vilja binda sig kjarasamningum, sem samtökin semja um, fengið heim- ild til að ganga i þau. Ýmsir stórir aðilar að iðn- rekstri standa fyrir utan Félag is- lenzkra iðnrekenda, og geta þeir nú samkvæmt þessari laga- breytingu gengið i félagið, ef þeir hafa áhuga. Meðal annarra má nefna ýmis rikisfyrirtæki, eins og Aburðar- verksmiðjuna. öll iðnfyrirtæki samvinnumanna eru utan þeirra og einnig tslenzka álfélagið. Með þessu vilja iðnrekendur gefa þessum aðilum, sem utan við samtökin standa, kost á þvi að taka þátt i þeim hluta starfsem- innar, sem ekki snýr að kjara- málum, heldur ýmsum sameigin- legum hagsmunamálum öðrum. A þinginu var lagt fram álit þriggja nefnda, sem starfað höfðu á árinu, og komu þar fram hug- myndir i 28 liðum, sem talið er að vinna þurfi að i sameiginlegum hagsmunamálum. —ÓG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.