Vísir - 28.04.1973, Side 20
Laugardagur 28. apríl 1973.
Lífeyrissjóðirnir geta
ekki staðið við
skuldbindingar sínar
Verðbólgan
étur þá upp
„Takist ekki aft draga verulega
úr verftþenslunni, veröur Lif-
eyrissjóði verzlunarmanna og
öðrum þeim llfeyrissjóðum, sem
ekki eru verðtryggðir af al-
mannafé, ókleift að standa viö
þær skuldbindingar, sem á þeim
hvila. t>eir munu ekki geta gegnt
tryggingarhlutverki sinu”.
Þetta kemur fram i ársskýrslu
stjórnar Félags islenzkra iðnrek-
enda, en tryggingafræðingur hef-
ur nýlega gert úttekt á sjóðnum,
og i skýrslu hans kemur meðal
annars fram, að til þess aö
sjóðurinn geti staðið við þær
skuldbindingar, sem á honum
hvildu 31. desember 1970, þá þarf
hann aö ávaxtast meö minnst 3%
hærri vöxtum en nemur meðaltali
árlegra kauphækkana — bæöi
kauphækkana vegna veröbólgu
og raunverulegra.
Fram kemur I ársskýrslunni, að
laun karla hækkuðu samkvæmt
samningum Verzlunarmanna-
félags Reykjavikur að meðaltali
um 15% á ári, 1961 til 1971.
Samkvæmt þvi hefði fjármagn
Lifeyrissjóðs verzlunarmanna
þurft að bera nálægt 18% vexti á
ári, en þvi mun fara fjarri, aö svo
sé.
Stór hluti fjármagnsins hefur
verið lánaður til sjóðfélaga með
9% vöxtum. Verðbólga hefur sið-
ur en svo verið minni eftir 1971 en
áöur.
Þetta er raunar niðurstaða,
sem hnigur mjög i sömu átt og
fram kom i Visi siðastliðinn
fimmtudag. —ÓG
Létt undir með
bœjarfélögunum
— í róði að RKI og
hjáiparstofnunin verji
fé til barnaheimila og
elliheimila úti á landi
ásamt bœjarstjórn
Vestmannaeyja
t athugun hefur verið að undan-
förnu að reisa elliheimili og dag-
heimili fyrir Vestmannaeyinga á
vegum Rauða krossins, Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar og hæjar-
stjórnar Vestmannaeyja sam-
eiginlega.
Að þvi er Páll Bragi Kristjóns-
son hjá hjálparstofnun þjóðkirkj-
unnar tjáði blaðinu i gær, yrðu
þessar stofnanir reistar fyrir það
fé, sem börizt hefur, en þeir sjóðir
skipta hundruðum milljóna.
„Grunnhugsunin er sú”, sagði
Páll Bragi, „að reyna að koma
sem allra fyrst upp aðstöðu til
barnagæzlu fyrir Vestmanna
eyinga, þar sem þeir munu koma
saman til að dvelja i hóp.”
Barnaheimilin eru hugsuð á
Suðurnesjum, Suðurlandi og á
Stór-Reykjavikursvæðinu.
Heimilin yrðu innflutt
hingað til lands, og ætti þetta þvi
aö geta veriö framkvæmt með
talsverðum hraða.
Þegar hefur verið rætt við
sveitarfélög um þessi mál, og
ljóst er, að þörfin er talsverð viða
um land, ekki sizt I Reykjavik.
Hér er ekki aðeins um dagvistun
að ræða, heldur einnig leikskóla.
Elliheimili fyrir Vestmanna-
eyinga yrðu reist með sama
sjónarmið i huga og dagheimilin,
þ.e. að koma að góðum notum á
hverjum stað fyrir sig.
I dag er barnagæzla fyrir Vest-
mannaeyinga á þremur stöðum, i
Neskirkju, Silungapolli og i
Hveragerði.
—EA
Gamli prestaskólinn
virtur á 39 milljónir
Karnabœr keypti 2/3 hluta Austurstrœtis 22 fyrir 26 milljónir króna
Jú, það er alveg rétt.
Ég sé enga ástæðu til
að leyna þvi, að við höf-
um keypt tvo þriðju
hluta eignarinnar
Austurstræti 22 með lóð
fyrir 26 miHjónir
króna, sagði Guðlaugur
Bergmann, kaupmaður
i Karnabæ, i viðtali við
Visi i gær. Þykir mörg-
um hraustlega að verið
og þetta mikið verð
fyrir gamalt hús. Sam-
kvæmt þessum kaup-
um væri öll eignin 39
milljón króna virði.
Húsið var I eigu þriggja barna
Haralds Arnasonar, en cins og
Reykvikingar komnir af frum-
bernskustigi muna, var
Haraldarbúö til húsa þarna og
enn áður Prestaskólinn.
Við teljum, að þarna sé bezti
verzlunarstaöur borgarinnar,
sem er ástæðan fyrir þvl, aö við
kaupum meirihlutann I þessari
eign, sagði Guðiaugur. Hann
sagði, að Karnabær mundi þó
ekki nýta húsið strax, heldur
leigja út verzlunarplássið I hús-
inu. Hins vegar hefur Karnabær
tekið á leigu verzlunarptáss I
næsta húsi, Lækjargötu 2, þar
sem kjólabúðin Mær hefur verið
til húsa.
Þess skal gctið, að húseignin,
sem þarna var veriö að selja,
hefði aðeins selzt fyrir brot af
þessu verði, ef hún heföi staöið
annars staðar. t þessum kaup-
um er þaö staöurinn, sem gerir
útslagið á veröið. t brunabóta-
og fasteignamati Reykjavikur
1972 er húsiö allt metiö á 8.5
milljónir króna til brunabóta-
mats, en lóðin öll er metin á 14
milljónir króna. —VJ
Það er ekki sama, hvar húsin eru, þegar eigendaskipti verða og opna þarf buddurnar. Húsið aö Austurstræti 22 þætti örugglega ekki
39 milljón króna viröi, ef þaö stæði við Rauöhóla.
Lúðvík boðar fleiri aðgerðir
Kauphœkkun 1. júní fer niður fyrir 7%
„Þessar ráöstafanir eru fyrst
og fremst gerðar til þcss að
hamla gegn verðhækkunum hér
innanlands. Þetta þýðir I raun og
veru um það bil 6% lækkun á inn-
fluttri viiru, en að sjálfsögðu
táknar þetta ekki, að allar inn-
fluttar vörur muni lækka um þá
upphæð. Verðhækkanir hafa verið
verulegar crlendis, en gcngis-
hækkunin inun þó draga úr áhrif-
uin þeirra hækkana hér innan-
lands, sagði Lúðvik Jósefsson
ráðherra.
Ekki er aðeins um gengis-
hækkunina að ræða, heldur hefur
rikisstjórnin ýmsar hliðarráö-
stafanir i undirbuningi, sem miða
að enn frekari lækkun vöru-
verðs.”
Um þær ráðstafanir vildi ráð-
herrann ekkert segja annað en
það, að þar væri um ýmsar beinar
ráðstafanir til verðlagslækkana
að ræða, og myndu þær ganga i
gildi næstu daga.
Lúðvik Jósefsson sagði enn-
fremur: „Þrátt fyrir þessa hækk-
un á gengi islenzku krónunnar
reikna ég með, að hægt verði að
tryggja sjómönnum og útgerðar-
mönnum hliðstæðar kjarabætur
og öðrum stéttum og þá með
hækkun kaupgjaldsvisitölu.
Að sögn ráðherrans hefði visi-
tala verðlags, sem miðuð er við
verðlag 1. mai og gengur I gildi 1.
júni næstkomandi, hækkað um 7
til 8%, ef ekkert hefði verið að
gert. En með þeim beinu aðgerð-
um, sem rikisstjórnin hyggst
gera jafnhliða gengishækkuninni,
mun hún verða mun minni.
Hækkun gengisins núna kemur
aftur á móti ekki til með að hafa
áhrif á verðlagið fyrr en á nokkuð
lengri tima, þannig að verðlags-
visitalan, sem reiknuð er út 1.
mai næstkomandi, mun ekki
lækka vegna gengishækkunarinn-
ar.
„Leiðrétta vitleysu
að nokkru leyti”,
segir Bjarni.
„Ég er nú rétt búinn að heyra
þetta i kvöldfréttunum, og þar
sem mér eru ekki ljósar þær hlið-
arráðstafanir, sem geröar verða
— eða hvort þær verða gerðar —
til frekari verðlagslækkana, get
ég ekki mikið um málið sagt.
1 fljótu bragði sýnist mér þetta
vera viðurkenning á þvi, sem ég
hef alltaf haldið fram, að gengis-
fellingin i desember siðastliðinn
var hið mesta óráð og algjörlega
óþörf. Þarna er verið aö reyna að
leiðrétta þá vitleysu aö nokkru
leyti.
Ég vil undirstrika það, að ég
fagna þessari ráðstöfun, lit mjög
jákvætt á hana og tel hana spor i
rétta átt. Aftur á móti veröur að
gera meiri og stærri ráðstafanir,
til þess að þetta hafi verulegan
árangur til verðlækkunar. Ég vil
einnig benda á, að ég tel það
miklum erfiðleikum bundið að
færa verölag niður aftur, þegar
gengisfelling hefur haft áhrif á
það til hækkunar.”
Bjarni sagði, aö afstaða hans til
rikisstjórnarinnar væri óbreytt
frá þvi sem verið heföi, en ljóst
væri, að styrkari stjórn þyrfti á
efnahagsmálunum heldur en ver-
ið hefði. Einnig taldi hann nauð-
synlegt að gera jafnframt þessum
aðgerðum róttækar breytingar á
skattakerfinu til lækkunar á
sköttum af lágum og miðlungs-
tekjum.
„Þetta er einhliða ákvöröun
seðlabankastjórnar um gengis-
hækkun, sem gerð er með sam-
þykki rikisstjórnarinnar,” sagði
Hannibal Valdimarsson
Að öðru leyti verða gerðar ýms-
ar hliðarráðstafanir i framhaldi
af þessu til að lækka verðlag enn
frekar.
Hækkun vaxta er gerð til þess
að draga úr þrýstingi á lána-
markaðinum, sem var orðinn
mjög mikill.
Aö ööru leyti tel ég ekkert um
málið að segja.”
—OG.
ODYRARA AÐ
FARA UTAN
— óbreytt verð fyrir útlendinga hér
Sólardýrkendur geta
litið bjartari augum til
sumarsins eftir gengis-
hækkunina, þvi nú er
hægt að fara suður á
bóginn og raunar hvert
sem er erlendis fyrir
rúmlega 6% ódýrari
gjaldeyri en verið hefur
að undanförnu.
011 flugfargjöld milli Islands
og annarra landa eru skráð i
sterlingspundum og lækka þvi
sem gengishækkuninni nem-
ur.
Að sögn Konráðs Guð-
mundssonar hótelstjóra á
Hótel Sögu er mjög erfitt að
tilkynna verðbreytingu svo
skömmu fyrir aðalferðatim-
ann, enda er búið að staðfesta
mikinn fjölda pantana um
hótelrými og erlendu ferða-
mennirnir búnir að greiða sina
miða hjá erlendum ferðaskrif-
stofum, sem yrðu þá að taka á
sig hækkunina, ef ákveðið
væri að hækka verðið.
Hann taldi þvi liklegast, að
sama verð i erlendri mynt
mundi gilda eftir gengis-
hækkunina og búið var að
ákveða.
—ÓG