Vísir - 30.04.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 30.04.1973, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 30. april 1973. 3 Félagsstarfið aukið Félagsstarf i þágu eldri borgara verður nú á tveimur stöðum i borginni. Félagsmála- stofnun Reykjavikurborgar hefur 4 undanfarin ár haft félags- starfscmi í þágu eldri borgara tvisvar I viku eins og kunnugt er. Sú starfsemi er nú í Fóst- bræðraheimilinu við Langholts- veg. Starfsemi þessi er nú orðin mjög vinsæl meðal eldri borgara og hefur þvi verið ákveðið að auka féiagsstarfið. Opnað verður i Vesturbænum, á Hallveigar- stöðum við Túngötu i dag, mánu- dag, klukkan 1.30 og verður þar framvegis opið mánudaga og þriðjudaga. A mánudögum og miðvikudögum veröuropið hú’s og á þriðjudögum og fimmtudögum verður flokkastarfsemi. Villtust í hrauninu og brenndust undir iljum Það er erfitt að treysta á islenzku veðráttuna. Það sannaðist lika enn einu sinni nú um helgina, og það i Vestmannaeyj- um. Þrir 16 ára ung- lingar ásamt leiðsögu- manni úr slökkviliðinu i Eyjum, gengu út á nýja hraunið, villtust og brenndu sig undir iljum. Unglingana hafði langað til þess að skoða sig um á nýja hrauninu og fengu leiðsögu- mann með sér á laugardag. Vindátt var'hagstæð fyrst i stað. Þegar á leið snerist þó vind- átt, og lagði gufu og reyk úr gignum yfir hraunið og að bæn- um. Fólkið á hrauninu sá ekki handa sinna skil og leið nokkur timi áður en það gat áttað sig á leið út úr ógöngunum. A röltinu um hraunið brennd- ist það eitthvað undir iljum, en ekki alvarlega þó. Komust þau i læknishendur og hafa sjálfsagt fengið þar tilheyrandi bruna- smyrsl. Ekki er það einsdæmi að fólk brenni sig litillega á fótum i hrauninu. Sums staöar er það mjög heitt, og skór úr gúmmi eöa gimmistigvél þola illa hit- ann og sviöna. — EA. Maður veitist að tveim FRAMSÓKN KÝS FORYSTU SÍNA ÓLAFUR RAGNAR FELLDUR ÚR FRAMKVÆMDASTJÓRNINNI Foringi vinstri arms Framsóknarflokksins/ ólafur Ragnar Grímsson, féll út úr framkvæmda- stjórn flokksins í kosningu í gær. Aðalfundur miðstjórnar flokksins kaus níu menn í flokksstjórn, og bar Guðmundur G. Þórarinsson sigurorð af ólafi Ragnari með eins at- kvæðis mun. Aðalstjórnarmenn Framsóknar voru endurkjörnir. Ólafur Jóhannesson er áfram formaður flokksins, Steingrimur Her- mannsson ritari og Tómas Árna- son gjaldkeri. Einar Ágústsson er varaformaður, Jóhannes_ Eliasson, vararitari og Halldór E. Sigurðsson varagjaldkeri. Þessi skipun er öll óbreytt. 1 flokksstjórn voru allir endur- kjörnir nema ólafur Ragnar. Flokksstjórnina skipa nú: Helgi Bergs, Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir, Þórarinn Þórarinsson, Eysteinn Jónsson, Jóhannes Eliasson, Erlendur Einarsson, Jón Skaftason, Jónas Jónsson og Guðmundur G. Þórarinsson. 1 blaðstjórn kom Steingrimur Hermannsson i stað Kristins Finnbogasonar, sem er orðinn framkvæmdastjóri Timans. Aðrir voru endurkjörnir. I miðstjórn sitja á annað hundrað manns. -HH konum Kynferðislega ruglaöur maður veittist að tveim konum á laugar- dagskvöldið og vildi stofna til ein- hvers konar kynna við þær. Hann lét að mestu sitja við orð- in tóm en þó tók hann i aðra kon- una og vildi draga inn i nærliggj- andi húsasund. Atburðir þessir skeðu með um það bil klukkutima millibili, annar á Laugaveginum og hinn á Grettisgötunni. Vart hefur orðið við mann þennan áður i hverfinu kringum Skólavörðuholtið og kannaðist önnur konan við manninn, hafði hún oröið vör við hann áður og gat gefið nokkuð greinargóða lýsingu á honum. Ekki hafði maðurinn ennþá fundizt i morgun. -ÓG Nei, það er ekki eins og i fyrstu sýnist, að spilarinn á hvitu skyrtunni, Jóhann Jónsson, sé að skotra augunum á spil Guðlaugs Jóhannssonar. Notaðir voru sagn miðar i stað munnlegra sagna og hann þarf að ,,sjá sögn” and-' stæðingsins, en hún liggur á borð- inu fyrir framan hann. Yfir hægri öxlina á Benedikt Jóhannssyni (sem snýr baki i myndavélina) sést þulurinn, Jakob R. Möller, sem lýsti fyrir áhorfendum frammi i sal, gangi spilsins inni i sýningarherberginu. T.v. er örn Arnþórsson. Stóðu einir eftir uppi — Reykjavíkurmeistarar Eftir langa og stranga baráttu i vetur lauk núna i gær Reykja- víkurmótinu i sveitarkeppni i bridge með sigri sveitar Jóns Arasonar, sem sigraði sinn siðasta andstæðing — eftir að aðrir keppinautar höfðu verið slegnir út — með miklum yfir- burðum, rúmlega 60 stiga mun i 64 spila leik. Orslitaleikurinn var sýndur á sýningartöflu við töluverða að- sókn áhorfenda. Glimdi sveit Jóns Arasonar, (sem i fjögurra sveita úrslitum hafði fyrst slegið út sveit Páls Hjaltasonar) við sveit Arnar Arnþórssonar, (sem haföi slegið út sveit Hjalta Elias- sonar). En á meðan börðust þeir feðgarnir, Hjalti og Páll, um 3. og 4. sætið og lauk þeirri viðureign svo, að ellin og reynslan báru unglingana ofurliði. Sama varð uppi á teningnum i leiknum milli Jóns og Arnar. Sveit Jóns er skipuð margreynd- um spilakempum á borð við Vil- hjálm Sigurðsson, Jóhann Jóns- son, Benedikt Jóhannsson, Lárus Karlssoii og Sigurð Helgason. Þennan úrslitaleik spiluðu þó aðeins fjórir þeir fyrst nefndu. Sveit Arnar er skipuð töluvert yngri mönnum, en ekki reynslu- minni en svo þó, að siðastliðin 5 ár hefur hún verið meðal efstu sveita i helztu keppnum. Auk Arnar Arnþórssonar og Guð- laugs Jóhannssonar (sem urðu Reykjavikurmeistarar i tvi menningskeppni fyrr i vétur) eru i sveitinni Hörður Arnþórsson, Þórarinn Sigþórsson, Karl Sigur- hjartarson og Stefán Guðjóhn- sen. Þetta er fyrsta Reykjavikur- mótið i sveitarkeppni sem haldið hefur verið með þvi sniði að 4 efstu sveitir undankeppninnar (þar sem jafnframt var keppt um rétt til þátttöku i íslandsmóti i sveitakeppni) börðust til úrslita um Reykjavikurmeistaratitilinn. — GP GÁFU 25 ELDAVÉLAR í EYJAHÚS Nýlega hefur Rauði kross Is- lands tekið á móti eftirfarandi gjöfum til styrktar Vestmanna- eyingum: Ingi Kristinsson formaður Sambands isl. barnakennara og Ólafur S. Ólafsson formaður Landssambands framhaldsskóla- kennara afhentu 15.000 danskar krónur frá danska kennarasam- bandinu og 5.200 dollara frá þvi finnska. Einnig afhenti formaður StB. 100.000.krónur frá samtökun- um en áður hafði sama upphæð borizt frá LFK. Karl Eiriksson, forstjóri Bræðranna Ormsson afhenti gjafabréf frá AEG, Telefunken, þar sem sagt er að fyrirtækið gefi 25 rafmagnseldavélar af mjög fullkominni gerð. Ennfremur af- henti Hjalti Pálsson, forstjóri, 50 eldavélahellur af gerðinni — Gerpa Mjelva —. Þá afhentu i söfnunina fyrir nokkru eigendur verzlunarinnar Karnabæjar og gáfu i söfnunina 100.000 krónur. Rauði kross tslands flytur öll- um gefendunum beztu þakkir. —ÓG GOS UPPI OG NIÐRI TIL SKIPTIS! A ýmsu hcfur gengið á gos- stöðvunum i Vestmannaeyjum nú um helgina. Gos hefur annað hvort legið alveg niðri eða þá haf- ið sig upp á ný. t morgun þegar blaðið hafði samband til Eyja, lá gosið til dæmis alveg niðri. Um helgina hefur gosið úr einum til þremur gigum. Sifellt er dælt á hraunið, og nú hefur veriö bætt við tveimur leiðslum. 12 þumlunga leiðslu og annarri 8 þumlunga. Hraun renn- ur sifellt til suðausturs. Gas hefur verið litið, aðallega i húsum i miðbænum. A morgun stendur til að menn gefi vinnu sina I tilefni 1. mai, og i tilefni dagsins verður háður knattspyrnuleikur á malarvellin- um, eða „vikurvellinum”, eins og hann er kallaður nú, á milli bil- stjóra og verkstjóra. — EA. Sumarjakkar. Buxnasett

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.