Vísir - 30.04.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 30.04.1973, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 30. apríl 1973. cTVlenningarmál Til þess að eðlilegt tónlistarlíf geti þróazt er það jafnnauðsyn- legt að þvi sé haldið við af áhuga- fólki sem atvinnumönnum, sér- stakiega þar sem atvinnumögu- leikar eru jafnlitlir og hér á landi. Ef miðað er við þann fjölda af tónleikum, sem haldnir voru rétt fyrir páska, og aðsókn áheyrenda þangað, ætti tónlistarfólk ekki að þurfa að kvarta yfir áhugaleysi áheyrenda. Allir þessir tónleikar voru fremur vel sóttir. Lúðrasveitin Svanur hélt tón- leika i Háskólabiói á laugardag fyrir helgidagana. Þessir tónleik- ar tókust einstaklega vel. Nýr stjórnandi, Lárus Sveinsson, hefur tekið við af Jóni Sigurðs- syni, en þeir eru báðir trompet- leikarar i Sinfóniuhljómsveit Islands. Þessir fyrstu tónleikar sem hann stjórnar lúðrasveitinni gefa strax til kynna að hann ætlar ekki að verða neinn eftirbátur fyrirrennara sins. Efnisskráin var mjög fjölbreytt, allt frá hefö- bundnum verkum i lúðrasveitar- útsetningu til syrpu af lögum úr „Hárinu”. Leikur einleikara var mjög góður, en þeir voru Þórir Sigurbjörnsson, euphoneum, Reynir Guðnason, básúna, og sið- ast en ekki sizt trompetdúett stjórnandans og Snæbjarnar Jónssonar. Til nýbreytni voru þrjú fyrstu lögin eftir hlé leikin eingöngu á málmblásturshljóð- færi, samkvæmt hefð hinna si- gildu ensku lúðrasveita. Til þess að fullkomna þetta fengu þeir i lið með sér 12 pilta úr Lúðrasveit Mosfellssveitar. A pálmasunnudag hélt Lúðra- sveit verkalýðsins 20 ára afmæl- istónleika i Austurbæjarbiói undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar. Meðlimir hennar eru flestir ungt áhugafólk, sem sjálfsagt á eftir að vaxa og gera betur þegar fram i sækir. Efnisskrá tónleikanna var af léttara táginu og mjög miðuð við hæfni lúðrasveitarinn- ar sem varð að leika mörg auka- lög. Kammermúsík í Norræna húsinu Daginn fyrir skirdag hélt kvintett eftir Jón Ásgeirsson, saminn 1970: skemmtilegt og áheyrilegt verk, en frábrugðið þeim þjóðlega stil sem Jón hefur stundum brugðið fyrir sig. Þar næst var kvintett K 452 eftir Mozart. Hér tókst þeim félögum sizt upp á þessum tónleikum. Þar næst var kvintett op. 67 nr. 2 eftir Franz Danzi (1763-1826) og að lok- um: Sextuor (1939) eftir Francis Poulenc. Það var greinilegt hve miklu betri hljómburður náðist með þvi að hafa opið inn i bóka- safnið á þessum tónleikum. Von- andi láta þeir félagar meira frá sér heyra við fyrsta tækifæri, þar sem leikur þeirra var einstaklega góður. Tvisvar Stabat Mater Sama kvöld og aftur á skirdag var Stabat Mater eftir Giovanni Pergolesi (1710-1736) flutt i kirkju Óháða safnaðarins undir stjórn Guðmundar Emilssonar, Flutn- ingur verksins tókst mjög lofsam- lega, og er hér um að ræða athyglisvert framtak Guðmund- ar, sem er einn af okkar yngri tónlistarmönnum. Flytjendur voru: Stúlknakór Hliðaskóla, SvalaNielsen sópran, Sólveig Björling alt, Konstantin Krechler fiðla, Vladimir Dedek fiðla, Allan Williamx lágfiðla, Pétur Þorvaldsson knéfiðla., Gústaf Jóhannesson orgel, en framsögn flutti séra Emil Björns- son. Kórinn var aðdáunarlega öruggur þó að tónninn væri loft- kenndur á köflum. Raddir ein- söngvaranna blönduðust mjög vel. Svala Nielsen flutti hlutverk sitt glæsilega, Sólveig Björling tókst einnig að ná góðum árangri, en rödd hennar virðist enn vera i mótun á neðsta raddsviðinu. A föstudaginn langa var Stabat Mater eftir Dvorak flutt i Dóm- kirkjunni. Flytjendur voru óratóriukórinn og einsöngvar- arnir Svala Nielsen Sólveig Björ- ling, Jón Sigurbjörnsson og Magnús Jónsson ásamt Arna Arinbjarnar organleikara. Stjórnandi var Ragnar Björns- son, en islenzka þýðingu textans flutti sr. Þórir Stephensen. En á þessa tónleika haföi ég þvi miður ekki tækifæri til þess að komast. Sigurður Egill Garðarsson skrifar um tónlist: Tónlist um póskona Stabat Mater: Stúlknakór Hlíöaskóla. Myndin var tekin á æfingu kórsins. Kammermúsikklúbburinn þriðju tónleika sina á starfsárinu 1972-73 i Norræna húsinu. A þessum tónleikum lék blásarakvintett Sinfóniuhljómsveitar Islands og Halldór Haraldsson pianóleikari. Blásarakvintettinn samanstend- ur af þessum mönnum: Jón H. Sigurbjörnsson, flauta, Kristján Þ. Stephensen, óbó, Gunnar Egil- son, klarinett, Hans P. Franzon, fagott og Stefán Þ. Stephensen, horn. Niðurröðun og val efnisskrár- innar var smekklegt. Fyrst var Sigurður Egill Garðarsson skrifar um tónlist LÍF OG DRAUMAR Sinfóníuhljómsveit tslands: 14. tónleikar 26. april 1973 Stjórnandi: Uri Segal Einleikari: André Tsjaikovský Það er aðdáunarvert, hve glæsilegt úrval ein- leikara og hljómsveitar- stjóra hefur starfað með Sinfóniuhljómsveitinni á þessu starfsári. Hins vegar hefur framlag hljómsveitarinndr til nútima tónlistar ekki verið eins glæsilegt að sinu leyti. Fyrsta verkið á efnis- skrá á þessum tón- leikum var forleikurinn Roy Blas eftir Felix Mendelssohn. Roy Blas var saminn fyrir fjáröfl- unarsýningu á sam- nefndu leikriti eftir Victor Hugo, fyrir lif- eyrissjóð leikhúsmanna i Leipzig. Hér er um að ræða verk sem sizt er til þess fallið að halda minningu Mendelssohns á lofti. Hins vegar er verkið ekki erfiðara en svo að meðal-hljómsveit hefði átt að geta „brill- erað” á þvi. Það tókst þó ekki fyllilega, þó að stórvel tækist á köflum. Lesið af blöðum Þar næst var pianókonsert nr. 21, i C-dúr, eftir W.A. Mozart. Flutningur þessa verks var hátindur tónleikanna, og þá sér- staklega leikur einleikarans André Tsjaikovský, sem er marg- faldur verðlaunahafi, siðan hann sigraöi i Chopin-pianókeppninni i Varsjá 1955, þá aðeins tvitugur að aldri. Þaö var sérstaklega at- hyglisvert, hvernig hinir smæstu núansar voru túlkaðir og hvernig tónhendingum var lokað, með ýtrasta skilningi á fingerðum hlutföllum á milli seinustu og næst seinustu nótu I lok tónhend- inga. Aslátturinn var svo silki- mjúkur að undraverö blæbrigöi náðust úr hljóöfærinu. Frammistaöa hljóm- sveitarinnar var með þvi betra, sem hún lætur til sin heyra, sér- staklega i öðrum þætti verksins (andante), meö hinu undurfagra og sivinsæla stefi. Siöast á efnisskránni var Sin- fónia fantastique, eftir franska tónskáldið Hector Berlioz (1803-69). Verkið er samið 1830 en á þvi skeiði nálgaöist róman- tisk tónlist hið yfirnáttúrlega og hiö ómeðvitaða i lifi og draumum mannsins. En nafnið „Örahljóm- kviðan”, sem verkinu er gefiö i efnisskránni er miðaö við hugaróra þá, sem tónskáldið lýsir i verkinu. Fyrsti þátturinn, sem ber yfirskriftina „Draumar og ástriður”, gefur reyndar næga lýsingu á öllu verkinu. Flutningur verksins tókst mis- jafnlega, það vantaði töluvert á, að leikur hljómsveitarinnar væri nógu sannfærandi, I heild, I fyrstu þáttum verksins. Það var ekki fyrr en liöa tók á seinni hluta verksins, eöa I lok þriðja þáttar meö hinni athyglisveröu hljóm- sveitarútsendingu á fjórum ketil- bumbum og ensku horni, að flutn- ingurinn geröist betri: Hljómsveitarstjórinn Uri Segal lagði sig allan fram um að ná til- ætluðum árangri, en virtist þvi miöur hindraður af leik hljóm- sveitarinnar, er minnti stundum á blaölestur, en ekki kunnáttu. Sinfónian og samtiðin Það má teljast undravert, hve litið Sinfóniuhljómsveit Islands STJÓRNANDI EINLEIKARINN leggur af mörkum til þess að koma nýrri tónlist á framfæri. Aðeins fjögur verk samin eftir siöari heimsstyrjöldina hafa verið flutt á þessu starfsári (1972-73). Slik verkefni hefðu getað orðið um fjórtán, ef það markmið heföi veriö sett aö flytja að minnsta kosti eitt nútimaverk á hverjum tónleikum i vetur. Að visu má hafa i huga, aö þvi miður þorir fjöldi tónlistarfólks ekki annaö en að fara troðnar slóðir i verkefnavali. Þar að auki er sá hópur, sem hiröir ekki um að leggja á sig þá vinnu, sem felst i þvi aö læra ný og fjölbreyttari vinnubrögð. En ef hljórqsveitin fer ekki aö laga sig meir að tuttugustu öldinni, mun hún smátt og smátt verða að ryk- föllnu safni fortiöarinnar. Ferskari andstæður á efnisskrá hverra tónleika mundu blása burt ryki fortiðarinnar. En það verður aðeins gert með þvi að velja nútimaverk til flutnings. Takmarkið ætti að vera að minnsta kosti eitt nútimaverk á hverjum tónleikum. Vonandi verður alþjóðamót tónskálda, sem haldið verður hér i júnimánuði, fyrirboði breyttra tima. cTVIenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.