Vísir - 21.07.1973, Síða 1

Vísir - 21.07.1973, Síða 1
(ilt. árg. — Laugardagur 21. júll 1973 — 165. tbl. HVATAMENN 200 MÍLNA LANDHELGI HEFJA UNDIRSKRIFTASÖFNUN — Sjá baksíðufrétt Flug- maður ,braut hljóð- múrinn' W W W -• i ogati —„Sérstakar ráðstafanir til að hindra, að það gerist aftur" segir varnarliðið „Yfirstjórn varnarliðsins harmar þennan atburð mjög og ástæðan fyrir þvf, að her- þotan „fór i gegnum hljóð- múrinn’ mun vera sú, að þegar flugmjaður þotunnar fékk skipun um að skipta um flughæð, þá urðu honum þessi mistök á," sagði miss Hess blaðafulltrúi banda- riska varnarliðsins í simtali i gærkvöldi. „Flugmenn okkar hafa mjög ströng fyrirmæli um að . „brjóta ekki hljóðmúrinn yf- ir landi,” sagði miss Hess ennfremur „og allir harma þessi mistök og sérstaklega er þetta leiðinlegt á Islandi, þvi hér dettur mönnum fyrst eldsumbrot i hug, sem eðli- legt er.”. „Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að þetta komi alls ekki fyrir aftur,” sagði miss Hess aö lokum. Það var rétt fyrirhádegi i gær,sem fólk á Hellu heyrði miklar drunur og dynki, sem sumir héldu að væri jafnvel ný eldsumbrot en siðar kom i ljós, að þarna hefði herþota brotið hljóðmúrinn eins og áður sagði. ÓG. ☆ Stórfyrir- tœki rís í Hvalfirði Sjá baksíðu ☆ Berst fyrir ísland í Kaliforníu —Sjá bls. 2 Eigendaskipti og ný stjórn í Hafskip - eftir að skip félagsins var stöðvað í fimm vikur vegna skulda bm m m Þarna takast þeir í hendur forstjórar flugfélaganna, Alfreð _ ,g| __ mmjfoA Jyn JL Kliasson og örn O. Johnson á fundinum I gær, þar sem tilkynnt ÍtÍkI fl Ki Val um st,,fllun Flugleiða hf. Ekki hefur þó neitt verið tilkynnt | | III I um Það' hvernig eignarhlutur Loftleiða og Flugfélagsins skiptist i hinu nýja félagi. Til vinstri á myndinni er Kristján Guðlaugs- son, stjórnarformaður Loftleiða. Á bak viö þá sér I Birgi Kjaran, hagfræðing. _Sjá baksiðufrétt. Brenndist í 20 þús. volta raf magnsblossa Maður sem var að vinna viö háspennulinuna til Borgarness á miðvikudagskvöldið, brennd- ist mikið er linan, sem hann var með, leiddi i annan spennuhaf- andi hlut, en við það myndaðist mikill blossi, sem brenndi manninn á brjósti og handleggj- um. Verið var að vinna við linuna, vegna þess að kranabill hafði slitið hana niður nokkru áður. Tveir eða þrir menn fóru til að gera við bilunina frá Andakils- arvirkjun. Þegar þeir komu á staðinn þar sem linan lá niðri, var það þeirra fyrsta verk að jarðtengja linuna, til að hún yrði hættulaus. Notaðar eru sérstak- ar tangir við það verk, sem eiga að einangra fullkomnlega. En af einhverjum ástæðum rak mað- urinn linuendann i háspennu og er rafmagnið hljóp á milli, kom þessi mikli blossi, en spennan I Borgarnesslinunni er 20.000 volt. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi,en hann brenndist mikið á brósti og hol- hönd. óskar Eggertsson, stöðvar- stjóri Andakýlsárvirkjunar, sagði i viðtali við blaðið, aö maðurinn væri ekki i lifshættu. Um orsakir slyssiris sagðist Óskar ekkert þora að fullyrða, en möguleikar á slysum við þessa vinnu eru alltaf fyrir hendieneru til allrar hamingju sjaldgæfir. Hjá rafmagnseftirliti rikisins fengum við þær upplýsingar að flestöll slys, sem yrðu við há- spennuvirki, væru dauðaslys, og er mjög sjaldgæft að menn sleppi lifandi úr þeim. Talið er að i um 95% allra slysa við há- spennuvirki verði dauðaslys. —ÓH Undanfarnar vikur hefur verið þrálátur orðrómur um, að Haf- skip hf., ætti i veruleg- um rekstrar- og greiðsluerfiðleikum. Orðrómurinn mun vera á rökum reistur og var svo komið, að fyrir nokkrum vikum var eitt skipa félagsins, m/s Rangá, kyrrsett i Ham- borg. Kyrrsetningin var gerð að fyrirlagi ýmissa umboðsmanna og skipahöndlara i Evrópu, en Hafskip hf. mun hafa skuldað um það bil 700 þúsund mörk eöa nálægt 26 milljónum króna. Skuldin mun vera tilkomin þannig, að ekki hafði verið staðið i skilum með ýmis gjöld, sem greidd voru fyrir Hafskip hf., svo sem hafnargjöld, uppskipunar og útskipunargjöld, matvæli, oliu og gjaldeyri til áhafnar. Einnig mun það hafa borið við, að skipverjum hafi gengið erfið- lega að fá 30% af launum sinum greidd i erlendum gjaldeyri eins og samningar segja til um. Ekki tókst að leysa kyrr- setninguna á Rangá fyrr en eftir að skipið hafði verið i Hamborg i um það bil 5 vikur, en skipið er laust núna og mun vera á leið til , landsins með viðkomu i Englandi. Fjárhagsleg staða Hafskips hf., mun hafa verið orðin mjög alvarleg, en fyrirtækið hef- ur meðal annars skaðazt mjög á þróun gengismála að undanförnu enda munu skuldir þess að stór- um hluta vera i Vestur-þýzkum mörkum, sem einna mest hafa hækkað af alþjóöagjaldmiðlum. Einnig mun skipafélagið hafa tapað verulega á flutningi kisil- gúrs frá Húsavlk til Evrópu ^n þeim flutningum náði Hafskip hf. i samkeppni við Eimskipafélag Islands. Flutningur á húsum fyrir Viðlagasjóð mun einnig hafa valdið félaginu tjóni. Það mun nú vera afráðið, að nýir aðilar gerist hluthafar i Haf- skip hf., ætlunin er að auka hluta- féð verulega og munu hinir nýju hluthafar þá verða með meiri- hluta hlutafjárins. Þeir munu telja, að góður grundvöllur sé fyr- ir eðlilegum rekstri skipafélags- ins, sem er hið þriðja stærsta hér á landi, aðeins þurfi aukið fjár- magn og betri skipulagningu á rekstrinum. Einnig hefur verið ákveðið, að nýr framkvæmda- stjóri taki við stjórn Hafskips hf. Aðalfundur Hafskips hf., verð- ur næstkomandi föstudag og verður þá væntanlega gengið frá hlutafjáraukningunni og breyt- ingum á stjórn félagsins. — ÓG.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.