Vísir - 21.07.1973, Qupperneq 2
2'
Vlsir. Laugardagur 21. júll 1973.
risDtsm:
Hvernig lizt yður á að nú er opinn
bar á miðvikudögum?
Reynir Guömundsson, verka-
maður:Mérfinnstþettaágætt og
held að bað rýri ekki gildi þeirra
sem hafa staðið að þessu.
Arni Sigurðsson, hljómlistarmað
ur: Það skiptir ekki máli hvenær
barir eru opnir, og hver maður
veröur aö gera það upp við sig
hvort eöa hvenær hann sækir
bari. Annars er ég eindregið á
móti öllum boöum og bönnum.
Arni Friðbjarnarson, ibnnemi:
Ég hef nú ekki aldur til að njóta,
þessa, en held að ég notfæri mér
þaö,ef tilefni gefst til, þegar ég
hef aldur til. En þetta er uppbót
fyrir túrista.
óskar Hallgrimsson, vinnur i
happdrætti: Mér lizt vel á það,
þetta er pósitivt, þvi auðvitað
eiga barirnir að vera opnir alla
daga. Ég er á móti bönnum.
Fribþjófur Helgason, ljósmynd-
ari: betta er ágætt fyrir þá sem
stunda barina mikið. Það er engin
ástæða til að hafa barina lokaða á
miövikudögum, og ef iþrótta-
hreyfingin er þess megnug, þá
mætti opna mun fleiri bari á mið-
vikudögum en þennan á Sögu.
Guðrún tris Þorkelsdóttir, af-
greiðslust.: Ég hef nú litið hugsað
um það, en eflaust er þetta nauð-
synlegt fyrir túrista. Ég held að
vinmenning Islendinga myndi
ekkert versna af þvi að hafa bari
almennt opna .. á miðvikudög-
um.
| Berst ötullega fyrir
mólstað íslendinga í
| þorskastríðinu -i KaiKomíu
[í Kaliforniu i Banda-
'ikjunum eigai íslend-
ngar einn ötulasta
málsvara sinn i land-
íelgisdeilunni
jemstarfar þar upp á
íigin spýtur. Sá sem
íér um ræðir er Loftur
Bjarnason, prófessor i
aókmenntum við há-
ikóla i Kaliforniu.
Loftur hefur haldið fjölda
'unda I heimabæ sinum,
Monterey, og útskýrt þorska-
striðið fyrir mönnum, og mikil-
vægi 50 mflna fiskveiðilögsögu
fyrir íslendinga. Einnig hefur
hann bent á hættuna á þvi að Is-
lendingar láti herstöðina á
Keflavikurflugvelli fara, ef
Bretar hætti ekki áreitni sinni.
En Loftur hefur ekki einungis
haft uppi áróður fyrir landhelg-
ismálum tslendinga, heldur hef-
ur hann veriö ötull við að safna i
Vestmannaeyjasöfnunina á
vegum American-Scandinavian
Found, og hefur hann einnig
haldið marga fundi til kynning-
ar á hörmungum þeim sem gos-
iö olli.
Greinar og viðtöl hafa birzt
við hann i blööum þar vestra, og
er auðséð af lestri þeirra greina
að hann lætur ekkert tækifæri
ónotað til að útskýra landhelgis-
vandræðin.
Loftur Bjarnason er ekki
fæddur á íslandi, heldur var það
afihans,sem flutti til Utah, þeg-
ar hann var ungur, en þrátt fyr-
ir það, að Loftur teljist algjör-
lega ameriskur, talar hann
ágæta Islenzku, og hefur m.a.
gefiö út sýnisbók islenzkra bók-
mennta á ensku, en hann stend-
ur fyrir bréfaskóla I Islenzku.
Það hefur talsvert háð Lofti,
Loftur Bjarnason hefur haldið
fjölda funda i Monterey og út-
skýrt þorskastrlðið.
að hann hefur átt við augn-
sjúkdóm að striða, en I veikind-
um sinum hefur hann reynt aö
berjast fyrir málefnum Islend-
inga affullum krafti.
—ÓH
Ólónið eltir
strœtisvagna
Hafnarfjarðar
Frá árekstrinum á Mikiubraut á þriðjudaginn.
óhöppin hafa eit strætisvagn-
ana I Hafnarfirði undanfarna
daga. Viö sögðum frá vagni frá
þeim, sem ók aftan á tvo bfla á
þriöjudaginn. Var bremsukerfið
ekki alveg i 100% lagi, en samt i
skoðunarhæfu ástandi.
A miðvikudaginn lenti svo
annarvagn i árekstri er hann ók
aftan á bil á Hafnarfjarðar-
veginum. Óhappið átti sér stað
við Fifuhvammsveginn i Kópa-
vogi, en þar hafði bill, sem kom
eftir Hafnarfjaröarvegi stanzað
fyrir bil, sem vildi komast inn á
af Fifuhvammsveginum. Bill,
sem var fyrir aftan hann, stopp-
aði lika, en þá kom strætisvagn-
inn og ók aftan á hann, sem olli
þvi svo að sá kastaðist á fyrsta
bllinn, sem kastaðist svo á bil-
inn sem kom af Fifuhvamms-
veginum. Varð úr þessu
fjögurra bila árekstur.
Eigandi bilsins sem lenti milli
strætisvagnsins og fremsta bils-
ins, kom til lögreglunnar I
Kópavogi I gær, og tilkynnti að
bill sinn væri ónýtur eftir
áreksturinn, en billinn var nýr.
Engin slys urðu á fólki, en þess
má geta að götur voru mjög hál-
ar þegar þetta gerðist vegna
undangenginnar rigningar.
—ÓH
LESENDUR
J| HAFA
ORÐIÐ
HVER ER RÉTTUR
FÓSTURSINS
Bjarnheiður Ingþórsdóttir
hringdi:
„1 öllum orðavaðlinum um
fóstureyðingar heyrir maður þvi
meðal annars fleygt, að konan
eigi að hafa rétt yfir likama sin-
um. En það hefur enginn spurt i
þvi sambndi um, hvað þá með
réttinn yfir likama þessa nýja
lifs, sem hún hefur átt hlut að þvi
að kveikja.
Á konan lika að taka sér rétt yf-
ir þeim likama ? — Mér finnst
það nokkuö langt gengið, ef litla
fóstrið er algerlega réttlaust”.
Dýrt skal
það vera
„Mig langar til að koma með
fyrirspurn um það, hvaðan þeir
sem sáu um sölu á ýmsum varn-
ingi á hestamannamótinu á
Skógarhólum hafa þessa óhemju
álagningu sem þar var. Stór kók
varáöOkrónur oghverpylsa
á 50 krónur oig Camel-pakkinn á
100 krónur. Það sem mig langaði
að vita er, hvort þeir, sem selja á
svona útisamkomum, hafi
heimild tii að hækka vöruna eins
og þeim sýnist, eða hvort það er
gefið út leyfi fyrir þessu.
Einnig kom ég inn i
veitingahúsiö að Lækjarteigi 2
fyrir stuttu og þar var mér seldur
Camel-pakkinn á sléttar 100
krónur. Mér finnst þetta engan
veginn geta staðizt. Ég vona, að
sá sem veit hið sanna um leyfi
fyrir þessu láti heyra frá sér i
dálki þeim, er við lesendur höfum
fyrir okkur”.
G-H-J
Skatturinn
svarar:
Bjarni Jónsson skrifar f.h. rikis-
skattstjóra:
„Vegna svars við spurningu
lesanda uin frádráttarhæfni tann-
viðgerða, sem birtist i blaði yðar
10. júli sl„ óskast eftirfarandi
tekið fram:
Hafi gjaldandi orðið fyrir mjög
verulegum útgjöldum vegna
tannlæknisþjónustu, getur hann
Lesendur hafa verið
mjög áhugasamir um að
sent með framtali sinu beiðni, á
þar til gerðu eyðublaði, um
ivilnun I tekjuskatti skv. 52. gr.
skattalaganna. Skattstjóri
ákvarðar þá, hvort veita beri
ivilnun og hve háa. Vilji gjaldandi
ekki una ákvörðun skattstjóra,
getur hann skotið máli sinu til
rikisskattstjóra, sem kveður upp
endanlegan úrskurð”
koma með tillögur um
nafn á klukkuna á tJt-
vegsbankanum. Hér eru
nokkrar:
Einar Jónsson, Hegranesi 33,
hringdi:
„Fer ekki sæmilega á þvi, að
klukkan, sem er á musteri gulls-
ins, verði einfaldlega kölluð
„GULLSTUND”.”
Kona I Hverageröi hringdi:
„Ég sting upp á þvi, að hún
verði kölluð „LUKKA”.”