Vísir - 07.09.1973, Page 5

Vísir - 07.09.1973, Page 5
Vísir. Föstudagur 7. september 1973 , 5 í MORGUN ÚTLÖND í VVIORGUN ÚTLÖNO í MORGUN ÚTLÖND í Umsjón Guðmundur Pétursson „Inshallah, skal ég gera hvað ég get, Yfirvöld i Kuwait létu búa undir flug farþega- flugvél af gerðinni Boe- ing 707 fyrir Araba- skæruliðana fimm og gisla þeirra sex, sem komu þangað seint i gærkvöldi. Til Kuwait komu skæruliðarnir með sömu Caravelleþotunni, og frönsk yfirvöld höfðu látið þeim i té til þess að þeir færu frá Paris. Var þeim látin i té bifreið, sem ók þeim og gislun- um út á flugvöll. Aöur slepptu Arabarnir konun- um og sendiherra Iraks, en fóru með sex gisla úr sendiráöi Saudi- Arabiu, bundna á höndum og fót- um, með sér út i flugvél. Flogið var til Kairó, þar sem yfirvöld urðu strax við kröfum skærulið- anna um að setja eldsneyti á flugvélina. / / sagði Saad sjeik í Kuwait við skœruliðana, sem komnir eru þangað með gíslana. Arabarnir fá sjálfir engu tauti komið við skœruliða sína Séð utan á sendiráð Saudi Arabiu i Paris, þar sem sksruliðarnir héidu sendiráðsmönnum i gislingu hátt á annan sólarhring, áður en franska stjórnin lét að kröfum þeirra og lét þeim i té flugvél. Lögregla og blaðamenn fylltu Rue Andre Pascal f Parls, þar sem sendiráöið er, meðan rætt var viö skæruliöana. Meðan flugvélin staldraði við i Kairó, var strangur öryggisvörð- ur hafður um hana, en skæru- liðarnir harðneituðu að tala við egypzk yfirvöld, og þvertóku fyrir að leyfa háttsettum mönnum úr þjóðfrelsishreyfingu Palestinu- araba að koma um borð i vélina til viðræðna. Var siðan flogið frá Kairó til Kuwait, án þess að tala við kóng eöa prest i Egyptalandi. En i Kuwait tók innanrikisráðherrann Sjeikinn, Saad Al-Abulla, á móti skæruliðunum og föngum þeirra, og hóf viðræður við þá I gegnum talstöðina. Skæruliðarnir hafa ekki hnikaö til þeirri kröfu sinni, að heimta skæruliðaforingjann, Abu Daoud, lausan úr fangelsi Jórdaniu, þar sem hann situr inni fyrir tilraun til að velta Hussein konungi úr stóli. „Inshallah (með guðs vilja) skal ég gera, hvað ég get”, sagði Saad sjeik. En af þeirri staöreynd, að Kuwait-stjórn hefur lagt skæru- liðunum til aðra farþegaflugvél, má Ijóst vera, að Saad sjeik hefur ekki orðið ágengt við Hussein konung i tilraunum til að fá skæruliðaforingjann lausan. Skutu rœningjana og frelsuðu fangann ón lausnargjalds Rœnt fyrir 10 dögum og krafizt 300 milljón króna lausnargjalds Eftir tiu daga manna- leit um Paraguay hafði veiðar og æðisgengna lögreglan uppi á mann- Náðu 1/2 höfuðborginni Sveitir upprcisnarmanna I Kambódiu hafa náð á sitt vald syðri helmingi höfuðborgarinnar Phnom Penh eftir harða bardaga við stjórnarhermenn — eftir þvi sem yfirstjórn Kambódíuhers segir sjálf. Hafa uppreisnarmenn m.a. tryggt sér yfirráðin yfir sjúkrahúsi þess hluta borgarinn- ar. Þeir hafa komið sér upp skot- pöllum I útjaðri borgarinnar og beina eldflaugum sinum að flug- velli hennar, Pochentong. Auk þess hafa þeir beint skeytum frá sprengjuvörpum að simstöð borgarinnar. Að þvi er fréttir herma, hefur þó tjón af völdum sprengju- skothriðarinnar ekki verið neitt að ráði. ræningjum brezka búráðsmannsins, Ian Duncan Martins, i gær. Honum hafði verið rænt og krafizt 300 milljón króna lausnar- gjalds fyrir hann af brezka fyrirtækinu Lie- big, sem á búgarðinn, sem Martins stýrir. Þetta er fyrsta mannrán Para- guay, þar sem ræningjarnir krefjast lausnargjalds, og sparaði lögreglan ekkert til að reyna að hafa uppi á ræningjun- um. Stóð hún fast gegn þvi, að lausnargjaldið yrð'. greitt. Leitinni lauk með þvi, að lög- reglan réðst til atlögu á smábýli einu um 40 mllur frá höfuðborg- inni, Asuncion, þar sem hún hafði komizt að raun um að fanginn væri geymdur. Kom þá til skot- bardaga við ræningja og féllu tveir þeirra fyrir kúlum lögreglu- manna, en fjórir voru yfirbugaðir og handsamaðir. Reyndust þetta allt vera afbrotamenn. Fanginn fannst heill á húfi og urðu kona hans og fjögur börn harla fegin, þegar lögreglan skilaði honum á heimili hans i gærkvöldi. /Verðum að fara út fyrir lögin" segir Dayan varnarmálaráðherra Dayan, ráöherra, harður d þvi, að tsrael verði að gripa til ó- vandaðri meðala gegn skærulið- um. Moshe Dayan, varnarmálaráðherra tsraels, sagði i dag, að handtaka arabisku skæruliðanna fimm i Róm, sem vopnaðir voru fullkomnum rússnesk- um eldflaugum, undir- strikuðu nauðsyn þess fyrir israel að fara út fyrir ramma laganna til þess að verja hendur sinar. Dyan sagði á opinberum fundi, að uppljóstranirnar i Róm sýndu, að skæruliðarnir fengju nýtizku vopn frá Arabarikjunum, og væru að minnsta kosti óbeint studdir af Rússum. Hann sagði, að handtaka Arab- anna 02 taka eldflauganna væri mjög þýðingarmikið og alvarlegt skref i striöi ísraels við skæru- liðana, en bætti þvi við.að hann teldi óliklegt, að það mundi vekja eins mikil viðbrögð og þegar tsraelsmenn neyddu libönsku far- þegaþotuna til lendingar i leit að skæruliðaforingjum á dögunum. „Það er engin leið til þess að hafa hendur i hári skæruliðanna, öðru visi en fara einhvers staðar út af troðnum, hefðbundnum slóö- um,” sagði hann og bætti þvi við að draga yrði til ábyrgðar þau lönd, sem leyfðu skæruliðunum að þjálfa sig og athafna óhindrað. kólerunnar loks heft Heilbrigðisyfirvöld á Italiu eru nú viss um að þau hafi nú fullkomlega heft útbreiðslu kólerunnar. Ekki hefur frétzt um nein ný tilfelli, siðan 58 ára gömul kona lézt af veikindun- um i gær. Þar með hafa 19 látið lifið, siðan kóleran brauzt út i Napóli og þar i nágrenninu fyrir tveim vikum. Og komið hefur i ljós, að ein- ungis einn þeirra 22, sem lagð- ir hafa verið inn með einkenni veikinnar, hafi verið með raunverulega kóleru. Gíslarnir sektaðir Kinn af gisiunum fjórum, sem bankaræninginn haföi á valdisinu I Kreditbankanum i fimm daga I Stokkhólmi, hefur átt viðtal við dagblaðið „Dag- ens Nyhcter”. Segir Birgitte Lundblad i þessu viðtali, að ræningjarnir hafi alls ekki farið illa með gislana, og Olsson (ræning- inn) hafi verið fremur „viðfelldinn náungi”. — Birgitte, sem er 32ja ára og 2- ja barna móðir, heldur þvi fram, að fjölmiðlarnir hafi ýkt stórkostlega meðferð ræningj- anna á föngunum. Þetta viðtal hefur hún gefið i trássi við bann, sem rikissak- sóknarinn hafði lagt við þvi, að gislarnir segðu frá reynslu sinni, eftir þvi sem sænska sjónvarpið heldur fram. — Sjónvarpið sagði i gær, að gislarnir ættu á hættu að verða sektaðir, ef þeir veittu fjölmiðlum upplýsingar i mál- inu. Þvi er haldið fram, að allir gislarnir fjórir hafi selt ýms- um dagblöðum viðtöl gegn 50.000 króna greiðslu fyrir hvert viðtal. Birgitte Lundblad segir i viðtalinu við „Dagens Nyhet- er”, að ræninginn hafi aðeins verið með látalæti, þegar hann brá snörum um háls gislunum, eftir að lögreglan ætlaði að dæia gasi inn i bankahvelfing- una, þar sem þau höfðust við. Hún viðurkenndi þó, að gislarnir hefðu beðið fyrir lifi sinu. Gamli 007 í skilnaði Kvikmyndaleikarinn, Sean Connery, hefur höfðað skiln- aðarmál á hendur konu sinni, Diane Cilento ieikkonu. Connery, sem er skozkrar ættar (43 ára), kvæntist Cilento 1962, árið áður en hann skauzt upp á stjörnuhimininn sem agent 007, James Bond, i myndinni „Dr. No”. — Þau hjónin slitu samvistum fyrir 18 mánuðum. Diane Cilento (39 ára) er dóttir sir Raphael Cilento, sér- fræðings i hitabeltissjúkdóm- um, sem býr núna i Queens- land i Astraliu. Hún hefur leik- ið sjálf i mörgum kvikmynd- um og i leikhúsum og skrifað nokkrar skáldsögur. Þau hjónin eiga 9 ára gaml- an son, og Cilento á dóttur frá fyrra hjónabandi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.