Vísir - 07.09.1973, Page 7

Vísir - 07.09.1973, Page 7
Vísir. Föstudagur 7. september 1973 7 Reykjavikur. Það hefur eyðilagt sundin blá, svo að þau verða héð- an i frá aðeins sundin svört. Fyrir þennan mengunarglæp verður fyrirtækið að bera bæði refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð. bað gefur auga leið, að það má ekki sleppa þvi við hana, þó að stórhlunkar eigi sök að máli. En sama sagan gerist hér eins og annars staðar: Það er hafinn upp söngur um það, að enginn eigi „sök” á þessu „óhappi”. Þetta var algert slys. Við skiljum ekk- ert i þessu óhappi. Þetta var bar- asta óhapp, og auðvitað ber bar- asta enginn ábyrgö á þvi. Þetta var nú meira óhappið! Fyrst brast krani á geymi, og svo brast krani á þró! Við gerðum allt sem við gátum til að afstýra þessu. Við flýttum okkur eins og við gát- um á staöinn. Það tók okkur ekki nema 2 klst. að klæða okkur og komast á staðinn til að stöðva lekann. Við sýndum mikla hetju- dáð við að stöðva lekann. Hugsið ykkur bara, við köfuðum heila mannhæð ofan i oliuþróna til að skrúfa fyrir krana.Það ætti að sæma okkur fálkaorðunni fyrir það, að við létum ekki alla oliuna leka i sjóinn, en að við berum ábyrgð, nehei, aldeilis ekki, þetta var bara óhapp. Næsta stig er að gera litið úr tjóninu: Þetta gerir barasta ekk- ert til. Fjara Reykavikur verður barasta fallegri, hún verður bar- asta svo glæsilega svartlökkuð. Ó, hvað þetta er kjút! Sjáið bar- asta, hvað sjávarklettarnir gljá yndislega. Þetta er i rauninni til mikilla framfara. Og fugladauðinn, iss, það er ekki mikið. Það er ekki nema gott að við höfum gert gott átak i aö útrýma veiðibjöllunni (pr. 50 kr. stk. S.E.O.E.). Oliufélögin ættu að vinna það þjóðþrifastarf að út- rýma veiðibjöllu á öllum fjörum tslands. Eða er það ekki þakkar- vert, hvaö við höfum drepið mikið af rottu? Geri aðrir betur. Næsta stig er að leggja áherzlu á þjóðhagslegt gagn og beita efnahagshótunum: Ef við ekki fá- um að geyma vegaoliu i þessum tanki, mun það koma niður á ibú- um margra byggðarlaga og valda þeim þjáningum. Ef siglinga- málastofnunin bannar okkur nú að nota tankinn, verða götur al- mennings ekki malbikaðar. Aumingja alþýðan má þola malarryk heilan vetur, kannski fer hið stóra fyrirtæki, Vegamöl hf., á hausinn. Ætlar siglinga- málastjóri að bera ábyrgð á öllu þessu. Og þetta er eini upphitaði geymirinn, sem til er á öllu land- inu. Við berjumst fyrir hagsmun- um almennings, og allur almenn- ingur Islands stendur á bak við okkur, þegar við heimtum að fá að setja oliu aftur á geyminn! ! En ofan á þetta bætast hér á landi óvenjulegri þættir, sem stafa af þvi, að islenzk oliufélög telja sig ekki lengur fyrirtæki, heldur stofnanir, og starfsmenn þeirra lita á sig sem embættis- menn. Framkoma og andsvör önundar Ásgeirssonar i þessu máli bera öll einkenni hrokafulls embættismanns, sem þarf ekkert að vera aö svara til saka eða vera upp á neinn kominn. Þeirra er nefnilega vegsemdin og dýrðin, en ekki ábyrgðin. Þessi hroki birtist jafnvel i þvi að leyfa sér að bera á borð fyrir almenning hinar furðulegustu fjarstæður, eins og það, að „spýta” hafi flotið niður á botn i oliunni og farið inn i kranann. Er það i fyrsta skipti, sem það náttúrulögmál hefur verið opin- berað, að spýtur fljóti niður á botninn. Og að lokum þetta: Grunsemd- ir læðast jafnvel að manni, að enn einu vopni mengunarpostulanna, sem þekkist um öll lönd, hafi og verið beitt hér, en það er að hafa áhrif á fjölmiðla bak við tjöldin. Fréttaþjónusta Morgunblaðsins i sambandi við þessa atburði er óskiljanleg. Allri norðurströnd Reykjavikur hefur verið spillt, hin skáldlegu sund og eyjar hafa verið saurguð, fuglar drepast og kveljast i hundraða tali, en frétta- mat Mbl. er þannig, að það er ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, þegar tilkynnt er að allt sé búið, að frétt um þetta kemst loksins á útsiðu, litil klausa neðst á bak- siðu. Ekki er heldur hægt að sjá, að nokkur blaðamaður hafi farið á vettvang til að skoöa þetta. Ég er sjálfur gamall fréttahaukur, en svona íréttamat skil ég ekki. Þorsteinn Thorarenstn Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Fátt er börnum til eins mikillar gleði og þroska og að rækta bióm eða grænmeti. i allmörg ár hafa Skólagarðar Reykjavfk- ur gefið börnum kost á að vinna við garðyrkju, og á nokkrum barnaheimilum borgarinnar hafa börn fengið að spreyta sig svolitið á að sá og vökva fræ I litlum pottum. Og áreiðanlega hafa mörg börn fengið smáblett á lóðinni heima hjá sér til þess að rækta sjálf það sem þau langar til. 1 sumar hafa börn ræktað grænmeti og blóm á vegum skólagarðanna á fjórum stöðum ibænum, i Breiðholti, viö Hring- braut, i Laugardal og Hraunbæ. Samkvæmt upplýsingum, sem við fengum hjá skólagörðunum, var minni aðsókn I sumar en siðustu sumur að skólagörðun- Skólagarðarnir að Ijúka sumarstarfinu um, en nver ástæðan er, er ekki gott að segja. Nú er að visu tölu- vert meira um skipulagöa tóm- stundastarfsemi og vinnuskóla i borginni yfir sumárið en áður var, en þó er furðulegt, að að- sókn að slikri starfsemi sem skólagörðum skuli ekki fremur aukast en hitt. Nú eru börnin að ljúka við að taka upp uppskeru sumarsins, enda flest um það bil aö byrja i skólum. Það sem þau hafa rækt- að i sumar er m.a. radisur, salat, spinat, kartöflur, rófur, næpur og svo hafa þau sett niður dálitið af skrautblómum. "Yfir- leitt setja börnin öll niður þaö sama á vorin, og það eru starfs- menn hjá skólagörðunum, sem fylgjast með börnunum og starfi þeirra. Við skruppum með ljósmynd- ara niður á Hringbraut, en þar fyrir neðan veginn voru börn aö ljúka við að taka upp úr görðun- um sinum. Við tókum rösklegan pilt tali, þar sem hann var aö hrista stórar og fallegar kartöfl- ur úr kartöflugrasinu. Hann sagðist heita Bergþór Magnús- son og vera io ára. „Ég var I þessu lika i fyrra og hitteðfyrra, og mér finnst mjög gaman”. „Hvernig er kartöfluuppsker an?” „Hún er bara góö, ég fæ allt frá 5 og upp i 15 stykki undan grasinu, og það er bara ágætí. Ég fer með þetta heim til mömmu, og svo fáum viö nýjar kartöflur i hádegismat”. Og Bergþór sýnir okkur græn- metið sitt. Þarna er grænkál og spinat og risastórt blöðrukál. Ætla að gefa mömmu I soöið”. Bergþór er þriöja sumariö i röö i skóiagörðunum. AÐLÆRAAÐ UMGANGAST GRÓÐURINN „Ég læt mömmu fá þetta allt”, sagði Bergþór, og við máttum ekki tefja hann lengur, þvi hann þurfti að ná kartöflun- um upp fyrir hádegiö. Þarna skammt frá var telpa að fylla poka af kartöflum, grænmeti og blómum. Kristin Ragnardóttir heitir hún og kveðst vera 9 ára. „Ég verö aö ná þessu öllu upp fyrir hádegiö, þvi klukkan eitt byrja ég i skólanum”, sagði Kristin. Hún sagðist aldrei fyrr hafa verið i skólagöröunum, en var mjög ánægð. „Ég er búin að fá skirteini fyrir frammistöðuna i sumar”, sagði hún hróöug og sýndi okkur skirteini, sem er gefiö út af skólagörðunum, en garð- yrkjustjóri borgarinnar skrifar undir nokkrar linur til barn- anna. Þar segir m.a.: „Temdu þér að ganga ætið vel um hvar sem leiðin liggur um landið þitt”. „Uppskeran var góö hjá mér, og ég ætla aö gefa mömmu og pabba, afa og ömmu og frænku minni grænmetið og kartöflurn ar”. „En hvað ætlarðu að gera við þessi fallegu blóm?” Og Kristin sýnir okkur ljóm- andi fallegar stjúpmæöur og ýmis önnur blóm, sem hún hefur ræktað. ,,Ég ætla að setja þau i vasa og hafa þau i herberginu minu. Annars er mest gaman að rækta kartöflur”. Kristin heldur áfram að rog- ast með pokana sina úr garð- inum og fær sér vatnssopa úr krananum við hús skólagarð- anna. „Ég er alveg dauðþreytt, en ég ætla að vera aftur i skóla- görðunum næsta sumar. Ég er viss um að þetta getur kennt okkur aö ganga betur um gróður og náttúruna á islandi. En nú verð ég að flýta mér, þvi ég þarf að láta mömmu fá kartöflur i soðið, og svo byrja ég i Breiða- gerðisskólanum kl. 1”, sagöi Kristin litla að lokum. —ÞS alþýöu nRmm Birtir dag- skrá Kefla- víkursjón- varpsins á íslenzku. Nýir áskrifendur eftir 10. hvers mánaðar fá FORSETABUSTAÐUR P1 i REYKJAVÍK? Tveir íslendingar týndir í Afríku alþýðu Háskáladeila um einkunna gjöf tveggja práfessora FORSÆTISRADHERRA FÉKK TVO: Skfrnarvottorð upp á sálina blaðið sent ókeypis til mánaðamóta. Alþýðublaðið: Blaðið, sem tekur framförum. „Mest gaman að rækta kartöflur”, sagði Kristfn. Áskriftarsíminn er 8-66-66.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.