Vísir - 22.09.1973, Qupperneq 3
Vísir. Laugardagur 22. september 1973
3
Séð yfir ána og rútuna úr gagnstæðri átt, og örin bendir á leið hennar
niður i ána.
Arnar. Hann lýsir þvi, að þeir hafi
setið inni i rútu, sem stóð á bila-
stæði utan við verkstæðið, og hafi
Arnar tekið lyklana að henni, og
sett hana i gang og ekið af stað.
Eftir það lýsir hann ökuferðinni,
sem endaði með ósköpum.
Hjörtþór vissi son sinn óvanan
að aka stærri bifreiðum en venju-
legum fólksbifreiðum, og þótti
þaðmeð ólikindum, að hann væri
fær um að aka úr stað langferða-
bifreið og það undir áfengisáhrif-
um, eins og vitnið skýrði frá.
Vitnisburðir
stangast á
Vinnuveitandi Arnars skýrði
fyrir rétti svo frá, að hann hefði
litið inn á verkstæðið um kl. 22.30
um kvöldið, og hefði enginn verið
þar. Honum hafði virzt lakkið á'
bifreiðinni, sem Arnar hafði
unnið við, vera farið að þorna,
likt og væri nokkuð um liðið,
siðan þvi var sprautað á. Hann
greindi engin merki þess að þar
hefði verið setið að sumbli.
Það var um hádegisverðarleyt-
ið á mánudegi, að lögreglan
hringdi heim til foreldra þess
látna og tilkynnti þeim þann
grun, að likið, sem fannst i ánni
um kl. 4 um nóttina, væri af syni
þeirra. Hjörtþór sat að snæðingi,
þegar harmafréttin barst.
Hann benti réttinum siðar sér-
staklega á, að tveir menn hefðu
borið þvi vitni, að um kl. 10 þenn-
an morgun hafi vinnuveitandinn
sagt þeim i óspurðum fréttum, að
Arnar hefði farizt i bílslysi uppi i
Mosfellssveit um nóttina.
Þessi réttarhöld fóru fram nær
tveimur árum eftir slysið, og gat
þá vinnuveitandinn ekki gert
grein fyrir þvi lengur, hvernig
hann hefði haft upplýsingar um
dauða Arnars heitins um tveimur
klukkustundum áður en lögreglan
fékk gengið úr skugga um, af
hverjum likið var.
Þriðji maðurinn bar það, að
hann hefði átt samræður við
vinnuveitandann um kl. 9.30 að
morgni, og hefði hinn sagt honum
fréttirnar, að Arnar hefði verið i
rútu, sem lent hefði út i Leir-
vogsá um nóttina."— Þetta vitni
sagðist vinna i sama húsi og bila-
verkstæðið var, og sagðist það
hafa fariðsinna erinda eftir sam-
talið, en laust eftir hádegi hefði
það þó heyrt lögregluna eiga
samtal við vinnuveitandann.
Heyrði vitnið, að þar voru vinnu-
veitandanum sögð tiðindin af láti
Arnars og lét þau koma sér á
óvart. Þótti þessum það undar-
legt hjá manni, sem hafði sagt
honum sömu tfðindin kl. 9.30 að
morgni.
Sáu engin svailmerki
Mennirnir tveir, sem töldu sig
hafa heyrt tfðindin hjá vinnuveit-
andanum um kl. 10 að morgni,
báru einnig vitni öðru, sem stakk
mjög i stúf við framburð bæði
félaga Arnars og svo vinnuveit-
andans.
Þeir sögðust hafa komið að
verkstæðinu um kl. 23 á sunnu-
dagskvöldið, en annar þeirra átti
nefnilega bifreiðina, sem Arnar
var að sprauta lakki á. í skýrslu
sinni fyrir réttinum segjast þeir
hafa hitt Arnar þar einan fyrir, og
var hann þá önnum kafinn við að
leggja siðustu hönd á verkið. Þeir
báru það báðir, að þeir hefðu ekki
þessar 15-20 minútur, sem þeir
stöldruðu við og röbbuðu við Arn-
ar, getað með neinu móti greint á
honum, neitt sem benti til þess að
hann væri undir áfengisáhrifum.
— Þeir segja, að Arnar hafi haft á
orði við þá, þegar þeir yfirgáfu
hann, að hann væri orðinn , eftir
mikla yfirvinnu frameftir kvöld-
um, mjög þreyttur, og ætlaði að
hreinsa verkfærin og koma sér
heim til hvildar.
Margt óupplýst
,,Það eru þesskonar þverstæð-
ur, sem koma upp i framburðum
vitnanna — og stangast algerlega
á — sem gert hafa málið mjög
flókið,” sagði Hjörtþór i viðtali
við blaðamann Visis.
Hann harmar það, að rann-
sóknin skyldi aldrei leiða i ljós,
hver var ökumaðurinn, sem lög-
' regluþjónar tóku tali á þjóðvegin-
um uppi i Mosfellssveit örlaga-
nóttina. — Þeir höfðu verið
kvaddir upp eftir vegna árekstr-
ar. Maður nokkur hafði mætt rút-
unni, sem ekið hafði utan i bil
hans. Hann visaði lögreglunni i
áttina, sem rútunni var ekið.
A leiðinni i leit að rútubilnum
sáu tveir lögregluþjónar bifreið
standa við vegarbrúnina, og gáfu
þeir sig á tal við ökumann. — Nei,
hann hafði ekki séð neina rútu,
þótt hann hefði komið úr Hvalfirði
og hlotið að hafa mætt rútunni eða
ekið yfir brúna, þar sem rútan lá
úti i ánni og blasti við öllum veg-
farendum.
Nafn þessa ökumanns var ekki
hirt um að fá, enda náðist aldrei
til hans aftur. Muna þó lögreglu-
þjónarnir vel eftir bifreið hans,.
sem byggt var hús aftan á.mjög
hagleg eftirliking af þvi, sem var
Htt þekkt hér á landi þá, hjólhýsi.
Þannig er ýmislegt i máli þessu
enn á huldu, þótt fjögur ár séu nú
umliðin siðan. Hvort nokkurn
tima verður kafað til botns i þvi,
veit enginn maður.
Hrœðilegur grunur
Faðir hins látna manns hefur
þó lengi alið með sér hræðilegan
grun um hvernig dauða sonar
hans hafi borið að höndum. Svo
hræðilegan, að hann hefur viðast
fundið, að menn óar við að
leggja eyrun við sliku tali.
„Asigkomulag liksins, þegar að
þvi var komið, var vægast sagt
einkennilegt. Það lá á grúfu uppi
á steini úti i ánni,” segir Hjört-
þór.
„Menn vildu meina, að þvi
heföi skolað þangað upp á, en svo
straumhörð er áin ekki, að hún sé
likleg til að megna slikt.
1 annan stað vekur það furðu,
að fötin skyldu vera blóðstorkin og
likið einnig eftir leguna i straum-
vatninu. Hefði hann hlotið sárin I
árekstrinum i ánni, flotið út úr
bflnum og niður ána, virðist ann-
að óliklegt en straumvatnið hefði
skolaö blóðið úr fötunum jafn-
haröan, sem það lagaði úr sárinu.
ÚR SÁRINU, þvi að eini um-
talsverði áverkinn, og sá, sem
leiddi Arnar heitinn til bana, var
djúpur 7 cm skurður, bog-
myndaður aftan á hnakka. Hann
tók inn I bein. Annar miklu minni
áverki var undir miðsnesi á nefi
„eins og eftir egghvassan hnif”,
sagði i skýrslu krufningarlæknis.
A enni voru hruflur og á hnúum
beggja handa skrámur, eins og
menn geta hlotið i slagsmálum.
Allt þetta vekur aðeins einn
grun hjá mér,” segir Hjörtþór:
„MORÐ.”
GP
EM í bridge:
Minnsta tap
Svíum
Frá Stefáni Guðjohnsen,
Ostende, Belgiu:
Leikur okkar I 14. umferð á
Evrópumeistaramótinu i bridge
við Svia var jafn eins og
venjulega. Eftir fyrri háifleikinn
höfðu Sviar yfir — 28:22 — en I
siðari hálfleiknum unnum við á
einn punkt — 27:26 — svo Sviar
unnu með minnsta mun, 11-9
vinningsstig. Þrjú gefin game I
vörn hefðu getað rétt okkar hlut
mjög.
14. umferð var spiluð eftir
hádegi i gær og urðu úrslit þessi:
Finnland-Þýzkaland 3-17
Portúgal-ttalia 4-5-20
Sviss-Belgia 18-2
Pólland-Danmörk 16-4
Frakkland-England 15-5
Tékkar-Israel 5-15
Holland-Ungverjaland 6-14
Island-Sviþjóð 9-11
ÞRJÁR
ÞEIRRA
FENGU
KRISTAL
Sumarstúlkurnar okkar, sem
urðu hlutskarpastar i kosningu
lesenda, eru að fá verðlaun sin
þessa dagana. Á meðfylgjandi
mynd sjáum við Magdalenu M.
ólafsdóttur, sem sigraði i keppn-
inni. Hún heldur á handskornum
blómavasa úr Bæheimskristal, en
Tékk-Kristall færði henni þennan
fallega vasa að gjöf — og að sjálf-
sögðu með útsprunginni rós i.
Sömuleiðis gaf Tékk-Kristall
stúlkunum I öðru og þriðja sæti
blómavasa sömu tegundar. Þess
má geta.að Magdalena sér sér
ekki fært að fara með Sunnu til
Mallorca fyrr en næsta vor, þegar
hún hefur lokið prófum frá
Menntaskólanum gamla.
— ÞJM/Ljósm.: Björgvin.
Tyrkland-Spánn 14-6
Irland-Júgóslavia 16-4
Noregur-Austurriki 4-16
Libanon sat yfir.
Eftir þessar 14 umferðir — af 24
— er staðan þannig: 1. Italia 222 2.
Frakkland 211 3. Israel 190 4.
Sviss 185 5. Bretland 176 6.
Austurriki 176 7. Sviþjóð 173 8.
Pólland 172 9. Júgóslavia 163
10. Belgia 157 11. Holland 156 12.
gegn
Spánn 148 13. Irland 133 14.
Noregur 130 15. ísland 126 16.
Þýzkaland 118 17. Ungverjaland
117 18. Tyrkland 110 19. Danmörk
110 20. Tékkóslóvakia 107 21.
Finnland 57 22. Libanon 28 og
Portúgal 23 stig.
I kvennaflokki er írland efst
með 109 stig. Italia er i öðru sæti
með 103 stig og Bretland 3ja með
91 stig.
VARIZT ORAUN-
HÆFAR KAUPKRÖFUR
— segja vinnuveitendur
Atvinnurekendur vara við
óraunhæfum kaupkröfum og
telja, að vernda eigi þann kaup-
mátt, sem þegar hefur fengizt.
Samkvæmt útreikningum Hag-
rannsóknardeildar hefur kaup-
máttur timakaups verkamanna
með orlofi aukizt um 26,8% frá 1.
nóvember 1971 til 1. september I
ár.
Þetta kemur fram i ályktun
ráðstefnu Vinnuveitendasam-
bands Islands, sem haldin var i
vikunni. Þar kemur fram, að hin
óvænta hækkun á útflutningsverði
ýmissa sjávarafurða hafi komið i
veg fyrir hluta alvarlegra afleið-
inga á atvinnulifið, sem siöustu
kjarabætur hefðu getað haft.
Án verðhækkana sjávarafurða
hefðu atvinnuvegirnir ekki getað
staðið undir vinnutimastyttingu,
kauphækkun, vaxtahækkun og
gengisbreytingum, sem orðið
hafa á timabilinu, kemur fram i
ályktuninni.
Jón H. Bergs, formaður Vinnu-
veitendasambandsins, sagði, að
þeir vildu vekja athygli á, að
hinarýmsu greinar atvinnulifsins
væru mjög misjafnlega hæfar til
að standa undir auknum launa-
kröfum. Hann nefndi til dæmis,
að bæði verksmiöjuiðnaöur og
smásöluverzlun væri illa stödd og
stafaði það meðal annars af þvi,
aö þessar greinar hefðu oft á tiö-
um búið við óeölilegt verðlags-
kerfi.
I þvi sambandi er athyglisvert,
að i þessum tveim atvinnu-
greinum er hlutfallslega mjög
stór hluti þeirra, sem nefndir
hafa verið hinir lægstlaunuðu.
Verkalýðsfélögin innan Alþýðu-
sambandsins hafa lýst þvi yfir, að
gerðar verði sérstakar kröfur um
launahækkanir til hinna lægst-
launuðu en ekki virðist blása byr-
lega fyrir þeirri kröfu, ef verzlun
og verksmiðjuiðnaður er nú sér-
lega vanbúinn til að mæta launa-
hækkunum.
—ÓG
ÞRÝSTI
BIFREIÐ
ÚT AF OG
ÓK SÍÐAN
Á BROTT
ökumaður bifreiðar, sem ekið
var fram með hlið annarrar bif-
reiðar á Hafnarfjarðarveginum,
hafði ekki fyrir þvi að stanza, þó
bifreiðirnar rækjust saman. Hann
hélt ótrauður áfram, en hin bif-
reiðin hafnaði fyrir utan veginn.
Atburöur þessi varö á sunnu-
daginn var rétt sunnan Kópa-
vogslækjar. Var Volvo bifreið
ekið i norðurátt, og var hún að
fara fram úr annarri bifreið,
þegar þriðja bifreiðin kom að og
tróð sér upp að hlið Volvo bif-
reiðarinnar með fyrrgreindum
afleiðingum.
Lögreglan i Kópavogi vill
gjarnan hafa tal af ökumanni bif-
reiðarinnar, sem ók i burtu, og
einnig biður hún sjónarvotta að
gefa sig fram, ef einhverjir eru.
— ÓG