Vísir - 24.09.1973, Page 7

Vísir - 24.09.1973, Page 7
Visir. Mánudagur 24. september 1973 7 „Það er hægt að fá nógar vörur þó þær séu ekki brezkar”. — Framkvæmdanefnd Húsmæftrafélagsins á fundi meft biaftamanni Visis. Þó að framkvæmda- nefnd Húsmæðrafélags Reykjavikur hafi verið starfandi i allt sumar, og þó að hún hafi látið frá sér fara fréttatil- kynningar og greinar- gerðir i f jölmiðla, þá er óhætt að segja, að litið sem ekkert hafi verið eftir henni tekið, ein- hverra hluta vegna. Þegar reglugerðin um vörumerkingar var send ýmsum viðkom- andi aðilum til um- sagnar nú fyrir stuttu, var gengið fram hjá þessari nefnd og Hús- mæðrafélaginu. En hver er þá neytandi, ef húsmóðirin er það ekki? Samt sem áður hefur þetta verið eitt af- baráttumálum nefndarinnar, og félagið var eitt af þeim fyrstu, sem vakti at- hygli á nauðsyn þessa. Enda eru verkefni framkvæmdánefndar- innar að gera kannanir og ályktanir varðandi neytendur og verðlagsmál. „Við höfum verið starfandi i allt sumar, og þetta eru þau mál, sem við höfum verið með á heilanum, ef svo má segja”, sögðu þær í nefndinni, þegar við ræddum við þær, en nefndina skipa 7 konur, þ®r Ásthildur Mixa, sem er formaður, Björg Stefánsdóttir, Dröfn Fahrest- veit, Ebba Jónsdóttir, Hrönn Pétursdóttir, Margrét R. Einarsdóttir og Steinunn Jóns- dóttir. „Við stofnuðum þessa nefnd i beinu framhaldi af mótmælaað- gerðum þeim, sem húsmæður efndu til i lok april, þegar læti urðu, sem við áttum sizt von á. En hvað viðkemur neytandan- um, þá er i raun og veru alls ekki sýndur nægilegur áhugi á þessum málum, þ.e. verðlags- málum og öðrum slikum.” „Það er ekki nóg að taka þátt i mótmælaaðgerðum, það verður að fylgja málinu eftir dags dag- lega. Neytandinn er sterkasta aflið, og hann getur mótmælt á þann hátt, að hann hreinlega getur hætt að kaupa viðkomandi vöru. Og það væri sannarlega fjölmennur hópur, sem það gerði, ef um væri að ræða allar þær konur, sem komu að al- þingishúsinu i vor. Einhvern tima birtist les- andabréf i einu dagblaðanna, þar sem spurt var, hvers vegna ekkert hefði heyrzt frá Hús- mæðrafélaginu, hvað viðkom kaupum á brezkri vöru. Við vor- um þá manna fyrstar að koma með yfirlýsingu þess efnis, að islenzkir neytendur ættu að sneiða hjá brezkri vöru, og það löngu áður en lesandabréfið birtist.” — Hafið þið staðið við þá yfir- lýsingu sjálfar? „Við höfum staðið við það, já, og það þarf ekki að vera erfitt. Það er hægt að fá nóg af vörum, þó að þær séu ekki brezkar. En það virðast ekki nema örfáir neytendur veigra sér við að kaupa brezkar vörur. Einstaka heyrir maður segja, „nú, er þetta enskt”, og láta það hafa eitthváð að segja.” — Ef þið hafið verzlað er- lendis, t.d. á Norðurlöndum, finnið þið þá mikinn mun, hvað viðkemur vörumerkingum? „Já, það finnst mikill munur. Flokkunin á vörunum er lika miklu meiri þar, t.d. í Sviþjóð. En islenzkir neytendur láta sig allt of litlu skipta hvort varaner merkt eða ekki. Og þótt undar- legt sé, þá er fólk litið hornauga, bæði af kaupmanni og viðskipta vini, ef það spyr, hvað sé i við- komandi vöru, hvert innihaldið sé. Allt kjöt virðist sett i fyrsta flokk, hvort sem það hæfir þar eða ekki. En ef maður vill vita eitthvað nánar um þá vöru, sem veriðerað kaupa, þá er eins lik- legt að það sé álitið röfl Það er liðin tið hér, að það sé viðskiptavinurinn sem hefui> rétt fyrir sér, og allt fyrir vjð- skiptavininn. Það þekkist ekki lengur. Þaö má lika setja ýmislegt út á matvælin á meðan þatl eru ekki merkt. Margar matvæla- tegundir virðast svo yfir- sprengdar af fitu, og kölkunar- súkdómar eru vist viðurkenndir sem einna skæðastir nú. Við getum ekki ^selt ómerkt vöru á Bandarikjamarkað, þar kaupir hana enginn. En það ger- um við sjálf.”/ — Hvað um Húsmæðrafélagið sjálft? „Þangað þyrfti að fá ungar konur. Það er mjög litið um ungar konur i þvi félagi. Það er ábyggilegt að konur kvarta und- an ýmsu, en af hverju eru þær að kvarta hver yfir sinum potti, af hverju koma þær heldur ekki I hópinn? Það er okkar von að neytandinn taki almennari og meiri þátt i þessu, og þá eigum við ekki aðeins við húsmæður, heldur lika eiginmenn og neyt- endur almennt. Við höfðum ekki eingöngu til húsmæðra i fram- kvæmdanefndinni. Við erum spenntar fyrir þvi að fá gæði vara bætt, og höfum fylgzt af áhuga með störfum Rannsóknarstofu Háskólans. Það er svo margt sem betur má gera. Við viljum einnig leggja áherzlu á að neytandinn fái að velja úr. Tökum sem dæmi smjör, gæðasmjör. Það er furðulegt að öllu skuli dembt i eina hrúgu, og merkt „gæða- smjör”. Maður tekur eftir þvi að sumar konur opna smjörið til þess að sjá litinn á þvi . En hvað viðkemur Hús- mæðrafélaginu, þá er það opið öllum, en það er varla til ung kona i félaginu. Þær voru ungar þegar það var stofnað, en það þarf að virkja ungar konur. Staðreyndin er sú, að húsmæður hafa ekki hreyft sig siðan árið 1932. Þær hafa legið skjálfandi undir sæng siðan! Þá hófu þær mótmælaaðgerðir, sem urðu til þess að sumum var stungið i steininn. Það kemur fyrir, að það sjönarmið heyrist, þegar maður spyr unga konu, hvort hún geti ekki gengið i félagið, að hún segir: „Ja, er þetta ekki hús- mæðrafélag. Ég er nú ekki hús- móðir, ég vinn úti.” En það hleypur engin undan þvi að vera húsmóðir. Kona sem á heimili og börn, er húsmóðir, þó svo að hún sé ritari og vinni úti. Heimilið er ekki staður þar sem hún lítur stöku sinnum inn.” Framkvæmdanefnd Hús- mæðrafélagsins hyggst halda almennan fund fyrir neytendur þann 27. þessa mánaðar, i Átt- hagasal Hótel Sögu kl. 20,30, þar sem meðal annars koma fram Geir R. Andersen og Björgvin Guðmundsson og ræða um neyt- enda- og verðlagsmál. Þá mun einnig vera boðið á fundinn, fulltrúa frá Neytendasamtökun- um og verðlagsstjóra til þess að svara fyrirspurnurh. — Búizt þið við góðri aðsókn? „Satt að segja gerum við það. Þetta er fyrsti fundurinn sem viðhöldum fyrir alla neytendur, og hann á að vera i umræðu- formi. Þar getur neytandinn komið og fengið svör við þeim spurningum sem honum liggja á hjarta. Nú ef aðsókn verður ekki góð, þá leggjum við samt ekki niður rófuna, en berjumst áfram. Það er auðvitað erfitt i fyrstu að stofna slika nefnd og fá almenning til þess að taka þátt i þessu. En það verður hann að gera, þvi að hverju munar, þó að 7 konur taki sig til og kaupi ekki einhverja vöruteg- und eða annað slikt. Það verða að vera fléiri. Það þýðir ekki að sitja og biða eftir að 7 konur i framkvæmdanefnd gjörbreyti málunum. Það verða allir að taka þátt I þessu. En spurningin er bara sú: Hefur neytandinn áhuga?” —EA IIMIM SÍOAIVf Umsjón Edda Andrésdóttir „HUSMÆÐUR HAFA LCGIÐ SKJÁLFANDI UNDIR SÆNG SÍÐAN 1932 Rœtt við konurnar sem skipa framkvœmdanefnd Húsmœðrafélagsins Neytandinn sýnir ekki nægilegan áhuga á verðlags- og neytendamálum. Það er ekki nóg að taka þátt i mótmælum. Það verður að fylgja málinu eftir dags daglega, segir framkvæmdanefnd, sem boðar til almenns neytenda- fundar þann 27. þ.m.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.