Vísir - 24.09.1973, Blaðsíða 24

Vísir - 24.09.1973, Blaðsíða 24
VISIR Mánudagur 24. september 1973 Skólar lokaðir „Skólar eru að minnsta kosti lokaðir fram að hádegi, og þeir verða ekki opnaðir nema hægt verði að treysta á þann bata, sem virðist vera á veörinu”, sagði skólafulitrúi borgarinnar I viötali við blaðiö I morgun. „Við tókum þessa akvoröun strax I nótt, en við höfum ekki metið þetta enn til fulls, hvað við- kemur kennslu eftir hádegi I dag. Okkur vantar ráðleggingar fyrst frá þeim, sem meira vit hafa á, svo sem lögreglu og veðurstofu. Þetta gildir um barna- og gagn- fræðaskóla á Reykjavlkursvæö- inu, en mér sýnist almennt sem skólar séu lokaöir i dag, jafnvel framhaldsskólar. Ég ók um borg- ina áðan og sá þá hvergi skóla starfandi. Skólar verða ekki opnaðir, ef veður rýkur upp eða ef umferð reynist ekki hættulaus.” Skólar eru einnig lokaðir i allri Stór-Reykjavik, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðahreppi, Sel- tjarnarnesi, Mosfellssveit og á Suðurnesjum. —EA Smábátar sukku í Reykjavík og Hafnarfirði — rafstrengur yfir Elliðaárvog slitnaði Mjög mikið annrlki var i Keykjavikurhöfn I nótt vegna veðursins. Nokkrir smábátar sukku, og erfiðlega gekk að halda öðrum ofansjávar. Hafnsögumaður, sem við töluö- um við, sagði, aö bátaeigendur hefðu verið kallaðir út til aö bjarga bátum sinum. Þrátt fyrir þaö voru nokkrir, sem fóru i kaf. Ekki var búið að telja, hvað þeir voru margir i morgun. Hafnsögumaðurinn sagðist ekki muna verra veður en þetta við höfnina. I Hafnarfjarðarhöfn sukku eihnig nokkrir smábátar. Eigend- ur þeirra unnu við það i morgun aö ná þeim upp. Rafstrengurinn, sem undanfar- ið hefur verið unnið að að leggja i Elliðaárvogi, slitnaði I nótt. Hann lá frá Kleppi upp að Aburðar- verksmiðju i Gufunesi. Búið var að leggja fyrsta áfanga hans þeg- ar hann slitnaði. —ÓH Vestmanna- eyjabátar skemmdust i Kópavogi Tveir trébátar frá Vestmanna- eyjum stórskemmdust við bryggju I Kópavogi í nótt. Þeír lágu upp viö suðurhlið bryggjunn- ar á Kársnesi. Mjög mikill sjó- gangur var þar. Bátarnir nerust upp viö bryggjuna. Talið er, að bönd i þeim séu mjög illa farin. Lunningin á öðrum þeirra er farin öðrum megin. Þriöji bátur- inn, sem var við höfnina i Kópa- vogi, losnaði þaöan frá i gær- kvöldi. Hann rak út, en eftir tals- verða erfiöleika tókst að ná hon- um aftur að bryggju. Kópavogsbúar fengu ekki siöur að kenna á óveðrinu i nótt en aðr- ir. Þakplötur starfsmannahúss Kópavogshælisins fóru af húsinu öðrum megin. Húsið er blokk, talsvert stór. 1 morgun mátti sjá torfur liggja úti á Hafnarfjarðarveginum i Kópavogi. Voru þetta torfur, sem vinnuflokkar lögðu fyrir viku sið- an. En veðurofsinn hefur náð að rifa þær upp og feykja þeim út á götuna. —óH Mest tjón í Breiðholti — stillansar hrundu, bílar fuku á hvolf og þakplötur lógu eins og hróviði út um allt Sex tommu planki fauk yfir 8 hœða blokk Breiðholtið er liklega það hverfi, sem verst hefur farið út úr óveörinu i nótt. Þakplötur fuku eins og hráviði út um allt hverfið. Stillansar hrundu utan af húsum, og bilar fuku hver á annan. Nokkrir fuku einnig á hvolf. Hjálparsveitir skáta og Slysa- varnafélagsins voru kallaðar út i gærkvöldi, ásamt Flugbjörg- unarsveitinni og slökkviliöinu. I alla nótt hafa þessir aðilar unnið ásamt lögreglunni við að bjarga bilum og húsum undan stór- skemmdum. Það var ekki fyrr en klukkan hálf tiu i morgun, sem þessir aðilar hættu störf- um, en eftir voru lögregla og slökkvilið. tbúi i blokk við Vesturbergið tjáði blaðinu i morgun að sér hefði ekki orðiö um sel, þegar hann sá sex tommu planka fljúga yfir húsið, sem hann býr i. Hann býr á sjöundu hæð Hann sagðist hafa fjarlægt börn sin úr þeim herbergjum, sem sneru til suðurs, að veðr- inu. Nokkrir vinnuskúrar rúlluðu af stað i Breiðholtinu. Vinnu- skúrar, sem fóru af stað við Vesturbergið, ultu yfir götuna og lentu á einbýlishúsum þeim megin. Margir bilar urðu fyrir skemmdum af völdum plötu- foks. Lögreglan i Arbæjarhverfi fékk margar hringingar i nótt sem tilkynntu um slikt, og það hélt áfram i morgun. Sendiferðabill fannst á hvolfi á Bæjarhálsinum i morgun. Hann var með öll ljós logandi, en ökumaðurinn hvergi sjáan- legur. Fleiri bilar munu hafa fokið um koll i nótt i Breiðholt- inu, en ekki bar eins mikið á þvi annars staðar i bænum. Einnig bar mikið á þvi, að bil- ar fykju til hliðar og lentu á öör- um bilum. Mikið af mönnum voru á ferli i nótt að reyna að bjarga frá skemmdum. Vegna veðurofsans reyndist það þó erfitt. Þegar fór að lægja i morgun, tókst þó að smala saman meginhlutanum af þeim bárujárnsplötum, sem lágu eins og hráviði út um allt. Sjónarvottar sögðu, að svæðið milli Breiðholts efra og neðra hefði allt verið þakið bárujárns- plötum. Mikið var um gluggarúðu- brot, þegar plötur fuku fram af þökum og brutu glugga i leið- inni. Starfsmenn frá borginni fóru af stað i nótt og hafa unnið stanzlaustásamt trésmiðum við að negla fyrir glugga. Maður sem fór úr Breiðholt- inu i morgun, rakst á vinnuskúr frá Rafveitunni á leið sinni. Lá skúrinn á hvolfi utan i ljósa- staur. Ef staurinn hefði ekki stöðvað hann, hefði hann liklega lent á timburhúsum, sem þar voru fyrir neðan. Einn af bröggum Flugfélags lslands á Reykjavikurflugvelli stóðst ekki veöurofsann I nótt enda kominn lil ára sinna. Mcðal þess, sem inni i bragganum var, var jeppabifreið, sem skemmdist nokkuð- GIFURLEGT TJON A AKRANESI Gifurlegt tjón varð á Akranesi I veöurofsanum sem geisaði i nótt. Björgunarsveitir, slökkvilið og lögregla var allt að störfum I nótt og rétt á meðan lægði öðru hverju á milli hviða, var unnið við að hreinsa járnplötur og annað, sem haföi fokiö. Verulegar skemmdir urðu á þaki Sementsverksmiðjunnar að sögn lögreglunnar á Akranesi. Einnig fór talsvert mikið af járn- plötum af húsum Haralds Böðvarssonar og sömuleiðis ibúð- arhúsum. Járnplötur þær, sem voru á fleygiferð undan vindinum, ollu þvi að rúður brotnuðu I mörgum húsum, en þó urðu litlar slikar skemmdir, miðað við allt það, sem fauk og var á fleygiferð. Sjúkrabill þeirra Skagamanna skemmdist mikið. Hann stóð úti eins og alltaf, og lagðist þakið niður og framrúður brotnuðu. Hann er þvi ekki ökufær eins og stendur. Þak fauk af bilskúr, gömul hlaða fauk aiveg um koll og bilar skemmdust viða. Mikil barátta var við höfnina við að halda. bát- um kyrrum, og sagði lögreglan, aö vindur hefði að minnsta kosti farið 117 vindstig. Er ekki munað eftir öðru eins á Akranesi. I morgun var farið að lægja verulega, og var unnið af kappi við aö tina saman járnplötur og annað lauslegt, svo ekki ylli það frekara tjóni. —EA veðrinu i nótt: Engin alvarleg slys ó mönnum ALLAR BJÖRGUNAR SVEITIR A VAKT — margir á slysavarðstofuna Ekki var I morgun vitað til, aö manntjón eða alvarlegir áverk- ar hafi hlotizt vegna óvcöursins i nótt, en allmikið var um, að fólk kæmi á slysavarðstofuna meö minniháttar áverka, sem rekja mátti til veðursins. AUar björgunarsveitir i Reykjavik og á Suöurnesjum voru á vakt i nótt og fylgzt var með bátum á sjó. t morgun var talið, að allir bátar væru komnir I höfn eða á leið til hafnar. Blaöið hafði samband við slysadeild Borgarspitalans i morgun og fékk þær upplýsing- ar, að miklu meira hafi verið að gera þar I nótt en venjulega að- faranótt mánudags. Var nokkuð um það, að fólk, sem var á ferli úti I nótt, kæmi á slysadeildina með minniháttar áverka, sem áttu rætur að rekja til óveðurs- ins. Engin alvarleg meiðsli var vitaö um vegna þessa. Þá hafði blaöiö samband viö Hannes Hafstein hjá Slysavarnafélagi tslands, og sagði hann, aö strax i gærkvöldi heföi verið byrjaö að kalla björgunarsveitarmenn til starfa. Voru allar björgunar- sveitir I Reykjavik og á Suður- nesjum kallaðar út i nótt, og unnu þær i samráði viö lögregl- una á hverjum stað. Ekki var vitað um nein alvarleg slys, en björgunarsveitirnar fylgdust m.a. með bátum I höfnum. Var hópur á vakt yið Grandagarð i nótt, en enginn bátur mun hafa slitnað upp i Reykjavikur- höfn. Nokkrir bátar slitnuðu frá bryggju á Suðurnesjum. Fylgzt var með öllum bátum á sjó, þar sem óveðrið geisaði, I nótt i gegnum talstöðvar, en ekki var vitað annað i morgun en allir bátar væru komnir eöa á leiö til hafnar. —ÞS Þeir sem voru svo óheppnir að vera með hús I smiöum og slegið upp fyrir veggjum, sváfu ekkiallir mikið i nótt. Mótauppsláttur hrundi vfða um borgina og olli sums staðar spjöllum á nærliggjandi byggingum. Þarna er verið aðnegla fyrir glugga i Siðumúlanum, sem brotnaö hafði þegar timbur fauk á hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.