Vísir - 24.09.1973, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 24. september 1973
Hin neikvæða heimsmynd
bókarinnar er sem sé einnig dreg-
in ofur-einföldum dráttum, það er
heimur firringar og mengunar,
iðnvæðingar, auðs og auglýsinga
sem hér er lýst stórum algengum
oröum, öndverðum náttúrulegum
heimi bernskunnar. Þangað heim
liggur leið skálds:
þetta er mitt land
og þarna á ég heima
einhvers staðar i öllu þessu grjóti
á ég heima
og þarna er hlátur minn og
grátur
spurn mfn og svar,
segir I ljóði sem nefnist Landsýn.
,,Sá sem slær tóna hversdagsins
er skáld”, segir á öðrum stað. A
þá reynir að sönnu óviða i þessum
ljóðum, hvort nærfærin athugun
hins einstaka og sérstaka væri til
þess fallinn að færa sönnur á
mælskulist Péturs Gunnarsson-
ar: hann er að svo komnu einkum
sinnaður fyrir stór og almenn orð
og afdráttarlausar fullyrðingar.
En af andstæðum heims og
drauma, mannlifs og náttúru,
sem ljóðin lýsa þessum hætti,
sýnist að vera sprottinn
hugarmóðury pólitisk mælska sið-
ustu ljóðanna, sjöunda þáttar i
bókinni sem mestur er fyrir sér.
Það er reynt að koma pólitisk-
um orðum að draumnum um feg-
urra, frjórra og fullkomnara
mannlif, eilifa byltingu úrkula
lifs, kalkaðra forma. Þessi texti
er alltaf frisklegur, oft skemmti-
legur — kannski ekki siður
rómantiskur en hann er pólitisk-
ur:
krafan er um iinitmiðun atvinnu-
veganna
baráttan um jafna skiptingu þjóð-
arteknanna
örari hjartslátt
óhamda clsku
og 4000 fullnægingar.
En það sem i fljótu bragði sýn-
ist eftirtektarverðast um bókina
og höfundinn varðar heildarsvip
og stefnu hennar frekar en
einstök ljóð og verðleika þeirra. I
stað þess að snúast inn á við, að
einkalifi og tilfinningamálum,
eins og svo altitt er i daglegri
ljóðagerð sem fyrir ber, snúa
þessi ljóð sér út á við, leita sér
viðfangs við heiminn, þjóðfélagið
og mennina. Vera má að hér sé
upphaf visvitaðrar pólitiskrar
ljóðlistar, þess skorinoröa ljóðs,
sem ætli sér og eignist hlutdeild i
pólitiskri baráttu. Vera má. En
að svo komnu er gleggst hið
rómantiska óþol, óþreyja sem ber
uppi hina miklu mælsku
höfundarins, fagnandi vissa
þeirra um sifellda breytingu,
verðandi hlutanna og heimsins.
Hún birtist t.a.m. i endurteknum
myndum getnaðar I bókinni:
Jónsson sem lengi var forstjóri
Nýja biós i Reykjavik. Frásagnir
Guðnýjar kunna að þykja fróðleg-
ar til marks um uppruna og upp-
vöxt Einars Jónssonar, ásamt
hans eigin minningum, umhverfi
og aldarhátt sem ól af sér list
hans. Það kann að vera, en það
sem i fljótu bragði gefur bókinni
gildi fyrir lesanda er hin hátt-
prúða lýsing bliðlyndrar og
draumhugullar æsku i skjóli
sveitarinnar forðum, manna og
dýra, þau látlausu ævintýri
hversdagslifs sem hún lýsir.
Það gerist ekki neitt. En það
erljóstað tiðindi voru i vændum.
Samt skilur hver dagur eftir spor
þó ekki sé nema sæði
sem smó inni leggöng konu
og kveikti skritið lff
verðandi
ég er sæðisfruman sem boraðist
inní egg
ég er myndbreytingar
ég er leirinn sem var gripinn og
mótaður
af umhverfi og tima
ég er ferli
maður!
þú ert sæði
þú ert samruni eggsins og
frumunnar
þú ert timinn sem þú fæðist til
maður þú ert ferli
Mest er kannski um það vert að
með sinni miklu mælsku, ofur-
ljósa og einfalda stilshætti tekst
höfundi að sannfæra lesanda um
llfsvitund ljóðanna, þá sælu lifs-
trú sem hér er hvarvetna verið að
lýsa — og skiptir þá minna máli i
bili þótt einstök ljóð og dæmi i
bókinni sé ekki allténd ýkja „góð-
ur texti”, ein sér:
þvi lifið kveður dyra
og ryður af sér timans logna fargi
of lengi barstu vatn i lekri fötu
og burðaðist með afskræmt tón-
villt lif
nú skaltu frjáls og æska i hverju
svari
orð þin vængjuð spinna nýjan
sannleik
sjálft lifið er I vil
og Ijós heimsins i hjörtum okkar.
Hitt verður svo að biða betri
tiða að sjá hversu tekst að ávaxta
þessa trú i frjóum og frumlegum
skáldskap — hvort hún stenzt ein
sér, laus úr svo slitnum glósum
máís og hugsunar sem i þessu sið-
asta dæmi hér að ofan. Úr þvi hún
kemst af með þeim ætti hún að
blómstra án þeirra.
Gömul saga
Einu sinni var maður, sem gaf konunni
sinni hrærivél. Það var venjuleg hrærivél.
Alla tíð síðan hrærði konan skyr þrisvar
í viku og kökudeig fyrir jólin og páskana.
Það var það eina, sem hrærivélin kunni.
Eða var það kannski konan, sem kunni
ekki á hrærivélina?
Enginn hefur nokkru sinni fundið svar
við þeirri spurningu.
N/saga
£
|
Hjón nokkur keyptu sér hrærivél í fyrra,
það var Kenwood Chef. Vélin hrærði skyr
og deig, þeytti rjóma við hátíðleg tækifæri
og hnoðaði deig í brauð, þegar vel lá á
konunni. Hjónin höfðu heyrt að svona vél
gæti gert allt mögulegt og fóru að athuga
málið. Það reyndist rétt. Smám saman
fengu hjónin sér ýmis hjálpartæki með
vélinni sinni. Og nú er svo komið að þau
láta hana skræla kartöflur og rófur, rífa
og sneiða gulrætur, rófur, agúrkur, lauka,
hvítkál og epli, hakka kjöt og fisk, pressa
ávaxtasafa úr appelsínum, greipaldinum
og sítrónum og mala kaffibaunir. Seinna
ætla þau að fá sér myljara og dósahníf og
kannski fleira. Maturinn á heimilinu er
orðinn bæði betri og fjölbreyttari en áður
var. Hann er líka ódýrari því hráefnið nýtist
til hlítar, krakkarnir borða meira en áður
af grænmeti og ávöxtum. Þeim finnst svo
sniðugt að sjá hvað þessi undravél getur
gert. En það ótrúlegasta er samt, að svona
vél með stálskál, þeytara, hnoðara og
hrærara kostar ekki nema kr. 14.775,00.
Þetta er sagan um Kenwood Chef.
1 Kenwood Chef
HEKLA hf.
Laugavegi 170-172.
Sími 21240 og 11687.