Vísir - 25.09.1973, Side 16
vísir
Þriðjudagur 25. september 1973
Þjófurínn
MÖRG KÍLÓ AF „DÓPI"
Á MARKAÐNUM ISUMAR
— vika síðan fram-
kvœmdir voru stöðvaðar
„Það hefur ekkert gerzt i mál-
inu, sem skiptir máli, siðan fram-
kvæmdir Miðbæjarframkvæmda
sf. voru stöðvaöar”, sagði Björg-
vin Sæmundsson bæjarstjóri i
viðtali við Visi i inorgun.
„Forráðamenn fyrirtækisins
hafa enn ekki átt viðræður við
bæjarráö. Mér skilst aö sumir
þeirra hafi verið utanbæjar, og
þeir þvi ekki getað komið til
fundar. Ég býst þó við aö það
verði á næstunni, sem viöræður-
nar hefjast”, sagði Björgvin.
Hann sagöi, að þessar viöræður
myndu fyrst og fremst ganga út á
það að eyða ágreiningi um túlkun
á samningi milli fyrirtækisins og
bæjarins.
„Ef það tekst ekki, þá verður aö
finna einhverja samkomulags-
leið”.
Framkvæmdirnar í grunn-
inum, sem Miðbæjarfram-
kvæmdir sf. hafa til umráöa, hafa
nú legið niðri i viku.
Talsvert mikið af timbri hefur
þó verið flutt á staðinn og viröist
allt vera tilbúið til mótauppslátt-
ar.
—ÖH
BJARGRÁÐASJÓÐUR ÆTTI AÐ
BÆTA TJÓNIÐ — eit er blankur
„Bjargráöasjóður hefur á
hvcrju ári hlaupið undir bagga
með einstaklingum og fyrirtækj-
iim, þcgar þeir hafa orðið fyrir
tjóui af völdum náttúruhamfara
af ýmsu tagi,” sagði Magnús
Guðjónsson framkvæmdastjóri
Bjargráöasjóðs i viðtali við Vfsi I
morgun.
„Þetta er gert samkvæmt 8.
grein laga sjóðsins, þar sem
heimilt er að bæta meiri háttar
tjón á lausafé og fasteignum af
völdum ýmiss konar náttúruham-
fara”, sagði framkvæmdastjór-
inn ennfremur.
Að sögn Magnúsar verður mál-
ið tekið fyrir hjá stjórn sjóðsins á
fimmtudag, og hann sagðist einn-
ig eiga von á tilmælum frá borg-
arstjórn um, að tjón verði bætt.
„Bjargráöasjóður getur að visu
ekki veitt mikla aðstoð af eigin fé
sinu, þvi laust fé, sem almenna
deild sjóðsins hefur yfir að ráða,
er ekki nema um það bil 20 millj-
ónir og hefur það vafalaust litið
að segja til að bæta tjóniö, sem
varð um helgina.
Magnús Guðjónsson sagði, að
venjulega hefði Bjargráðasjóður
veitt aðstoð sina i formi vaxta-
lauss láns til 5 ára og meö ábyrgð
viðkomandi sveitarfélags.
Yfirleitt væri aðeins lánuð
upphæð, sem næmi hluta tjónsins,
og i fyrri tilvikum hefði verið sett
lágmark, sem tjón þyrfti að
nema, til að sjóðurinn lánaði
vegna þess.
Bjargráðasjóður hefur tekið
stórfé aö láni, þegar þörf hefur
verið á. Þegar kal var sem mest i
túnum bænda fyrir nokkrum
árum, var tekið lán, sem nam á
annað hundrað milljóna króna til
að geta aðstoðað þá.
Sjóðurinn hefur bætt tjón vegna
veðurofsa viðs vegar um landiö,
svo sem á Akureyri 1967, þar sem
tugir einstaklinga urðu fyrir
tjóni, einnig hafa verið veitt lán
vegna tjóna á Siglufirði, Selfossi,
Skagaströnd og viðar.
Magnús Guðjónsson sagði, að
upphæð tjóna væri venjulega
metin af til þess kvöddum mats-
mönnum, og til dæmis þegar
tjónið varð á Akureyri, hefði bær-
inn tekið lánið og siðan endur-
lánað það til þeirra, sem fyrir
tjóni urðu.
— CG
FA SJALFBOÐALIÐARNIR GREITT?
Trésmiðum skipað í vinnuflokka
Trésmiðir munu ekki vinna i
sjálfboðavinnu áfram, heldur er á
döfinni að skipuleggja vinnu-
flokka, með vissum hópi manna,
sem vinnur þá eftir reikningum,
sagbi okkur Benedikt Héðinsson
hjá Trésmíöafélagi Reykjavfkur,
þegar við höfðum samband við
hann i morgun.
Vinnuflokkarnir hafa ekki verið
skipulagðir ennþá, en þeim er
ætlað aö ljúka við skemmdir, sem
urðu vegna ofsaveöursins sem
geisaði I fyrrinótt. Ekki er vitað i
hversu marga menn næst, en
margir trésmiðir eru fastir i
vinnu, og svo áttu sér einnig staö
skemmdir á vinnustööum þeirra.
Almestar skemmdirnar uröu i
Árbæjar- og Breiöholtshverfi, og
veröur lögð mest áherzla á viö-
gerðir þar, svo og nokkur hús i
gamla bænum, svo sem fyrirtæki
og annað.
Aö sögn Benedikts hefur verið
rætt um þaö hjá Almannavarna-
nefnd, að trésmiðir þeir, sem
upphaflega unnu i sjálfboðavinnu
eftir óveðriö, fái vinnu sina
greidda, en ekki gat Benedikt þó
upplýst það nánar, en sagði, að
trésmiðir hefðu upphaflega unnið
þetta i sjálfboðavinnu og ekki
búizt viö greiðslu.
—EA
URKOMA MÆLDIST
12 MM í NÓTT
En sjaldon hefur dunið svo á þökum og
gluggum sem á tímabili í gœrkvöldi
Það var eins og ftóðgáttir
himins opnuðust, varð mönnum
að orði, eftir skúrina, sem gerði
laust fyrir klukkan 8 i gærkvöldi.
Það er ekki á hverjum degi sem
svo dynur á þökum og gluggum
Reykvikinga, og bílar þurftu á
timabili að ösla i gegnum polla og
svo mikla vætu, að varla sá út úr
augum. .
A veðurstofunni er úrkoma
mæld fyrir miklu lengri tima en
þetta „vætu” timabil reyndist
vera, og þvi liggja ekki fyrir tölur
um hversu mikil úrkoman var,
þegar mest var. En frá klukkan
18 i gærdag og fram til klukkan 9 i
morgun mældist úrkoman 12
mm, sem er þó nokkuð.
Og hann heldur áfram aö rigna,
þó að vindurinn hafi aö mestu
kvatt. Reykvikingum finnst vist
varla vindur lengur, þó hann
blási, eftir fellibylinn. 1 dag er
spáö rigningu til að byrja með,
nokkuð stöðugri, með suðvestan
vindi. 1 dag verður svo suðvestan
átt meö skúrum er á liður.—EA
vildi meira
— og brauzt því aftur
inn í sama húsið
Taliö er liklegt, að sami þjófur-
inn hafi vcriö að verki I inn-
brotum, sem voru framin tvisvar
i sama húsið um helgina.
Húsiö, sem brotizt var inn i, er
við Baldursgötu. Ung stúlka, sem
býr i þvi, kom heim klukkan eitt á
laugardagsnóttina. Þá sá hún, að
rúöa haföi verið brotin og einhver
farið inn. Úr ibúðinni var heil-
miklu stolið frá stúlkunni. M.a.
hvarf skinnkápa, kjólar og buxur
og ilmvötn. Otvarpstæki segul-
band, gullhringir og armband
fóru sömu leið.
Stúlkan tilkynnti innbrotið
strax til lögreglunnar. Lögreglan
gat þó ekkert að gert.
Fullorðinn maður, sem býr I
húsinu, kom heim næsta kvöld um
klukkan hálftiu. Þá var ibúðin
uppljómuð, og rúöa hafði verið
brotin i hurðinni.
Maðurinn sá aö einhver var
inni I ibúðinni. Sá, sem inni var,
hafði tekið til stóra ferðatösku og
var að bisa við plötuspilara og
hátalara inni i ibúðinni.
Maðurinn læddist burt frá
húsinu og fór yfir i næsta hús. Þar
hringdi hann I lögregluna.
En þjófurinn varö mannsins
var og hljóp i burtu. Hann var
horfinn þegar lögreglan kom á
staðinn.
Lögregluna grunar þó fastlega,
að hér sé um sama manninn að
ræða. Hafi hann komið til baka i
seinna sinnið til að ná i meira.
—ÓH
Engar viðrœður
enn um miðbœ
Kópavogs
,,Svo virðist vera
sem allnokkurt magn
af hassi og LSD hafi
verið i umferð i sumar.
Miðað við framboð og
markaðsverð, þá gæti
ég gizkað á, að nokkur
kiló af þessum efnum
hafi verið i veltunni”,
sagði Ásgeir Friðjóns-
son, dómari i fikniefna-
málum i viðtali við Visi
i morgun.
„Ferðir ungmenna til útlanda
á sumrin virðast auka magn
eiturlyfjanna á markaðnum,”
sagði Asgeir ennfremur.
Undanfarið hefur fikniefna-
deildin átt við nokkur smærri
mál vegna fikniefnaneyzlu.
Taliö er, aö þar hafi fyrst og
fremst veriö um einkaneyzlu að
ræða. Stúlkan, sem var tekin
fyrir að koma meö heilt kiló
fyrir stuttu, er þó undantekning.
Taka hennar rennir þó stoðum
undir það, að hún sé ekki eini
aöilinn, sem hefur reynt að
koma með fiknilyf meö sér til
landsins.
Asgeir sagði, að hasshundur-
inn væri sifellt að vinna viö að
leita I pósti og farangri.
Ekki vildi Asgeir fullyrða
neitt um markaðsverö á fikni-
efnum núna.
„Veröið fer svo mikið eftir
framboði. Mikið framboð eins
og I sumar táknar lægra verð.
Svo, þegar birgðirnar minnka,
þá hækkar það. Einnig hefur
það talsvert að segja, hversu
mikiö er keypt. A þessu sviði
gilda verzlunarlögmál eins og
magnafsláttur og fleira”.
—ÓH
l»ctta eru skemmdirnar, sem urðu fremst á stjórnboröshlið varðskipsins Ægis, þegar brezka herskipið Lincoln sigldi í veg fyrir það. Sjópróf eiga
að hefjast i dag fyrir Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur vegna málsins. Þar gefst Bretum kostur á að mæta, en ekki var vitað i morgum hvort
cinhvcr mundi mæta fyrir þeirra hönd.