Vísir - 11.10.1973, Síða 2
2
Vlsir. Fimmtudagur 11. október 1973.
VÍSIRSm:
Þekkió þér dæmi þess, aö fólk
borgi óvenjuháa húsaleigu?
Kristinn Bjarnason, verzlunar-
maöur: — Nei, ég er litiö kunnur
þessum málum. Það heyrist auð-
vitaö alltaf manna meðal ýmis-
legt, en ég kann engin dæmi að
nefna.
Asgeröur Pálsdóttir, gangastúlka
á Landakoti: — Ég veit dæmi til
þess, að tveggja herbergja ibúð
sé leigð á 14 þúsund krónur. Mér
finnst þaö óskaplega hátt. Fjöl-
skylda min er aftur á móti með
ágætis húsaleigu, borgar 5
þúsund á mánuöi fyrir heilt hús i
gamla bænum.
Jórunn Sörensen: — Ég þekki
slikt ekki persónulega. En ég hef
heyrt rosalegar tölur um
leiguverð. Ég hef einnig heyrt,
hvernig farið sé að þvi aö ná sem
mestu út úr ibúðarleigu. Þá er
fólk látið senda tilboð. Siðan
boðar ibúðareigandinn alla á
vettvang, sem sendu tilboð, og
lætur þá bjóða i leiguna. En sjálf
er ég svo heppin aö þurfa ekki að
leigja.
Etelka Tamminen, finnskur
sendikennari: — Það fer mikiö
eftir launum, hversu dýr húsa-
leigan er fyrir hvern og einn. Sjálf
borga ég dýra húsaleigu, eða 10
þúsund á mánuöi fyrr gott her-
bergi með eldhúsi. Það er það
sama og borgað er fyrir lúxusibúö
heima i Finnlandi.
Hilmar Þorbjörnsson, lögreglu-
þjónn: — Kunningi minn borgar
16 þúsund fyrir 3 herbergja ibúð.
Mér finnst það anzi mikið. Sjálfur
bý ég i eigin húsnæði, sem betur
fer. Égheld þaðséóhættað segja,
að það er dýrt að vera svo
fátækur að geta ekki verið i eigin
húsnæði.
Hallgrimur Björnsson, verkfræð-
ingur: —Ég þekki litið til þessara
mála. Þó hef ég heyrt um, að
borguð séu um 14 til 20 þúsund
fyrir tveggja til þriggja her-
bergja ibúðir. Sennilega á það sér
stoð i raunveruleikanum.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Hringið í síma 86611
6 milli kl. 13*15
c/Vlenningamiál ,1
Alltaf sama Ijós
Það rr oft sagt að
Iriklist té list andar-
taksins srm llður hjá
og dryr um Irið. aldrri
rndurtekin I alvrg
óbrryttri mynd. Þaö rr
kjálfsagl jafnsatt og
hitt — að Iriklisi sr rin-
mitt list endurtrkning-
arinnar. öbrrnglaðar.
ofolsksaðar rndurtrkn-
ingar sóniu lllfinninga,
»s ipbrigða og blæ-
bri|ða máls og sálar-
llfs ugans srm blikar
aflu ng aftur. alltaf
Ævar R. Kvaran f
„ALLTAF SAMA LJOS"
Með þessu heiti skrifar blaða-
maðurinn ólafur Jónsson grein i
Vfsi þ. 8. okt. s.l. í svokallaða dag-
bók. Þar auglýsir þessi maður,
sem hefur útnefnt sjálfan sig leik-
listardómara, eftir leiðbeiningum
um það frá leikurum, hvernig eigi
að skrifa gagnrýni.
Hann virðist ekki geta áttað
sig á þvi, hvað að sé i skrifum sin-
um og dómum, og óskar eftir
„skilmerkilegum” ábendingum i
þessum efnum. Það var ekki
seinna vænna. Að visu hefði það
sparað honum marga vitleysuna
að kynna sér þessi mál áöur en
hann tók að skrifa um þau frá
sjónarhóli eins konar dómara.
Það vill nú svo til, að það má
byrja þessar ábendingar til
blaðamannsins með þvi að vitna i
upphaf þessarar sömu greinar,
sem ekki nægir minna en þrjár
fyrirsagnir: Dagbók, Menningar-
mál og svo sérstakur titill úr
greininni sjálfri: Alltaf sama Ijós.
Greinin hefst á eftirfarandi feit-
letraðri klausu:
„Það er oft sagt að leiklist sé
list andartaksins sem llöur hjá og
K.A. hringdi:
„Einhver bezti kostur, sem ég
legg mér til munns, er súrsað
hvalrengi, enda er það 1. flokks
matur. En það er með það, eins
og annað eftirsóknarvert, að þaö
er torfengið.
Hér er þó veiddur hvalur á
sumrum, en samt fæst þetta ekki
á markaðnum. (Það er alveg eins
og með saltfiskinn okkar blessað
an, að þessi fiskveiðiþjóð og salt-
fiskframleiðandi veitir ekki sjálf-
um sér þann munað að borða 1.
flokks vöruna.)
Hvalurinn er nefnilega allur
seldur úr landi, eða að minnsta
kosti það bezta af honum. T.d. er
kviðrengið, sem er soðið, selt
Japönum. Það er einhver bezti
hlutinn af hvalnum. (Þetta hvita
lungamjúka rengi, en ekki gula
trefjaða trosið, sem selt er.)
Ég hef mikið leitað i matvöru-
verzlunum að þessu, en kaup-
menn segja mér, að þeir hafi sótzt
eftir þessu og verið synjað um
það.
Þvi vildi ég koma þvi á fram-
færi (eftir áskoranir kunningja,
sem eru sama sinnis), að okkur
íslendingum yrði leyft að njóta
einhvers þessa lostætis.”
aldrei hefði sjálfur skrifað neitt
að gagni. Hann sætti sig liklega
ágætlega við það — eða hvað?
Satt að segja ætti þessi orðvimu-
maður ekki að tala mikið um við-
kvæmni fyrir skoðunum annarra.
Hann er sjálfur enn að glima við
þau vonbrigði, sem hann og félag-
ar hans urðu fyrir i vor, þegar
Baldvin Halldórsson lýsti áliti
sinu á skoðunum þeirra með þvi
að hafna þessari árlegu einkunn-
argjöf, silfurlampanum. Þar naut
Baldvin stuðnings þeirra, sem
unna islenzkri leiklist, eins og
heyra mátti á undirtektum
leikhúsgesta þetta eftirminnilega
kvöld.
Það er komið nýtt leikár, en
Ólaf Jónsson sviður ennþá undan
þessari opinberu ádrepu, sem
vakti verðskuldaða athygli og
umtal um fánýti þessarar verð-
launaveitingar. Siðan er hann
með leikara á heilanum.
„Leikdómarnir” nægja honum
ekki lengur. Hann er farinn að
skrifa um okkur i menningardag-
bækur lika!
Ólafur skrifar i menningardag-*
bók sina, að hér áður hafi einatt
verið um það talað, að leik-
dómendur væru menntunarlausir
menn á þessu sviði.
En þessi gagnrýni um gagn-
rýnendur hafi af einhverjum
ástæðum fallið niöur með öllu
„þegar hinn lærðasti maður i
leikhúsvisindum tók til starfa
við leiklistargagnrýni i blöðum”.
Leikarar hafa aldrei haldið
uppi stöðugri gagnrýni á þessa
sjálfumglöðu sjálfskipuðu
dómendur leiklistar i dagblöðun-
um, þótt komið hafi fyrir að
mönnum hafi blöskrað þruglið.
Hitt er annað mál, að það má svo
sem láta þetta eftir þeim, ef þeir
óska sérstaklega eftir þvi, eins og
Ólafur Jónsson. Annars er það
vandséð, hvernig það getur bætt
úr menntunarskorti ólafs i
leiklistarmálum, að lærður mað-
ur i þessum efnum skrifi i annað
dagblað.
Þá er ólafur hneykslaður á þvi,
að stundum hafi heyrzt, að
leiklistargagnrýnendur þurfi að
réttu lagi að vera heimamenn i
leikhúsum, leikhusmenn, ef ekki
leikarar sjálfir. Segir hann að nú
sé úr þessu bætt með nýjum
gagnrýnanda leiklistar sem sjálf-
ur sé reyndur leikhúsmaður.
Jónas Jónasson sé farinn að
skrifa um þessi efni i Alþýðublað-
ið.
Ég óska Alþýðublaðinu til
hamingju með það. En hvers á
Visir að gjalda?
deyr um leið, aldrei endurtekin I
alveg óbreyttri mynd. Það er
sjáifsagt jafnsatt og hitt — að
leiklist sé einmitt iist endur-
tekningarinnar, óbrengiaðar,
ófölskvaðar endurtekningar
sömu tilfinninga, svipbrigða og
blæbrigða máls og sálarlifs, aug-
ans scm blikar aftur og aftur,
alitaf sama Ijósi”.
Þetta er vægast sagt þoku-
drungað. Hvaða skilning er les-
anda ætlað leggja i þetta orða-
gjálfur? Honum er I sömu andrá
sagt, að leiklistin sé aldrei endur-
tekin og að leiklistin sé einmitt
list endurtekningarinnar! Annað-
hvort veit maðurinn ekki hvað
hann vill, eöa getur ekki komið
orðum að þvi, þannig að skiljan-
legt verði. Nema þá hvort tveggja
sé.
Þá skulum við rýna svolitið
betur í þessa menningardagbók
Ólafs Jónssonar. Skömmu siðar i
þessari furðulegu grein kemst
blaðamaðurinn svo að orði: „Sem
betur fer gleymast flestallar
leiksýningar jafnharðan eins og
annað sem fyrir ber. En hitt
munu allir leikhúsgestir þekkja
af sjálfsreynsluGeiksýningar sem
viðhaldast furðanlega ófölskvað-
ar i minni manns um ár og dag.
Það eru hinar stóru stundir i
leikhúsinu — þótt maður beri
kannski ekki kennsl á þær fyrr en
eftir á”.
„Sem betur fer gleymast flest-
allar leiksýningar jafnharð-
an....” Það er ekki litið gleðiefni.
Hitt er aftur á móti ekki alveg
vist, að það verði þær sýningar,
sem ólafur Jónsson vill að fólk
gleymi. Þó viðurkennir hann að
til séu leiksýningar sem ekki
gleymist en „Það eru hinar stóru
stundir i leikhúsinu — þótt maður
beri kannski ekki kennsl á þær
fyrr en eftir á”.
Já, það er nú einmitt það. Eftir
að búið er.að skrifa um þær, eða
hvað?
ólafi blaðamanni verður tið-
rætt um það, að leikarar séu
uppnæmir fyrir umtali og dómum
um sig og sin verk. Segjum að
Ólafur væri rithöfundur og fengi
um sig á prenti 8 til 10 sinnum á
ári þröngsýnisþrugl sjálfskipaðs
bókmenntagagnrýnanda, sem
Samhœfing
Bjart var af degi og stirndi á stein.
Eftir stjarnlausa nótt gekk ég mannfá stræti.
A götunni miðri mætti mér hrein
mey ein, scm hló og söng af kæti.
Gleðimey var hún og gekk þarna ein
og geysi mjög langaði I nánari kynni,
þvi rommflaska i hennar höndum skein,
en helviti mikið af kók i minni.
Ben. Ax.
HVALRENGI
ÓFÁANLEGT