Vísir - 11.10.1973, Side 3
Visir. Fimmtudagur 11. október 1973.
3
Við lögðum á
ökutœkjum á
annað þús.
síðasta árí
Það gegnir sama
máli með bilinn okkar
og þarfasta þjóninn
fyrrverandi, einn dag
þurfum við að sjá á bak
þeim báðum. Á siðasta
ári einu saman voru af-
skráð á annað þúsund
ökutæki. Þar með talin
bifhjól og vöru-
bifreiðar.
Strangt til tekið voru
ökutækin 1846 talsins, en þar af
voru fólksbifreiðar 1542. Er það
dágóð prósenta af bifreiðaeign
landsmanna, sem i ágúst-
mánuði siðastliðnum var orðin
55 þúsund.
Enn eru i umferð fjölmargar
bifreiðar frá bilaárinu 1955, en
frá þvi ári eru helmingi fleiri
bifreiðar i umferðinni en frá
árinu eftir, eða samtals 1212
bifreiðar. Frá árinu áður eru
svo hins vegar ekki nema 357
bifreiðar við liði ennþá.
Á siðasta ári sögðum við skilið
við samtals 201 bifreið frá
smiðaárinu 1955, en næstmestur
fjöldi afskráðra bifreiða á
siðasta ári var frá ’63, eða 145
bifreiða. Aðrar árgerðir, sem
misstu á siðasta ári yfir
hundrað bifreiðar úr sinum
röðum, voru 62, 60 og 59.
Elztu bifreiðarnar, sem
afskráðar voru á siðasta ári
voru frá 1938 og voru þær tvær
talsins. Og hafa þær mjög
sennilega ■ verið orðnar
mosagrónar.
Þó svo að bifreiðainn-
flutningurinn hafi aukizt svo
stórkostlega, sem raun ber
vitni, hefúr það ekki færzt að
sama skapi i vöxt, að bifreiðar
séu afskráðar og þeim lagt.
Hins vegar mun það vera að
færast meira i vöxt, að skóla-
piltar, sem vinna fyrir góðu
kaupi á sumrin, kaupi sér eldri
bila tilaðskrölta á i skólann. Og
það er orðið meira áberandi en
áður, að ungt fólk, sem vinnur
allt árið, kaupi undir sig nýja
bila.
Þeir verða stöðugt færri, sem
þurfa að fá bilinn lánaðan hjá
„kallinum”,þegiará aö „skutlast
til piunnnar”.......
—ÞJM
KLOFAÐ YFIR
VCRÐBRÉFA-
StNDINGAR
Aðalpósthúsiö i Reykjavlk
— ef menn vilja sjá með eigin
augum, hvernig sáttir sitja
hvaö þrengst, þá mun upplagt
að lita til þeirra, sem flokka
póst I gamla húsinu við Póst-
hússtræti. Inn um opnu dyrnar
fnyndinni kemur fólk utan af
tunni, sem þarf erindi aö
reka á Pósthúsinu, og stund-
uin þegar mikið er áð gera,
t.d. kringum jól, þá hrúgast
pósturinn upp þarna i gang-
SKÁTAR GJÖRBREYTA
BÚNINGUM SÍNUM
— grœnar peysur
og rauðir klútar í stað
gamla skátabúningsins
með öllum merkjunum
Tveir Reyk-
víkingar steia
ó Akureyri
l.ögreglan á Akurcyri fór á
stúfaua i fyrrinótt til að leita að
bifreið, sem stolið var um
klukkan 3. Vitni gátu gefið
lýsingu álveimurmönnum, sem
citthvaö gætu hafa verið við-
riönir stuldinn.
Lögreglan leitaði að þessum
mönnum og fann þá klukkutima
siðar. Þá voru þeir með ýmsa
muni á sér, svo sem merkibyssu
og lyf úr sjúkrakassa.
Þeir voru yfirheyrðir, og kom
þá i ljós, að þeir höfðu brotizt inn
i Ólaf Magnússon EA, sem lá við
Torfunesbryggju.
Mennirnir höfðu skrámazt tals-
vert á handleggjum við
bilstuldinn og innbrotið, og þurfti
að gera að sárum þeirra á
spitalanum. Þeir voru báðir
ölvaðir og settir inn meðan
rynni af þeim.
Mennirnir eru báðir úr
Reykjavik. —óH
Frádregið til skatts,
sem gefíð er
til dýraverndunar
Þeir, sem gefa einhverja
fjárupphæð til Sambands dýra-
verndunarfélaga islands, geta
fengið upphæöina frádregna til
skatts.
Þetta sagði Jórunn Sörensen,
formaður sambandsins, þegar við
ræddum við hana i morgun, en
sambandið fékk þessa undanþágu
fyrir stuttu siðan.
Þeir sem þvi vilja styrkja
málefnið lækka um leið skattinn.
Þá má geta þess að girónúmer
sambandsins er 44000. —EA
„Nýi skátabúningurinn verður
talsvert ólikur þeim gamia. Nú
klæðast allir skátar dökkgrænum
peysum. Skátaklúturinn verður
vinrauður. Að öðru leyti verður
skátafélögunum frjálst að ákveða
nánar um útlit búningsins”, sagði
Guðbjartur Hannesson erindreki
Bandalags islenzkra skáta i við-
tali við Visi
Stjórn bandalagsins hefur gert
þessar tillögur um búninginn, og
þær lagðar fram á skátaþingi,
sem verður haldið um helgina i
Keflavik.
Guðbjartur sagði, að það hefði
lengi staðið til að breyta skáta-
búningnum. Skátastúlkur hafa
verið einna óánægðastar með
sinn búning.
„Sennilega verða samt margir,
sem sakna gamla búningsins.
Það er óneitanlega gaman að sjá
skáta i búningum sinum ganga
saman i hópum, en búningurinn
var bara orðinn full dýr i fram-
leiðslu. Einnig þurfti að vera auð-
velt að framfylgja þvi að fólk gæti
fengið sér búning”, sagði Guð-
biartur.
Samfara þvi að búningurinn
breytist, mun eitthvað minnka af
þvi merkjaflóði, sem skátar hafa
löngum þakið búninga sina meö.
„A þessu skátaþingi núna um
helgina verður geysimargt, sem
þarf að ræða og ákveða. Meðal
annars verður þar rætt um fyrir-
hugað landsmót skáta. Það á að
halda landsmótið að Úlfljóts-
vatni, og við erum þegar farnir að
undirbúa það. Rammi þess móts
verður landnámið, og landnám
skáta að Úlfljótsvatni”.
Þegar er búið að ákveða móts-
daga, en það er 13. til 21. júli
næsta ár. Búizt er við hátt á
þriðja þúsund manns —OH
Prófessor Ólafur Björnsson rektor
— Magnús Múr hefur beðizt lausnar
Magnús Már Lárusson, rektor
Háskólans hefur beðizt lausnar
frá embætti sinu þegar i stað, og
mun varaforseti Háskólaráðs
gegna rektorsstörfum, þar til
rektorskjör hefur farið fram.
Raunar hafði samþykkt við
lausnarbeiðni rektors ekki bor-
izt frá rikisstjórn til Háskólans i
morgun, og þvi gátu menn þar
litið sagt um lausnarbeiðni
rektors. Lög um uppsagnarfrest
opinberra starfsmanna herma,
að hann skuli vera þrir
mánuðir, en hægt er þó að biðj-
ast lausnar „þegar i stað”, ef
sérstaklega stendur á.
Ólafur Björnsson prófessor
er varaforseti Háskólaráðs
siðan 12. september s.l., og mun
hann gegna störfum rektors frá
þvi hann lætur af störfum og
þar til rektorskjör hefur farið
fram.
„Svar við lausnarbeiðni hefur
ekki borizt hingað”, sagði
háskólaritari i morgun,” og fyrr
en það hefur orðið, munum við
ekki huga að neinum málum
varðandi kjör nýs rektors. Við
vitum enda ekkert um það,
hvort lausnarbeiðnin verður
samþykkt.” — GG
T/on vegna
óveðursins enn
að koma í Ijós
„Okkur berast stöðugt tilkynn-
ingar um skaða, sem orðið hefur i,
óveðrinu á dögunum”, sagði
Jóhannes Magnússon hjá Reykja-
víkurborg, scm starfar við mót-
töku tilkynninga um óveöurstjón.
„Bæði er um að ræða tjón, sem
fólk hefur ekki uppgötvað fyrr en
seint, og einnig erðu sumir sér
ekki strax ljóst, að ekki var nóg
að lögregluskýrsla væri tekin um
tjónið”, sagði Jóhannes ennfrem-
ur.
„Allur matskostnaður er
greiddur af Reykjavikurborg, en
vegna misskilnings i byrjun tóku
matsmenn greiðslu af tjónþolum.
Nægir að framvisa þeim
reikningum hér hjá borgarverk-
fræðingi, og munu þeir þá verða
endurgreiddir.”
Að sögn Jóhannesar hafa komið
til hans 97 beiðnir um mat á
skemmdum fasteigna og lausa-
fjár. Þeir einstaklingar væru þó
vafalaust mun fleiri, sem fyrir
skaða hefðu orðið, þvi yfirleitt
væri aðeins einn aðili, sem til
dæmis óskaði eftir mati á einu
stigahúsi.
Engar upplýsingar liggja fyrir
um heildartjón vegna óveðursins
I Reykjavik, en beiðni um mat á
tjóni verður að hafa borizt fyrir
19. þessa mánaðar.
— ÓG