Vísir - 11.10.1973, Síða 5

Vísir - 11.10.1973, Síða 5
‘ Visir. Fimmtudagur 11. október 1973. LÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson ■ ■ 4,ildarleiíurtnn heldur áfrömen skflw fitir si^liggjandi tvist og bast l|k her- mannanna, sem fórnað er ©fn^ Qg peðum a skökborði. — israelskt vféla- fylki ,sést hér hréða sér i fremsto ýlglinu á Golái^þæðum og l^ty|>þá enginh sig skipta lík sýrlenzká skrið- drekamannsins. . * Á fimm dögum striðsins hefur safnazt sægur slikra „minjagripa” í Sinaieyði- mörkinni, eins og þessi egypzka þyrla, sem israelsmenn skutu niður. í bak- grunninum má sjá israelskan skrið- dreka þyrla upp rykmekki á ferð sinni um eyðimörkina. HART BARIZT VIÐ SÚEZ Hersveitir fsraela og Egypta hrekjast fram og til baka yfir skipaskurðinn ísrael veitti litla mótspyrnu í gœr, en hóf gagnsókn í gœrkvöldi og í nótt Egypzkar hersveitir streymdu áfram yfir Súez- skurðinn í gærdag og mættu lítilli mótstöðu af hálfu ísraelsmanna, eftir því, sem fréttamenn skýrðu frá, sem Egyptar leyfðu að fara allt að 5 km austur fyrir Súezskurð á vígstöðvarnar í Sinaíeyði- mörkinni. Sögðu fréttamennirnir, að israelsmenn hafðu haft sig litið i frammi á landi, en hins vegar hefðu flug- vélar þeirra varpað sprengjum á allt, sem á hreyfingu sást. En i morgun sögðu fsraels- menn, að hersveitir þeirra hefðu hrakið sveitir Egypta aftur vestur yfir skurðinum og fylgt á eftir yfir skurðinn sunnarlega. Israelsku sveitirnar voru sagðar hafa hörfað siðan aftur yfir skurðinn eftir að hafa lokið af ætlunarverkum sinum á vestur- bakkanum. Ennfremur fréttist i morgun, að israelsk herskip hefðu skotið i nótt á hafnarbæinn við Banias i Sýrlandi og á eitt eða fleiri skip i höfninni Sýrlendingar segjast hafa sökkt 8 skipum fsraels- manna i þessari árás. I gærkvöldi höfðu Israelsmenn lýst þvi yfir, að þeir hefðu Golan- hæðirnar algerlega á valdi sinu, og hafði dregið þar i morgun mjög úr bardögum. Harðir loft- bardagar voru þá háðir þar milli Israelsmanna og flugvéla traks. Egyptar lýsa bardögunum i Sinai i nótt mjög á annan veg en tsraelsmenn. Segjast þeir hafa hrundið gagnsókn tsraels, og hafi hinir siðarnefndu skilið eftir mikinn fjölda af skriðdrekum i höndum Egypta á flóttanum. Sögðust Egyptar hafa umkringt eina hersveit tsraels. Sýrlendingar segja, að tsraels- menn hafi gert loftárásir á ýmsa hluta höfuðborgar þeirra, þar sem eru iðnaðar- og ibúðarhverfi. Að auki hefði tsrael ráðizt á þrjá aðra bæi — Fullyrtu Sýrlend- ingar, að þeir hefðu skotið niður- 43 herþotur tsraels í þessum árásum, en samtals eiga Sýr- lendingar og Egyptar að hafa skotið niður 245 israelskar flug- vélar siðan striðið hófst. Hernaðarsérfræðingar gizka á, að tsrael hafi misst 40 flugvélar, og flestar þeirra hafi verið skotnar niður af SA-fi flug- skeytum, sem eru mjög skeinu- hætt. Sjálfir hafa tsraelsmenn ekki gefið upp neinar tölur um tjón á flugflota sinum, en segjast hins vegar hafa skotið niður i gær 17 þotur Sýrlands og traks. Fyrstu daga striðsins uröu óbreyttir borgarar I israei ekki fyrir svo miklu róti, en núna hafa daglegar venjur farið meira og minna úr skorðum. Þcssi mynd er tekin i loftvarnabyrgi á samyrkjubúi i Betaniu, þar sem verið er að koma börnunum i háttinn. Skólanám- inu er frestað um sinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.