Vísir - 11.10.1973, Side 20
VÍSIR
Fimmtudagur 11. október 1973.
Yfir 200 at-
vinnubílstjórar
lýsa stuðningi
við Sverri
Yfir tvö hundruö atvinnubif-
reiöastjórar hafa skrifaö undir
áskorun um, að Sverri Itunólfs-
syni verði faliö aö ieggja Þing-
vallaveginn og sýna mcö þvi,
hvernig aöferö hans, „blöndun á
staönum”, dugar.
Hér er um að ræða starfandi
bifreiðastjóra á bifreiðastöðvum.
Enn hefur ekki fengizt úr þvi
skorið, hvernig fari um mál
Sverris.
Leiðinleg mistök uröu við birt-
ingu lesendabréfs frá Sverri hér i
blaðinu á þriðjudaginn, að niöur
féll siðasta málsgrein bréfsins.
Efnislega var þar um að ræöa
áskorun frá Sverri til almennings
að láta álit sitt i ljós, bæði með og
móti, um það, hvort hann skyldi
látinn gera þessa tilraun eða ekki.
Sverrir sagði i bréfinu, að hann
tryöi á lýðræðið og vildi þvi heyra
bæði frá þeim, sem væru fylgj-
andi tilraun og hinum.
—HH
,Froðu-
dœlur á
hverja
verstöð'
— Isfirðingar fengu
slökkvitœki sent frá
Reykjavík, þar eð
þeirra búnaður
var ekki
kominn til landsins
„Farskrárdeildin, góðan
da g..."
Flugfélagsfáninn blaktir
stoltur framan við Ilótel Loft-
leiöir og hefði einhvern tima
þótt saga til næsta bæjar hcr
áður — en nú er öldin önnur,
gömlu fjendurnir næstum sam-
vaxnir.
Þegar hringt er i sima-
númerið 25100, þá er svarað
„Farskrárdeild flugfélaganna,
góðan dag....”, en með flug-
félögunum er ekki átt við öll
flugfélög á landinu, heldur þau
stóru tvö.
Og þær láta ekki rugla sig,
stúlkurnar hjá farskráningar-
deildinni, þegar spurt er, hvort
maður fái farmiða hjá Loft-
leiðum eður Flugfélagi Islands.
Þegar brezku flugfélögin
BOAC og BEA, gengu i eina
sæng, var að sögn talsverður
ruglingur fyrst i stað. Starfs-
fólkið vissi ekki, hjá hvoru
félaganna það starfaði, sagði
ýmist BOAC eða BEA — en hér
á landi er enginn ruglingur,
maður fær strax samband við
farskrárdeild — farskrárdeild
Loftleiða eða Flugfélagsins?
Nei, farskrárdeild „Flugleiða”,
og Flugleiðir er sama og Loft-
leiðir og Flugfélag Islands sam-
runnin.
— GG
Fáni Flugfélags íslands
blaktir þarna stoltur
framan við Loftleiða-
(Flugleiða?) hótelið.
Menn velta því fyrir sér,
hvort tekið verði upp eitt
nafn fyrir bæði flugfélög-
in, eða hvort þau muni
koma fram sem tvö fyrir-
tæki út á við, aðeins af-
greiðslan á einni hendi.
Stóru vinningarnir til Eyja!
Stóri vinningurinn i
Happdrætti Háskólans
kom að þessu sinni upp
i Vestmannaeyjum.
Deilist hann i fjóra
staði: tvo miðanna, á
númer 46 826, áttu
vinnufélagar á
verkstæði og þeir áttu
röð af miðum, þannig að
þeir ná i samtals tvær
milljónir og tvö hundruð
þúsund, sem er dágóð
upphæð til skiptanna.
Hinar milljónirnar tvær féllu i
hlut sín hvors miðaeigandans, en
annar þeirra átti einnig röð af
miðum og fær þvi einnig báða
aukavinningana.
Það þarf vist ekki að efast um
það, að þessir stórvinningar
koma Vestmannaeyingunum vel,
en þeir munu allir vera ákveðnir
I þvi, að setjast aftur að i Eyjum.
Þess má geta, að liðin eru tvö
ár siðan stóri vinningurinn i Há-
skólahappdrættinu kom upp á
miða I Vestmannaeyjum. I það
skiptið var miðaröðin skipt á tvo
eigendur, sem deildu vinnings-
upphæðinni með sér.
Þegar dregið var i 10. flokki
Háskólahappdrættisins i gær kom
200 þúsund króna vinningurinn
upp á miða númer 9 129. Voru
allir fjórir miðarnir af þvi
númeri seldir i umboði Valdi-
mars Long i Hafnarfirði.
Að sögn Páls H. Pálssonar hjá
Happdrætti Háskólans hefur
þetta happdrættisár gengið mjög
vel og endurnýjun gengið óvenju
vel og greiðlega fyrir sig.
—ÞJM
Þegar eldur varö laus i
færeyska togaranum, Magnúsi
Ileinasyni, á isafiröi á mánu-
dagsmorguninn var, þá sendi
slökkviliöiö i Kcykjavlk tsfirðing-
um vestur froöu-slökkvitæki sitt,
„cn Key kvikinga rnir komu
reyndar of seint meö tækiö”,
sagði brunavörður á isafiröi, sem
Visis haföi tal af, „Þeir komu
rétt fyrir klukkan átta um
morguninn, og þá vorum viö
búnir aö slökkva eldinn”.
Slik froðu-slökkvitæki, sem hér
um ræðir, munu vera hið mesta
þing við að slökkva eld i skipum.
Isfirðingar eiga sjálfir i pöntun
slikt tæki, en alls munu um
tuttugu slik vera til á landinu.
„Viö héldum námskeið á Akur-
eyri i vor, þar sem þessi froðu-
slökkvitæki voru kynnt”, sagði
Bárður Danielsson hjá Bruna-
málastofnun rikisins, er Visir
ræddi við hann, og sagði Bárður,
að allar verðstöðvar á landinu
myndu á næstunni eignast slik
slökkvitæki.
„ÆtH tækið sjálft kosti ekki
kringum 30.000 krónur”, sagði
Bárður”, og svo er efniö sjálft,
sem á tækin þarf, það er kannski
frekar dýrt, en tæki og góðar
birgðir af froðuefninu gætu
kostaö kringum 50.000 kr.”
Innkaupastofnun rikisins er
með mörg svona tæki i pöntun, en
þau eru þýzk að gerð „og verða
brátt komin á hverja höfn
landsins”, sagði Bárður Daniels-
son.
—GG I
Losað um verðlagshöft innlendra
iðnaðarvara
Verðlagsnefnd hefur ákveöiö aö
gefa verölagningu á nokkrum
islenzkum iönaöarvörum i heild-
sölu frjáisari en veriö hefur um
nokkurt skeiö.
Þarna er um aö ræöa kex,
skófatnað, vefjarefni, þar á
meöal gólfteppi, efnageröar-
vörur, það er aö segja matarefni
og lampa og lýsingartæki.
Björgvin Guömundsson, skrif-
stofustjóri viöskiptaráöu-
neytisins, sem einnig er formaöur
Verölagsnefndar, sagöi, aö segja
mætti aö veriö væri aö stiga
fyrsta skrefiö i átt til fyrirkomu-
lagsins sem gilti frá 1968 fram aö
veröstöðvun haustiö 1970.
„Breytingin er i þvi fólgin”,
sagöi Björgvin, „aö i staö þess aö
ailar breytingar hafa veriö teknar
tii meöferöar hjá Verölagsnefnd,
þarf nú á þessum tilteknu vörum
aöeins aö senda verölista tii skrif-
stofu verðlagsstjóra, sem kannar
veröbreytingarnar og staöfcstir
siöan móttöku verðlistans.
„Viö höfum ákveöiö aö gera
þetta i áföngum á nokkrum vöru-
tegundum, en gefa ekki allar
vörutegundir frjálsar i einu eins
og gert var 1968”, sagði Björgvin
Guðmundsson ennfremur.
Þær vörur, sem verðlagning
verður frjálsari á, eru kex,
skófatnaöur, vefjarefni þar á
meöal gólfteppi, efnageröar-
vörur, þaö er aö segja matarefni,
og lampar og lýsingartæki.
Astæðan fyrir þvi, aö verö-
iagningin á þessum vörum er
gefin frjáisari, er sú, aö þær eiga i
harövítugri samkeppni viö
innfiuttar vörur. óq
Oruggt að 50 hvellhettum var stolið
Erfiölega gengur aö finna út
hversu miklu dynamiti var stol-
iö úr sprengiefnageymslunum i
Almannadal fyrir stuttu.
Þó hefur þaö komiö I ljós aö 50
hvellhettur hafa horfið þaöan.
Eigendur sprengiefnisins þarna
uppfrá gera sér ekki allir grein
fyrir, hversu mikiö af
sprengiefni þeir áttu. Þess
vegna hefur enn ekki fengizt
nein heildartala um fjölda horf-
inna dynamittúpa. Ekki hefur
ennnáöst I alla aöiia sem eiga
geymslurnar, og þaö sem er I
Þeim.— ÓH
HVAÐ KOSTAR BRUIN UPP A TOLLSTÖÐINA?
3 milljónir segir borgarstjóri — 6 milljónir segir borgarverkfrœðingur
„Jú, kostnaöurinn viö byggingu
brúarinnar er um 6 milljónir
króna. feg var sjálfur aö rekast á
þær tölur I morgun, að brúin
kostaöi ekki nema 3 milljónir.
Borgarstjóri hefur sennilega
fengiö upplýsingar sinar frá
embætti gatnamáiastjóra. Ég
ætia sjálfur að kanna þetta mál.
Ilugsanleg skýring á þessu gæti
verið sú, aö talsvert af gömlu
timbri cr notað I undirstöður
brúarinnar. Þaö er á gömlu verði,
var notað, þegar Geirsgötubrúin
var smiðuð".
Þetta sagði Þórður Þ.
Þorbjarnarson borgarverk-
fræðingur i viðtali við Visi i
morgun.
Það vakti athygli manna að
lesa i Morgunblaðinu i morgun
svör borgarstjóra við fyrir-
spurnum Kristjáns Benedikts-
sonar, borgarfulltrúa. Kristján
spurði um verð brúarinnar.
Borgarstjóri svaraði, að hún
kostaði 3 milljónir.
En verö hennar er sem sagt um
6 milljónir.
En það hefur einnig vakið
athygli manna, á hvaða tima
fyrirspurn um þessa brú kemur.
Brúin er næstum fullgerð,
þegar borgarfulltrúinn fer að
spyrja um verð hennar, hvort
ekki hefði mátt hafa frekar bila-
lyftu þarna, og ýmislegt annað i
sambandi við brúna er það, sem
hann hefur áhyggjur af.
A það má benda i sambandi við
byggingu brúarinnar, að efnis-
kostnaður er um helmingur
verðsins. Þegar hlutverki brúar-
innar er lokið, má búast við að
mestallt efnið sé hægt að nota
aftur.
Svo er bara að biða og sjá,
hvernig gengur að komast upp
brúna, þegar kemur hálka.
—ÓH