Vísir - 23.10.1973, Side 1

Vísir - 23.10.1973, Side 1
VISIR 63. árg. -Þriöjudagur 23. október 1973 — 244. tbl. ■miiiiiii miiiiWTiin—a—hm——bb Volva Víkunnar reynist enn sannspó — baksíðan Ekkert hlé ó bardögum þrótt fyrir vopnahléð Herliöi israels á suöurhluta landsvæöisins við Súezskurð voru í morgun gefin fyrir- mæliaöhefja á ný bardaga „vegna stööugra vopnahlés- brota Egypta”, segja tais- menn israelshers. Saka ísraelsmenn Egypta um ákafa stórskotaárásir i . morgun og aö þeir hafi I sifellu rofið vopnahléð við Súezskurðinn i nótt. Sýr- lendingar hafa enn ekki sagt af eða á um vopnahléö, en saka israelsmenn um að beita bæði flugher og stór- skotaliði i árásum á sveita- þorp við Hermonfjall. Sjá bls. 5. Aðgerðir Nixons í segulspólumálinu illa þokkaðar Sjá bls. 5 og 6 KALLAÐIR ÚTTIL HJÁLPAR Nefbrotinn, stálflis I hand- legg og blóðið lagar úr munninum. Allar varúöar- ráðstafanir eru gerðar strax, og særðir mennirnir eru fluttir frá flugvélarflakinu sökum sprengihættu. Þannig getur það verið i raunveru- leikanum, og eins gott er að vera vel undir það búinn. Við brugðum okkur á æfingu hjá Flugbjörgunarsveitinni. Sjá bls. 2. ÍSlíNZKUR IÆKNIR VEKUR HEIMSATHYGll — hefur unnið að rannsóknum á frumu- bundnu ónœmi — Sunday Times birtir forsíðufregn af störfum hans Dr, Helgi Valdimars- son, islenzkur læknir, sem starfar við Hammersmith sjúkra- húsið i London, hefur náð sérlega merkum árangri með nýstárlegri læknismeðferð, sem hann hefur beitt gegn sjúkdómi, sem læknar kalla Candida. Uppgötvun dr. Helga byggist á beitingu aðferðar, sem valdið hefur hrifningu meðal lækna. Dr. Helgi beitti aðferðinni i samvinnu við samstarfsir enn sina þá dr. J.R. Hobbs, dr. P.J.L. Holt og C.B.S. Wood, prófessor gegn frumusjúkdómi af sveppa- ætt, sem kallast Candida. Það var niu ára gamall drengur, Gregory Scott, sem dr. Helgi hafði til meðferðar, en blaðið Sunday Times lýsti að- Dr. Helgi Valdimarsson, smith Hospital. sérfræðingur f ónæmisfræði við ttammer- ferðinni sem hálfgerðum leyndardómi — leyndardómi, sem ber góðan árangur „Gregory Scott er næg sönnun hinnar merku uppgötvunar”, segir Sunday Times, „frá þvi hann var tveggja og hálfs árs var andlit hans hryllilega bólgið, svo sokkið og aflagað af áhrifum þessa svepp-sjúkdóms, að hann var óþekkjanlegur. Móbir hans fyrir- varð sig, er hún fór með hann út úr húsi. Og sjúkdómurinn var lifshættulegur. Nú litur Gregory út eins og hvert annað heilbrigt barn. Erfiðleikar Gregory litla stöfuðu af þvi, að i likama hans skorti eðlilegt mótstöðuafl gegn hinni lifrænu svepp-frumu, sem Candida kallast”, segir Sunday Times. „Dr. Helgi og félagar hans veittu Gregory gervi-ónæmi gegn Candida með þvi að dæla i blóð hans efni, sem fengið var úr hvitum blóðkornum fólks, sem vitað var að var fullkomlega ónæmt fyrir sjúkdómnum. Vegna þess að eðli þeása efnis er enn næsta litið vitað um, kalla læknar aðferðina aðeins „transfer factor”, eða flutningsaðferðina. Gregory hefur verið i þannig meðferð i þrjú ár. Og hann er ekki sagður „læknaður”: A tveggja mánaða fresti er þessu „flutningsefni” dælt i blóð hans, hver skammtur, sem hann fær felst i næstum tveimur pelum af blóði, sem hann fær úr blóð- gjöfum sinum. Þótt mönnum virðist aðferðin minna á bólusetningu, þá er hún i aðalatriðum ólik henni, einkum að þvi leyti, að hún myndar ekki likamlegt ónæmi heldur frumu- ónæmi. Vegna þeirrar stað- reyndar, þá vekur þessi aðferð miklar vonir um meðferð á sjúk- dómum eins og holdsveiki og krabbameini, en mjög margir læknar hallast að þvi, að þeir sjúkdómar valdi skemmdum á frumum...Sir Peter Medawar, læknirinn sem fengið hefur Nobels-verðlaun fyrir uppgötv- anir á sviði liffæraflutninga, segir: „„Flutningsefnið” ræður yfir miklum möguleikum til að byggja afturupp frumu-ónæmi og þar með eðiilegt ónæmi gegn sveppa-gróðri. Það fyrirfinnast nokkur tilfelli, sem benda til góðs árangurs meðferöarinnar, en enn sem komið er, þá er of snemmt að fullyrða...” Sunday Times lætur mikið með uppgötvun dr. Helga, en Helgi sjálfur er mjög varfærinn, hann sagði aðeins við blaðamann Sunday Times: „Enn sem komið er hef ég aðeins tvö dæmi um árangur af meðferðinni. Það er of snemmt að segja, að „flutnings- aðferðin” verði mikilsvert verk- færi við læknismeðferð”. Dr. Helgi Valdimarsson er sonur Valdimars Jónssonar og skáldkonunnar Hugrúnar. ,,Þetta tekst ekki alltaf”. — Vfsir náði tali af d.r. Helga i London i morgun en Helgi hefur starfað í Hammersmith i fimm ár, en hann er sérfræðingur i ónæmisfræði. Segir Helgi, að aðferð hans hefði ekki tekizt á öllum sjúkl- ingum, og væru tilraunir i gangi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Benti hann forvitnum á, að hann hefði skrifað eins konar yfirlits- grein um „Transfer factor” i „Lanset”, timarit brezku lækna- samtakanna þann 14. júlí i sumar. Hann sagði Visi að aðferð sin hefði heppnazt i tveimur tilvikum. — „En Sunday Times sleppir þvi að geta um, ab þetta hefur ekki alltaf tekizt”. —GG Tvívegis varpað á dyr hlaut höfuðmeiðsl er urðu honum að bana Banamein Skarphéðins Eiriks- sonar, sem fannst látinn á Sauðárkróki fyrir rúmri viku siðan voru blæðingar inn á heila af völdum höfuðáverka. Maður á þrftugsaldri hefur setið i gæzluvarðhaldi siðan lik Skarphéðins fannst. Hann hefur viðurkennt i yfirheyrslum að hafa fleygt Skarphéðni tvivegis út um bakdyr hússins að Aðalgötu 10. 1 siðari skiptið var Skarp- héðinn rænulitill eða rænulaus og fannst látinn morguninn eftir. Skarphéðinn kom i húsið við Aðalgötu 10 laust fyrir miðnætti föstudaginn 12. október. Þar var talsvert af fóki við drykkju. Setið var að drykkju fram eftir nóttu. Vitað er, að Skarphéðinn var settur nokkrum sinnum út vegna ónæðis, sem hann skapaði hinu fólkinu. Engin veruleg átök urðu þó. Skarphéðinn komst þó alltaf aftur inn. Seint um nóttina fór fólkið i húsinu að sofa. Skarphéðinn komst tvivegis inn og upp á loft, þar sem fólkið svaf. Þar var einnig þessi aðkomumaður. Hann setti Skarphéðinn tvivegis út um bakdyr hússins. I seinna skiptið féll Skarphéðinn niður þröngan stiga og á götuna. Þá var hann rænulaus. Aðkomumaðurinn er enn i gæzluvarðhaldi og hefur þvi verið framlengt um tvær vikur. í dánarskýrslunni var þess getið, að ásamt höfuðhögginu, þá hafi kuldi einnig verið orsök að dauða Skarphéðins. Málið verður nú sent saksóknara rikisins. Ekki er full- ákveðið, hvort maðurinn verður áfram i gæzluvarðhaldi á Sauðár- króki, eða hvort hann verður sendur til Reykjavikur. —ÓH Stefán Eiríksson og Guörún Jónsdóttir, miðill. Myndina tók Matthias Gestsson á Akureyri I gær. RAGNHEIÐUR SÓR RANGAN EIÐ i 310 ár bafa menn beðið eftir svari. Loks eftir alda langar vangaveltur, ákvað Ragnhciður Brynólfsdóttir biskups að leysa frá skjóð- unni. Hún notaði akur- eyrskan miðil til að skýra frá þvi, að hún sór á sinum tima rangan eið. Hún missti meydóm sinn áður en hún sór hinn fræga eið — sagðist vera óspjölluð af karlmanns- völdum. Stefán Eiríksson, kaupmaður á Akureyri, sá, er skrifaði eftir Ragnheiði bók, sem út kemur að hluta fyrir jól, skýrði frá hinni 310 ára gömlu frétt i samtali við Vísis. Sjá bls. 3. —GG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.