Vísir


Vísir - 23.10.1973, Qupperneq 3

Vísir - 23.10.1973, Qupperneq 3
Vísir. Þriðjudagur 23. október 1973. 3 Siðan fara fram námskeið i sára- umbúðum og fleiru, og upp- rifjunarnámskeið eru alltaf hald- in. Tveir menn hafa verið sendir frá sveitinni á ári á vetrarnám- skeið hjá norska rauða krossin- um, og þar hafa Islendingarnir verið taldir einir þeir allra beztu við slik störf sem þessi. Við get- um þvi státað af björgunarsveit- inni, þó ekki séu henni kannski gerð jafngóð skil og skyldi. Rikisstyrkur er 50 þúsund krón- ur, segir okkur Sigurður Waage. Borgin lætur i té 60 þús., en sá styrkur hefur nýhækkað i það. Tryggingafélög og flugfélög veita svo beina og óbeina styrki. En það er allmikill kostnaður við Nei, hann missti ekki augað. Þetta er aðeins gúmmiauga, sem þeir i Flugbjörgunarsveitinni nota á æfingum sinum. slika sveit, sem gefur að skilja. Bilar þeir, sem notaðir eru, voru fengnir að láni hjá varnarliðinu. Nú vantar tvo nýja bila, ef vel á að vera, en nýr bill getur kostað allt að milljón. Bensinkostnaður er lika mikill. Til dæmis þarf ekki annað en skreppa rétt út fyrir bæinn, t.d. i leit að rjúpnaskyttum, og bensin- kostnaður er strax kominn i 20-30 þúsund krónur. „Við verðum að borga allt sjálfir, og ef það opinbera t.d. leitar til okkar um aðstoð, þá er okkur þakkað fyrir, en það erum við, sem borgum”, sagði Sigurður meðal annars. Virkir menn i björgunarsveit- inni eru um 100, 10 nýir menn bættust við i ár. Fjáröflunarleiðir eru merkjasala, sem er nú 3. nóv. og svo er kvennadeildin virk, hún styrkir með kaffisölu og basar, og þann 4. nóv. verður einmitt kaffi- sala deildarinnar á Loftleiðum. Það er vægast sagt skritið, að ekki skuli stutt við bak þeirra manna, sem hvað vasklegast vinna við björgun mannslifa á landinu og sem stöðugt skulu verða reiðubúnir, hvenær sem er, og tilbúnir að mæta hverju sem er. Það þarf liklegast sterkar taugar I Flugbjörgunarsveitina! — EA. Kveiktu í rúmi sinu i olœði Ölvuð hjón kveiktu i rúmi sinu i morgun. Þau búa á Frakka- stignum. Hjónin höfðu verið við drykkju i nótt. Af einhverjum ástæðum, sennilega út frá sigarettu, kviknaði i rúminu. Maðurinn vaknaði og gerði slökkviliði aðvart. Ekkert skemmdist i ibúðinni nema rúmið. Konan var flutt á slysavarðstofu til rannsóknar. Að þvi búnu var hún færð i fanga- geymslur lögreglunnar, þar sem maður hennar hafði verið settur inn. —ÓH Ragnheiður biskups hœtti > > n vi — en miðillinn og aðstandendur bókar hennar segjast ekki kippa sér upp við gárungatal Hér vinnur Ragnheiður eiöinn. Það er Sunna Borg, sem fer með hlutverk Ragnheiðar biskupsdóttur I leikgerð sjónvarpsins áSkálholti eftir Guðmund Kamban. Bókin eftir Ragnheiði biskups- dóttur, sem út kemur fyrir jólin, hefur að vonum vakið mikla at- hygli. Eins og kunnugt er, var það miðill á Akureyri, Guðrún Jóns- dóttir I Óskabúðinni, sem Ragnheiður Brynjólfsdóttir notaði við að koma boðskap sinum á framfæri við segul- bandið. Stefán Eiriksson skrifaði siðan á blöð, það sem Ragnheiður hafði að segja, og fyrra bindi æviminn- inga Ragnheiðar kemur i bóka- búðir fyrir jól. 1 þessum minn- ingum Ragnheiðar mun hún skýra frá þvi leyndarmáli, sem svo mjög hefur valdið mönnum heilabrotum: Hvenær afmeyjaði Daði prestur hana? Visir hafði tal af Stefán Eiriks- syni, og sagði hann, að sér virtist að nú sem „jafnan áður, þá væri þeim hlutum, sem eitthvert gildi hafa, tekið af alvöru- leysi. Þetta er vitleysa, sem Þjóðviljinn sagði um helgina, og það vorum ekki við, sem leituðum eftir að fá Ragn- heiði fram. Þannig gerðist þetta ekki, það er einmitt Ragnheiður og það fólk, sem leitar á mið- ilinn”. Sagði Stefán, að sennilegt væri, að Ragnheiður leitaði ekki aftur á Guðrúnu Jónsdóttur, miðil, þar eð Ragnheiður hafði nú lokið sér af — „sennilega kemur hún ekki fram hjá okkur aftur”, sagði Stefán. Gárungar hafa undanfarið grinast nokkuð með bók Ragn- heiðar, og stungið upp á, að miðlar gengjust fyrir þvi, að bækur væru skrifaðar eftir hinum og þessum sögupersónum okkar, svo sem Snorra Sturlusyni m.a. birtieittdagblaðanna auglýsingu á sunnudaginn, þar sem einhver maður óskar eftir rithöfundi til að skrásetja segulbandssamtöl. Stefán Eiriksson sagði Visi, að þau Guðrún kipptu sér á engan hátt upp við slikt grin', þau hefðu bara gaman af, væru reyndar mjög upp með sér af þvi, sem sumir hafa verið að gefa i skyn: „Að ég hafi skrifað þetta allt saman uppúr mér sjálfur. Ég er hreykinn af þvi, að nokkrum manni skuli koma það til hugar”, sagði Stefán. „Höfundarlaunin óvera” „Það hefur hingað til ekki þótt arðvænlegt að vera rithöfundur á tslandi,” sagði Stefán Eiriksson, þegar Visir spurðist fyrir um höfundarlaunin, „og þegar við sömdum um útgáfuréttinn, þá kom engum til hugar, að þessi bók seldist mikið. Þessi höfundarlaun eru þvi ekki sérlega há.” — En haldið þið ekki núna, að bókin muni seljast nokkuð? „Jú, núorðið virðist það ljóst, að bókin mun seljast.” — Er hægt að fá segulbands- spólurnar leiknar? „Við tókum strax afstöðu til. þess, já. Allir fréttamenn, sem þess óska, geta fengið að heyra spólurnar leiknar, eða amk. nokkra kafla hér og þar. Það er af miklu að taka. Þetta eru alls 23 spólur, samtals eitthvað á milli 60 og 80 timar i flutningi.” — Viltu leika stuttan káfla fyrir mig i símann núna? „Nei það gerum við ekki — og við leyfum ekki upptöku eða skrá- setningu á þvi, sem heyrist af böndunum.” Ekki í útvarpið — Munuð þið leyfa flutning af böndunum i útvarp, t.d. i frétta- auka? „Nei, það munum við ekki gera.” Sagði Stefán Eiriksson hins vegar, að þau, aðstandendur bókarinnar, hefðu ekki tekið af- stöðu til þess, hvort þau leyfðu, að leikið yrði af böndunum i útvarp ið, eftir að bókin, bæði bindi henn- ar, væru komin á markað. Fyrra bindið, sem út kemur á næstunni, verður um 350 bls. að stærð. — Visir spurði Stefán, hvort honum fyndist fýsilegt að hugsa til annars lifs, ef hann ætti að verja svo löngum tima eftir and- látið, eins og Ragnheiður biskupsdóttir virðist hafa gert, við að igrunda eitt atvik á annars mjög stuttri ævi. Svaraði Stefán þvi þá til, að fyr- ir um 310 árum, þegar Ragnheið- ur Brynjólfsdóttir andaðist, hefði það verið álitinn alvarlegur glæp- ur að sverja rangan eið. Þvi væri ekki undarlegt, þótt Ragnheiður velti þvi máli mjög fyrir sér og vildi nú gera hreint fyrir sinum dyrum. Hvort Stefán héldi, að Ragn- heiður skildi nútimafólk? „Já, ég held það, en það kemur reyndar ekki skýrt fram af spólunum. Bókin er öll skrifuð eins og atburðirnir gerðust i for- tiðinni og ekki tekið neitt mið af nútimaviðburðum eða viðhorf- um.” Vilja ekki endurtaka verkið Það tók Akureyringana um þrjú ár að hlýða á Ragnheiði og setja bókina samah. Sagði Stefán Eiriksson, að það verk hefði veriö mjög erfitt, og þau myndu ekki taka hliðstætt verk að sér aftur, þótt látinn maður leitaði á þau með að gera slikt. Sagði Stefán enn, að það væri mikill misskilningur að imynda sér, að þau miðillinn hefðu leitað á Ragnheiði, valið hana til að lesa á segulbönd. „Hún kom aftur og aftur og bað okkur um að gera þetta,” sagði Stefán, „og ég býst við að þeir, sem halda, að við höf- um gert þetta vegna ritlaunanna, væru ekki sérlega hrifnir af pen- ingahlið málsins, ættu þeir að vinna það verk, sem við höfum unnið, fyrir sömu laun.” —GG FIAT - FORD ESCORT OG VOLKSWAGEN VINSÆLASTIR - AUKNING FRÁ USA í lok september var búið að flytja 5692 bifreiðar til landsins. Þar af voru nýjar fólksbifreiðar 4469 og er það 140 fólksbifreiðum fleira en á sama tima siðastliðið ár. Nýjar vörubifreiðar voru 186 miðað við 170 i fyrra. Fiat 127 er sú bifreiðategund, sem mest hefur verið flutt inn á þessu timabili eða 258 bifreiðar. 1 öðru sæti er Ford Escort, 232, og þriðji i röðinni er Volkswagen 1300, 217 bifreiðar. Töluverð aukning hefur orðið á innflutningi bandariskra bifreiða til landsins vegna hagstæðara gengis á dollar en þar eru fremstir i flokki Ford Bronco, 127 og Ford Mercury Comet 118 bif- reiðar. Eins og áður sagði voru fluttar inn samtals 5692 bifreiðar á fyrstu niu mánuðum þessa árs en það er 359 bifreiðum fleira en á sama tima og i fyrra. Þessar tölur þurfa ekki að segja neitt til um heildarfjölgun bifreiða i landinu. Alltaf er töluverður fjöldi bifreiða afskráður vegna aldurs og slits á hverju ári. Vex þvi bifreiðaeign lands- manna þeim mun hægar sem fleiri bifreiðar eru afskráðar —ÓG Sýktist af taugaveikibróður í Eyjum. Er ó batavegi Frumvarp 5 þingmanna: SELTJARNARNES VERÐI KAUPSTAÐUR Fimm þingmenn úr Reykja- neskjördæmi flytja frumvarp um kaupstaðarréttindi til handa Sel- tjarnarneshreppi. Þingmennirnir eru úr fjórum flokkum, þeir Matthias Á. Mathiesen (S), Jón Skaftason (F), Gils Guðmundsson (Ab), Stefán Gunnlaugsson (A) og Ólafur G. Einarsson (S). 1 frumvarpinu segir: „Sel- tjarnarneshreppur skal vera kaupstaður og sérstakt lög- sagnarumdæmi. Nær umdæmið yfir allan núverandi Seltjarnar- neshrepp og heitir Seltjarnarnes- kaupstaður. Heyrir umdæmið til Reykjaneskjördæmi”. Þá segir, að unz bæjarstjórnar- kosningar hafi farið fram siðasta sunnudag i mai 1974, skuli nú- verandi hreppsnefnd fara með stjórn kaupstaðarins. —HH Það kom i ljós að maðurinn, sem veiktist fyrir stuttu I Vest- mannaeyjum, veiktist af tauga- veikibróður. „Það er kallað af sumum taugaveikibróöir”, sagði Jón Þorsteinsson læknir á Land- spltalanum, þegar við höfðum samband við hann, en hann hefur haft með sjúklinginn aö gera. Ekki er vitað um önnur tilfelli. „Þetta er algeng sýking og landlæg hér á landinu”, sagði hann ennfremur. 1 upphafi óttað- ist fólk i Eyjumm, að upp hefði komið taugaveiki, og gengu orðið ýmsar sögur i sambandi við það. Allar varúðarráðstafanir eru gerðar um leið og maður er flutt- ur á sjúkrahús,og ekki er vitað, ■hvað veldur t.d. háum hita, og svo er einnig i þessu tilfelli, sem eðlilegt er. Jón sagði að sjúklingurinn væri á góðum batavegi, og sagði, að við svona mætti alltaf búast, þegar unnið væri við slíkar að- stæður, sem sjúklingurinn hafði verið við, þ.e. vinna við klóök. — EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.