Vísir - 23.10.1973, Blaðsíða 7
Visir. Þriöjudagur 23. október 1!)73.
7
ekki
lengur
að
kvarta
yfir
einhliða
klœðnaði
Minkurínn á uppleið
Samtals 34 tizkuhús sýndu
iatnaö sinn og vetrarfram-
leiðslu i Fralikfurt á dögun-
um. Þar var meöal annars
sýndur fatnaöur á lægra
veröi fyrir þá, sem ekki liafa
fulla vasa af peningum.
Á þessari sýningu, scm var
einkanlega tileinkuö haust-
inu og haustfatnaöinum,
kom mcðal annars fram, aö
minkurinn og minkaskinn i
fatnaöi er á uppleiö.
Meöfylgjandi fatnaöur
hæfir ekki illa kiildu veörátt-
unni hcrna á islandi, og hver
veit ncma verzlanir bjóöi
upp á slikan i vetur. Sjálf-
sagt kostar hann þó
skildinginn.
— EA.
Þá er það herraklæðnaðurinn
fyrir veturinn. Geysilega
skemmtilegur svipur yfir
fatnaði þeim sem karlmönnun-
um býðst. Nú þurfa þeir vart að
kvarta yfir þvi að ekki bjóðist
anuað en vanaföst jakkaföt. þvi
að nú eru stakir jakkar og buxur
ekki siður að verða vinsæll
fatnaður.
Mikiö er um köflótt efni og svo
yrjótt tweedefni. Six-pensarinn,
sem við sjáum á einni mynd-
inni, er vinsæll. Fátt er heldur
skemmtilegra en þessi húfa. Þó
virðist svo sem karlmenn i
Frakklandi kunni einna bezt að
meta húfuna.
V'esti og þverslaufur er
mikið um, og dæmi um það sjá-
um viö á einni myndinni. Á einni
myndinni sjáum við svo tizku-
hönnuðinn Pierre Cardin, sýna
framleiðslu sina sjálfur, þar
sem hann stendur með hendur i
vösum. EA.
Spara 30% af heildar-
byggingarkostnaði að
minnsta kosti
— með nýjum
veggeiningum
flNN!
= SÍÐAN I
.= Umsjón
Byggingaaðferðir breytast
eins og allt annað. Útlit húsa
tekur breytingum, innréttingar
verða öðruvisi með hverju
árinu, og keppzt er við það að
koma húsi upp á sem skemmst-
um tima.
— Ekki verður öllu lengur
haldið áfram við að slá upp
tveimur timburhúsum, steypa á
milli þeirra og rifa siðan aftur
bæði timburhúsin og fá þá
steypukassana, er pússa þarf og
lagfæra á ýmsan hátt —.
Svo segir i nýjasta hefti
Iðnaðarmála, en þar er einmitt
rætt ýtarlega um nýjung i bygg
ingarmálum, þ.e. ný tegund
steinsteyptra eininga frá Verk
hf. sem ekki þarfnast timbur-
uppsláttar. I Visi i sumar kom
frásögn af 1. húsi þessarar
tegundar, þegar það varð fok-
helt.
Veggeiningar þessar eru allar
60 cm. breiðar, en fáanlegar i
hæðunum 2,67, 1,80,0.92 og 0,45
m. Stærsta einingin er full vegg-
hæð, en minni einingarnar yfir
og undir glugga.
Við ræddum við Pál Gunnars-
son sölustjóra hjá Verk hf., og
forvitnuðumst um þessa nýju
vöru. ,,Það er æðilangt siðan við
fórum að hugsa um þessa hluti,
en ýmislegt gerði það að verk-
um, að við héldum að okkur
höndunum. Þar til i fyrrasum-
ar. Þá framleiddum við nokkur
element. Þvi var svo hætt i
fyrrahaust, en var tekið upp aft-
ur i vor.”
„Siðan hafa verið reist 24 hús
með veggeiningunum hér á
landi, og þrjú verða liklega til i
næstu viku. Hús þessi eru um
allt land, t.d. i Reykjavik,
Hafnarfirði, Kópavogi, Fá-
skrúðsfirði og á fleiri stöðum.”
Og það er vlst óhætt að segja
að veggeiningarnar eru vinsæl-
ar. Þegar hefur framleiðslunni
verið ráðstafað eitt ár fram i
timann, en Verk hefur reist nýja
verksmiðju i Kópavogi til þess
að framleiða veggeiningar úr
bentri steypu. Reiknað er með,
að framleiðslugeta verði 80-100
hús á ári, en það fer þó eftir
stærð húsanna að visu.
Helzti kosturinn við þessa
nýju byggingaraðferð, er
sparnaðurinn. Hægt er að spara
talsvert, og Páll sagði, að
möguleiki væri á þvi að spara
30% af heildarbyggingar-
kostnaðinum fyrir allt venjulegt
fólk. Þeir, sem eru öðrum hag-
sýnni, geta svo minnkað
kostnaðinn enn meir. „En þetta
er þungamiðjan fyrir þvi, að við
erum að þessu.”
„Þetta styttir byggingar-
timann verulega”, sagði Páll
ennfremur. „Við getum tekið
sem dæmi sveitarstjórabústað-
inn á Fáskrúðsfirði, sem byggð-
ur var á þennan hátt. Það var
byrjað á honum seinni hluta
maimánaðar. Þá var byrjað á
þvi að taka grunninn, en
sveitarstjórinn er nýfluttur i
húsið núna.”
Húsið er 125 fermetrar að
stærð, með tvöföldum bilskúr,.
Uppkomið og með gluggatjöld-
um og gólfteppum, kostaði húsið
3 milljónir.
En hvernig eru þá veggein-
ingarnar i Islenzkri veðráttu og
svo ef til vill smávægilegum
náttúruhamförum?
„Það er hald okkar, að t.d. i
jarðskjálftum, eigi að vera
hverfandi munur á þessum hús-
um samanborið við önnur. Hver
veggur hefur umfram sveigjan-
leika fram yfir venjulegan
vegg, en i jarðskjálftum vilja oft
koma sprungur i veggi og þar
fram eftir götunum. Við teljum
þó, að ef til þess kæmi, þyrfti
ekki að skipta um nema eina til
tvær plötur.
En það var kærkomið, ef svo
má segja, að fá þetta mikla
óveður um daginn. Þá voru hús
frá okkur á mismunandi bygg-
ingarstigi. Sum húsin voru meö
sperrum, önnur fokheld, önnur
tilbúin og þar fram eftir götun-
um.
Þvi er ekki að neita, að bil-
skúr, sem verið var að reisa,
lagðist alveg saman. En i Kefla-
vik eru tvö hús, sem búið var að
ganga frá, en sperrur voru þó
ekki komnar. 1 þeim húsum
hreyfðist ekki neitt, þrátt fyrir
veðrið.”
Útveggjaeiningar þessar eiga
að henta mjög vel þeim, sem
vilja reyna að byggja sjálfir og
telja sig geta það. Uppsetningin
er einföld og auðskilin. Auðvelt
er að læra aðferðina, jafnvei
fyrir þá, sem eru alveg óvanir.
Þetta krefst þó vandvirkni, svo
sem allt annað. —EA
Edda Andrésdóttir
rwssix
ER FLOGINN ÚR SUDURGÖTUNNI i
Hátún 6A
AUGLÝSINGASTOFA HBS
< LAUGAVEGUR
‘O
IWSIX
HÁTÚNI 6A, SÍMI 24420