Vísir - 23.10.1973, Síða 16

Vísir - 23.10.1973, Síða 16
VÍSIR Þriðjudagur 23. október 1973. „HViR OKKAR ÞRIGGJA ER BEZTUR?" — Alfreð Flóki segist ekki gefa fyrsta sœtið eftir, en deila má um hver beztur er Alfreð Flóki lýsti þvf yfir f sjón- varpsviðtali á sunnudagskvöldið, aö hann væri þriðju bezti teiknari i heimi. Og urðu margir hálfhissa að heyra meistarann sjálfan gerast svo litillátan. „Það er aldurinn”, sagði Flóki, þegar Visir hváði eftir þessari umsögn hans um sjálfan sig. „Maður verður hlédrægur og litiílátur með aldrinum. Það eru til i veröldinni tveir teiknarar, þeir Fuch og Bellemer, og það má vitanlega lengi deila um það, hver okkar þriggja standi fremst. Fuch þessi er austurriskur. Hann er mikill teiknari. Kannski er hann mestur. Þessi Fuch býr oftast í Austurriki eða Tel Aviv. Og svo er Bellemer. Hann er þýzkur, en flúöi undan nasistum til Frakklands, þar sem hann hefur siðan verið. Um hann get ég margt sagt, en amk. það, að myndir hans eru ekki við hæfi nývigðra presta. Annars vil ég ekki lýsa hans myndum nánar, það gæti misskilizt. En eins og ég sagöi — hver okkar þriggja er fremstur? Það er hin mikia spurning”. —GG Viðrœður við Þjóðverja stöðvast Samningaviöræöur við Vestur- Þjóðverja i landhelgismálinu fengu óvæntan endi siöari hluta dags i gær. Bjarsýni dr. Apel aðstoðarutanrikisráöherra Vestur-Þjóðverja reyndist ekki á rökum reist. Iiann sagöi i viötali við VIsi i gærmorgun, aö liann væri mjög bjartsýnn á, að sam- komuiag tækist á tveim dögum. Fram kom i samkomulaginu, að v-þýzka sendinefndin hefði mjög vfðtækt umboð til tilslakana. Einar Agústsson utanrikisráð- herra sagði, að framhaldsvið- ræður væru ákveðnar, en ekki hvenær þær yrðu. Vinnunefnd yrði sett i málið og eitthvað hefði þokazt I samkomulagsátt. Helztu ágreiningsatriði eru enn þau sömu og voru á fundinum i Bonn I byrjun september. Deilt er um veiðisvæðin, hvort Vestur- Þjóöverjar eigi að fá heimild til að nota verksmiðjuskip sin hér við land. Einnig er deilt um fram- kvæmd samninganna eða hverjir eigi að hafa eftirlit með þvi, að fariö sé eftir samningum. Vestur-Þjóðverjar hafa verið mjög ákveðnir á þvi, að þeir fái heimild fyrir verksmiðjutogara sina hér við land. I viðtali við Visi sagöi dr. Apel i september, að þetta yrði erfiðasta deilumálið á fundunum i Reykjavik i október. Viröist hann hafa orðið sannspár þar um. Um framkvæmd samninganna höföu Vestur-Þjóðverjar aldrei viljað samþykkja að Islendingar hefðu fullalögsögu á veiðisvæðun- um innan 50 milnanna. Ekki er ljóst, hvort afstaða þeirra i þvi máli hefur harönað, eftir að samningsdrög þeirra Heaths og Ólafs Jóhannessonar voru birt. Vestur-þýzka samninganefndin fór af landi brott i morgun— óG Völva Vikunnar í byrjun órsins: Landhelgisdeilan til lykta leidd í nóvember „Moshe Dayan tekur við af Goldu í Israel" ,, Landhelgisdeilan við Englendinga og Þjóðverja verður til lykta leidd áárinu, sennilega þó ekki fyrr en i nóvember. Þar kemur enginn aðila til með að una vel sinum hlut, en íslendingar þó skást”. Þetta segir islenzka völvan meðal annars i spá sinni um helztu atburði innlenda og er- lenda i upphafi árs, þegar Vikan ræddi við hana. Og völvan heldur áfram. „Ég hugsa, að þeir semji um miklu lengri aðlögunartima en til hefur staðið, en fá viöurkenn- ingu 50 milna lögsögunnar i orði kveðnu. Alþjóðadómstóllinn dæmir okkur i óhag, og þess vegna verður samningsaðstaða tslendinga erfiðari”. Og völvan spáir fyrir átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Það hefur svo sannarlega komið fram. „Hætt er við hörðum átökum i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, og fregnir af hryðjuverkum eiga eftir að skelfa okkur hér uppi á íslandi engu siður en á sl. ári. Moshe Dayan tekur við af Goldu Meir i Israel”. Fyrir nokkru birtust fréttir I fjölmiðlum um sjúkdóm i sauð- fé, og völvan sagði einmitt: „Hins vegar er ekki vist, að allir bændur minnist ársins siðar meir með glöðu geði vegna sjúkdóms i sauðfé, sem ég get ekki nákvæmlega tilgreint, en veldur nokkrum bændum þungum búsifjum og öðrum áhyggjum”. Um herstöðvarmálið sagði hún: „Viðræður hefjast ekki fyrr en i marz, og niðurstöður koma ekki til með aö liggja fyrir á árinu”. Um Bernhöftstorfu: „...ég sé hana m.a.s. fyrir mér nýmálaða og vel haldna, svo liklega verður látið undan kröfum friðunarmanna”. —EA Þannig litur Kyndill, hinn nýi út, séður ofan úr útsýniskörfu eins hvalbátsins. Bragi GuOmundsson, ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í morgun. Nýr Kyndill ó ströndina Oliuskipiö Kyndill, sem um 18 ára skeið hefur þjónað byggðum við strönd landsins og flutt þangað oliu og benzin, hefur nú runnið sitt skeið. Nýtt skip tekur við og verður það með sama nafni. Nýi Kyndill, sem er 1220 lesta skip, er bæði stærri og fullkomnari en sá gamli. Hægt er að flytja þrjár mismunandi tegundir af oliu i tönkum skipsins. Mjög fullkom- inn hitunarbúnaður er i tönkunum, þannig að hægt er að flytja jafnvel þykkustu tegundir oliu svo sem vegaoliu. En þegar dælt er til dæmis svartoliu, lýsi og vegaoliu, þá er nauðsynlegt að hita oliuna jafnhliða dælingu úr og i skipið. Gamli Kyndill var seldur fyrirtæki i Bretlandi. Nýja skipið á aðallega að flytja oh’u hér hringinn i kringum landið, en einnig verður væntanlega flutt lýsi til meginlandsins, eftir þvi sem timi og þörf verður fyrir. —ÓG ÞRIÐJUNGUR INN- FLUTTRA VÖRUBIF- REIÐA NOTAÐUR — og tíundi hver fólksbíll Nálægt þriðjungur allra vöru- bifreiöa, sem fluttar hafa verið tii landsins i ár og i fyrra, hafa verið notaðar. Notaðar fólksbifreiðar hafa á sama tima verið rúmlega cin af hverjum tiu. Við snérum okkur til Júliusar Sæbergs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Bilgreinasam- bandsins, og spurðum hann, hvað bifreiðainnflytjendur álitu um þessi mál. „Bifreiðainnflytjendur innan okkar samtaka hafa ekki tekið þátt i þessum innflutningi notaðra bifreiða, og við höfum ekki haft nein afskipti af þessum málum”, sagði Július. „Þvi er aftur á móti ekki að leyna, að við teljum þetta ekki æskilega þróun og engan veginn þjóðhagslega hagkvæma. Þegar huttar eru inn notaðar bifreiðar, hlýtur það að kalla á aukin vara- hlutakaup og aukna þjónustu. En eins og allir bifreiðaeigendur vita, þá hafa verkstæðin meira en nóg að gera. Július ólafsson sagði, að ástæðan fyrir þessum mikla inn- flutningi af notuðum bifreiðum væri fyrst og fremst sú, hve tollar væru háir af bifreiðum hér á landi. Hugsanlegt væri að gera góð kaup i notuðum bifreiðum er- lendis, en það væri i undan- tekningartilfellum. Að þvi er Visir hefur fregnað, hafa orðið nokkrar misfellur við þennan innflutning notaðra bifreiða, en hann er i höndum ýmissa einstaklinga. Hafa sumir kaupendur ekki talið sig hafa fengið þær bifreiðar, sem þeir báðu um, og i sumum tilfellum hafa bifreiðarnar verið eldri en kaupandinn taldi, þegar hann festi kaup á bifreiðinni. —ÓG Plötusnúður Keflavíkur- útvarpsins sló nýtt met vakti í rúmlega 114 tíma og tókst að safna um hálfri milljón íslenzkra króna til líknarstarfsemi Hann var vel að svefninum kominn, plötusnúöurinn hjá Keflavikurútvarpinu, sem leið út af i útsendingu klukkan langt gengin eitt aðfaranótt siðasta sunudags, en þá hafði hann stjórnað lengsta dagskrárlið Keflavikurútvarpsins til þessa. Plötusnúðruinn, Dick Bardee, hafði þá vakað i samfellt 114 klukkustundir og þrem kortérum betur, sem var raunar rétt rúmlega fimm klukkustundum skemmri timi, en hann hafði einsettsérað vaka. Honum tókst þó að hnekkja þvi meti, sem plötusnúður útvarpsstöðvar bandariskra hermanna á Græn- landi hafði átt, en sá hafði vakað i 112 tima. Tilgangurinn með þessari miklu vöku var sá, að vekja sér- staka athygli á söfnun, sem var i gangi innan hersins. Útvarps- hlustendum var gefinn kostur á að kaupa lög til flutnings og ef það dofnaði eitthvað yfir við- skiptunum var gjarnan gripið til þess ráðs að leika sama lagið upp aftur og aftur þar til einhverjir keyptu það út með þvi að bjóða betur fyrir annað lag. Með þessum hætti söfnuðust 6500 dollarar eða sem næst hálf milljón Isl.króna. Voru misháar upphæðir greiddar fyrir laga- flutninginn. T.d. greiddi einn út- varpshlustandinn 180 dollara fyrir klukkutima dagskrá með bandariska söngvaranum Neil Young, en i öðru tilviki voru sömu lögin leikin upp aftur og aftur I tvo klukkutima fyrir aðeins 50 dollara — þangað til einhver hlustandinn gafst upp og keypti lögin út fyrir 51 dollar. Vitað er að fjölmargir utan her- stöðvarinnar fylgdust með þessari maraþon-dagskrá. Islenzk dægurlög voru lika iðulega leikin i útvarpinu. Þar virtist Vilhjálmur Vilhjálmsson vera einna vinsælastur. Sjónvarp varnarliðsmanna var einnig með óvenjulanga útsendingu um helgina til fjár- öflunar Rauða krossinum og öðrum liknarstofnunum. Þar komu fram aðmirálar og aðrir yfirmenn hersins og léku kúnstir fyrir borgun. Einn þeirra stóð t.d. við það alla nóttina, að steikja hamborgara fyrirPétur ogPálog enn aðrir yfirmenn sungu eða sýndu töfrabrögð. Þá var mönnum seldur aðgangur að sleggju fyrir einn dollar, en með sleggjunni máttu þeir láta höggin dynja á bildruslu, sem stóð fyrir utan sjónvarpsstöðina. Islenzk popp-hljómsveit var fengin til að leika i sjónvarpssal aðfaranótt laugardagsins, en þaö var hljómsveitin Pelikan, sem nýtur mikilla vinsælda i klúbbum varnarliðsmanna. Þegar Keflavikurútvarpið var með maraþon-útsendingu i marz siðastliðnum, vakti plötu- snúðurinn Craig Jónsson i 93,45 klukkustundir. —ÞJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.