Vísir - 27.10.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 27.10.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 27. október 1973 cTVIenningarmál sr-rr Brúnaþungir alvörumenn ,, Hversdagsdraumur ’ ’ Birgis Engilberts i leik- gerð sjónvarpsins var sérlega ánægjulegur viðburður. Einþáttungur þessi, sem er hinn bezti sem frá þessum forvitnilega höfundi hefur komið var vel fluttur, hnyttni höfundar kom vel til skila i meðförum Mar- grétar Guðmundsdóttur og Bessa Bjarnasonar. Ég var fyllilega sáttur við leik- stjórn, en það, sem gaf sýning- unni hvað magnaðastan blæ, var leikmynd höfundar sjálfs. Birgir er greinilega hugmyndarikur — og þótt hann virðist á köflum svo- litið grunnfærinn, þá tel ég hann hiklaust i fremstu röð þeirra manna, sem skrifað hafa fyrir sjónvarpið. Leikgerð „Hversdagsdraums” á án efa eftir að sjást viðar, bæði á sviði og á skjá, heldur en hingað til hefur verið, en einþáttung- urinn mun hafa verið frumsýndur I fyrra i Þjóðleikhúsinu með sömu leikurum og leikstjóra. Þá sýningu sá ég ekki — og er raunar hálffeginn þvi, vegna þess að ég vil muna þennan þátt, eins og sjónvarpið sýndi hann. Það er allnokkuö um liðið siðan Birgir Engilberts kom fyrst fram á svið með einþáttunga, og satt að segja saknar maður þess, að hann skuli ekki vera ögn duglegri með pennann, en eins og kunnugt er, þá er Birgir leiktjaldamálari að mennt og atvinnu og hefur rit- verkin að tómstundagamni, eins og svo margir islenzkir rit- höfundar verða aö gera. Sér i gegnum drauminn Sem fyrr segir get ég ekki annað en verið sáttur við leikgerð sjónvarpsins á Hversdags- draumi, en hitt er svo annað mál, að svo grunnfærin, opinská ádeila á hversdagslif fólks verður ekki sérlega oddhvöss. — Birgir er ekki að benda fólki á neitt það, sem menn ekki vita fyrir. Og þeir sem ekki gera sér grein fyrir tragediu og tilgangsleysi hvers- dagslifs venjulegrar visitölufjöl- skyldu — skilja ekki heldur opinskáa ádeilu. Og þá rekur mann beint að kjarna „Hversdagsdraums” Birgis: Hann er ekki leikskáld vegna þess að hann er orðhagur og útsjónarsamur — heldur vegna þess, að hann sér i gegnum drauminn, þekkir vanda persóna sinna og finnur til samúðar. Með bezta móti Mér virðist sjónvarpsdagskráin með bezta móti á þessu hausti. Nokkrir framhaldsmyndaflokkar eru i gangi, og allir forvitnilegir, hver á sinn hátt. Ég set „Manna- veiöar” ofarlega á blaðið — það er einkar vel unnin seria, þrungin spennu, málfar höfundar er magnað og söguþráðurinn með hæfilegum ólikindum. Brenda, auminginn, stendur kannski ekki jafnfætis Vincent og félögum, en efni myndaflokksins ermjög viðhæfi á þessum timum, eins og bent hefur verið á hér á þessari siöu. A sunnudaginn fór svo „Strið og friöur” Bondarsjúks i gang, og aöeins efnisins vegna hlýtur myndin að vekja áhuga. 1 Rússlandi var myndin sýnd i einni lotu og i upphaflegri gerö. Herma sögur, að Sovétborgarar hafi setið i kvikmyndahúsinu alla átta timana i gegnum og likað vel. Þar með er ekki sagt, að hið langdregna verk Bondarsjúks gangi eins og smjör i mörlandann — við erum ekki aldir upp á þeirri mærö, sem rússneskir kvik- myndamenn hafa tfðum tamið sér — en engu skal hér spáð um þessa mynd, verst ef sam- kvæmislífinu I Moskvu verður Margrét og Bessi i „Hversdagsdraumi”. fylgt mjög náið i myndinni. En sjáum hvað setur. Landshornið i umsjá fjölda manns virðist nú vera komið nokkuð vel á flot. Ég hef einhvern veginn dregið það að segja orð um þáttinn, en hálf finnst mér hann vera slappur enn sem komið er. Engu er likara en hinir mörgu spyrjendur séu taugaslappir á köflum og nálgist jafnvel fórnar- lömb sin af gamaldags lotningu... en það kjarnalið sem að þættinum stendur, hlýtur að spjara sig, þegar liður á vetur. Brúnaþungir alvörumenn Það hefur löngum viljað brenna við, að allt það sem kallast má skemmtiefni, hvort sem um er að ræða einhvers konar gamanmál eðaskopstælingar.lendiútundan i „al v öru d ag sk r án n i ” yfir veturinn. Nú er það staðreynd, að það eru ekki mestu grinfuglar og háð- pésar þjóðarinnar, sem sitja i hinum plussfóðruðu hæginda- stólum Rikisútvarpsins, og gengur illa að kenna þvi góða fólki að kima. Og mér gengur illa að skilja, hvernig á þvi stendur, að allar tilraunir Rikisútvarpsins til að létta aðeins á bárunni, renna út i sandinn. Það er i hæsta lagi, að náð er i Svavar Gests og hann látinn dusta rykið af sinum gömlu og „bröndurum ”, eða fengnir eru i sjónvarpið popp- drengir, sem glamra sér og sinum að meinalausu. Menn verða að gera sér grein fyrir, að nú er að ganga i garð hið hættulega skammdegi, þegar vixlar taka að falla, sjálfs- morðum að fjölga og miðlabæk- urnarryðjast i bókabúðir. Það er einmitt útvarpið, sem á að sjá fyrir hæfilega styrkum öryggis- ventli til að létta á skammdegis þunganum og blása burtu hættu- merkjunum. Gagnrýni í útvarpi Ekki hefur neitt heyrst ennþá um ákvörðun eða aðgerðir af hálfu útvarpsráðs i máli Ólafs Kvaran i sjónvarpsþættinum Vöku á laugardag. En þá bar svo við að flutt var skýr og skorinorð skoðuná myndlist i þættinum — i þessu til- felli sýningu Sverris Haraldssonar i Klömbrum. Eins og vænta mátti hljóp þetta nýmæli brátt fyrir brjóstið á ýmsum áhorfendum sjón- varpsins. Morgunblaðið talaði á þriðjudaginn um „órökstudda sleggjudóma” um list Sverris i þættinum, og hafði það eftir Birni Th. Björnssyni, sem hingað til hefur annast um myndlistarefnið i Vöku að i þessum þætti ætti að réttu lagi að vera um „kynningu” en ekki „gagnrýni” myndlistar að ræða. Og Sverrir Haraldsson svaraði skilmerkilega fyrir sig — eitthvað á þá leið að umsögnin i sjónvarpinu hefði verið mjög á sama veg og talað hafi verið um verk hans á bak undanfarin 12 ár i hóp kollega sem öðruvisi mála en Sverrir sjálfur Skoðanir eða auglýsingar Nú ætla ég ekki að fara neitt lengra út i smekk og skoðanir manna á hinum seinni verkum Sverris Haraldssonar. Hvernig sem dómar falla um þau hygg ég að alls ekki verði vefengt að Sverrir hefur i meir en 20 ár verið i hópi okkar allra fremstu málara, likast til sá sem mestan áhuga og aðdáun hefur vakið allra myndlistarmanna af yngri kynsóð, á meðal annars vegna þess hve sviptingarnar og átökin hafa verið mikil i list hans og fjölbreytnin að þvi skapi, hve fjarri það hefur alla tið verið Sverri að læsa sig fastan i formúlu, eins og Elisa- bet Gunnarsdóttir lýsti i grein sinni um sýningu Sverris hér i blaöinu á laugardaginn var. Sverrir Haraldsson er svo mikilsháttar listamaður að hann stendur jafnréttur þótt neikvæðar umsagnir birtist um verk hans, einnig i sjónvarpi ef svo ber undir. En það verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverk Vöku verður ætlað eftirleiðis, hvort umsögn Ólafs Kvaran um Sverri boðar stefnubreytingu i þættinum eða hvort litið verður á hana sem slys eða afbrot. Og það sem á við Vöku á jafnframt einnig við ýmsa þætti i útvarpi um bók- menntir -og listir og önnur menningarmál. Misskilningur hygg ég að það sé að þættir eins og þessi eigi fyrst og fremst að annast um frásögn af bókmenntum og list- um, „kynningu” efnisins allt að ókeypis auglýsingum, eins og einatt hefur verið raunin um leiklistarefnið i Vöku. Mynd- listarþættir Björns Th. hafa á hinn bóginn verið með ásjáleg- asta efni i þessum þætti, minnsta kosti ef menn una vel hinum iburðarmikla,lotulanga frásagnarhætti Björns, frá- sagnir og viðtöl viö myndlistar- menn, einatt aukin loflegum umsögnum um verk þeirra. Jákvæð umsögn er væntanlega „gagnrýni” ekki siður en nei- kvæð. Gagnrýnið mat er þegar falið i vali efnis til frásagnar og flutnings, ákvöröun þess um hvaða myndlistarsýningu bók eða leikrit skuli fjallað, og hverjar ekki, i þætti eins og Vöku. En það mun stafa af marg- frægum ákvæðum um „óhlut- drægni” útvarps um menn og málefni að stofnunin hefur aldrei treyst til að halda uppi af sinni hálfu samfelldri gagnrýni, reglulegum umsögnum um bók- menntir, leiklist, tónlist, mynd- list, o.s.frv. i likingu við það sem blöðin gera. Og það er fyrst Sverrir Haraldsson. og fremt vegna þessara starfshátta að einstakir nei- kvæðir dómar, ef svo ber þrátt fyrir allt undir að kveðið sé upp úr um einhverjar slikar skoðanir i útvarpinu, virðast ranglátir gagnvart þeim mönn- um sem fyrir verða. Gagnrýni og ritstjórn Það er bágt að sjá að við svo búið verði að standa, aö útvarp geti ekki, ef það vill, tekið upp af sinni hálfu gagnrýni um það sem áhverjum tima er að gerast i bókmenntum, myndlist, leik- list, tónlist, kvikmyndum, sem reglulegt útvarpsefni. Það segir sig sjálft að slikar umsagnir yrðu fluttar af tilteknum mönnum, auðvitað birtar á þeirra ábyrgð, að setja yrði ákveönar reglur um val og með- ferð efnisins, i stystu máli sagt yrði að flytja það eins og annað útvarpsefni undir ákveðinni rit- DAGBOK Eftir w í' Olaf Jónsson stjórn. Hún yröi á meðal annars að gæta þess að gagnrýni i út- varp mótaðist ekki um of af ein- staklingsbundnum smekk og skoðunum eða hagsmunum til- tekinna skoðanahópa. Gagnrýnin yrði i stystu máli sagt að vera sjálfstæð og ábyrg, flutt af fólki sem er þess um- komið að hafa i fyrsta lagi skyn- samlegar skoðanir, og i öðru lagi að standa fyrir máli sinu. Hitt er vitanlega fráleitt að ætla sér að banna að smekkur og skoðanir manna á þessum viðfangsefnum komi fram i út- varpi. Það er meir en fráleitt: það er ekki hægt. Annað mál er svo það hvort menn telja æskilegt að gagnrýni og umsagnir yrðu reglulegt út- varpsefni eins og það er reglu- legt blaðaefni. En allténd yrði slikt efni i útvarpi til að stuðla að aukinni umræðu, skoöana- skiptum, um það sem fram fer i menningarlifinu og stuðla að þvi skapi að aukinni eftirtekt og áhuga. Og það er þarflegt. En vegna þessa óleysta viðfangsefnis verður fróðlegt að sjá hvað gerist, ef nokkuð ger- ist, út af máli Ólafs Kvaran i Vöku — og kemur þvi i sjálfu sér ekkert við hvort hann hafði rétt eða rangt fyrir sér um verk Sverris Haraldssonar, flutt sleggjudóma og baktal eða rétta og raunhæfa gagnrýni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.