Vísir - 27.10.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 27.10.1973, Blaðsíða 9
9 Vísir. Laugardagur 27. október 1973 Hér er Frank Zappa aö leik. Hann stendur hér frammi fyrir 16 þúsund áheyrendum i stórum skemmtigaröi viö upphag mikilla hátiðahaida. Þar voru Frank Zappa and The Mother of Invention og áttu aö trekkja aö. Samkvæmt upplýsingum NTB var samanlögö þyngd hljóöfæra hljómsveitarinnar ekki undir 8 tonnum . — En hvernig hijómiist spiia svo „Mæöurnar”? Sjá fá- ein orö um þau herlegheit: Hans aðal- skemmtun er að koma á óvart Mothers: Over-Nite Sensation Siðustu tvær plötur Frank Zappa, Waka Javaka og Grand Wazoo, voru leiðinleg- ar og misheppnaðar', hjá Zappa. Á þessum plötum hafði hann sér til aðstoðar um 20 manns, sem flestir leika á blásturshljóð- færi. Auk þess, sem hann gerði tvær plötur með þessu fólki, þá fór hann lika i hljóm- leikaferð með þvi. En það kom fljótt á daginn, að rekstrargrundvöllur var ekki fyrir hendi. Kom þar tvennt til, plötur þeirra seldust illa og von- laust reyndist að halda uppi svona stórri hljómsveit, enda sagði Zappa skilið við flest þetta fólk eftir að Evrópuferð hljóm- sveitarinnar endaði með þvi, að Uncle Meat varð að borga 2.000 dollara úr eigin vasa, til þess að ferðin stæði undir sér. Nú varð að gripa til skjótra ráða. Zappa ákvað að nú skyldu mæðurnar aftur fara á stjá. Hann fékk sér til liðsinnis nokkra góða tónlistarmenn, bæði gamla félaga og riýja. Zappa vissi að vinsældir hans höfðu minkað mikið við tvær fyrrnefndar plötur, og þar sem Zappa er snillingur (að visu misskilinn af sumum, en það mun ekki óalgengt um snillinga) þá var hann skjótur að hrista fram úr annarri erminni efni í eina plötu, og er sú plata nýkomin út og heitir „Over-Nite Sensation”. Eins og áður sagði eru þeir, sem hann hefur sér til liðsinnis allir góðir hljóðfæraleikarar, auk þess sem Zappa er góður gitarleikari, og verður þvi ekki aö hljóðfæraleik þeirra fundið. Zappa sér sjálfur um mest-allar raddir, talar bæði og syngur. t flestum text- um plötunnar klæmist hann af miklum krafti bæöi það og-að lögin eru „commercial”, þó handverk Frank Zappa sé auðþekkt á öllum á „Over Nite Sensatior.”eftir að verða söluhæsta plata, sem Mothers hafa gert til þessa. En i siðustu viku fór platan úr 82. sæti í 57. sæti bandaríska listans, sem er frábært, , sérstaklega þar sem siðustu plötur Zappa gerðu ekki nema réttað skriða inn á topp 200. Þvi miður, þá kann ég ekki fullkomiega að meta þetta framlag Zappa, þó platan eigi örugglega eftir að falla hinum staðföstu aðdáendum hans vel i geð og auka vinsældir hans meðal annarra til muna. Þó platan sé ágætlega gerð, þá ganga klámbrandararnir fljótt úr sér, og þvi verður platan leiðigjörn. Og meðan ég hlusta á hana, velti ég þvi fyrir mér. Skyidi þetta vera sami Frank Zappa, sem fékk veröídina til að hlæja að sjálfum sér, með plötum eins og Absaloutly Free og We’ re Only In It For the Money, eða skyldi það geta verið að Frank Zappa væri að verða þurrausinn? Nei, þvi get ekki trúað, þvi eins og áður sagði, þá er Frank Zappa snillingur, og hans aðal- skemmtun er að koma á óvart, og það tekst honum svo sannar- lega. „PARDON", SAGÐI BENITO GAROZZO „Þeim skýzt, þótt skýrir séu", varð mér að orði eftir ieikinn við Kvrópumeistarana, ítali. Enda þótt sigur þeirra væri sannfær- andi i tölum, þá gáfu þeir oft höggstað á sér, sem við náðum ekki að nýta sem skildi. Við vorum 14 undir i hálfleik, en það gat hæglega snúizt við, ef tvö game, sem töpuðust, hefðu unn- izt. Annað stóð á borðinu, en hitt var hægt að vinna og það gerði Garozzo. t fyrri hálfleik stilltu ltalir upp þannig, að sinn heims- heistarinn var i hvorum sal, Gar- ozzo á móti Franco, en Bella- donna á móti Vivaldi. Hjalti og Asmundur spiluðu við Garozzo en Jón og Páll við Belladonna. Ekki fannst þeim staðan i hálf- leik nógu sannfærandi og fluttu meistararnir sig saman i seinni hálfleik. Fengu áhorfendur i opna salnum þá að sjá slemmutækni þeirra, og gekk á ýmsu. Hér er sú fyrri. Staðan var allir á hættu og vestur gaf. A 9-7-6-2 V4 O D-G-3-2 + G-9-7-4 * A V A-D-6-5-3 * 9-8 * A-K-D-8-6 * D-10-8-5-4-3 V 10-8-7 ♦ A-10-6 *10 *K-G V K-G-9-2 ♦ K-7-5-4 * 5-3-2 t lokaða salnum gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður Falco Stefán Franco Karl P 1* 1* 1 G 2* P 4 V P •i* P r 4 P 5* P 5) ▼ 6 V ttalirnir lyktuðu af fórninni, en hættu við. Austur spilaði út hjarta og Stefán fékk auðveldlega tólf slagi. Eftir leikinn, meðan við biðum eftir að spilamennsku væri lokið i opna salnum, barst þetta spil i tal við franska stórmeistarann Svarc. Hafði ég veika von um það, að Belladonna og Garozzo færu i sex grönd til þess að vernda tigulkónginn l'yrir gegnumspili. Þar eð laufið fellur ekki, þá fást ekki nema 11 slagir. „Vertu ekki að vona það”, sagði Svarc, „þeir spila sex hjörtu lika, en hjá þeim verður suður sagnhafi.” Og vikjum sögunni i opna sal- inn: Vestur Norður Hjalti Bellad. P 1* P 2* P 4* P 4 G P 6V Austur Suður Asm. Garozzo 1 G 34 4V 5* Ailir pass P P P P Einfalt, ef maður, veit hvernig á að fara að þvi. En nokkrum spilum seinna fór allt úr sam- bandi á báðumtoorðum. Staðan var allir á hættu og suður gaf. * A-9-7-4-3 V G-9-8-5-2 * K-10 * D ♦ G-10 t ekkert 9-0-5-3 A-K-G-10-9-6-3 * V t 8-6-5 7- 6-4-p A-8-2 8- 5-4 * K-D-2 V A-K-D-10 * D-G-7-4 * 7-2 1 lokaða salnum drógu hinir ungu Italir doblið úr sliðrum og hin ótrúlega sagnseria var þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 G 2* D P 3* D 3* P 4* D 5V D P P P Austur spilaði út laufi, en Stefán tók sina upplögðu 11 slagi, 850til tslands. Legan er samt svo svivirðileg, að spili austur hjarta i fjórum spöðum, þá tapast þeir. En nú skulum viö athuga sagnir heimsmeistaranna: Suður Vestur Norður Auslur 1* 3* 3 * P 4* P 5* P 5» P 6? P P P Hjalti spilaði út laufaás og siðan tigli i. tsland bætti lOOviðsig og grædd i 14 IMP á spilinu. „Pardon”, sagði Garozzo, en Belladonna yppti öxlum. Nú er lokið fjórum umferðum i meistarakeppni Bridgefélags Iteykjavikur og þar mpð fyrri hluta keppninnar. Tvær úr- slitaumferðirnar, sem eftir eru, verða spilaðar með Baromete1 formi. Staða efstu para er nú sem hér segir: 1. Hörður Blöndal og Simon Simonarson....... 985 2. Guðlaugur Jóhannsson og örn Arnþórsson ........ 959 3. Hermann Lárusson og Sverrir Armannsson..... 954 4. Hannes Jónsson og Oliver Kristóferss.... 941 5. Asmundur Pálsson og Stefán Guðjohnsen...... 933 6. Jón Ásbjörnsson og Páll Bergsson ......... 917 7. llilmar Guðmundsson og Jakob Bjarnason ....... 917 8. Guðmundur Pétursson og Jón lljaltason ........ 908 9. Gylli Baldursson og Sveinn Helgason........ 907 10. llallur Simonarson og Þórir Sigurðsson....... 899 Næsta uml'erð verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld i Domus Mediea og eru keppendur beðnir að mæta kl. 19,55. Evrópumeistararnir i bridge 1973, italska sveitin: Frá vinstri: Vivaldi, Pedrini, De Falco, Franco og Giorgio Belladonna.Á myndina vantar Benito Garozzo, en viö hliðina á Belladonna er varafyrirliðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.