Vísir - 27.10.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 27.10.1973, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 27. október 1873 VÍSIR Ctgefandi:-Reykjapi;Bnt hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson > Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611. Ritstjórn: Slftumúla 14. Slmi 86611 (7,lfnur) Áskriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i iausasölu kn 22:00 eintakiö. Blaftaprent hf. Ósigur Araba ' Sovétmenn hótuðu að senda hersveitir til Mið-Austurlanda, og bandariski herinn var tilbú- inn til bardaga. Risaveldin skóku brandana, þótt þau hefðu fyrir örskammri stundu staðið saman að þvi að fá vopnahléi framgengt. Þau ganga væntanlega ekki lengra, enda yrði næsta skrefið beint fram af brún hengiflugsins. Friðargæzlusveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna munu sennilega taka sér stöðu milli herjanna og reyna að hafa hemil á striðsmönnunum. Þvi getum við nú helzt reiknað með vopnahléi, liklega i nokkuð svipuðum dúr og eftir sex daga striðið 1967. Búast má við, að róstusamt verði og misjafnlega fari um virðinguna fyrir vopnahlés- samningum, en þó sitji mestmegnis við það sama um stöðu herja fyrst um sinn. Á þeim grundvelli, hvað hin striðandi riki hafa unnið eða misst á öllu saman, verður siðan reynt að fá þau til varanlegri samninga um frið. Þvi skiptir mestu, hverju striðið hefur breytt i viðhorfum og valdahlutföllum rikja Mið-Austurlanda. Arabar hófu þetta strið. Fyrir þeim vakti að endurheimta sem mest af þeim svæðum, sem þeir misstu i hendur ísraelsmanna i sex daga striðinu. Þeir hugðust ná þvi takmarki með óvæntri árás. Nú sést, svo að ekki fer milli mála, að ávinningur Araba er enginn. Egyptar halda að visu enn allnokkru landsvæði á Sinai-skaga sem ísraelsmenn réðu fyrir striðið. En á móti kemur, að Israelsmenn hafa náð töluverðu svæði vestan Súezskurðar, i Egypta- landi sjálfu, og fréttum ber nokkuð saman um, að herir Egypta á Sinaiskaga séu illa komnir, svo að ósigur hefði sennilega blasað við, ef lengur hefði verið barizt. Á móti kemur ennfremur það, að ísraelsmenn hafa hernumið talsvert landsvæði i Sýrlandi, sem þeir réðu ekki fyrir striðið. Að öllu samanlögðu geta Arabar ekki stært sig af neinum landvinningum i þessu striði, og mundu það vafa- laust teljast hagkvæm skipti fyrir þá, ef stokkað yrði upp og hver fengi aftur það, sem hann hafði fyrir striðið. Arabar hafa tapað meira. Þrátt fyrir harð- neskjulegt viðhorf Israelsmanna á undanförnum árum voru þó rökstuddar vonir um, að þeir fengj- ust til að skila Aröbum aftur talsverðum hluta af herteknu svæðunum, ef friðarsamningar fengj- ust. Þær vonir eru nú næstum horfnar. Israelsmenn munu i allri framtið geta haldið þvi fram, með augljósari rökum en áður, að þeim sé nauðsynlegt að halda þessu landi, Sinaiskaga og Golanhæðum sem eins konar „höggdeyfi” fyrir sitt litla land gegn hugsanlegum árásum Araba. Þar sem sá Arabaleiðtogi hefur enn ekki fundizt, sem þyrði að semja við ísraelsmenn á þeim grundvelli, að þeir haldi herteknu svæðunum, virðast friðarsamningar vera fjarlægari en áður. Það er að visu rétt, að ísraelsmenn höfðu miklu auðveldari sigur i sex daga striðinu en i þessu striði. Það kom ekki á óvart, þar sem Sovétmenn höfðu hervætt Arabarikin á timabilinu og Arabar áttu fyrsta leik i þessu striði, en Israelsmenn i hinu fyrra. Israelsmenn vissu, að Arabarikin voru öflugri en áður, og þurfti ekki strið til að sanna þeim það. Þetta eru þvi engar sárabætur fyrir Araba. Þeir hafa beðið algeran ósigur. — HH Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna sam- þykkti eins og kunnugt er af fréttum að senda friðargæzlusveitir til Austurlanda nær, en i þeim sveitum verður enginn dáti frá Banda- rikjunum, Sovétrikjun- um, Kina, Stóra-Bretlandi eða Frakklandi. Þaft var grundvöllur samkomu lagsins, aft ekkert þessara fimm fastameftlima öryggisráftsins sendi mann. Meft því skyldi leystur hnúturinn, sem upp kom, þegar Sovétrikin höfftu vift orft aft senda herlift til þess aft sjá svo um, „aft Israelsmenn virtu vopnahléið”, og Bandarikin kvöddu her sinn til vopna til þess aft vera til taks fyrir vini sina i tsrael. Hvaðan þéssar friftargæzlu- sveitir eiga að koma, var ekki ákveftift nánar en svo, aft þær eiga aft koma frá einhverju aftildarriki Sameinuðu þjóðanna. Hitt var þó ákveðift, aft þær skyldu lúta vilja og fyrirmælum öryggisráftsins. Þó voru strax sendir hópar friftargæzlumanna, eftir aft báftir aftilar lýstu þvi yfir, að þeir mundu verfta vift áskorun öryggisráftsins um aft gera hlé á bardögunum. Það voru hermenn frá Argentinu, Noregi og Austur- riki. Nokkrum rikjum hafa borizt fyrirspurnir um, hvernig þau mundu taka málaleitan eins og þeirri, aft senda eftirlitsmenn á ófriftarsvæftift. Þar á meftal eru Friftargæzlusvcitir Kanada, Póllands (horfir I sjónaukann) og Indónesiu höfftu nær horfift aftur frá störfum í Vietnam vcgna vanskila á greiðslum upp i kostnað. Friðargœzlan með Aröbum og fsrael Sviþjóft og Finnland. Ekkert hefur frétzt um, hvernig þau hafa tekift þessari hugmynd. En heyra má á framkvæmda- stjórn S.þ., aft þarna er um aft ræfta ekki svo litinn herstyrk, sem kemur til meft aö þurfa vift vopna- hléseftiriitift. Nefndar eru tölur eins og 6000 menn. Nú vill svo vel til, aft frá fyrri tift er vift lýfti útkvaftningarkerfi, sem Sameinuftu þjóftirnar geta gripift til. Nokkur aðildarriki hafa ávallt tiltæka flokka hermanna, sem S.þ. geta kallaft út til varft- stöftu. En þaft getur tekift nokkra daga aft koma þeim fyrir. Kostnafturinn af sliku manna- haldi er þó ekkert smáræfti. Þaft er talaft um fleiri hundruft milljóna króna til þess aft standa straum af herlifti á borft vift 6.000 manna friftargæzlusveit. Þó er ekki þar i reiknaftur launakostn afturinn, enda er hann ekki mikift atrifti. Rikift, sem útvegar hermanninn, greiftir honum mála hans, enda heffti þaö hvort sem er haft hann á launum. En þaft er ferftakostnaftur og uppihald, sem er aftalkostnaftarhitin. Þetta er þó smáræfti miftaft vift strifts- rekstur aðila málsins. En kostnaftinum verftur skipt á milli hinna ýmsu aftildarrikja Sameinuöu þjóftanna. Þetta atrifti bar á góma, þegar tillagan um friöargæzluna var rædd, og þá hélt Jakob Malik, fastafulltrúi Sovétrikjanna, þvi fram, aft i raun réttri ætti árásaraftili strifts- ins aft bera kostnaftinn, miklu frekar en Sameinuðu þjóftirnar. Þessi hugmynd nær þó auftvitaft aldrei fram aft ganga, jafnmikift og menn greinir á um, hvor hafi átt upptökin. Kostnaftarhliðin er nokkuft, sem menn vilja ekki setja fyrir sig, þegar um er aft ræfta að reyna aft halda friðinn og spara manns- lifin. Hún kann þó vel aft vera þaft, sem friftargæzlan öll veltur á. Eftir aft samift var um vopnahlé í Víetnam og fengin voru riki til llllllllllll Umsjón Guðmundur Pétursson þess aft senda þangað herlift til eftirlits með þvi, aft vopnahlés- skilmálarnir væru virtir, þá hafði kostnaðurinn nær kippt fótunum undan þvi eftirliti. Sameinuftu þjóftirnar lentu i vanskilum með greiftslur til aft standa straum af uppihaldskostnaftinum, og munafti vist ekki svo ýkja miklu, aft þaft yrfti gert aft frágangssök og að eftirlitsþjóðirnar gengju frá. Af þvi varft þó ekki. Efnahagur Sameinuftu þjóft- anna býftur heldur ekki upp á slikt mannahald, og hlýtur þetta aft leifta af sér auknar álögur fyrir aftildarrikin. En sennilega setur enginn þaft fyrir sig, ef þaft gæti leitt til þess, aft vopnahléift yrfti virt. Hermafturinn getur kannski snúift aftur heim, en þótt friftargæzlu- sveitir komi á vettvang, getur hann ekki verift viss um aft eiga langa hvlld framundan. Fyrir sex daga strfftiö rak Nasser Egyptalands- forseti friftargæzlusveitir S.Þ. heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.