Vísir - 23.11.1973, Qupperneq 2
2
Visir. Föstudagur 23. nóvember 1973.
visDtsm--
Finnst yður, að opinberum stofn-
unum mætti dreifa meira um
landið?
Helgi Þorláksson, cand mag.: —
Ég held það yrði erfitt með sumar
stofnanir, eins og t.d. Háskólann,
að fara að dreifa honum út um
landið á marga staði. En þessar
tillögur um dreifingu opinberra
stofnana er eðlileg viðleitni, t.d.
hjá Norðlendingum. Annars
finnst mér ekkert óeðlilegt, að
Reykjavik skuli vera svona stór
borg.
Pétur Kristófersson, sjómaður:
— Já, þvi mér finnst heldur mikið
af þeim hérna. t>að á að setja
stofnanirnar á þéttbýlustu stað-
ina, eins og Akureyri, tsafjörð og
Austurland. Mér finnst kerfið
vera svo þungt i vöfum, þegar allt
er á einum stað.
Sigurður Gunnarsson, vcrzlunar-
maður: — Tæplega, eða a.m.k.
hæpið. Hið opinbera kerfi yrði
miklu þyngra i vöfum en það er i
dag. Kostnaðurinn myndi aukast
geysilega, þvi stofnanir vinna
hver i tengslum við aðra, og það
er mikið starfslið i kringum þetta.
Aðalheiður Kyjólfsdóttir, kaup-
kona: — Já, mér finnst það. Það
skapar meira jafnrétti i byggð
landsins, þvi það er allt of miklu
hrúgað hingað til Reykjavfkur.
Guðbjörg Sigurðardóttir, af-
greiðsiustúlka: — Mér finnst það
sjálfsagt. En ég vil, að allar
stofnanir, sem fara út á land, hafi
útibú hérna. Ekki myndi ég t.d.
kæra mig um að fljúga til Akur-
eyrar til að sækja eyöublað hjá
einhverri stofnun.
Jón Ingimarsson, bóndi: — Alveg
hiklaust. En auðvitað mega ekki
allar stofnanir fara burt úr
Reykjavik, þær mikilvægustu
mega vera þar. En mér finnst of
mikið af fólki á Faxaflóasvæðinu,
og þetta myndi lagast með dreif-
ingu stofnana.
ÓVENJULEGT SKÓLAHALD
BggM * * i
'
„Þetta er erfiðara en nokkur
skóli”, hraut af vörum nemanda
eins i borgfirzkum skóla, þegar
þrir Borgarfjarðarskólar
bundust samtökum við Viði-
staðaskóla i Hafnarfirði og
efndu til samvinnu- og fræðslu-
viku, sem fram fór i Borgarfirði
og hér i þéttbýlinu.
Borgarfjarðarskólarnir, þ.e.
Leirárskóli, Kleppjárnsreykja-
skóli og Varmalandsskóli
byrjuðu á þvi að bjóða
nemendum úr unglingadeild
Viðistaðaskóla heim.
Hafnfirðingar dvöldu i
Borgarfirði frá fimmtudegi
fram á sunnudag og fóru viða
um. Hvanneyri var skoðuð, svo
og stofnanir og fyrirtæki i
Borgarnesi. Búið var á einka-
heimilum viða um sveitir
Borgarfjarðar og einn dagurinn
fór i að kynna börnunum dagleg
störf á sveitabæ.
A sunnudeginum hittist allur
hópurinn, þ.e. Hafnfirðingar og
nemendur úr unglingadeildum
fyrrnefndra Borgarfjarðarskóla
Borgfirzk og hafnfirzk skóla-
börn stödd I Blaðaprenti — þau
komu í heimsókn með kennur-
um sfnum til að sjá, hvernig
dagblað verður tii.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
HRINGIÐ I
SÍMA 8-66-11
KL. 13-15
ALVARA, ÞORSTEINN?
ER ÞÉR
Kinar Kristjánsson sfmar:
„Er þetta alvara hjá Þorsteini
Thorarensen að hætta með Föstu-
dagsgreinar sinar? Ef svo er, þá
mundi ég harma það, að fá ekki
þessi skrif i Vísi. Ég hef lengi tal-
ið, að einmitt greinar Þorsteins
Thorarensen ■ væru það bezta i
blaðinu, og hef hreinlega hlakkað
til að fletta upp á siðu Þorsteins,
svo skemmtilegum tökum tekur
hann málin hverju sinni.
Samt hef ég ekki verið sam-
mála honum um öll mál, siður en
svo. En fréttaskrif af þessu tagi
eru þvi miður vanrækt í islenzk-
um blöðum, liklega vegna þess,
að hæfir menn fást ekki. Ég leyfi
mér að skora á Þorstein að taka
upp þráðinn að nýju og tel mig
mæla fyrir munn fjölda lesenda
Visis, er ég kem þessari áskorun
á framfæri”.
VARNARLAUST LAND
Ég undirritaður varð nokkuð
undrandi, er ég las viðtal, sem
,,kg” átti við Hallgrim Jónasson
fyrrv. kennara, og birtist i Sunnu-
dagsblaði Timans þ. 28 okt. sl.
Spyrjandinn leggur m.a. eftir-
farandi spurningu fyrir Hallgrim,
sem undrun mina vakti, en hún er
svona: „Hvernig likar þér, svo
friðelskandi manni, að búa við
flugvöllinn?” og Hallgrimur
svarar: „Mér er illa við allan
hávaða, maður sem er. uppal-
inn i mjög stcrkri kyrro (leturbr.
höt), hann ber þess mót lengst
sinnar ævi o.s.frv.”
A öðrum stað, reyndar fyrr i
samtalsgreininni, er Hallgrimur
spurður að þvi, hvort hann hafi
ekki starfað i fleiri félagasamtök-
um heldur en þeim, sem nefnd
eru, en þau eru Framsóknar-
flokkurinn og Ferðafélagið.
Jú, Hallgrimur Jónasson hefur
verið i öðrum félagsskap, segir
hann, sem sé gömluÞJÓÐVÖRN
meira að segja i stjórn, vegna
þess að aðaltilgangur félagsins
var að berjast gcgn her i landi og
hverskonar hersetu.
Þá fer nú aö lýsast fyrir manni,
hvers vegna spyrjandinn leggur
þessa spurningu fyrir Hallgrim,
og hin nánu tengsl þeirra
spyrjandans og Hallgrims. Þetta
var auðvitað GILDRA, og átti
Hallgrimur að svara þessu
þannig, að það væri i anda þeirra,
er berjast GEGN HER t LANDI.
Hallgrimur Jónasson mun búa i
Einarsnesi i Skerjafirði sem sagt
I nágrenni Reykjavikurflugvall-
ar, en frá Reykjavikurflugvelli á
sér ekkert hernaðarflug stað.
Hefði Hallgrimur aftur á móti átt
heima einhvers staðar á Suður-
nesjum, mundi hann áreiðanlega
heyra i orustuflugvélum varnar-
liðsins, sem eru á sveimi um
landið til varnar þvi samkvæmt
beiðni okkar sjálfra mannaðar
ungum djörfum mönnum, fjarri
heimalandi sinu og ástvinum.
Það er búið að þyrla upp miklu
moldviðri um Bandarikjamenn
og veru þeirra á Keflavikurflug-
velli, og sterkustu lýsingarorð is-
lenzkrar tungu hafa varla dugað
til þess að ata þessa menn
óhróðri.
Ef við Islendingar erum haldnir
svo miklum þjóðarrembingi, að
við getum ekki þolað erlent
varnarlið i landinu, þvi þá ekki að
leggja á okkur sjálfa einhverjar
fórnir, t.d. með þvi að taka virkan
þátt i vörnum landsins, til vernd-
ar þvi dyrmætasta, sem við eig-
uin, frelsinu?
Gætum við ekki stofnað einhvers
konar ’neimavarnarlið til þess
m.a. að styrkja löggæzluna i
landinu, þvi hin fámenna lögregla
landsins er varla þess umkomin
að halda uppi lögum og reglu,
ekki einu sinni á dansleikjum,
hvað þá ef til stærri og alvarlegri
átaka kæmi.
Munum það, tslendingar, að
landið var hernumið eina kyrr-
láta morgunstund af mjög svo illa
búnum her. Slikt getur auðveld-
lega endurtekið sig, ef landið er
varnarlaust.
Ég er lika hræddur um, að ekki
yrði mikið tillit tekið til óska okk-
araf rússnesku hernámsliði, én i
mörgu tóku Bretar til greina ósk-
ir okkar og viðurkenndu þá sér-
stöðu, sem tsland hafði, þegar
það var hernumið af þeim.
Munum árásirnar á TÉKKÓ-
SLÓVAKtU og UNGVERJA-
LAND.
7877—8083.
GÆZLAN
PÓLITÍSK
Helgi skrifar:
„Það er full ástæða til að
rannsaka rekstur Landhelgis-
gæzlunnar alla þessa 14 mánuði,
sem landhelgisdeilan við Breta
stóð. Alþingi á að gangast fyrir
þvi. Mér finnst, eins og ég er
sannfærður um, að öllum hefur
fundizt, sem hafa hugsað um
málið, að gæzlan hafi verið rekin i
þjónustu pólitiskra hagsmuna.
Landhelgisgæzlunaá ekki, frek-
ar en aðra lögreglu, að reka eftir
þvi, hvernig hinn pólitiski vindur
blæs hverju sinni. Það verður
einnig að fletta ofan af þvi, hvern-
ig stjórnvöld hafa farið með
ósannindi um framkvæmd land-
helgisgæzlunnar undanfarna
mánuði. Ráðherrar hafa sagt
þjóðinni eitt, en framkvæmt allt
annað svo skefjalaust, að allir
hljóta að sjá”.
Hryllir -
við
boðskapnum
Karólina Júliusdóttir hringdi:
„Mér finnst börnin sannarlega
fá nógu snemma að kynnast upp-
reisnarandanum i þjóðfélaginu,
þótt ekki sé fluttur áróður fyrir
sliku i barnatimum útvarpsins.
Ég vil mótmæla svona útvarps-
efni eins og þvi, sem Olga Guðrún
Árnadóttir les. Mér blöskrar það,
sem ég hef heyrt af þessari sögu
um uppreisn barnanna, og mig
hryllir við, ef mikið er eftir af
þessari sögu og hún á að dynja yf-
ir hlustendur lengi enn.”
VIÐSÁUM
VIÐ UPPSKERA
EINS 0G
MUNUM
Er það ekki dálitið eftirtektar-
vert, að það sem Efnahagsbanda-
lag Evrópu hefur verið að gera
okkur undanfarna mánuði, er
sem sagt: ef þið ekki semjið um
landhelgismálið, þá fáið þið eng-
ar tollalækkanir fyrir fiskinn. Við
höfum beygt okkur i þögn og
þolinmæði, þó þetta komi sér illa.
Nú stendur EBE hins vegar
frammi fyrir nákvæmlega sams
konar þvingunum frá Aröbum,
sér til mikillar undrunar. Arabar
segja: annaðhvort fáið þið enga
oliu eða þið standið með okkur i
samningum, og EBE kyssir á
vöndinn með dæmafáum gungu-
hætti. Svona fer þetta stundum.
Þorsteinn Baldursson,
Snorrabraut 5, R.