Vísir - 23.11.1973, Side 3

Vísir - 23.11.1973, Side 3
Yisir. Föstudagur 23. nóvember 1973. 3 r r — þrír sveitaskólar og einn barnaskóli í þéttbýli efndu til sameiginlegrar frœðsluviku að Leirá, þar sem háð var keppni i ýmsum iþrótta- greinum. Að þvi búnu var haldið til Reykjavikur, þar sem siðari hluti fræðsluvikunnar fór fram. / Og sá þátturinn hófst með leik- húsferð, allir nemendurnir steðjuðu i Iðnó að sjá Svarta kómediu. Borgfirðingarnir bjuggu á einkaheimilum i Hafnarfirði fram á miðvikudag, að þeir fóru heim aftur. A mánudaginn og þriðju- daginn fóru þeir viða um Reykjavik og Hafnarfjörð, skoðuðu söfn og fyrirtæki, fylgdust m.a. með þvi, hvernig iandað er fiski úr togara og hann siðan unninn hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. Einnig var Visir heimsóttur og kannað, hvernig dagblað verður til. Og reyndar var dagblaðs- þátturinn það atriðið i kynnis ferðinni, sem nemendurnir >^ra sem mest af — þvi sjálfir ætla þeir að gefa út i sameiningu blað, sem fjallar um þessa fræðsluviku. „Þetta var mjög gaman”, sagði Hörður Zophaniasson, skólastjóri i Viðistaðaskóla”, en jafnframt erfitt. Ég veit ekki, hvort þetta verður endurtekið að ári, en getur vel verið. Ég held, að börnin hafi haft mikið gagn af þessari fræðsluviku, þótt sum hafi kvartað undan mikilli vinnu vegna margs konar gagnasöfnunar”. Kostnaðurinn við þessa fræðsluviku verður að mestu greidduraf nemendum sjálfum. Hvert barn lagði til 1000 krónur, en það, sem á vantar, er greitt af skólunum. „Við áttum hér svolitinn ferðasjóð, ætli við leggjum hann ekki i kostnaðinn”, sagði Hörður”, og svo hefur Foreldrafélag Viði- staðaskóla tekið vel i að styrkja þetta”. „EG GEF ÞER NAFN OG NEFNI ÞIG.. nafn? Fyrsta löggilta r Hvernig gefa Asatrúarmenn barni embœttisverk allsherjargoða. „Barnið verður ekki i neinuni sérstökum fatnaði, sent tilheyrir athöfninni sérstaklega. Við- komandi verða aðeins klæddir i þann fatnað, sem tiðkast við kristnar skirnir”, sagði Jörgen Ingi Ilansen, þegar Visir ræddi við hann, en nú bráðlega fer fram fyrsta löggilta embættis- verk allsherjargoðans i söfnuði Asatrúarmanna. Það er nafngjöf. Nafngjöfin fer fram á heimili foreldra barnsins og við báðum Jörgen að lýsa fyrir okkur þessari athöfn. Hjá Asatrúarmönnum er þetta kölluð nafngjöf, en ekki skirn eins og hjá kristnum. Viðkomandi barn er ekki tekið sem safnaðar- meðlimur i Asatrúarsöfnuðinn þrátt fyrir þetta, heldur er aðeins miðað við, að barnið sé tekið inn i samfélagið Það er faðirinn sjálfur, sem framkvæmir athöfnina, en móðirin heldur á barninu undir nafngjöfinni. Barnið er ausið vatni og vigt til jarðarinnar og samfélagsins Gert er ráð fyrir að athöfnin fari fram við altari heimilisins, það erarinninn, en ef hann er ekki til staðar, þá má alveg eins notast við kertaljós. Einhver eldur verður að vera við, jafnvel i formi kertaljósa, til þess að minna á höfuðskepnurnar eld, vatn og jörð. Einhver tónlist verður viðhöfð, söngur, ljóð eða kveðskapur. Faðirinn gefur siðan barninu nafn með þvi að leggja hönd á höfuð þess og segja : „Ég gef þér nafn og nefni þig....” Eftir það ávarpar móðirin hamingju barnsins, eða eins og Jörgen sagði, „ákallar hamingju barninu til handa”. Samkvæmt þessu er álitið, að hamingja sé i formi disar eða vættar. Ekki er skylda, að allsherjar- goðinn Sveinbjörn sé viðstaddur athöfnina, heldur er nóg að til- kynna honum atburðinn strax, sem hann skráir siðan i bækur, sem likjast helzt kirkjubókum Siðan tilkynnir hann til Hag- stofunnar. Hann verður þó viðstaddiír þessa nafngjöf og fer meðal annars með Ijóð sem beintist að þvi að ákalla góðar vættir. Örlaganornir eru hvattar til þess að gefa barninu gott lif. Jörgen sagði, að vel væri hægt að framkvæma þetta án þess að minnast nokkurn tima á Æsi, og þetta væri meira ákall til góðra vætta og forlaga. Hann sagði, að liklega yrði i framtiðinni einhvers konar bún- ingur fyrir börnin til þess að vera i, og einnig stendur til, að alls- herjargoðinn fái sérstakan klæðnað eftir árstiðum og at- höfnum. —EA ENN EIN ODYR GISTING - MATURINN DYR! — Hvað kostar sólarhringurinn ó hóteli fyrir hjón? Hvað fú gestir islenzku hótelanna að greiða fyrir gistinguna á næsta sumri? „Eitthvað á sjötta þúsundið sólarhringurinn fyrir hjón,” svaraði Konráð Guðmundsson á Sögu spurningu okkar. En þess ber að gæta, að þetta verð er miðaö við fullt fæði. Og hvað þýðir fullt fæði á Sögu? „Morgunmat, hádegis- verð og kvöldmat,” svaraði Konráð. „önnur máltiðin er þrirétta, en hin fjórrétta. Erlendum gestum okkar þykir verð á gistingunni ekki neitt hátt. öðru máli gegnir kannski um fæðið”, sagði Konráð ennfremur. „Þó að erfittsé að bera verðlagninguna saman við verðlagningu hótela erlendis, held ég, að segja megi, að okkar verð sé sambærilegt við verð á hinum Norðurlöndun- um. Við erum alla vega ekki dýrari á þvi.” Fyrrnefnt verð á gistingu hefur ekki verið samþyKkt ennþá af verðlagsyfirvöldum, en hér er um 15 til 20 prósent hækkun að ræða frá verðinu i sumar. „Þær hækkanir eru óhjákvæmilegar,” úrskýrir Konráð. „Það kemur til af þvi, að hráefni til eldhússins er að hækkað meira hjá okk- ur en viðast annars staðar, okkur en viðast annars staðar, þar sem við höfum orðið að greiða vaktaálag á mestalla vinnuna, og við þurftum að kaupa vinnutimastyttinguna i næturvinnu. Það þekkjast að vfsu hliðstæður, eins og t.d. spitalar og lögregla, sem eru með vakt allan sólarhringinn, en hvað snertir annan atvinnu- rekstur beint, fórum við mjög illa út úr vinnutimastytting- unni.” -ÞJM Nú kemur mannshöndin nónast hvergi nœrri brauðgerðinni matvöruverzlunum. Að sögn eigenda fyrirtækisins, bakara- meistaranna Hauks Friðriks- sonar, Kristins Albertssonar og Óskars Sigurðssonar, hefur þessi rekstrarmáti gefið góða raun. „Við viljum stuðla að auknu hreinlæti við brauðfram leiðsluna úlskýra eigend- urnir. „Það felst meðalann ars i nýjungum við geymslu mjölvörunnar. Þegar mjölið er tekið i bakariið, er það strax losað i þar til gerða tanka, sem taka 30 tonn af mjöli. Siðan fer mjölið eftir lokuðu kerfi gegn- um sérstaka sigtivél, sem á að fyrirbyggja, að aðskotahlutir komist i deiglögunarvélarnar. Þá er aðstaða starfsfólksins verulega bætt.” -ÞJM Brauð hf. tekur nýtt húsnœði í notkun með stórbrotnum vélum sem stuðla að auknu hreinlœti við baksturinn „Það er mikill munur á þeirri fyrirgreiðslu, sem fyrirtæki fá i dag eða var fyrir átta árum, þegar Brauð hf. var stofnað,” segja bakarameistararnir þrir, sem að þvi fyrirtæki standa. „Hér i Skeifunni 11 eru bundnar um það bil 29 milljónir króna i tækjum.vélum og þeim sérfrá- gangi, sem krafizt er af mat- vinnslustöðum. Það sem hefur gert fyrirtækinu kleift að ráðast i svo mikla fjárfestingu eru já- kvæðar undirtektir fjár- festingarsjóða, sem leitað hefur veriðtil, það er Iðnþróunarsjóðs og Iðnlánasjóðs.” Þó að Brauð hf. sé nú komið i hið nýja húsnæði i Skeifunni, heldur starfsemi frystikisins i Kópavogi áfram, en þar hefur verið framleitt nálega allan sólarhringinn sl. fjögur ár. í fyrstu voru aðeins fram- leidd þar franskbrauð og heilhveitibrauð og seld niður- sneidd i neytendaumbúðum Það kom fljótlega iljós,-að markað- urinn var of lilill fyrir svon- ein- hliða framleiðslu, enda dreifingarkostnaðurinn hár. Af- leiðing þessa varð sú, að fyrstu sex mánuðina átti fyrirtækið i miklum rekstrarerfiðle ikum. Þá var ákveðið að breyta fyrir- tækinu i stórt bakari, sem fram- leiddi allar helztu brauð- og kökutegundir, en sérhæfði sig þó i að þjóna kjörbúöum og öörum NYTT FRA DERES K herra- og dömu- ■ • herra- og dömu flauelsbuxur

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.