Vísir - 23.11.1973, Side 11
r -tA'
BlsiíSiwflMsr^ 4
Vísir. Föstudagur 23. nóvember 1973.
Hörður hœstur
— Viðar bezt
hlutfall!
Tveir leikir i 1. deild á íslands-
mótinu í handknattleik voru háðir i
iþróttahúsinu í Hafnarfirði í gær-
kvöldi. Úrslit urðu þessi.
sqaaw—gaWMMBWBMi
■ffllt J8hF AKÚ&ar j»
\'isir. Föstudagur 23. nóvember 1973.
n
Haukar-Þór
FH-Valur
22-22
23-16
Staðan i deildinni er nú þannig:
FH
Fram
Valur
Haukar
Þór
Víkingur
i R
Ármann
0 0 2
68-52
57-47
62-58
77-82
48-56
64-70
50-58
24-27
Næstu lcikir. l.augardagur 24. nóvcmber.
I>ór-FII á Akureyri kl. 4.3». Sunnudagur 25.
nóvembcr. ilt-Vikingur, Fram-Armann- i
l.augardalsböll kl. H.15.
/Ö
l>essir leikmenn liafa nú skoraft mest i 1.
dcild
llörður Sigmarsson, llaukum 29/8
Viðar Simonarson, Fll, 2(>/2
(íisli Klöndal, Val, 23/7
Kinar Magnússon, Viking, 22/B
Agúst Svavarsson, ílt, 20
Axel Axelsson, Fram, 20/9
(iunnar Kinarsson, Fll, 19/7
Siglryggur (iuftlaugsson, l>ór, 17/9
Stcián Jónsson, llaukum, 10
(')lafur 11. Jónsson, Val, 12
Ólafur ólafsson, llaukum, 12/8
l>orbjörn Jensson, l>ór, 12
(iuftjón Magnússon, Viking, 11
Stefán Pórftarson, Fram, 10
Fyrri lalan er lieildarniarkatala viftkom-
andi lciknianns — fyrir aftan strikift mörk
skoruft úr vitaköstum.
Landslið í júdó
Stofnaöhefur veriftfyrsta landsliö Islands i
judo, og þjálfari ráftinn Michal Vachun, 4.
dan judo.
1 byrjun hafa veriö valdir 15 menn til
landsliösæfinga frá fjórum félögum, og eru
opnir möguleikar fyrir aöra aö komast i
landsliöiö, meö þvi aö æfa nógu vel og sýna
góöan árangur.
Fullt keppnisliöá alþjóöamótum er oftast 6
eöa 12 manna lið. Hér veröur miöað viö aö
hafa vel æft 12 manna liö. 1 athugun er nú aö
keppa viö Noreg i lok janúar n.k. Auk þess er
ætlunin aö senda fullt liö á meistaramót
Noröurlanda, og jafnvel Evrópumeistaramót
i vor. Þar aö auki er stefnt aö þátttöku i
heimsmeistarakeppni og Olympiuleikum.
Þeir, sem valdir hafa verið nú i byrjun til
landsliðsæfinga, eru þessir:
Frá Judofélagi Reykjavikur:
Svavar M. Carlsen 1. dan
Sigurður Kr. Jóhannsson, 1. dan ■
Sigurjón Kristjánson, 1. dan.
Bjarni Björnsson, 1 kyu
Haukur Harðarsson, 1 kyu
Hörður Haröarson, 1. kyu
Garöar Jónsson, 2. kyu
Kári Jakobsson, 2. kyu
Halldór Guöbjörnsson, 2. kyu
Magnús Ólafsson, 3. kyu
Einar Finnbogason, 3. kyu
Frá Judodeild Armanns:
Viðar Guðjohnsen, 1. kyu
Steinn Magnússon, 2. kyu
Frá Iþrfél. Gerplu, Kópavogi:
össur Torfason, 1. dan.
Frá Ungmennafél. Grindavikur:
Jóhannes Haraldsson, 1. kyu
Arnar Guölaugsson hefur „blokkeraö" vel fyrir Arna Sverrisson — og leikmaöurinn ungi renndi sér inn á llnu og skoraöi. Björgvin Björgvins-
son, lengst til vinstri, fylgist meö. Ljósmynd Bjarnleifur.
Hofnfírðingar skulfu er
Þór reiddi hamarinn!
— En jafntefli varð milli Hauka og Þórs í 1. deild í gœrkvöldi, 22-22
íþróttahús Hafnfirð-
inga nötraði af spenn-
unni lokasekúndur
lauka og i I ^rs
lcikc H
i 1. deild i gær-
kvöldi. Jafnt var 22-22,
þegar tvær minútur
voru eftir — Haukar
fengu viti, sem Tryggvi
Gunnarsson varði — og
aftur náðu Haukar
knettinum, en hroðaleg
sending Ólafs Ólafsson-
ar gaf Þór tækifærið.
Vonbrigðastuna hafn-
firzku áhorfendanna
hafði næstum feykt þak-
inu af húsinu — hún var
upp á fárviðri — og Þór
reiddi hamarinn. Ris-
arnir Sigtryggur Guð-
laugsson og Þorbjörn
Jensson gnæfðu yfir
Hauka-vörnina, en þá
bjargaði klukkan Hafn-
firðingum. Leiknum var
lokið — jafnteflið var
staðreynd, 22-22.
En vissulega geta Haukar
nagað sig i handarbökin eftir á —
hvað þá að komast i stórhættu
lokasekúndurnar. Þeir glopruðu
niður sex marka forskoti — skor-
uöu aöeins eitt mark siðustu tiu
minúturnar. Fengu þó vitakast á
þeim tima, en Olafur Ólafsson,
sem skorað hafði úr öllum þeim
vitum, sem hann hafði tekið i
leiknum eöa fjórum, var ekki lát-
inn framkvæma vitið — heldur
Hörður Sigmarsson, og Tryggvi
Gunnarsson varði þá fyrsta vita-
kast sitt i leiknum. Þórsarar
brunuðu upp. Ólafur Sverrisson
lét ómar Karlsson verja frá sér —
aöþrengdur þó — Haukar náðu
knettinum, mistök Ólafs ólafs-
sonar i sendingu, Þór aftur i færi.
Leiknum lokið. Hvilik lok.
Lið Akureyringa kom þægilega
á óvart — með slikum leikjum
þarf það ekki svo mjög að óttast
fall niður i 2. deild aftur — eins og
svo margir hafa spáð liöinu. Það
hefur tvo mjög athyglisverða
leikmenn i sinum röðum — risana
Sigtrygg og Þorbjörn, leikmenn
sem ekkert gefa eftir beztu lang-
skyttum okkar hér sunnanlands.
Virkilegir þrumufleygar, sem
þeir senda i mörkin — einkum
Þorbjörn. Þá er Ólafur Sverris-
son ágætur linumaður — Aðál-
steinn Sigurgeirsson og Arni
Gunnarsson hafa auga fyrir sam-
leik og eru eldfljótir. En liðið er
ekki nógu heilsteypt — vantar
betri skiptimenn. Það er erfitt að
leika i klukkustund án hvilda,
sem heitið getur.
Leikurinn var lengi vel mjög
jafn — allt jafnteflistölur upp i 8-8
sáust á markatöflunni. Þá var
langt liðið á fyrri hálfleikinn og
úthald Akureyringa, sem léku
með óbreyttu liði allan hálfleik-
inn, þrotið. Haukar skoruðu fjög-
ur sfðustu mörkin i hálfleiknum
og staðan i leikhléi var 12-8.
Haukar höfðu einnig öll tök á j
leiknum framan af siðari hálf-
leik — komust fljótt sex mörkum
yfir, 14-8 og siðan 15-9, og allt virt-
ist benda i öruggan sigur Hauka-
liðsins. En það er ekki óhætt að
taka lifinu með ró — þó vel gangi
og á þvi brenndu Haukar sig. Þrjú
mörk Þórs i röð breyttu stöðunni
i 15-12, og eftir 10 min. var mun-
urinn aðeins tvö mörk 17-15. Það
var aldeilis skorað, 12 mörk á 10
minútum. Það fór að fara um
hafnfirzku áhorfendurna , en þá
tóku Haukar sig aftur saman i
andlitinu. Komust i 20-16 og fátt
virtist geta komið i veg fyrir sigur
Haukaliðsins. En það var eitt-
hvað annað. Þórsarar bitu sann-
arlega frá sér — munurinn
minnkaði jafnt og þétt, 20-18,
siðan, 21-19, 21-20, 21-21 og rúmar
þrjár minútur eftir. Þá loks skor-
aöi Stefán Jónsson fallegt mark
fyrir Hauka — en Þorbjörn var
ekki lengi að svara fyrir það.
Siðan allt á suðupunkti — og jafn-
tefli i lokin.
Mörk Hauka i leiknum skorúðu
Hörður 7 (eitt viti), Stefárt 4,
Ólafur Ólafsson 4 (allt viti),
Sigurður Jóakimsson 3, Guð-
mundur Haraldsson og Frosti
Sæmundsson 2 hvor.
Fyrir Þór skoruöu Sigtryggur 8
(3 viti), Þorbjörn 7, Ólafur 4,
Aðalsteinn 2 og Arni Gunnarsson
1. Dómarar voru Alf Pedersen og
Ingvar Viktorsson og komust all-
vel frá sinu hlutverki — en ósköp
er óviðkunnanlegt að sjá dómara
hlaupa inn á leikvöllinn — eins og
Ingvar og Alf gerðu eftir leik FH
og VaL> - kyssandi alla leikmenn
FH-liðsins.
— hsim.
Leikur markvarða
Fram marði sigur
Allar horfur voru á, að
Júgóslövunum tækist að
jafna rétt i lok leiksins
gegn Fram i gærkvöldi á
siðustu minútu leiksins.
Dynamo Pancevo var
búið að breyta stöðunni
úr 10-15 fyrir Fram i
15-16. Þeir höfðu gert
fimm mörk, en fengið á
sig aðeins eitt á átta
minútum.
Júgóslavarnir höfðu knöttinn
og sóttu að vörn Fram og ein og
hálf minúta var til leiksloka. En
sókn þeirra rann úr i sandinn,
Kristic Milan, fyrirliða þeirra,
mistókst að komast i gegnum
Framvörnina. Stefán Þórðarson
náði knettinum og gaf á Björgvin
Björgvinsson, sem brunaði fram
og skoraði örugglega. Þar með
var sigur Fram i höfn, tveggja
marka forskot 17-15, og ekki stoð-
aði það þótt Júgóslavar bættu við
sextánda marki sinu rétt fyrir
leikslok. Fram sigraði með eins
marks mun.
Markverðirnir i þessum leik,sá
júgóslavneski og þeir félagar
Guðjón og Jón, áttu allir góðan
dag að þessu sinni. Sérstaklega
var þetta dagur Guðjón Erlends-
sonar. Hann varði meðal annars
tvö viti I röð, auk þess sem hann
varði skot af linu og utan af velli
hvað eftir annað.
Skotnýting Dynamo Pancevo
var slæm i þessum leik og til
dæmis voru stangarskot þeirra i
leiknum átta og sum þeirra úr
opnum færum. Ekki bætti úr skák
fyrir þá, að Guöjón, sem var
meiri hluta leiksins i marki varði
eins og hetja.
Leikurinn byrjaöi mjög rólega
hjá báðum liöum. Bæði voru að
þreifa fyrir sér og kanna styrk-
leika andstæðinganna. Þaö var
ekki fyrr en á fimmtu minútu
leiksins, að Axel skorar fyrsta
markið úr viti. Að visu var Kristic
Milan númer 4 búinn að komast
einu sinni inn á linu, en Jón
Sigurðsson var vel á verði og
varöi laglega. Milan átti aftur
skot og þá I stöng og siðan Axel i
stöng.
Rendic Slobodan, markahæsti
maður Dynamo, jafnaði úr
hraðaupphlaupi skömmu siðar.
Þau urðu fimm mörkin hans i
þessum leik.
Fyrri hálfleikur var frekar
hægur og rólegur, liðin léku hvor-
ugt mjög skemmtilegan sóknar-
leik og illa gekk að komast i veru-
lega góð færi. Ekki bætti úr skák
fyrir Júgóslövum, að þeirra bezti
maður, Pokrajac, handleggs-
brotnaði i leik i Sviþjóð og gat
ekki leikið með liðinu hér á landi.
Pokrajac var i landsLiði Júgó-
slaviu, sem kom hingað til lands
1971. Þeir unnu báða leiki sina þá,
og var hann markahæstur þeirra i
báðum leikjunum með fimm og
sjö mörk. Flest þeirra voru gerð
úr hraðaupphlaupum.
Júgóslavar komust i þriggja
marka forskot rétt fyrir lok fyrri
hálfleiks. En þá virtust þeir vera
að taka leikinn I sinar hendur.
Markvörður þeirra varði tvö skot
frá Axel og þeir skoruðu mörk úr
hverju upphlaupi. En staðan
jafnaðist og var oröin 7 gegn 6
Júgóslövum I vil i hálfleik. Siðari
hálfleikurinn var öllu fjörugri en
sá fyrri, þó ekki batnaði hand-
knattleikurinn svo neinu nam.
Hann var mjög jafn framan af, en
um miðjan hálfleikinn tóku
Framarar hann i sinar hendur og
Saunders
til Clty
Mach. City hefur náft sér i
góftan mann — i gær réft félagiö
Ron Saunders sem framkvæmda-
stjóra i staft Johnny Hart, sem
oröift liefur aft láta af störfum
vegna hjartaáfalls.
Saunders, gamli Charlton-leik-
maðurinn, hefur náð mjög góftum
árangri hjá Norwich siftustu árin
og er einn virtasti maftur á sinu
svifti á Englandi. Aður en hann
réftst til Norwich var hann hjá
Oxford og þar blómstrafti einnig
allt undir stjórn hans.
Fimmtán
án taps
Austur-Þýzkaland sigrafti Ung-
verjaland meö 1-0 i landsleik i
knattspyrnu i Búdapest i gær,
miðvikudag. Lauck skorafti eina
mark þýzka liösins i fyrri hálf-
leik. Þetta mun vera 15. lands-
leikur austur-þýzka landsliðsins
án taps.
staðan var orðin 15-10 eins og
áður sagði. 1 þvi átti Guðjón
markvörður stóran þátt með
góðri markvörzlu og einnig Axel
Axelsson með nokkrum fallegum
langskotum og linusendingum.
Leiknum lauk síðan með eins
marks sanngjörnum sigri Fram.
—ÓG
r
Asaka for-
mann FIFA
— Sovétmenn segja
Rous útiloka þá til
að koma Englandi í
lokakeppni HM
Ágreiningur
Sovétrikjanna og al-
þjóðaknattspyrnu-
sambandsins hefur
nú þróast i furðulega
átt— miklar ásakan-
ir Sovétmanna á Sir
Stanley Rous, for-
mann FIFA.
Þeir sovézku segja, að Sir
Stanley — Englendingurinn,
sem verið hefur formaður
FIFA siðasta áratuginn —
reyni nú að útiloka Sovét-
rikin frá keppninni til að
koma Englendingum i loka-
keppnina! Með þvi að dæma
leik Sovétrikjanna viö Chile
tapaðan er möguleiki á þvi
að önnur lönd austantjalds,
sem unnið hafa sér rétt til
lokakeppninnar, mæti ekki i
Vestur-Þýzkalandi næsta ár
— þar á meðal Pólland.
Þetta hálmstrá, sagöi for-
mælandi sovézka knatt-
spyrnusambandsins, hengir
Sir Stanley hatt sinn á — það
sé eini möguleiki enska
landsliðsins, sem var i ööru
sæti á eftir Póllandi i fimmta
riðli.
Sir Stanley Rous, sem
staddur er á Miami, sagði i
gær, að þessar ásakanir
sovézkra á hendur honum
væru beinlinis hlægilegar —
svo kjánalegar, að ekki væri
hægt að taka afstöðu til
þeirra i alvöru.
Mulningsvélin afllaus lokakaflann
F y r s t hikstaði
mulningsvél Valsmanna
— og lokakaflann þraut
hana allt afl. FH-ingar
gengu á lagið og skoruðu
hvert markið á fætur
ööru. Breyttu stöðunni
úr 15-14, þegar þrettán
minútur voru til leiks-
loka, i stórsigur — sjö
marka mun i lokin 23-16.
Þessi stórsigur FH-inga
var heldur óvæntur, en
mjög verðskuldaður —
liðið lék svo miklu betur
en mulningsvél Vals-
manna, sem raunveru-
lega fór aldrei i gang —
kannski ástæðan, að
Ólafur H. Jónsson var
ekki „hálfur” maður, þó
svo hann reyndi að leika
með félögum sinum af
og til.
Það var Viðar Simonarson, sem
lék aðalhlutverkið að venju i FH-
liðinu — var langbezti leik-
maðurinn á vellinum, hreint
óstöðvandi i skotum, og batt að
auki saman leik-FH-liðsins úti á
vellinum. Með þessum leik
sannaði Viðar að landsliðssæti
hans er ekki i hættu — nú er
aðeins að sýna slikan leik með
landsliðinu einnig.
En það voru margir aðrir góðir
i FH-liðinu. Hjalti Einarsson
mörgum „klössum” betri en
landsliðshetjan ólafur Benedikts-
son, markvörður hjá Val, sem að
þessu sinni varði litið — Gunnar
Einarsson, örvhenti leik-
maðurinn urgi, Þórarinn
Ragnarsson og Jón Gestur, sem
langmest kom á óvart. Hann
hefur ekki leikið betri leik áður.
Þrátt fyrir stórsigurinn var FH-
liðið alls ekki heppið — Auðunn
Óskarsson, sá góði leikmaður,
meiddist snemma leiks og gat
ekkert leikið eftir það, og
dómarar voru ekki hagstæðir
liðinu — til dæmis.var furðulegt
vitið, sem Hannes Sigurðsson'
dæmdi á FH, þegar Agúst
ögmundsson missti boltann i
hraðupphlaupi — Gisli Blöndal
skoraði úr vitinu 14. mark Vals.
Fleira má nefna, en kannski ekki
ástæða til þess eins og úrslitin
urðu. I jafnari leik hefði dóm-
gæzlan getað haft veruleg áhrif.
Valsliðið er ekki stórlið, þegar
Ólafarnir eru ekki i ham — mark-
varzlan var slök nær allan
leikinn, og það var sizt til bóta,
þó Ólafur Benediktsson færi úr
markinu um tima — en mestu
munaði, að Ólafur H. gat ekki
beitt sér vegna meiðslanna, sem
hann hlaut i leiknum við IR á
dögunum. Gisli var beztur og
skoraði mikið — falleg mörk á
milli, alls niu, þar af fjögur úr
vitum. Landsliðsmennirnir
Gunnsteinn, Agúst Ogmundsson
og Stefán Gunnarsson sáust
varla — aðeins Gunnsteinn
skoraði eitt mark.
Leikurinn var mjög jafn
framan af — en illa leikinn og
taugaspenna i hámarki. Þannig
misstu Valsmenn knöttinn fimm
sinnum — oftast rangar send-|
ingar — upphafsminúturnar, FH-I
ingar þrivegis. Jafnt var 1-1, 2-2,
3-3, 4-4, og 5-5. Viðar skoraði
fjögur fyrstu mörk FH á tiu
minútum — Gisli sendi knöttinn
þrívegis i mark FH, tvö vit/, siðan
Gunnsteinn og Bergur. Gunnar
Einasson jafnaði i 5-5 úr viti — og
siðan komust FH-ingar tveimur
mörkum yfir 7-5. Þá kom slæmur
kafli hjá liðinu — hrottalegt var
aö sjá, þegar allt var opið i Vals-
vörninni, en einn FH-ingurinn
sendi knöttinn beint til Ólafs H.
Jónssonar — hann áfram til
Gisla, sem skoraði — siðan tvær
aðrar rangar sendingar, og Vals-
menn komust yfir i 8-7. Rétt i
lokin jafnaði Gunnar úr viti. 8-8.
Viðar kom FH aftur á sporið i
byrjun siðari hálfleiks og eftir
það var FH aldrei undir i leiknum
— Valur jafnaði þrisvar i 9-9, 10-
10 og 11-11, en ekkert benti þó til
þess mikla sigurs, sem varð i
lokin. Eftir tiu minútur var
staðan 13-11 fyrir FH - en Vals-
menn börðust enn og tókst að
minnka muninn i 15-14, þegar
þrettán minútur voru eftir. En þá
hrundi allt hjá Val — FH skoraði
næstu fjögur mörk, 19-14 og
öruggur sigur var i höfn — aðeins
fimm minútur til leiksloka. Þær
nægðu FH til að skora enn fjögur
mörk — en á sama tima skoruðu
Jón Karlsson og ólafur fyrstu
mörk sin i leiknum.
FH helur byrjaö mjög vel i
mótinu — unnið þrjá erfiða
mótherja, 1R, Vfking og Val, og er
eina liðið, sem er með fullt hús
stiga. En mótið er rétt að byrja og
of fljótt að spá FH sigri — leiðin
framundan er löng og ströng, og
tslandsmeistarar Vals verða
með I þeim langa dansi, þrátt
fyrir hið slæma tap i gærkvöldi.
Mörk FH i leiknum skoruðu
Viðar 8, Gunnar Einarsson 7
(þrjú vitaköst). Þórarinn
Ragnarsson 5, Jón Gestur, örn
Sigurðsson og Ólafur Einarsson
eitt hver. Fyrir Val skoruðu Gisli
Blöndal 9 (fjögur vitaköst, ),
Bergur Guðnason, 4, Gunnsteinn,
Jón Karlsson og Ólafur eitt hver.
Axel Axelsson I færi — og þá verja fáir markverðir. Ljósmynd Bjarn-
leifur.
sofa
þeir vel...
sem hafa
þjófaaðvörunai*
kerfi
frá VARA
m/
VARI S "37393