Vísir - 18.12.1973, Page 3
PriAjudagur 1S. desember
Jolagjafahandbók Vísis 3
Þaö er orðið jólalegt um að litast i miðbænum og folk Kraðar sér eftir götun-
um með pinkla i höndunum. Allir eru að verzla fvriniólin. Bragi tók mynd-
ina i Austurstræti i jólaös.
Bf ffe •. : . V;/V’.v jjPHj^jPSP
V|
2*,, w % • "... -
„Allt er bezt í hófí..."
Jólin eru að ganga í
garð. Það er sama hvað
hver segir og tautar, og
það er sama á hverju
gengur i þessari hrjáðu
veröld okkar, jólin koma
aftur og enn aftur, og það
fer líklega ekki framhjá
neinum.
Um leið og nóvember
hefur kvatt og jólamán-
uöur er tekinn við, er eins
og mönnum hafi verið
Hún er ekki ósvipuð,
stemmningin á þessari
jólamynd forsíðunnar
þeirri sem við eigum við
að búa um jólin. Enda er
myndin ekki lengra að
sóttenínæsta nágrennið,
til Danmerkur. AAyndin
er gerð af Vibe
Vestergaard.
Þessi fallega myndætti
að geta vakið okkur til
umhugsunar og hnippt
aðeins í okkur. Ef við
munum ekki eftir smá-
gefið eitt duglegt spark í
afturendann. í einu vet
fangi lifna allir búða-
gluggar í bænum við,
jólasveinar með rauða
skotthúfu hneigja sig og
beygja taktfast í glugg-
unum, og börnin horfa
stórum augum á þessa
furðukarla, sem koma
ofan af fjöllunum.
En mamma er að flýta
sér, hún þarf að kaupa
fuglunum, sem finna víst
litið æti á þessum tima,
þá er tíminn til þess nú.
Sólskríkjusjóður
minnir okkur á það i út-
varpinu, en líklega
skaðar það ekki, þótt við
séum minnt á það einu
sinni enn.
Jólin eru lika einn bezti
tíminn til þess að muna
eftir þeim minnstu, þegar
friður, sátt og samlyndi
á að ríkja alls staðar á
jörðunni. —EA
allar jólagjaf irnar og svo
jólakort.in, og svo jóla-
matinn. Og hvað á nú að
hafa í jólamatinn? Ekki
það sama og í fyrra, það
er ekki hægt, — og svo eru
það hr-eingerningarnar,
ja, almáttugur, hvilíkt
umstang.
Og blessuð börnin
verða ringluð i allri
hringiðunni. Pabbi þeys-
ist líklega með þau í bæ-
inn einn sunnudaginn í
f rosthörkunni. Það eru
nefnilega jólasveinar
sem ætla að skemmta í
bænum, og þangað er nú
ágætt að fara með börnin,
á meðan húsmóðirin þvær
af hvern blett úr hverjum
krók og kima.
Það er liklega ekki að
furða þó að einhverjir
heyrist tauta eitthvað á
þá leið, að það ,,sé farið
að gera of mikið úr þess-
um blessuðu jólum."
Og hvað á
nú að gefa....?
— Allar beztu jólavör-
urnar fáið þér hjá okk-
ur... — Hvergi meira úr-
val af jólafatnaði.... —
Allt í jólamatinn hjá ....
— Og útvarp og f jölmiðl-
ar halda áfram. Og neyt-
andinn þeysist i bæinn,
reynir að gera sér grein
fyrir verðmismun, þó það
verði oft á tiðum erfitt,
sérstaklega ef of seint er
farið af stað. Hvar f innst
svo rétta jólagjöfin handa
Stinu, sem varð 15 ára í
haust, og er á þessum
erfiða aldri? Hvað í
ósköpunum á svo að gefa
Gunna litla, sem ekki er
nema 3ja ára?
Blaðamaður og Ijós-
myndari Vísis fóru af
stað fyrir þessi jól og
kynntu sér vörur og verð í
ýmsum verzlunum í bæn-
um, og árangurinn má
svo finna hér. Við reyn-
um nú eins og undanfarin
ár, að létta undir með les-
endum okkar í jólaösinni,
og þetta er i fimmta sinn
sem jólagjafahandbók
blaðsins er gefin út.
i þessari handbók eru
þær hugmyndir sem við
gefum um jólagjafir
flokkaðar niður, t.d. fyrir
13-19 ára, fyrir 5 ára og
yngri, jólagjafir til heim
iiisins, handa honum
o.s.f rv.
Er það von okkar að
handbókin komi lesend-
um að sama gagni og hún
hefur gert áður, og geti
fækkað sporum þeirra i
jólag jafainnkaupunum.
Allar upplýsingar eru
gefnar um viðkomandi
vöru, verð, stærðir o.fI.,
sbr. fatnað. Sérstök
ástæða er kannski til þess
að benda á flokkinn, þar
sem finna má jólagjafir
undir fimm hundruð
krónum. Það skiptir líka
talsverðu máli að létta
ekki pyngjuna of mikið,
þó verið sé að kaupa f yrir
jólin.
En einna mestu máli
skiptir þó að enginn gangi
fram af sér í jólaundir-
búningnum, og verði svo
yfir sig þreyttur og úrill-
ur þegar hátíðin sjálf er
gengin í garð. Allir á
heimilinu verða að hjálp-
ast að.
Reyndar er það svo að
menn segja hver við ann-
an: ,,0, ég er farinn að
hlakka til jólanna, að geta
nú loksins slappað af eft-
ir öll þessi læti". Og það
er nú kannski eins gott að
menn geti það á þessum
hátíðlegustu frídögum
ársins. Það er því kannski
ráð að hafa það í huga
jólamánuðinn allan, að
„allt er bezt í hófi..."
Gleymum ekki
þeim minnstu..