Vísir - 18.12.1973, Síða 23
Þriðjudagur 1H. desember
Jólagjafahandbók Vísis 23
fallegar og þroskandi
FORELDRAR ATHUGIÐ — bókaflokkurinn LEIK-
UR AÐ LÆRA er eftir viðukenndan sænskan listamann,
og hefur verið gefin út víða um heim við frábærar mót-
tökur, enda hefur komið í Ijós, að börnunum er það
leikur einn að læra nauðsynlegustu staðreyndir um um-
hverfið og lífið í kringum sig með hjálp þessara einkar
hugþekku bóka.
Eftirtaldar 4 bækur eru komnar út í bókaflokknum ÞAÐ
ER LEIKUR AÐ LÆRA:
Litalúðurinn: Já, það var bæði skrýtið og skemmtilegt
sem hann Óli gat blásið út úr litalúðrinum sínum! Þessi
bók fjallar um litina og er með iéttum og skemmtilegum
verkefnum fyrir börnin.
Hljómsveitin fljúgandi: Hver vill ekki kynnast honum Tuma
litla sem varð stjórnandi í hljómsveit? Hér er sagt frá
öllum helstu hljóðfærunum á einkar hugmyndaríkan og
skemmtilegan hátt.
Hvað tefur umferðina: Ekki er gott í efni þegar risastór
fíll tekur upp á því að hlamma sér á veginn! Hér er sagt
frá öllum helstu ökutækjunum í umferðinni, bílum, vögn-
um og vinnuvélum og hlutverkum þeirra.
1, 2,3: Bráðsmellnar og skemmtilegar vísur um Pétur
bónda og allar skepnurnar hans. Pétur bóndi hefur í
mörgu að snúast og mun ekki veita af hjálp barnanna
við að telja öll dýrin sín!