Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 1
\ Skólar og barnaheimili horn- rekur á fjárhagsáætlun Rvíkur AK—Rvík, miðvikudag. Toppfundur í Tasjkent Þessa vlkuna munu æíístu menn Indlands og Pakistans, þeir Lal Bahadur Shastri, forsætisráfí- herra Indlands, og Ayub Khan, for seti Pakistans, ræðast við í borg inni Tasjkent í Sovétríkjunum, en þangað komu þeir á mánudaginn. Fréttaritarar telja, að ekki sé mikils árangurs að vænta af við ræðunum, og er það Kashmír-dcil an, sem veldur því. Viil hvorugur aðiiinn slaka á skoðunum sínum í þeirri deilu. Pakistanar vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla í Kashm ír ákveði, hvort það skuli tilheyra Pakistan eða Indlandi, en Indverj ar telja, að Kashmír sé nú þegar hluti af Indlandi, og því þuifi enga atkvæðagreiðslu. f gær, miðviku- dag ræddust leiðtogarnir við eins lega, en í fyrradag var Kosygin á fundum með þeim. — Myndirnar hér að ofan voru teknar við komu leiðtoganna til Tasjkent. T. v.'er Shastri, en t. h. Kosygin, for sætisráðherra Sovétríkjanna, og Ayub Khan. Á morgun, fimmtudag, kl. 5 síðdecis hefst fundur í borg arstjórn Revkjavíkur, og fer þá fram -aðalumræSa um fjár- Hagsáætlun borqarinnar fyrir árið 1966. Má búast við, að fundurinn standi fram undir morgun að venju. Á fundin- um mæta af hálfu Framsókn- arflokksins Einar Ágústsson og Kristján Benediktsson. Þessi fjárhagsáætlun er sú lang hæsta. sem lögð hefur verið fram, en fjárveitingár til nauðsyn legustu framkvæmda vaxa ótrú- lega iítjð. Því meiri hlutur fer í sívaxandi eyðslu Fulltrúar Fram sóknarflokksins flytja milli 40 og 50 breytingartillögur við fjár hagsáætlunina. og miða bær yfjr leitt að spamaði í rekstri en aukn ingu fjárveitinga til brýnustu framkvæmda. svo sem skólabygg jnga, '’búðabygginga borgarinnar og barnaheimiia og leikvalla. 117 ÞJÓÐIR BEÐNARAÐ STUÐLA ADFRIDAR VIÐRÆÐUMÍ VlETNAM NTB-New York, miðvilcudag. Ríkisstjórn Bandaríkjanna fór þess í dag á leit við öll aðildar ríki Sameinuðu þjóðanna, 117 að tölu, að þau gerðu sitt ítrasta til þess að koma á viðræðum, án nokkurra fyrirframgerðra skilyrða, um frið í Víetnam. Þessi beiðni var lögð fram í 400 orða bréfi, sem Arthur Goldberg, fastafull trúi Bandaríkjanna hjá Samein uðu þjóðunum, afhenti U Thant, framkvæmdastjóra SÞ í dag, en í bréfinu er gerð grein fyrir frið artilraunum Bandaríkjastjómar að undanfömu. Jafnframt segja góðar heimild ir í Washington, að Johnson Bandaríkjaforseti muni biðja bandaríska þingið um 13 millj arði dollara til þess að mæta aukn um útgjöldum vegna styrjaldar innar í Vietnam, og hefur það vakið undrun fréttamanna, hversu há þessi tala er. í bréfinu segir Goldberg, að Bandaríkin hafi gert öllum ljóst, að þau séu reiðubúin, án skil- yrða. að starfa með öðmm með limum Öryggisráðsins að lausn styrjaldarinnar í Suðaustur-Asíu, o.g bað allar þjóðir innan SÞ að vinna að því að koma á frið arviðræðum. Undanfarið hefur Bandaríkja stjórn sent út fulltrúa sína til Evrópu, Asíu og Afríku til þess að ræða um Víetnammálið og hugsanlegar friðarviðræður við ríkisstjórnir í þessum ríkjum. Goldberg var sjálfur sendur til viðræðna við leiðtoga í Páfa- garði, London, París og Róm í síðustu viku. Goldberg sagði, að Bandaríkin væru reiðubúin að ræða um frið í Víetnam án nokkurra fyrirfram skilyrða, en benti á þá fjórtán punkta, sem Bandaríkjastjórn hef ur lagt fram, sem hugsanlegan grundvöll samkomulags. Þessi at- riði eru: 1. Genfarsamningarnir frá 1954 og 1962 eru viðunandi grund völlur friðar í Suðaustur-Asíu. 2. Bandaríkjastjórn fellst á ráð stefnu um Suðaustur-Asíu eða einhvern hluta þess svæðis. 3. Bandaríkjastjórn fellst á „samningaviðræður án fyrirfram settra skilyrða“ 4. Bandarikjastjórn er reiðu- búin til skilyrðislausra viðræðna. 5. Stöðvun bardaga ætti að vera fyrsta mál slíkrar ráðstefnu. eða undirbúningsviðræðna. 6. Fjórir punktar Hanoi stjórnar innar ættu að vera til umræðu á- samt öðrum atriðum, sem aðrir Framhald á ols 14 100 MILLJÓN DOLLARA TJÓNÁ DAGÍNEW YORK NTB-New York, miðvikudag. Leiðtogar flutningaverka- manna í New York, sem eru í verkfalli, höfnuðu í dag áskorun John Lindsays, borg irstjóra, um að aflýsa verk fallinu, og standa þvi allar neðanjarðarlestir og strætis vagnar kyrrir, en samningavið ræður haida áfram. Lýstu leið togarnir því yfir, að verka mennirnir tækju ekki upp vinnu fyrr en kjarasamningur hefði verið gerður. Hvorugur aðilinn hefur viljað slaka á kröfum sínum í samningaviðræðunum Frainhaifl a H. síðu Ýmislegt stingur i augu í fjár hagsáætlun þessari, og má nefna, að fjárveitingai ti' lejkvalla og bamaheimil- hækka ekkert, þrátt fyrir 25% heildarhækkun áætlun arinnar og mikla vöntun á þess um stofnunum Framlög tjl skóla- bygginga hækka aðeins um 15% frá fyrra ári, þrátt fvrir 25% heild arhækkun fjárhagsáætlunarinnar og mjög mikla hækkun byggingar kostnaðar. Hl.ióta þær framkvæmd ir því að mjnnka. Þá má geta þess, að fyrsti á- fangj oorgarsjúkrahússins í Foss vogi er ekki tilbúinn enn, þótt síð asta loforð á s.l. sumri hljóðaðj upp á það. að hann yrði tilbúinn fyrir síðustu aramót Hefur þessi fyrsti áfangi nú verið 13 ár • smíðum og kostar yfjr 140 millj. króna. Nær engum lóðum var úthlutað á s.l. ári i borginni og ríkir nú fullkominn glundroði í b«im mál um. Fjögurra ára áætlun hitaveitunnar sem Ijúka áttj á árinu 1965 á enn langt í land. Gert er ráð fyrir 15 millj. kr. framlagi til ráðhúss borgarinnar á næsta ári. og eru þá komnar 40 millj. : ráðhússsjóð, og búið að eyða af þeim 5 mjllj. þótt ekkert sjáist enn. Er það vafasöm ráðstöf un að trysta fé borgarinnar þarna meðan mjög stendur á brýnustu framkvæmdum svo sem skólum og barnaheimilum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.