Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 3
3 FIMMTUDAGUR 6. janúar 1966 TÍMINN Satchmo og trompetinn Sú var tíð, að jazzinn var nefndur „músík ungra manna.“ Þó er sú raunin, að trompet- leikari, sem nýlega hélt upp á 65 ára afmæli sitt, er enn í dag óumdeilanlegur konung- ur jazzins eftjr hálfrar aldar tónlistarstarf. Og trompetleik arinn er enginn annar en hinn óviðjafnanlegi Louis Arm- strong. en hann og jazzjnn fylgdust að í uppvextinum eftir aldamó'tin í þeirri litríku hafn- arborg New Orleans. Og jazz inn og Armstrong flugu á vængjum frægðarinnar frá þessarj borg út um gervallt landið og allan heim. Fáir Bandaríkjamenn eru kunnari út um heiminn en þessi sendi herra tónlistarinnar, sem ferð azt hefur um lönd í öllum álf um auk þess sem hljómplötur hans eru dýrgripir í höndum milljóna aðdáenda af flestum þjóðernum, en engin þó á við plötuna með „Hello, Dolly!" sem rann út í einnar og hálfrar milljónar upplagi á röskum tveim mánuðum. Þótt Armstrong sé kominn á þennan aldur, virðist hann enn hafa óskert lífsíjör og hæfi- AR TÚNLISTARSTARF LOUIS ARMSTRONG leika til að heilla áheyrendur sína. Hið hlýlega og opinskáa viðmót hans spaugsemin og skarplegar og alþýðlegar athugasemdir hans uim músík ina og mannlífið almennt afla honum sífellt vinsælda meðal fólks af öllum stigum hvar- vetna. Það vildi svo til, að hann fæddist á þjóðhátíðardegi Bandarikjanna aldamótaárið. Faðir hans vann í verksmiðju, an móðir hans var vinnukona. Á bernskuárum Louis voru meira en 100 negrahljómsveit ir starfandi í ' borginni og músíkin heyrðist um allt. Þegar Louis var 11 ára, stofnaði hann og þrír drengif aðrir kvartett, og beir sungu jazzlög á götum úti og þáðu að launum skild inga frá þakklátum vegfarend um. Fyrsta. hljóðfæri hans var „gítar‘ búinn til úr vindla- kassa, koparvír og gítarhálsinn úr viðarbút. Sökum þess, hve hann var broshýr og opin- mynntur var hann ýmist kall- aður ,,Dippermouth“ eða ,Satohelmouth", seinna stytt- ist það í „Satch“ eða ,,Safchmo“‘ og enn í dag er hann stoltur af því nafni. Fyrstu músíkþjálfunina fékk hann hjá hljóðfæraleikaranum Bunk Jones sem kenndi honum að spila á cornet eftir eyranu- Drengurinn tileinkaði sér smám saman eftir Jones vibra- tostílinn og einnig það ein- kennt að hika eða draga við sig „beat“-ið á leik sínum Sömuleiðis varð hann fyrir þýðingarmiklum áhrifum frá hinum kunna trompetleikara Louis og islenzkir aðdáendur á Nýleg mynd af Louis í hléi á hljómplötuupptöku. Joe „King“ Oliver, sem veitti Louis tilsögn í trompetleik og hvatti hann til að læra að lesa nótur. Lærisveinninn hljóp iðu lega í skarðið fyrir lærimeist ara sinn í skemmtihljómsveit ' borginni og erfði það sæfi 17 ára gamall er Oliver fluttist til Chicago Satchmo varð skjótt frægur í heimaborg sinni og grennd, og ekki leið á löngu unz Oliver bauð honum sæti í hljómsveit sinni í Chi- cago, sem hann þáði. Hann var búinn að semja nokkur lög, og innan tíða.r lék hann ásamt 01iver inn á fyrstu hljómplöt urnar, sem nú eru orðnar æði fágætar og mjög effirsóttar af söfnurum. Chicago var þá tek in við sem jazz-höfuðborg Bandaríkjanna. Armstrong tók ag sér starf i New York 1924, hætti þó engu við hróður sinn þar að því sinni þegar. frá eru taldar nokkrar langlífar hljómplötur, sem hann var aðili að ásamt blues-söngkonunni Bessie Smith, hann sneri aftur til Chicago árið eftir og hélt þar áfram frægðargöngu sinni. Hann lagði cornet á hilluna og tók til við trompet, og ásamt félögum sínum í „Hot Five“ lék hann inn á hverja plötuna ef annarri varð aðdáunarefni fjölda tónlistarmanna, hvítra og blakkra, hafði sérstæð á- hrifa á þá með hljóðfæraleik sínum og einstæðum söngmáta. Aðrir ágætir trompetleikarar og söngvaraf sáu vart sólina fyrir Satohmo. Allir hrifust af því hvernig hann fór að því a® .,impróvísera“, slíkt og annað eins hafði ekki heyrzt eða sézt fyrr, þetta var stór- merkilegur kafli í þróunarsögu jazzins. upp af bv* spratt hinn nýi jazz eftirstríðsáranna, þaj Framhaid a bis 12 R eykjavíkurflugvelll. ENN í FULLU FJÖRI EFTIR HALFRAR ALD- „Takmörkuð áhrif". Alþýðublaðið er heldur aum- legt upplits í gær og augsýni- lega milli steins og sleggju eft ir haftastyrkingu ríkisstjórnar innar um áramótin. Blaðið kveinkar sér við að mæla Þess ari illkyniu.ðu inngiöf bót upp í opið geðið á öllum þeim, sem höftin leggja i fjötra, en vill þó þjóna sínum herra, ríkis- stjórninni, og standa með henni. Ferst blaðinu þetta tvípóla hlutverk heldur óhönd uglega að vonum í leiðara, sem heitir ,,Mál málanna". í þessari ritsmíð eru þessar merkilegu málsgreinar: „Seðlabankinn hefur með samþykki ríkisstjórnarinnar gert nokkrar ráðstafanir gegn Þenslu.“ (Þar á blaðið við hækk un okurvaxtanna og stóraukna frystingu sparifjár og heldur áfram): ,,Þær geta engum kom ið á óvart og eru ráðstafanir, sem hagspekingar hinna frjálsu landa telja við eiga. ÁHRIF ÞEIRRA HÉR Á LANDI HAFA ÞÓ REYNZT TAKMÖRKUÐ." Uppgjöfin uppmáluð Þarna er uppgjöfin og ráð- leysið uppmálað. Ríkisstjórnin finnur og veit, að þessar ráð- stafanir, vaxtahöft og fjárfryst ing, hafa ekki komið að haldi hér til þess að stöðva verð- bólguna. Það hefur reynslan sýnt, eins og Alþýðublaðið iát ar. Þarpa sannast, að sú við- bára, að þetta sé gert til þess að reyna að stoðva verðbólguna, er því yfirvarp eitt. Stjórnin veit, að þetta er haldlaust í Því skyni, ef aðrar jákvæðar ráð stafanir brestur. En tilgangur inn er annar, og hann má ekki segja opinberlega. Hann cr sá að hefta framtak og uppbygg ingu almcnnings í andinu en tryggja íslenzkum sérgróða- mönnum og erlendum móður- skipu.m forgangsrétt að fram kvæmdaaflinu í landinu, Sá er tilgangurinn, og þetta veit og finnur Alþýðublaðið, og það játar, að ráðstafanirnar hafi „reynzt takmarkaðar“ í baráttu við verðbólgu, en réttlætir þær hangandi hendi með því, að . Þetta þyki sæmileg ráð i út- ; löndum! íslenzkir ráðamenn j ættu þó að vita það, að ís- Ilenzku efnahagslífi verður ekki stjórnað eftir erlendum formúlum þjóða, sem búa við langþróaða uppbyggingu og at- vini"’1' ' ‘**tt og sveifl- '*t er atvinnulíf íslendinnr uppbygging skammt á veg kom in. Sé ekki tekið sérstakt til- !! lit til þess, en stjórnað alvcg eftir resepti langþróuðu land- anna, er það för í fen. Aoferð ir Þeirra landa geta ekki átt hér við að öllu leyti. Flitt '•r annað mál, að ýmislegt er hægt að Iæra og hafa fftrdrerái frá öðrum löndum, e.n æ-.fð verður það að vera nseo a.íveg sérstakri hliðsjón af isieezV.'.' n aðstæðum. AÖ varpa fyvfr b.,rj sjálfstæðri skynseivú og is- lenzku mati á heiinaaðstæðu'n en kasta allri áhyggju sinni á herðar ..hagspekinga" ap.na;Tn landa er ekki að stjéraa is landi, heldur eitthvað arn?.ð. En iátningu stiórnarblaðsin* um haldleysi vaxtshafta og lánakreppu gegn verðbólgn hér á landi er gott ?.ð fá svcna hreinlega, og þá i*m I?i® játe Framhsid -x íils *2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.