Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 16
VORU 9 KLUKKU- STUNDIR í FÖNN 3. tbl. — Fímmtudagur 6. janúar 1966 — 50. árg. Samdar verði reglur varðandi sumarleyfi síldarsjómanna SJ-Reykjavík, miðvikudag. Á fundi stjómar Sjómannasam- bands íslands og stjórna aðildar félaga sambandsins var eftirfar- andi tillaga samþykkt einróma: „Fundurinn felur stjórn Sjó mannasambandsins, í samráði við stjórnir aðildarfélaga sambands- ins og samtök yfirmanna á fiski skipaflotanum, að semja við sam tök útgerðarmanna fyrir næstu sumarsíldveiðar, um reglur fyrir sumarleyfi sildveiðisjómanna, með það í huga að sumarleyfi verði bæði raunhæft og almennt". Fundurinn ræddi ennfremur um hleðslumerki fiskiskipa og nauðsyn á auknu samstarfi milli Farmanna- og fiskimannasambands íslands og Sjómannasambands fs lands um hin ýmsu hagsmunamál félagsins. HZ—Reykjavík, miðvikudag. Tíminn hringdi í dag í GuSjón Hermannsson, bónda í Skuggahlíð við Norðfjörð og spurði hann um eftirleitarmenn- ina frá Skuggahlíð og Breiðuvík, sem fóru í gær að leita kinda við Hellisfjörð og Viðfjörð. Guðgeir Guðjónsson og Stein- þór Þórðarson lögðu af stað héðan frá Skuggahlíg í gærmorgun og Jóhann Jónsson og Þórólfur Vig fússon lögðu af stað frá Stóru- Breiðuvík skömmu áður eða um 7 leytið og siðan hittust þessir menn í Helljsfirði um hádegið, þar sem þeir höfðu mælt sér mót. Höfðu þeir fundið þrjár kindur sem allar voru frá Hofi í Norð- firði. Klukkan hálf tvö skjptust með þeim leiðir, Norðfjarðarbúar Seinagangur á uppsetningu götu- liósa við innanverða Miklubraut KJ—Reykjavík, miðvikudag. Borgarbúar hafa verið að furða sig á því hvers vegna hinn nýmal bikaði kafii Miklubrautarinnar, frá Grensásveginum og inn Soga mýrina, hefur ekki verið opnaður fyrir almenna umferð, og hvemig stæði á hinum háu holræsabrunn um norðan við hina nýmalbikuðu braut. Guttormur Þormar verkfræðingur Reykjavík, miðvikudag. írski sörtgdansaflokk- urinn Feis Eireann sést hér á myndinni, er hann kom fil Reykjavíkur í nótt. Flokkurinn er á leiS vestur um haf frá ír landi og heldur hér eina sýningu þ.e. í kvöld, mið vikudagskvöld á aðal- sviði Þióðleikhússins. skrifstofu borgarverkfræðings gaf Tímanum úpplýsingar um þessi mál í dag, og hvað viðvíkur því að hleypa umferð á hinn nýmal bikaða kafla Miklubrautarinnar, þá vantar götulýsingu þar. Sagði Guttormur að lokið hefði verið við að malbika þennan kafla Miklu brautarinnar um 20. nóvember, og hefðu þeir hjá borgarverkfræðing ekki vitað betur en götulýsing in kæmi þá næstu daga á eftir, eða á næsta hálfa mánuði eftir að malbikun lauk. Var búið að setja þarna niður staura, en eftir er að grafa niður rafstreng og tengja, og þar við situr enn núna einum og hálfum mánuði eftir að malbikun lauk. Hefur ekki þótt for svaranlegt að taka þennan 6—700 metra malbikaða spotta í notkun fyrr en götulýsing væri komin, og er beðið eftir að Rafmagnsveita Reykjavíkur Ijúki verkinu. Þá er það hitt atriðið sem vakið hefur athygli vegfarandans, og það eru holræsabrunnamir sem standa langt upp úr jörðinni norð an við hina ný malbikuðu braut. Sagði Guttormur. að þama hefðu orðið á mistök í sambandi við teikningar, og yrði Þetta lagfært með vorinu. Standa brunnarnir 27 sentimetra upp fyrir eðlilega hæð, og þari því að grafa þá upp og lækka, Það er tíl lítils að véra að ham ast við að malbika götur fyrir vet urinn, eða réttara sagt að malbika eftir að kominn er vetur og þurfa að nota eldvörpur og fleira til að halda undirlagi malbiksins þurru, þegar göturnar eru svo ekki teknar í notkun fyrr en eftir dúk og disk, vegna þess að eitt borgar fyrirtækið hefur ekki staðið við sínn hlut af verkinu, eða þá að skipulagsleysi er um að kenna. Og slæmt er það alltaf þegar mistök eiga sér stað, eins og með hæð ina á holræsabrunnunum í Miklu brautinni, og verja þar stórum upp hæðum af tekjum borgarinnar til að lagfæra mistö.kín. héldu heimleiðjs með kindurnar í roki og hríðarbyl, og svo fór, að þeir neyddust til að skilja eftir kindurnar á Hnúkum vegna ófærð ar og illvjðris, auk þess sem kind urnar vom orðnar uppgefnar. Héldu þeir áfram norður til Skuggahlíðar kindalausir og komu hingað kl. 5. blautir og hraktir — Svo klukkan hálf ellefu í gærkvöldj var hringt frá Breiðu- vík og sagt ag mennirnir þaðan væru ekki komnir heim. Voru strax gerðar ráðstafanir til þess að leita þeirra og fóm tveiT menn héðan frá Skuggahlíð niður á Nes kaupstað og töluðu við Slysavarna félagið, og varð úr, að þeir og tveir menn frá Slysavarnafélag- inu fóm á báti suður í Hellisfjörð. Þar sáu þeir engan og fóru við svo búig til Viðfjarðar, þar sem þeir urðu heldur ekki mannaferða varjr. Þá sneru þeir aftur til Hell isfjarðar og ætluðu að reyna að komast á spor mannanna. En þeg ar þeir vom á leið inn fjörðinn, sáu þeir ljósi bregða fyrir uppi í fjallinu. Voru það mennirnir frá Breiðuvík, sem gáfu ljósmerki með vasaljósi. Voru þeir þegar teknir um borð í bátinn, sem flutti þá til Neskaupstaðar, og komu þeir þangað kl hálf fjmm í morgun ■ Framhald á 14. sfðu. Yfirlítsteikning af afstöðu bæja, fjalla og fjarða sem nefnd eru í greininni. Stillimyndsjónvarps ins sést greinilega FB-Reykjavík, miðvikudag. Á aðfangadag jóla var I fyrsta sinn send út hin svokallaða stilli mynd frá íslenzka sjónvarpinu, eins »g fram hefur komið í frétt um. Myndin hefur verið send út annað slagið síðan, og hafa ýms ir sjónvarpseigendur reynt að ná myndinni á tæki sín, en með mis jöfnum árangri, enda eru tækin ekki öll jafn móttækileg fyrir þessa útsendingu, þar sem sum þeirra þurfa breytinga við, áður en hægt verður að horfa á íslenzkt sjónvarp í þeim. Samkvæmt upplýsingum sjón- varpsstarfsmanna hefur stilli- myndin aðallega verið send út síðdegis og á kvöldin. Blaðið ræddi stuttlega við Ólaf Frið riksson, sem vinnur að því að stilla tæki, og spurðum hann að því, hvernig gengi að ná stilli myndinni. Hann sagði, að hún sæist mjög skýrt til dæmis ná- lægt Vatnsendahæðinni, ofar lega í Hafnarfirði og í Silfur túninu. Væru menn nú að byrja að láta stilla tæki sín, og gengi það yfirleitt vel. Á sumum tækjum verður nauð synlegt að gera breytingar, en önnur eru þannig úr garði gerð, að aðeins þarf að stilla takka eins og á venjulegum útvarpstækjum. Ekki hefur verið tilkynnt enn, hvenær stillimyndin er send út á hverjum degi, en tilkynningar innar er að vænta nú alveg á næstunni, og eftir það getur fólk fyrir alvöru farið að kynna sér stilliútsendingarnar, og þá um leið fengið upplýsingar hjá umhoðsmönnum sjónvarpanna, hvernig stilla eigi hverja ein- staka gerð, í þeim tilfellum, þar sem ekki er þörf á að fá aðstoð tæknimanna til þess. METSALA SJ—Reykjavík, mjðvikudag. Togarinn Röðull frá Hafnarfirði seldi 53,7 tonn af fiski á Eng- landsmarkaði í gær fyrir 8.566 pund. Þessj sa]a er óvenjulega góð, og var grejtt Itöghæsta með alverð sem íslenzkur togari hefur fengið — kr. 19.23 á kíló. Skipstjóri á Röðli er Jens Jóns son, Reykvíkingur, sem hefur ve* ið með Röðul í nokkur ár. Aða' uppistaða aflans var koli of hleyptj það ver^inu upp til muna Togarinn fékk megnið af aflann^ fyrir Suðausturlan,di. Framsóknarmenn i Kópavogi Aðalfundur fulltrúaráðs Franr sóknarfélaganna í Kópavogi, ver? ur haldinn í Framsóknarhúsinu a? Neðstutröð 4, mánudaginn 10. jan úar. klukkan 9.30 FRAMSÓKNARVISTIN Á SÖGU Annað spilakvöldið í fimm verðlaun. Miðapantanir í sím kvölda keppninni verður að um ’-5£>-64 og 16066 og á skrif ““ sunnudaginn 9, „n úar, n. k. og hefst klukkan 8.30. miða tímanlega. Munið hin glæsilegu heildar Framsóknarfélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.