Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 7
Sigurður Ólafsson útgerðarmaður Höfn, Hornafirði HMMTUDAGUR 6. jaaúar 1966 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjalfr it sama, en orðstírr deyr aHregi, hveim er sér góðan getr. Hávamál. Það var fyrst árið 1945, sem ieiðir okkar Sigurðar Ólafssonar lágu saman. Ekki hafði ég lengi dvalið á Höfn, þegar ég heimsótti Sigurð Ólafsson á hið myndarlega heimili hans, en þeir félgar Sig- urður og Jón Brunnan, sem var mágur Sigurðar höfðu reist sem sameign reisulegt steinhús, sem er tvær hæðir auk kjallara. Þar hafði ráðið stórhugur og myndar- skapur. Eins var með útgerðina, hún var þeirra sameign. Báturinn Björgvin lá við sterklega bryggju, sem þeir félagar höfðu reist rétt framan við íbúðarhúsið fram í sjóinn. Þar fast við bryggjuna höfðu þeir einnig reist gott sjó- hús, þar sem fór fram beiting línu og geymsla veiðarfæra. Um þetta leyti voru þeir Sigurður Ólafsson og Jón Brunnan hættir útgerð sinni, en með henni höfðu þeir hvor á sinn hátt og sameigin- lega unnið merkilegt brautryðj- endastarf fyrir sitt byggðarlag. Sigurður stýrði lengst af bátum með nafninu Björgvin, bæði af hyggindum hins farsæla fiski- manns og af hörku og áræði liins harða sjósóknara, þegar þess þurfti, en þó með fullri forsjá. Farsæll aflamaður var hann og skipverjar hans héldu mikilli tryggð við hann, enda átti hann hlýhug þeirra eins og annarra sam ferðamanna. Árið 1942 þann 24. september á stríðsárunum sýndi Sigurður og skipverjar hans er ■með honum fóru mikla dirfsku og snarræði, þegar þeim tókst að bjarga brezkum flugmanni, þeg- ar flugvél hans hafði í ofsaveðri hrakið í sjóinn hér við flugvöll- inn á Melatanga. Með Sigurðj voru í þetta skipti Þorbjörn og Ólafur, synir hans, og Ásmundur Ásmundsson héðan af Höfn. Fyrir þetta afrek var Sigurður sæmdur heiðurspeningi brezka ríkisins, BEM orðu og þeir Þorbjörn, Ólaf- ur synir hans og Ásmundur heið- ursskjölum. Afhending verð- launa þessara fór fram við hátíð- lega athöfn hér í Barnaskóian- um árið eftir. Nú var lífssviðið farið að breyt- ast allmikið. Sigurður hafði ný- iega misst konu sína Bergþóru, sinn samhenta og góða lífsföru- naut. Sigurður og Jón Brunnan voru hættir sinni farsælu útgerð. Samgöngumál höfðu alltaf verið mikið áhugamál í lífi Sigurðar Ólafssonar. Nú var nýr þáttur haf inn í samgöngumálum lands- manna. Flugfélag fslands h.f. var að auka allmikið starfsemi sína, ílugvélar þess voru farnar að fljúga til allmargra staða í land inu og í Hornafirði hafði Sigurð- ur Ólafsson gerzt umboðsmaður þess. Fyrir flugmálum og gengi Fugfélags fslands h.f. hafði Sig- urður brennandi áhuga. Fylgd- ist hann því mjög vel með þróun félagsins með öllum breytingum á Xugkosti þess og rekstri og gladd ÍM: ef alhug með tilkomu hverrar nýrrar flugvélar, sem félagið jók við flugflota sinn. Sigurður vann mikið fyrir Flugfélag íslands h. f. hér í héraðinu, hvað álit þess og gengi snerti, en hann viHi ekki síður að Flugfélagið veitti Skaft- fellíngum góða þiónustu, sem það gerði frá fyrstu tíð og með miklum sóma, það megum við Skaftfellingar mjög þakka. Meðan ég hafði á hendi radíóþjón- ustu fyrir flugráð hér á staðnum, höfðum við Sigurður og sonur hans Þorbjörn mikið saman að sælda í sambandi við flugsamgöng ur til Hornafjarðar. Þeir feðgar fylgdust mjög vel með veðurskil- yrðum á flugleiðunum, öryggið var fyrir öllu, fylgzt var með flug taki flugvélanna, komutíma og öllu því, er máli skipti. Afgreiðsl- an á flugvelli kom fljótt í hlut Þorbjarnar, en.hún var oft mjög erfið, því fara þurfti yfir Hornafj. til að komast héðan frá Höfn á flugvöllinn á Melatanga. Þor- björn og þeir menn með honum, sem önnuðust þessa flutninga eiga miklar þakkir skildar fyrir mik- inn dugnað og farsæla stjórn í þessum oft mjög erfiðu ferðum. Sigurður missti hinn mikla efn- ispilt, Ólaf í sjóinn, þegar vél- skipið Borgey fórst utan við Hornafjörð 1946. Þetta var mikið áfall', en hann tók því með skyn- semi hins reynda og hyggna manns. Nokkru síðar hætti Sigurð ur búskap, en Rósa dóttir hans hafði tekið við húsmóðurstörfum af móður sinni, og séð um heim- ilið af roikilli prýði. Hann fluttist til tengdadóttur sinnar, Ágústu Vignisdóttur, og sonar síns Þor- bjamar, en Þau höfðu byggt sér nýtt hús hér og komið sér upp vistlegu heimili. Nokkru síðar missti Sigurður einnig Steinunni, dóttur sína. Alla tíð hafði Sigurð- ur Ólafsson mikinn áhuga fyrir út gerð, aflabrögðum fiskveiðiflot ans. Hann kvað vart betra að gera út á vetrarvertíð frá öðrum stað en Hornafirði, enda hafði hann sjálfur sýnt og sannað, að héðan má gera út með góðum árangri. Mikinn áhuga hafði hann fyrir öllum nýjungum í útgerð, í rekstri flugvéla og til aukinna þæg inda fyrir heimilin, og á fjar- skiptasviðinu. Hann hafði fengið talstöð í bát þeirra félaga, svo fljótt sem kostur var. Hann fylgd- ist vel með ferðum skipa og flug- véla. Sigurður var heilsteyptur per- sónuleiki, laus við alla hálf- velgju og smámunasemi, ódeigur að skipta skoðunum við hvern sem var, varði mál sitt af harð- fylgi, þegar honum þótti þess með þurfa, en tók einnig fullt tillit til skoðana annarra, þeg- ar honum fannst þær vera rétt- mætar. Honum var yndi að því, að fá menn inn á heimili sitt, og blanda geði við þá, marga ánægjustund vil ég þakka honum og mun margur undir það taka. Efst í huga Sigurðar var að geta orðið samborgurum sínum að liði, þess hef ég og mín fjölskylda not- ið, sem ég þakka af alhug. Sigurð- ur Ólafsson stóð við orð sín og krafðist þess einnig að aðrir gerðu það. Þannig eru heiðarlegir drengskaparmenn. Sigurður Ólafsson var fæddur að Bæ í Lóni 30. maí 1890. Hann lézt á Land spítalanum í Reykjavík 8. nóvem- ber síðastliðinn. Útför Sigurðar var gerð frá Bjamaneskírkju 14. dag sama mánaðar. Kveðjuathöfn fór fram í Barnaskólanum Höfn, og var henni útvarpað um endur- varpsstöðina hér á staðnum. Mik- ið fjöimenni var bæði við kveðju- athöfnina og í Bjarnaneskirkju. Prófasturinn í Bjarnanesi, Skarp- TÍMINN héðinn Pétursson jarðsöng. Það vakti athygli, að viðstatt jarðarförina var margt af starfs- fólki Flugfélags íslands h.f., for- stjóri þess Örn Johnson, flug- menn og aðrir þekktir samstarfs- menn flugmála, svo og sérlegur fulltrúi hennar hátignar Breta- drottningar Brian Holt ræðis- maður. Að jarðarfararathöfn lok- inni var öllum viðstöddum boðið til rausnarlegra veitinga í Sindra- bæ. Það var í anda hins gestrisna höfðingja. Fyrir hönd Kaupfélags A-Skaftf. flyt ég Sigurði Ólafs- syni hugheilar þakkir fyrir að leysa vel af hendi margs konar flutningaþjónustu fyrir félagið og hvers konar fyrirgreiðslu. Sigurður Ólafsson var höfðingi í sjón og reynd. Vertu sæll vinur. Óskar Helgason. „Líf er nauðsyn, lát þig hvetja. Líkst ei gauði, berstu djarft. Vertu ei sauður, heldur hetja, hníg ei dauður fyrr en þarft.“ Larz Elleson. Sigurður fæddist að Bæ í Lóni 30. maí 1890. Sveit sú er í suðausturhorni ís lands — Bæjarhreppur heitir þar, kenndur við Bæ, þar sem Úlfljót- ur hinn lögvitri bjó á landnáms- öld: Þetta er sveit Úlfljóts, sem alið hefur og fóstrað marga ágætismenn. En margt af því góða fólki er nú flutt burt í þéttbýlið. Einn í þeirra hópi var þessi öðl- ingur, . sægarpurinn góði. Ólafur faðir Sigurðar drukknaði haust- ið 1895, er hafnsögumannsbátur- inn fórst við að fylgja dönsku vöruflutningaskipi út fýrir Pap- ós á rúmsjó. Sveinbjörg móðir hans ól drenginn upþ með seinni manni sínum, Þorleifi Eiríkssyni, hinum mætasta bónda og áttu þau sex börn, sem til þroska komust, hálfsystkini Sigurðar. Ólst hann þannig upp í hópi margra ung- menna, því þá voru fimm bændur í Bæ og flestir barnmargir. Sigurður var elztur unglinganna og gerðist brátt foringi liðsins, enda bráðþroska og vænn að vall- arsýn. Og þannig varð það ævina alla, að hann varð foringi þeirrar sveitar, sem fylgdi honum, á sjó og landi í blíðu og stríðu, í gleði og sorg. Ég held, að öllu þessu fólki hafi þótt vænt um hann. Áreiðanlega hélt hann tryggð við háseta sína og samstarfsfólk til hinztu stundar. Við vorum ná- grannar um okkar daga, einnig eftir að hann flutti á Höfn, því leiðir styttast með bættum sam- göngum, og það voru samgöngu- málin, sem tóku hug hans og kraft öllum öðrum málum framar. Marg an greiðann gerði hann mér og veitti rausnarlega, er ég var gest- ur á heimili hans. En aldrei varð ég þess var, að hann teldi mig standa í þakkarskuH við sig. Greiðvikni og gestrisni taldi hann skyldu sína við samborgarana hvern og einn, smáa sem háa. Bjargvættur matti hann kallast öðrum fremur. Oft var til hans leitað, er að kreppti. Um áratugi mátti segja, að samgöngur við Hornafjörð byggðust á vélbátum. Björgvin, sem hann stýrði, og átti með mági sínum Jóni J. Brunnan. Fólk og farangur var sótt út fyrir Hornafjarðarós, þótt strandferða- skipin neituðu að koma inn á höfnina. Síðar fluttu þeír félagar vörur til bænda austur og vestur með ströndihni á Bæjarós, Papós, í Suðursveit og til Öræfa. Þar með átti ég margan matvörusekk- inn og sykurkassann. Minnist ekki að vörur blotnuðu eða skemmdust á annan hátt. Hagsýni, gætni og karlmennska fylgdust að í ferð- um þeim. Fiskafli á vertíð var oft meiri á þann bát, en að í meðal- lagi gæti talizt. Oft komu þeir með fyrsta vertíðarfiskinn að landi og dreifðu nýmetinu um sveitir án endurgjalds. Sjálfsagt að gefa körlunum einu sinni í soðið. Oft var á tvær hættur teflt í sjóférðum Sigurðar. Einu sinni missti hann mann útbyrðis í stór- sjó, en náði honum inn aftur með aðstoð manna sinna, þar sem hann flaut uppi vegna lofts í sjó- stakknum. Austfjarðaþokan var einatt dimm, en út úr henni komst hann samt slysalaust. Öll þoka var honum andstyggð, bæði í hugs un og athöfn. Hann vildi hreinar línur, og enga hálfvelgju. Honum var ekki tamt að segja frægðar- sögur af sjálfum sér, þótt efni væri nærtækt. En talaði oft um kosti og afrek vina sinna, er hann taldi til fyrirmyndar. Árið 1915 hinn 28. maí giftist Sigurður heitmey sinni Bergþóru Jónsdóttur, bónda á Hlíð, síðar í Krossalandi. Hún var dugmikil og verkhög, varð afbragðs húsmóðir. Skömmu síðar fluttu þau frá Bæ ofan á Höfn, eins og við segjum í _________________________________7 Lóninu. Þar beið þeirra mikið verkefni. Véibátur kom í stað ára- bátsins, er Sigurður stýrði til handfæraveiða frá Papós. Stórt, tvílyft steinhús með kjallara var byggt fast við fjörðinn. Mann- margt heimili varð þar, ekki sízt að vetrinum, þá vertíð hófst. Ekkert var sparað við heimafólk né gesti, en þeir urðu oft margir. Við vinir þeirra nefndum þar í okkar hópi „Gistihúsið, sem enga borg- un tekur." Árin liðu, útgerð varð meiri og meiri og svo hófust flug- ferðir til Hornafjarðar. Þau Sig- urður og Bergþóra ásamt Jóni bróður hennar tóku á móti fyrstu flugmönnunum og mun þeim hafa fundizt, að þar væri ekki í kot visað. Sigurður varð umboðsmað- ur Flugfélags íslands á Hornafirði og hafði stöðugt símasamband við þá syðra. Það var á þessum byrj- unarárum, lítilla flugvéla, að einn Reykvíkingur símaði til Sigurð- ar, um það hvort hann gæti ekki fengið keypt kaffi fyrir sig og fjölskylduna. Svarið kom fljótt: „Kaffið getur þú fengið, en hér er það ekki selt.“ Árið 1945 andaðist Bergþóra eft ir farsælt en annasamt húsmóður- starf og skömmu seinna verður Sigurður að hætta sjósókn vegna veikleika í fótum og flýtur til sonar síns í nýbyggt einbýlishús. Flugsamgöngur við Skaftafells sýslu verða hans mesta áhugamál. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga kaupir stóra húsið þeirra og fær þar starfrækt gistihús, svo gesta- móttaka heldur þar áfram. Nú kallast það Hótelið og tekur við borgun, svo sem lög gera ráð fyrir. Börn þeirra Sigurðar og BergÞóru voru fjögur: Þorbjörn, sem starfar við afgreiðslu flug- véla og gætir flugvalla, giftur Ágústu Vignisdóttur og eiga þau synl sjö Olaftfr sem ungur fórst með m. sk. Borgey utan við Horna fjarðarós, árið 1946, Rósa, hús- frú á Akranesi, gift Kristjáni Jóns syni, starfsmanni við sementsverk smiðjuna, þau eiga tvö börn, Stein unn var vanheil og andaðist ung að árum. Minningin um Sigurð Ólafsson, svo var hann ávallt nefndur, er okkur vinum hans kær meðal annars vegna þess, að við litum ekki alltaf eins á málin, sem deilt var um, varin og sótt. Þá var hann stundum óvæginn og heflaði ekki hvert orð, en þeir sem bezt þekktu hann, vissu að hann átti óvenju mikið af góð- girni og sáttfýsi, þótt yfirborðið virtist nokkuð hrjúft. Hann var átakamaður í orði og verki, dreng ur góður tryggðatröll. Blessuð sé minning hans! Sigurður Jónsson, Stafafelli. BÓTAGREIDSLUR almannatrygginganna í Reykjavík. Greiðslur bóta almannatryggingaima hefjast í janúar sem hér segir: Mánudaginn 10. og þriSjudaginn 11- janúar verður eingongu greiddur ellL lífeyrir. Til þess að forðast þrengsli, er mælst til bess, að þeir, sem bera nöfn með upphafsstöfuum K—Ö, og því fá við komið, vitji lífeyris síns ekki fyrr en 11. janúar. Greiðsla örorkubóta hefst miðvikudaginn 12. janúar. Greiðsla annarra bóta, þó ekki fjölskyldubóta, hefst fimmtudaginn 13. janúar. Greiðsla fjölskyldu bóta (3 börn eða fleiri í fjölskyldu) hefst laugardaginn 15. janúar. Bætur greiðast gegn framvísun nafnskírteinis bótaþega, sem gefið er út af Hagstofunni, og verður svo framvegis, en útgáfa sérstakra bóta- skírteina er hætt. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.