Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 12
12 TIMINN FIMMTUDAGUR 6. janúar 1966 EVRÓPUBIKARKEPPNI MEISTARALIÐA í HANDKNATTLEIK KARLA Fredensborg — F. Leikir liðanna fara fram í fþróttahöllinni í Laugardal föstu- daginn 7. janúar kl. 20.15 og sunnudaginn 9. j^núar kl. 16. Dómari: Poul Ondal frá Danmörku Aðgöngumiðasala er hafin, og eru miðar seldir « Bókaverzlun- um Lárusar Blögdal í Vesturveri og við Skólavörðustíg. Á föstudag verða miðar seldir í íþróttahúsinu frá kl. 18 og á sunnudag frá kl. 14. í Hafnarfirði eru miðar seldir í Verzluninni Hjólinu. Verð aðgöngumiða er krónur 100,00 fyrir fullorðna og krónur 50,00 fyrir börn. Kaupið miða tímanlega — Forðizt biðraðir FIMLEIKAFÉLAG HAFNARFJARÐAR. Auglýsing 'Zá Á i & um styrki til ritstarfa, útgáfustarfsemi og rann- sóknarstarfa, samkvæmt ákvörðun menntamála- ráðuneytisins- í fjárlögum fyrir árið 1966 eru veittar 1.930.400. — krónur til styrkveitinga til ritstarfa, útgáfu- starfsemi og rannsóknarstaria samkvæmt ákvörð un menntamálaráðuneytisins. Er þetta svipuð fjárhæð og veitt var í fjárlögum 1965, en þar skipt milli ýmissa aðila. Þeir, sem hafa hug á að hljóta styrk af þessu fé, sendi menntamáÞráðuneytinu umsókn, ásamt ítarlegri greinargerð um verkefni það, sem styrks er beiðzt til, og séu umsóknir komnar til ráðu- neytisins fyrir 10. febrúar 1966. Menntamálaráðuneytið, 3. janúar 1966. Laugavegi 170, SMYRILL Sími 1-22.60. R handhæg intak 20 amp. Af- köst 120 amp. Sýður vír 3.25 mm Innbyggt öryggi fyrir yfirhitun. Þyngd 18 kíló Einnig rafsuðukapall og rafsuðuvír. Auglýsið í TÍMANUM Blaðburðarfólk óskast í eftirtalln hverfl: Grettis-götu Njálsgötu Skólavörðustig Slgtún Laugatelg Hrauntelg Upplýsingar eru gefnar á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti 7, sími 1-23-23. LOUIS ARMSTRONG Framhald af bls. 3 sem einleikshlutverkið með hljómsveitinni varð allsráð- andi. Hæfileiki Armstrongs til að improvisera var svo einstæð ur, ag alvarlegir tónlistargagn rýnendur gátu ekki orða bund izt t. d. kocnst tónskáldið Virgil Thomson þannig að orði, að leikur Armstrongs samein aði hæsta stig hljóðfæraleikni ásamt agaðri melodiskri bygg ingu og geðríkri sjálfkrafa tjáningu-1 Fimm ár liðu unz Armstrong tók til starfa í New York á ný, það var 1929 og þá komst hann á tindinn Satchmo-þjóð sagan fór eins og eldur í sinu út um heiminn. Hljómplötur hans urðu eftirsóttar allsstað- ar. og þegai hann hélt til London ' hljómleikaför 1932, urðu móttökurnar slíkar, að hann hlaut þar heitið ,,sérleg ur sendiherra' lands síns. Sum arið eftir og veturinn fór hann sigri hrósandi um Norðurlönd. Hoiiand, Belgíu. Frakkland og ítaiiu. Á árunum eftir heims- styrjöldinp síðari hefui hann ferðast um allar álfur og er einkum að nefna ferðirnar til Japan 1954, til Afríku 1960. (-.11 Austur-fivrópulandg s l vor. í Austur-Beriín var honum tek jð nórkostlegar en nokkrum skemmiik'-afti sem bangað hafð' komið. Og skemmst er að minnast komu hans til íslands fyrir tæpu ári. Sumir eru þeirrar skoðtmar að Arm- strong sigri fólk aðeins með hinni sórstæðu framkocnu sinni. En töfrar hans eru fjöl þættari .músíkin er honum í blóð borin, á tónleikapallinum fer saman hjá honum tónfeg urðin, sem hann nær úr trom petinum og hin sérstæða hlýja persónuleikans og mannleg samkennd. ósvikinn listamað ur og enaður í einni persónu. LIPPMANN Framhald af bls- 5. þar sem heilar fjölskyldur búa í einu herbergi, en hafa hvorki aðgang að rafmagni. rennandi vatni né frárennsli. Menntunarskorturinn er gíf urlegur, einkum í sveitunum, og lífskjaramunur hinna fáu ríku og hinna mörgu fátæku er himinhrópandi. Engum skyldi því koma á óvart óstöð ugleiki stjórnarfarsins i lönd- um þessum. Við núverandi að- stæður eru erfiðleikarnir svo óviðráðanlegir. að ríkjunurr. er í raun og sannleika óstjórn andi. SUÐUR-AMERÍKUMAÐUR einn, sem var ljóst hve risa- vaxnir erfiðleikarnir eru, sagði við mig, að engin jákvæð og frjó hugmynd gagnvart Mið- og Suður-Ameríku hefði komið fram á sjónarsviðið síðan að Panama-skurðurinn var grafinn í byrjun aldarinnar Umsögn hans varpar í raun og veru skýrú ljósi á meginverkið, sem inna verður af höndum. Það er ekki fyrst og fremst hug sjóna- og félagslegs eðlis. Meginverkefnið er að fjár- magna og hleypa af stokkun um í Suður-Ameríku fram- kvæmdum samsvarandí nýt- ingu og uppbyggingu vestur hluta Norður-Ameríku á sinni tíð. Þetta er í raun og sann leika fyrst og fremst verkfræði legt viðfangsefni. Leggja þarf vegi, tengja vatnakerfi stór- fljótanna Amazon, Orinoco og La Plata. gera flugvelli og gera frumskógasvæðin byggi- leg með nútíma kælítækni og tilkomu nútíma læknavísinda. Sé miShluti Suður-Ameríku gerður byggilegur verður þar til meira land til nytja handa hinum landlausu en mögulegt er að útvega með allra ákjós aplegustu umbótaaðgerðum öðr um í landbúnaðarmálum. Með þessu yrði unnt að mynda sam eiginlegan markað, sem verður óhjákvæmilega að verða tii ef iðnaðurinn í Suður-Ameríku á að geta tileinkað sér nægilega lágan framleiðslukostnað Mikilverðast er þó, að upp- bygging og nýting auðu svæð anna veitir þjóðum álfunnar girnilegt og eggjandi verkefni, sem vekur vongleðj og þær geta og verða að taka saman höndum um. Þarna fengist á- Þreifanleet oe afmarkað verk- nfni í staðinn fyrir dreifðar ai mennar hugmyndir og óendan- lega lagaþvælu. sem yfirvöld Suður-Ameríku og sameiginleg ar ráðstefnur Ameríkumanna eyða tíma sínum og elju f. A VÍÐAVANGI ingu á þeim raunverulega t«l- gangi sem þessar ráðstafanir hafa — tilgangi, sem raunar er augljós, en mátti ekki nefna upphátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.