Tíminn - 09.01.1966, Page 3
SUNNUDAUR 9. janúar 1966
TÍMINN
f SPEGLITÍMANS
Þjóðarhetja Brazilíu, knatt-
spyrnuleikarinn Edson Arantes
do Nacimento — betur þekkt-
ur undir nafninu Pele
hyggst nú ganga í hjónaband
innan skamms. Unnustan er
frá Brazilíu og heitir Rosmarie
Cholby og er tuttugu ára en
þau hafa þekkzt frá því hún
var 15 ára. Brazilísk blöð segja,
að Pele hafi ákveðið brúðkaups
daginn einhvern tímann á með
an karnivalhátíðin stendur yf-
ir til þess að forðast alla at-
hygli.
★
í Englandi hefur nú birzt
listi yfir vinsælustu hljómsveit-
irnar og söngvara á árinu 1965.
Á árinu í fyrra voru það bítl-
arnir, sem voru í efsta sæti,
en nú er svo komið að þeir
eru komnir niður í þriðja sæti.
Þó eru þeir í fyrsta sæti, hvað
sölu snertir. Annars er listinn
þannig:
1. The Rolling Stones
2. The Seekers
3. The Beatles
4. The Animals
5. Ken Todd
6. Sandie Shaw
7. The Hollies
8. The Yarbirds
9. Cliff Richards
10. Bob Dylan
Sé plata, sem bezt seldist á
árinu var Tears sungið af Ken
Todd.
★
Hvort sem það hefur nú ver-
ið einhverjum stríðnispúka að
kenna eða einhverju öðru, þeg-
ar amerísku forsetahjónin
sendu jólakort er ekki enn vit-
að en eitt er víst, að mörg
hundruð manns hafa fengið af-
skaplega dularfullar kveðjur
frá Hvíta húsinu.
Vinir forsetahjónanna hafa
nefnilega að vísu fengið stór
og glæsileg kort frá þeim, en
þegar þeir opnuðu það, stóð
alls ekkert á þeim þess efnis
hver hefði sent þau, og mörg
kortanna voru ófrímerkt.
Margir gátu þó upp á því,
að kveðjurnar kæmu frá Hvíta
húsinu, þar sem á kortunum
voru myndir af hinni frægu
byggingu í Washington og
stuttu síðar kom opinber af-
sökun frá Hvita húsinu og lof
orð um það að ný kort með
frímerkjum og nöfnum þeirra
sem sendu þau væru á leiðinni.
Bandarískir tizkufrömuðir
hafa nýlega valið Margaretu
Bretaprinsessu sem verst
klæddu konu heims árið 1965.
Fylgdu þau orð valinu, að
klæðaburður prinsessunnar líkt
ist einna helzt kiæðnaði
„Frænku Charleys". í því sam-
bandi komst franska kvik-
myndastjarnan Brigitte Bardot
einnig til tals og sögðu tízku
frömuðurnir, að það væri gæfa,
að enginn þekkti hana aftur,
þegar hún væri fullklædd.
Brigitte Bardot er að þessu
sinni talin þriðja verst klædda
kona heims, á eftir þeim Marga
retu prinsessu og songkonunni
Barbara Streisans. Þar á eftir
koma þær Mia Farrow vin-
kona Frank Sinatra) Phyllis
Diller og frú de Gaulle. Þar á
eftir koma svo leikkonurnar
Lucille Ball, Juiie Andrews,
Bette Davis og Elisabeth Tayl-
or. Bezt klædda kona ársins
1965 var hins vegar talin leik-
konan Audrey Hepurn,
Merle Oberon, Geraldin
Chaplin, Polly Bergen og Geer
Garson. Hins vegar var rætt
um það, að Judy Garland, Pam
ela Mason, Carrol Baker og
Debbie Reynolds hefði farið
fram í klæðaburði.
Vinsældir Johnsons Banda
rikjaforseta hafa dalað að mun
að því er bandaríska stofnunin
Gallup tilkynnir. 23. desember
1963 náðu vinsældir Johnsons
hámarki sínu, og voru 90 af
hverjum hundrað Bandaríkja-
mönnum, sem fylgdu honum
að málum. í dag eru aðeins 62
af hundraði, sem fylgja hon.
um.
Spurningin, sem Gallup-
stofnunin bar fram var:
— Fellur yður eða fellur yð
ur ekki, hvernig Johnson for-
seti framkvæmir starf sitt?
62% sögðu að þeim félli
það, 22% að þeim félli það
ekki og 16% höfðu enga skoð-
un.
í byrjun nóvembers síðast-
liðins voru .það 66%, sem
fylgdu stefnu Johnsons, en í
lok mánaðarins hafði þeim
fækkað um 2%.
í desember síðastliðnum var
haldin fegurðarsamkeppni
giftra kvenna í Róm og var
það frú Maria Novella Poil-
lucci, sem var hlutskörpust að
þessu sinni og hlaut titilinn
Lady Roma. Hún mun svo taka
þátt í keppni um titilinn Lady
Evrópa 1966. Lady Evrópa 1965
var kosin Ira von Fursteniberg
og birtist þá mynd af henni
hérna á síðunni.
Nú getur Karl prins og ríkis
erfingi Englands ekki lengur
gengið um og látið sig dreyma
um, það hvað hann eigi að
verða, þegar hann verður stór.
Fyrir skemmstu var haldinn
mikill hádegisverður í Bucking
ham Palace, þar sem margir
gestir voru samankomnir, þar
á meðal forsætisráðherrann
Harold Wilson og erkibiskup-
inn af Kantaraborg. Eitt aðal-
umræðuefni gestanna var fram
tíðarmenntun prinsins.
Eitt af aðalvandamálunum
er að ákveða í hvað skóla prins
inn eigi að fara, hvort hann
eigi yfirleitt að fara í háskóla
fremur en sjóherinn.
Til að byrja með á prinsinn
að fara í háskóla í Ástralíu.
Einkunnir hans fram að þessu
hafa ekki verið svo slæmar, að
hann komist ekki í háskóla.
En það sem aðallega er tek-
ið eftir og lögð áherzla á, er
að hann er fyrir ofan meðal-
lag i öllum íþróttum.
Hér á myndinni sést Brigitte
Bardot ásamt fylgisveini sínum
Bob Zaguri. Er myndin tekin
í næturklúbb að lokinni frum-
sýningu kvikmyndarinnar Viva
Maria.