Tíminn - 09.01.1966, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 9. janúar 1966
TÍMINN
n
42
aðferðum Araba skyldi hagað. Þetta var eina orrustan sem
hann skipulagði samkv. hefðbundnum aðferðum evrópskra
herfræðinga og hann segir sjálfur að „þeir hafi misst einn
sjötta Iiðsins í átökunum sem ollu því að Tyrkir misstu þús-
und hermenn, en þó höfðu þessi átök engin bein hrif á
gang stríðsins, þau urðu mér aðeins hin þarfasta lexía.“
Þótt hann hafi orðið að nota aðferðir, sem samræmdust
ekM eigin kenningum, varð þessi sigur ^þó til Þess að
Lawrence og Arabar gátu hagað aðgerðum sínum að eigin
vild, án afskipta aðalstöðvanna og stöðvað með því birgða-
flutninga Tyrkja yfir Dauðahafið til Heja þeirra við Jeríkó.
18.
Uppsagnartilraun.
28. janúar 1918 stöðvaði Lawrence flutninga Tyrkja úm
Dauðahafið með mjög dirfskufullri árás, og það var tveim
vfkum fyrr en AUenby hafði ákveðið. Lawrence hélt með
sjötíu manna flokki að næturlagi til Kerak, þaðan sem Tyrkir
fluttu kornið, sem fengið var þar í nágrenninu. Hann hafði
fengið upplýsingar um að Tyrkir ætluðu að ferja mikið
magn koms yfir til svæðisins umhverfis Jeríkó daginn eftir.
Nota átti flutningapramma og til varnar var vélbátur, mann-
aður hermönnum til varnar. Arabarnir gerðu árásina í fyrstu
morgunskímunni, þeir þeystu niður að ströndinni og út í
vatnið og allt var um garð gengið, áður en Tyrkirnir höfðu
áttað sig á hvað var að gerast. Kornbirgðunum var rænt og
eldur lagður í skemmurnar og flutningaprömmunum sökkt.
Þeir tóku sextíu fanga og urðu ekki fyrir neinu manntjóni.
Þeir héldu nú heldur en ekki ánægðir til Tafileh, eftir að
hafa valdið umskiptum í sögunni, á þann hátt að riddaralið
sigraði í sjóorrustu í fyrsta skipti.
Lawrence hafði nú frainkvæmt tvær áætlanir af þremur,
sem hann og Allenby höfðu gert. Nú var eftir að sameina
herstyrk Araba brezku herjunum við Jórdan fyrir norðan
Dauðahafið. Þetta skildi verða komið til framkvæmda í marz
byrjun. Það fór að líta illa út fyrir að þetta myndi takast,
strax í byrjun febrúar. Það hafði kólnað mjög í veðri, og
það var brjálæði að halda með nægilegu úlfaldaliði yfir Moab
fjöll í snjö. Ef úlfaldarnir dæju ekki úr vosbúð, myndi
verða auðvelt fyrir skyttur Tyrkja að tína þá niður, þar
sem þeir köfuðu snjóskaflana í fjallaskörðunum.
Auk þess var Tafileh lítt ákjósanlegur dvalarstaður, hafði
upp á fátt að bjóða, sem ryfi tilbreytingarleysið. „Við vorum
fimm þúsund fet ofar sjvarmáli, kuldinn var bitur og erf-
itt um eldivið og hann dýr ef fékkst, við vorum innilok-
aðir í steinhjöllum, sem voru iðandi af ófénaði, okkur skorti
eldivið, matvæli og vorum veðurtepptir sökum hríðar og ofsa
kulda . . . þakið lak og flugurnar suðuðu um nætur á stein-
gólfinu nýja kjötinu til lofs og dýrðar, sem þær höfðu fengið.
Við vorum tuttugu og átta manns í tveim litlum herbergj-
um og súran daun lagði af hóp‘num.“ Lawrence leitaði hugg-
unar í sígildum ritum og las „Morte d’Arthur" sér til hugar-
hægðar. Arabarnir höfðu ekkert sér til afþreyingar og ýfð-
ust í skapi og tóku að deila sín í milli. Tveir lífvarða hans
hófu einvígi með rýtingum og þegar búið var að skilja þá,
voru þeir húðstrýktir, þar eð þeir höfðu með þessu brotið
gegn fóstbræðralaginu „rafiq.“
Og nú skorti peninga. Meginhluti þess fjár, sem átti að
nota til árásarferðarinnar til Jórdan hafði Zeid eytt í kostn
að við töku Tafeleh. Lawrence varð því mjög feginn að
fá ástæðu til að hverfa úr þessu óþrifabæli til þess að afla
vista. Hann lagði af stað snemma í febrúar í hríðarkófi.
Ferðin gekk erfiðlega, úlfaldar og menn voru óvanir slíkum
aðstæðum. Lawrence fór hratt að venju og pískaði sig og
menn sína áfram eins og framast var unnt og þeir náðu
Guweira síðari hluta annars dagsins, þá aðframkomnir og
óþrifalegir, þar voru aðalstöðvar bre'zku vélahersveitanna og
sambandsliðsforingjar Feisals.
Dawnay og Joyce voru áhyggjusamlegir. Feisal hafði reynt
að taka MUdauwra fyrir hálfum mánuði, með Bedúínum,
fjórum deilum Araba hers og notið aðstoðar Písana og fall-
byssna hans. Hann beið herfilegan ósigur. Bedúínarnlr
höfðu flúiðð, þegar fyrsta árásin mistókst og það hafði munað
mjóu að Písani missti fallbyssurnar á flóttanum. Lawrence
tók þessum fréttum með heimspekilegri ró og hefur vafa-
laust íhugað, ekki alveg illgirnislaust, að þetta væri holl
C The New Amerlcan Llbrarv
UNDIR
4
saman, fóru þau á dansleik. Eftir
á fóru þau út til sama staðarins,
þar sem fegurst var milli skógar-
ins og hafsins.
Þegar hann kyssti hana, fann
hún, að þetta var enginn augna-
bliks rómantík.
— Vonnie, þú sagðir einu sinni,
að þú væri ákaflega hrifin af
vinnu þinni og lífinu hér yfirleitt.
En er þetta þér svo mikils virði,
að þú getir ekki yfirgefiið það?
Hann hvíslaði orðunum ofan í
hár hennar, ákafur og biðjandi.
En henni fannst hún verða að fá
skýrt fram, hvað hann raunveru-
lega hefði í huga. Hún hreyfði sig
lítið eitt í örmum hans.
Allt er undir því komið, hvað
ég fæ í staðinn fyrir það sem ég
afsala mér, sagði hún.
— Kaerleika, — ást, — svaraði
hann, o^ horfði beint inn í augu
hennar.
— Ég elska þig. — Það hlýtur
þú að vita?
Við erum búin að þekkjast
svo stutt. Hún greip í hálmstráið,
sér til varnar. Innst innf kenndi
hún ennþá óttans við það, að allt
væri bara stemmning eða ímyndun
FÖLSKU
ANNE
eða ómótstæðileg löngun á fögru
kvöldi. ..
— Það er alvara, Vonnie.
Allt í einu varð henni Ijóst, að
honum var fullkomin alvara, engu
síður en henni sjálfri. Hún leit
beint framan í hann, röddin titr-
aði.
— Eg elska þig, Niegel. Eg hef
elskað þig . . . hef alltaf gert það.
Það leið löng stund, þangað til
hann tók aftur til máls. — Á
morgun fer ég til Yellowknife.
En það er bara skilnaður um
stundarsakir. Hann hló mjúklega.
Heldurðu, að þú kynnir við þig
í Englandi?
Eða í Katmandu eða Timbuktu,
greip hún fram f. Mér er sama,
þó að við setjum upp tjald í
Sahara, ef þú vilt það helzt.
Þau vissu ekki, hvernig timinn
leið. En þegar máninn kom fram
hins vegar flóans, ýtti Nígei of-
urlítið við henni. Vonnie, ef ég
ekki keyri þig heim núna, kemst
ég ekki í tæka tíð til Yellowknife.
Vonnie var því fegin, að það
var dimmt inni hjá Myru, þegar
hún kom heim. Núna vildi hún
öllu öðru fremur vera ein og
hugsa um minningar kvöldsins
Hún laumaðist inn á herbergið
sitt.
FLAGGI
MAYBURY
Hún fór úr fötunum, lá fyrir í
myrkrinu og reyndi að gera sér
í hugarlund þá framtíð, er svo
snögglega blasti við henni. Það
þurfti ekki að vera neitt stórvægi
legt, sem gjörbreytti öllum lofs-
áformum. Svo hversdagslegur hlut
ur sem það, að mórauður hundur
hlypi til að ná sér í bein . ..
Vonnie vaknaði við skínandi
morgun, og tiplaði berum fótum,
að glugganum. Slíkan morgun
hefði hún viljað halda hátíðleg-
an. fara í skrautlegan kjól, bóm-
ullarkjólinn græn- og hvítrönd-
ótta með víða pilsið, hafa stóra
hvíta eyrnarlokka, og vera í
grænu sandölunum. Meðan Vonn-
ie stóð frammi fyrir speglinum,
sá hún fyrir sér, hvernig fólkið
myndi sperra brýrnar og flissa,
ef hún kæmi skálmandi inn í skrif
stofuna í fatnaði, sem hentaði á
ströndinni. Mike Graham í auglýs
ingardeildinni myndi áreiðanlega
beygja sig niður yfir skrifborðð
hennar og spyrja: — Eigum við
að fara út saman í kvöld, Litla
mín?
En sá hinn sami Mike var ann-
ars búinn að endurtaka sömu
spurninguna í fulla sex mánuði,
án þess að taka það til greina,
þótt hann fengi nei. Ekki svo
að skilja, að slíkt gerði tii. Neit-
unin gerði hann enn ákafari. Ef
hún hefði sagt já-takk í fyrsta
skipti sem hann spurði, hefði hon-
um staðið hjartanlega á sama um
hana nú. Henni þótt vænt um, að
hún þyrfti engan eíð að rjúfa,
gladdist yfir því, að ástin til Nígel
var djúp og örugg. Hún tók dökk
bláan léreftskjól út úr skápnum,
steypti honum yfir höfuð sér
með hálfgerðri ólund . . . Það var
sannarlega ömurlegt að þurfa að
vera dökkklædd á svo björtum
degi. Hún burstaði hárið og mál-
aði varirnarog fór út í eldhús.
Myra, sem fór jafnan sínu fram
lét allar skrifstofureglur lönd og
leið, og klæddist gulum bómullar-
kjól. Með rauða hárið og sitt fagra
hörund minnti hún helzt á marg-
litt blóm, þegar hún kom inn í
eldhúsið með mesta pilsaþyt.
Vonnie ristaði brauðið. Myra tók
kaffi könnuna og setti hana á
borðið við opinn gluggann í mat-
króknum. — Hvar borðuðuð þið í
gær?
— Hjá Manetti.
— Nígel sýnist ekki vera svo
ókunnugur, að hann viti ekki,
hvert hann á að fara með dömu,
sagði Myra. Á ég að hella í hjá
þér?
— Já takk. Vonnie setti brauð-
ið á borðið.
— Og var gaman?
— Ægilega.
Myra leit .snöggt á hana og
sótti síöan morgunblöðin. Vonnie
hélt báðum höndum utan um kaffi
bollann.
— Nígel vill, að ég komi til
Englands, sagði hún.
Augu í Myru glenntust upp, en
komust brátt í samt lag aftur.
— Ja, það munar ekkert urn
það? — Komdu til Englands, og
ég skal sýna þér það, sem vert
er að sjá. Það getur verið gott og
blessað. En . . .
— Hann vill, að ég komi þangað
fyrir fullt og allt. Myra — ég —
við elskum hvort annað.
— Ég hef haft veður af því alla
vikuna, að þú sért ástfang-
in, sagði Myra þurrlega. — En ég
var ekki alveg viss um, hvernig
þ.essu væri farið með Nígel. Ég
hef ekki hitt hann nema
örsjaldan, hann sýnist vera alltof
dulur til þess að láta sjá á sér
nokkrar tilfinningar. — En það
er líkt Englendingum. Áttu við,
að þið ætlið að gifta ykkur? Eða
er þetta eitt af þessum nýtízku
samböndum?
Vonnie dreypti á kaffinu. — Við
ætlum að gifta okkur.
— Bað hann þín?
— Sama sem.
— En hann gaf þér engan
hring.
Vonnie lét bollann á borðið.
— Það var í gærkvöld, að við urð
um viss um, að okkur þætti vænt
hvort um annað. — Við hugsuð-
um ekki um neitt annað. Við
í dag
ÚTVARPIÐ
Sunnudagur 9. janúar
8.30 Létt morgunlög 8.55 Fréttii
9.10 Veðurfregnir. 9.25 Morgun
tónleikar. 11.00 Messa i Laugai
neskirkju.
Prestur:
Séra Grím-
ur Grímsson. 12.15 Hádegisút
varp 13.15 Um heima og geima
Halldór Einarsson flytur annað
hádegiserindi sitt, 14.00 Miðdeg
istónleikar. 15.30 Þjóðiagastund
Troels Bendtsen velur lögin og
kynnir. 16.00 Veðurfregnii
16.20 Endurtekið efni: „Hafnar-
spegill", dagskrá í samantekt
Aðalgeirs Kristjánssonar skjala-
varðar. 17.30 Barnatími: Anna
Snorradóttir stjómar. 18.20 Veð
urfregnir. 18.30 íslenzk sönglög:
Tryggvi Tryggvason og félagar
hans synjga. 18.55 Tllkynningar
19.30 Fréttir. 20.00 Pianótónleik
ar í útvarpssal: Haraldur Sig
urðsson prófessor. 20.20 Um
Ámeríkumenn Ævar R. Kvaran
flytur fyrri hluta greinar frá
1935 eftir Ragnar E. Kvaran.
20.45 Hljómsveitarlög eftir Dvo
rák, o. fl. 21.00 Á góðri stund.
Hlustendur í útvarpssal með
Svavari Gests. 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.10 Danslög. 23.
30 Dagskrárlok
Á morgun
Mánudagur 10. janúar
7.00 Morgunútvorp 12.00 Hádeg
útvarp 13.15 Búnaðarþáttur:
nýju ári. Gísli Kristjánsson flyti
113.35 Við
[vinnuna. 14.4
Ivið, sem
heima sitjum. Sigrún Guðjón
dóttir les skáldsöguna ,.Svö
voru seglin" eftir Ragnheiði Jói
dóttur (16) 15.00 Miðdegisútvai
16.00 Síðijegisútvarp. 17.20 Fra
burðarkennsla í frönsku c
Þýzku 17.40 Fiðlulög. 18.00 l
myndabók náttúrunnar Inginu
Óskarsson talar um islenzkí
gróplöntur. 18.20 Veðurfregn
18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir 2
00 Um daginn og veginn Andri
Kristjánsson talar 2020 Spurt c
spjallað í útvarpssal 21.20 „Kir
ur jarma í kofunum" Gömlu 1<
in sungin og leikin 21.30 „Pai
dísarheimt" Höfundur flytur (2
22.00 Fréttir og veðurfregnir 2
15 Hljómplötusafnið i ums;
Gunnars Guðmundssonar. 23.1
Að tafli. Sveinn Kristinsson fl;
ur skákþátt. 23.40.