Tíminn - 14.01.1966, Síða 2

Tíminn - 14.01.1966, Síða 2
TÍMINN FÖSTUDAGUR 14. janúar 1966 Verkfatö fíutmngsverkamanna í New York lokið - stóí í 13 daga NTB-New York, fimmtudag. Verkfalli flutningaverkamanna í New York var aflýst í dag 13 dög- um eftir að það hófst. Þriggja manna sáttanefnd tókst að lokum að fá deiluaðila til þess að fallast á málamiðlunartillögu, sem felur í sér kauphækkanir og nokkrar kjarabætur aðrar fyrir þá 35.000 flutningaverkamcnn, sem í verk- fallinu stóðu. Strætisvagnar og ncðanjarðarlestir hófu starfscmi að nýju svo til um leið og samning urinn var undirritaður, kl. 6,30 í morgun að þarlendum tíma. New York-búar fögnuðu því, að umfcrð borgarinnar væri að fær- ast í eðlilegt horf að nýju, en það dró nokkuð úr fögnuðinum, að íbú- arnir verða að borga mikið fyrir verkfallið og hinn nýja kjarasamn ing, og hugsanlegt er, að fargjald strætisvagna og neðanjarðarlesta verði hækkað. Getgátur um, hversu mikið verk fallið hefur kostað borgina, eru mismunandi. John Lindsay, borg- arstjóri, sagði að kjarasamningur- inn myndi kosta borgina, sam- kvæmt áætlun sáttanefndarinnar, um 52 milljónir dollara (rúmlega 2000 milljónir íslenzkra króna) næstu tvö árin, en aðalsamninga- maður flutningsverkamanna, Doug las MacMahon, reiknaði með um 70, milljónum dollara (um 2800 milljónum ísl. króna). .. Iðnaðar- og verzlunarsamband New York segir, að verkfallið hafi kostað efnahag borgarinnar um 1,3 milljarði dollara (um 52 milljarði ísl. kr.), en Lindsay sagði, að verkfallið hefði kostað yfir 500 milljónir dollara, án þess að nefna nánari tölu. Samkvæmt hinum nýja samn- ingi fá verkamennirnir 4% kaup- hækkun frá 1. janúar í ár að telja, önnur 4% frá 1. janúar 1967 og að lokum 7% kauphækkun frá 1. júlí 1967. Auk þess fá þeir ókeypis vinnufatnað, og hækkaða veikinda peninga og lífeyri. Verkamennirnir kröfðust upp- haflega 30% kauphækkunar, fjög- urra daga vinnuviku, sex vikna sumarfrís og hálf laun sín í eftir- laun eftir 25 ára starf. Leiðtogar verkamanna sögðu, að nýi kjara- samningurinn væri „mikill sigur“. Samningurinn þýðir t. d., að stjóm andi neðanjarðarlestar fær tíma- kaup sitt hækkað úr 3,46 dollur- um (150 kr. ísl.) í 4 dollara (um I sagði á blaðamannafundi í dag, 175 krónur ísl.). að vonandi væri hægt að komast Lindsay, sem tók við borgar- hjá hækkun fargjalda, en játaði stjóraembættinu örfáum klukku- þó, að hann vissi ekki, hvar ætti stundum áður en verkfallið hófst, I að fá peninga fyrir þessum nýju útgjöldum. Hann hyllti New York búa fyrir framgöngu þeirra verk- fallsdagana. Rétt eftir að samningar voru undirritaðir, gaf Abraham Geller dómari í hæstarétti New York ríkis, skipun um að láta leiðtoga verkfallsmanna lausa. Meðal þeirra var formaður sambands flutninga- verkamanna í New York, Michael Quill, sem fékk hjartaáfall skömmu eftir handtökuna, og ligg- ur enn á sjúkrahúsi. Þeir voru handteknir 4. janúar vegna þess að þeir neituðu að aflýsa verkfall- inu. GE-Reykjavík, fimmtudag. Um mánaðamótin koma hingað til lands heimsfræg- ir skemmtikraftar á vegum forráðamanna Lidós og Skemmtikraf taiþj ónustunnar. Hér er um að ræða brezku bítlahljómsveitina The Holl ies, sem víða um heim þyk- ir skipa þriðja sætið á vjn- sældalistanum eða standa næst The Beatles og The Rolling Stonés. Plötur The Hollies hafa . þótt geysivinsælar og hafa sumar hverjar verið númer eitt á vinsældalistanum^ í Bandaríkjunum. Hér á ís- landi hafa þær og notið mik illa vinsælda svo sem lagið I’am alive. Hljómsveitina skipa 5 ungir menn, Graham Nash, Allan Clark, Tony Hicks, Eric Haydock og Bobby Elliot. Viðdvöl þeirra hér á landi verður ekki löng, áformaðir eru með þeim femir tónleikar í Háskóla- bíói dagana 31. janúar og 1. febrúar kl. 7 og 11,15. Einnig er gert ráð fyrir því Framhald á bls. 14. SAKAÐUR UM ÞATTTOKUI M0RDUM 83.000 MANNS NTB-Múnchen, fimmtudag. Yfirmaður öryggislögreglu naz- ista í Hollandi í síðari heimsstyrj öldinni, Dr. Wilhclm Harster, hef ur verið handtckinn, sakaður um þátttöku í morðum 83.000 manns, að því er tilkynnt var í Múnchen í dag. Er hér uhi að ræða Gyðinga, sem fluttir voru frá Hollandi til fangabúða Þjóðverja, og þar létust þeir. Meðal þeirra Gyðinga, sem fluttir voru á þann hátt, var Anna Frank, en dagbók hennar hefur gert hana heimsfræga, eins og kunnugt er. Hún lézt í þyzkum fangabúðum. Talsmaður ákæruvaldsins í Múnchen sagði, að tveir helztu aðstoðarmenn Harsters í öryggis lögreglu nazista í Haag, Wilhelm Zoepf og ungfrú Gertrud Slottke, hafi einnig veríð handtekin. Zoepf, sem var yfirmaður Gyðingadeildar öryggislögreglunnar í Haag, er sakaður um þátttöku í 94.328 morð um, og ungfrú Slottke um þátttöku í 93.328 morðum. Lögreglustjórinn í Múnchen, Hans Schneider, sagði að Harster, sem er sextugur, og Zoepf hafi ver ið handteknir í Múnchen á mið- vikudaginn, en ungfrú Slottke vár handtekin í Stuttgart. Hann sagði, að allt frá árinu 1961 hafi staðið yfir rannsókn á hlutverki því, sem Harster, Zoepf og Slottke léku í sambandi við nauðungarfiutninga Gyðinga frá Hollandi í síðari heims styrjöldinni. Þýzka fréttastofan DPA til- kynnir, að Harster hafi árið 1947 verið dæmdur í 10 ára fangelsi í hollenzkum rétti, en hann slapp við að sitja allan þann tíma í fang elsi. Zoepf og Slottke hafa einnig komið fyrir hollenzka dómstóla. Fyrir 10 árum síðan fékk Harst- er stöðu sem efnahagssérfræðing- ur stjórnarinnar í Efri-Bæjara- landi, en í apríl 1963 var honum sagt upp þeirri stöðu. SKÝRA FRÁ IÐGJALDA KERFINU UM HELGINA Varðandi yfirlýsingu forráða- manna Samvinnutrygginga í dag- blöðunum í gær vilja undirrituð Itryggingafélög taka eftirfarandi fram: Tryggingakerfi það, sem Sam- vinnutryggingar hafa boðað að þeir taki upp, hefur verið unnið fyrir samstarfsnefnd tryggingafé- laganna, og var enginn ágreiningur hjá félögunum um framkvæmd þess. Samvinnutryggingar hafa hins vegar valið þá leið að segja sig úr samstarfi við undirrituð félög, og tileinkað sér framkomið trygg ingakerfi sem það væri þeirra eig ið. Frá því síðastliðið haust hafa tryggingafélögin sameiginlega *át ið Bjarna Þórðarson tryggingafræð ing framkvæma umfangsmiklar rannsóknir, sem kerfi þetta er byggt á. Slysatrygging farþega og ökumanns er ekki uýmæli en hef ur verið seld sem sérstök trygg ing vegna ákvæða í reglugerð um bifreiðatryggingar, sem heimilar ekki, að öðrum tryggingum sé bætt við lögboðna ábyrgðartryggingu. Samstarfið við Samvinnutrygg ingar strandaði því ekki á ágrein ingi um iðgjöld né skilmála, held ur á þeirri staðreynd að skilning ur Samvinnutrygginga á samstarfi og samvinnu er annar en vor. Til þess að breiða yfir þetta hafa Samvinnutryggingar kosið að eigna sér sameiginlegt framkom ið tryggingarkerfi. Undirrituð tryggingafélög munu um næstu helgi skýra frá iðgjalda kerfi því, sem þau munu nota næsta tryggingarár, en þaö kerfi býður gætnum ökumönnum betri kjör en Samvinnutryggingar bjóða nú. Almennar tryggingar h. f. Verzlanatryggingar h.f. Tryggingafélagið Heimir h. f. Sjóvátryggingafélag fslands hí Vátryggingafélagið h. f. Trygging h. f. Brunabótafélag íslands. ÚTTAZT ER AD 500 HAFI LÁTIÐ LÍFIÐ NTB-Rio de Janeiro, fimmtudag. Yfirvöldin í Rio de Janeiro ótt uðust í dag, að sá óhugnanlegi húa beltisstormur, sem herjað hefur á borgina og næsta nágrenni her.n ar síðan á mánudag, liafi kostað rúmlega 500 mannslíf, og enn er ekkert, sem bendir til þess, að veðrið muni fara batnandi. Þessi hræðílegi stormur, sem er sá versti, sem Ríó de Janeiro hefur orðið fyrir síðan á 19. öld inni, hefur breytt stórum hluta borgarinnar í eitt stórt naf af þéttri, gulleitri leðju, sem hefur valdið geysimiklum skriðum í hlíð unum umhverfis borgina. Flestir hafa látið lífið í fátækrahverfun- um, sem liggja i þessum hliðum. Hundruð lélegra tréhúsa hafa hrunið í grjótskriðum, eða horfið í leðju og vatn. Heimildir segja, að um 1200 manns hafi meiðst meira eða minna síðustu dagana í óveðrinu, og að um 12000 hafi misst heim ili sín. Franska fréttastofan AFP segir aftur á móti, að um 2000 hafi særzt, og að um 30.000 séu heimilislaUs. Miklum mannfjölda hefur venð komið fyrir í skólum, og á íþrótta leikvöllum, og hafin er víðtæk bólusetning til þess að koma i veg fyrir taugaveiki. Brýr og vegir hafa víða eýði lagzt og eru á kafi í vatni. Auk þess hafa símalínur slitnað, og raf magn rofnað. Fjölmennt björgunarlíð vinnur að því allan sólarhringinn að hjálpa nauðstöddu fólki og grafa upp fólk, en vatnsflaumurinn og leðjan gerir allt björgunarstarf mjög erfitt viðureignar. Fundu annað barnslík NTB-Bloxwich, Bretl., fimmtud. Lík lítils barns, líklega stúlku, fannst í dag í skurði skammt frá stað þeim, þar sem fimm ára gömid stúlka fannst látin í gær, miðvikudag. Líkið virðist hafa legið lengi í skurðinum. Lík þessi hafa fundizt í Cannock í Staffordshire, að sögn lögreglunnar. Það, sem leiddi til líkfundar- ins í dag var, að lögreglan var að leita að sex ára gamalli stúlku, Margaret Reynolds, sem hvarf frá heimili sínu í Birm- ingham, um 15 kílómetra frá Cannock, í september síðast liðinn. Rannsókn hefur leitt í ljós, að margt er svipað í sambandi við hvarf Margaretu litlu og hinnar fimm ára gömlu Diana Tifts. Diana hvarf frá heimili sínu fyrir 14 dögum. Talið er, að líkið, sem fannst á miðviku daginn, sé af henni. Morðsérfræðingar lögregl- unnar rannsaka nú mál þessi. Brezka útvarpið BBC skýrði frá því í dag, að lögreglan hefði skorað á foreldra að hafa gætur á börnum sínum, því að hún væri að leita að stórhættuleg- um barnamorðingja á þessu svæði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.